Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978 37 lokinni sýningu á Close encounters, en það er þessi falska lífsKÍeði sem kviknar af voninni um að þessir atburðir gerist. Einar YnK'i Majtnússon." • Tilviljana- kenndar mælingar Hér fer á eftir stutt bréf þar sem fjailað er um ratsjármælingar löKreglunnar: „Einhver Loki skrifar í Alþýðu- blaðið sl. miðvikudag og gerir að umtalsefni ratsjármælingar lögregiunnar og telur hann að hún eigi t.d. ekkert erindi með radar- inn eða rasjána á Keflavíkurveg- inn, því hann sé hvort eð er svo góður að þar megi iáta bílana spretta úr spori eins og þeir margir séu byggðir til. Þetta má að nokkru leyti til sanns vegar færa, en hitt verður samt sem áður að hafa í huga, að því er ég tel, að mælingar og eftirlit veita vissu- lega það aðhald sem nauðsynlegt er í umferðinni. Loki Alþýðublaðsins segir staðreyndina þá, að venjulegt fólk efist um að mælingar lögreglunn- ar séu skipulagðar nokkuð og tilviljanakennt sé hvort mælt sé uppi í sveit eða í bænum t.d. á hættustöðum, helzt þar sem koma megi ökumönnum sem mest á óvart til að hala inn aura í einhverja sjóði. An þess að ég viti það nieð vissu, leyfi ég mér að draga þessar fullyrðingar í efa, því áreiðanlega eru mælingarnar skipulagðar eitthvað og sama hugsun hlýtur að liggja að baki mælingum hvort sem er á Kefla- vikurvegi eða á Hringbraut í Reykjavík, nefnilega sú að veita ökumönnum aðhald og koma í veg fyrir að ekið sé glæpsamlega hratt. Bent er á í skrifum Loka, að fyrirbyggjandi aðgerðir seu það sem koma skuli og samstarf lögreglu og almennings í meira mæli en nú er sé æskilegast. Vissulega er það rétt, en má ekki líka benda á það og spyrja þeirrar spurningar hvort ekki sé rétt að eina málið sem ökumenn og ökuþórar skilja er þegar talað er til þeirra gegnum budduna, ef svo mætti að orði komast. Menn hugsa yfirleitt sem svo að allt sé nú í lagi, en gleyma því að slysin gera ekki boð á undan sér og meðan mjög margir ökumenn virða ekki reglur um hraðatakmörk meira en nú er, hlýtur það að teljast mjög eðlileg ráðstöfun af hálfu lög- reglunnar að hún fylgist með ökuhraða á hinum ýmsu stöðum í Reykjavík og nágrenni, en fyrirr byggjandi aögerðir þyrftu vissu- lega að vera fyrir hendi í meira mæli en nú er. Okumaöur." Þessir hringdu . . . nokkrir dýrkendur þessara tveggja einræðishérra þó sérstaklega Stalíns. Ég fullyrði ekki að svo sé, en hefi óljósan grun um að það gæti verið. Ég er ekki á móti neinum trúarbrögðum, en ég er lútherstrúar og trúi því á Guð okkar. Hann hefur verið mér styrkur og stoð, en ef einhver sem er annarrar trúar og veit um meiri mátt en þann sem ég trúi á, þá að sjálfsögðu á hann eða hún að trúa á þann mátt. Að endingu íslandi allt, lifið heil og sæl. • Er nokkur til svars? Sveinn Sveinssoni „Er ekki búið að umtúrna hugsjónum Lenins og Engeis og Marx? Þessar spurningu verður sennilega ekki svarað, fremur en spurníngunni sem lögð var fyrir 60 þingmenn, en ekkert svar barst svo ég viti til. Mannréttindi eru mikilvæg. Mér finnst að allir menn eigi að hafa fullan rétt til hvers sem vera skal og engum manni sé heimilt að hefta frjálsræði annarra manna, ekki einu sinni rnenn sem eru valdamiklir. Ekki einræðisherrar, páfar eða trúarleiðtogar, hvar á heimskringlunni sént þeir eru. Það undrar ntig stórkostlega að fólk skuli vera til, sem dáð hefur Hitler og Stalín og dáir þá jafnvel dauða, aðra eins hörntung og þeir leiddu yfir heintinn allan. Ennþá meira undrar mig ef tilfellið er, að á Alþingi Islendinga sitji nú í dag þó SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Tékkóslóvakíu í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Prandstctters. sem hafði hvítt og átti leik, og Jankovecsi 27. Dxbfi! og svartúr gafst upp. Eftir 27... Dxb6, 28. Hd7+ er staða hans töpuð hvort sem að hann leikur 27 ... Ke8, 28. He7+ — Kd8, 29. Hdl+ eða 27... Kg8, 28. f7+ - Kh8, 29. Bg7+! - Kxg7, 30. f8=D mát. HÖGNI HREKKVÍSI rí Leikhúskjallarinn Leikhútgestir, byrjiö Imkhústeröina hjé okkur. Kvöldveröur frá kl. 18. Boröpantanir í síma 19636. Skuggar leika til kl. 2. Spariklæðnaður. Stórdansleikur að Borg — Grímsnesi í kvöld kl. 10—2. Aðeins Þetta eina sinn. Hinir storkostlegu Dúmbó og Steini á ferö sinni um landið. Sætaferöir frá Umferöar miöstööinni og öllum helztu byggöarkjörnum Suöurlandsins. Nýja „Dömufríiö“ í hávegum haft. Missiö ekki af stórdansleik ársins á Suöurlandi. Dúmbó. Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Austurbær: □ Hverfisgata 4—62 □ Laugavegur 1—33 □ Úthlíö Vesturbær: □ Miöbær □ Reynimelur 1—56 □ Nesvegur 40—82. Uppl. í síma 35408 JWergmsfcMtóitb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.