Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTOBER 1978 Ilér birtist fyrri kafli af tveimur úr nýútkominni bók danska rithöfundarins Torkild Hansens, „Réttarhöldin yfir Knut Hamsun“, sem út kom í Noregi, Danmörku og Svíþjóð fyrir skömmu. Morgunblaðið hefur aflað sér einkaréttar á birtingu hókarkaflanna, en hinn síðari birtist á morgun. MánudaKurinn 7. maí 1945 var lokadágur styrjaldarinnar í Evrópu. Þremur dögum áður höfðu Þjóðverj- ar gefizt upp í Hollandi, Danmörku og Þýzkalandi norðvestanverðu, en annars staðar voru þeir enn með mikið lið undir vopnum, þar á meðal 350 þúsundir í Noregi, þar sem hinn airæmdi Terboven, „Reichskomissar fúr die besetzen norwegischen Gebiete" vildi halda baráttunni áfram. Veður var fagurt. Vorið var ioksins komið. Sviðinn vígvöllur var farinn að grænka á ný. Guð verður þreyttur á heimstyrjöldum, en andrei á litlum blómum, segir Tagore. Mánudaginn 7. maí kiukkan 02.41 um nóttina undirritaði Jodl hers- höfðingi allsherjaruppgjöf fyrir hönd Þjóðverja í bækistöðvum Eisenhowers hershöfðingja í litlu skólahúsi í Reims. Síðar um daginn símsendi eftirmaður Hitlers, Dönitz stóraðmíráll, boðskapinn til þeirra hersveita sem enn voru á austur- og vesturvígstöðvunum, allt frá Krít til Nordkap. f Noregi setti hann Terboven af og skipaði í hans stað hæstráðanda þýzka landhersins, yfirmann fjallgönguliðsveitanna. Frans Böhme, sem hafði bækistöð í Lillehammer. í Osló sáu vegfarendur á Karl Johan reyk- bólstra mikla veltast upp úr skor- steinum hallarinnar og töldu víst að þar væru Quisling og ráðherrar hans að brenna skjölin sín. Margir nazistar féllu fyrir eigin hendi, aðrir reyndu að kaupa sér aflausn með því að bera fé á andspyrnuhreyfinguna. A Skaugum, setri ríkisarfahjónanna, sem verið hafði aðsetur Terbovens í flýti. Hann varð dolfallinn við lestui stuttrar klausu. — Hvernig má þetta vera, hugsaði hann, i dag, þremur dögum eftir uppgjöfina í Danmörku? A ritstjórnarskrifstofum eru ákvarðanir teknar í flýti. Þessi aðsenda klausa sem hafði verið að berast, gat ekki beðið þar til blaðið kæmi út næsta dag, og það var engin þörf á því að senda hana til þýzku ritskoðaranna. Smith hringdi niður í setjarasalinn. Nei, það var ekki búið að brjóta um forsíðuna. Hann skrifaði í flýti nokkra tölustafi á handritið. Klausan skyldi sett á hálffeitt Ideal-letur, 10 punkta á 13 punkta fæti, stærsta letur sem blaðið átti, tveggja dálka á forsíðu. Þegar sendillinn fór með örkina datt Smith í hug, að einhvern tíma hefði höfundur þessarar greinar skrifað eitthvað um að við gætum ekki gert okkur vonir um aðra umbun en hreina samvizku okkar sjálfra. — Nú er það hann sjálfur, sem um er að ræða, hugsaði Smith dapur í bragði. Mánudagur 7. maí 1945. Síðustu stundir styrjaldarinnar. Kl. 14 hittast leiðtogar andspyrnuhreyfing- arinnar í ieynilegum bækistöðvum frelsishreyfingarinnar, í íbúð ekkj- unnar Endresen við Gabelsgötu 39. I kristalsvasa eru tvenn heyrnartæki, sem tengd eru við útvarpsstöðina í Lundúnum. Nokkur ágreiningur er um það hvort í frelsisboðskapnum til norsku þjóðarinnar eigi að þakka „Honum, sem stýrir örlögum þjóð- anna“. Ki. 15.50 útvarpar Oslóarstöð- in ræðu hins nýja þýzka utanríkis- ráðherra, Schwerins von Krosigks, „En ljúfar stund- ir eiga allir. Bandingi situr í vagni sínum á leiðinni á aftöku- staðinn. Nagli í sætinu stingur hann. Hann færir sig um set og þá fer betur um hann“. Knut Hamsun. ungs frá Lundúnum, Urquhart hershöfðingi með fyrstu flugdeild- ina, rauðu djöflarnir frá Arnhem, fangarnir frá Grini upp Karl Johan í fangagöllum með ísaumuðum númerum, tugþúsundir á götunum, þjóðsöngvar bandamanna í öllum hátölurum, fánar bandamanna í öllum gluggum, alls staðar við hún, sól og vor og laufguð tré, ræður og aftur ræður, stórhátíð og þögul sorg. 1340 glataðir í þýzkum fangabúðum. 366 skotnir í aftökum í Noregi. 130 dauðir í fangelsi í Noregi, þar af 39 pyntaðir til dauða. Nú var það búið. Tjón af völdum styrjaldarinnar 21 milljarður norskra fyrirstríðskróna, fimmtungur þjóðarauðsins. Hersetu- gjald 5 milljónir á dag. Norð- ur-Noregur í rúst: 500 verksmiðjur sprengdar í loft upp, 15 prestsetur, 150 skólar, 21 sjúkrahús, 180 vitar, 350 fiskiskútur, 12 símstöðvar, 350 brýr, 20 þúsund símastaurar. Nú var það búið. Á þriðjudagsmorgun óku sveitir andspyrnuhreyfingarinnar í storr.iúlpum og pokabuxum, með vélbyssur inn í bæina, og hófu að handtaka félaga í „Nasjonal Samling", flokki Quislings. Þeir gerðu upptæka spjaldskrá með 61 þúsund nöfnum í flokksskrifstofunni í Osló. Frá Stokkhólmi komu flótta- mennirnir heim með Kjesæter- skrána með 71.200 spjöldum og frá Lundúnum kom yfirmaður ríkislög- reglunnar með 13.000 spjöld. Nú var það byrjað. Samkvæmt afturvirkum lögum, sem útlagastjórnin í Lundún- um gaf út, skyldi aðild að NS þau fimm ár sem ógnarstjórnin hafði verið við völd, hélt landstjór- inn sinn síðasta fund með Quisling. Þar var líka belgíski nazistaforing- inn Leon Degrelle, sem daginn áður hafði komið á herskipi frá Kaup- mannahöfn. Schnorkel-kafbátur gat enn komizt til Suður-Ameríku. Quisling sagði „nei takk“. Það var möguleiki að komast með flugvél til Spánar. Það vildi Degrelle gjarnan, en Quisling sagði „nei takk“. Terboven kvaddi þessa tvo menn, og kallaði síðan fyrir sig yfirmann lífvarðar síns og bað hann að flytja kassa með 30 kílógrömmum af trotyli í loftvarnarbyrgi sitt, sem var steinsteypt, tveir metrar á hvorn veg, og stóð í brekkunni á bak við aðalbygginguna á Skaugum. Uppi á ritstjórnarskrifstofum Aftenposten var þessi dagur eins og hver annar, skrifaði Smith ritstjóri síðar. Handrit voru send í þýzku ritskoðunina, handrit fóru í setn- ingu, handrit fóru í körfuna með efni í blaðið næsta dag, Aftenposten 8. maí. Það blað kom aldrei út, en við lögðum að því drög á jafn sjálfsagð- an hátt og við höfðum undirbúið blað morgundagsins allt hersetutimabil- ið, skrifar Smith. Við settum okkur að þreyja þorrann, og fram að þessu hafði pressa Aftenpostens ekki staðið kyrr einn einasta reglulegan útkomudag. Meðan þeir töluðu saman kom sendillinn inn með morgunpóstinn. Smith kannaðist strax við snotru rithöndina á litlu hvítu umslagi, sém hann reif upp í sem er viðurkenning á uppgjöfinni. Langflest útvarpstæki í Noregi hafa verið gerð upptæk, en á Skaugum hlýðir Terboven á ræðuna til enda, slekkur á tækinu, skipar lífverði sínum að fara út í litla steinbyrgið til að ganga frá tundurkveikjunni og sækja svo nokkrar flöskur af Wein- brand. í Líllehammer gefur Böhme hershöfðingi 250 þúsund mönnum í landhernum, 85 þúsund í flotanum, 50 þúsundum í flughernum, 12 þúsund í útlendingavinnusveitum Todt-sam,takanna og 5 þúsund her- lögreglumönnum fyrirmæli um að yfirgefa ekki búðir sínar. Ein Befehl. Böhme er nýkominn úr hörkubar- dögum við Rússa á norðurvígstöðv- unum. Heimavarnarliðið, samtals 40 þúsund manns, þyrpist út úr skógun- um og hraðar sér í áttina að bæjunum til að taka höndum þekkta nazista og stífa hárið af fylgikonum Þjóðverjanna. Leon Degrelle hringir frá Fornebu heim til Quislings í Gimli á Bygdöy og segir, að innan stundar fari þýzk Junker 52 sprengjuflugvél til San Sebastian á Spáni. Enn er tími fyrir Quisling og konu hans. Þetta verður síðasta þýzka flugvélin, sem fer frá Fornebu. Quisling segir „merci non“. Á herragarðinum Norholm um það bil tvö hundruð kílómetra fyrir sunnan Osló hefur útvarpstækið heldur ekki verið gert upptækt. Ellinor, sem er þrítug að aldri, hefur hlýtt á ræðu Schwerins von Krosigks. Ellinor talar þýzku eins og innfædd. Hún er gift þýzkum kvikmyndastjóra og hefur verið búsett í Þýzkalandi árum saman. Hún hefur lifað af tvær heilaskurðaðgerðir og er nú vistkona á hressingarhæli á Jótlandi. Ellinor segist svo frá, að það hafi verið hún, sem fór upp og sagði föður sínum fréttirnar. Hann var svo heyrnar- sljór að hann gat ekki hlustað á útvarp. Þau urðu að kalla allt upp í vinstra eyrað. — Þjóðverjar hafa gefizt upp, hrópaði Ellinor. Þessi hálfníræði maður sat í körfustólnum sínum og starði hreyf- ingarlaus fram fyrir sig. — Nei! svaraði hann. Ellinor hélt að hann hefði ekki skilið hvað hún sagði. — Þjóðverjar hafa gefizt upp, endurtók hún. Gamli maðurinn hreyfði sig ekki. Hann hafði skilið. Mánudagur 7. maí 1945. Síðustu mínútur styrjaldarinnar. Nú er Aftenposten kominn út á göturnar í Osló. Stutta klausan, sem Smith ritstjóri fékk í pósti þennan sama morgun og kom í setningu á síðustu stundu trónir tveggja dálka á forsíðunni með hálffeitu Ideal-letri, 10 punkta á 13 punkta fæti. Þettá eru eftirmæli, nokkur minningarorð um Adoif Hitler, sem látinn var fyrir rúmri viku. Nei, það hafði ekki þurft að senda þetta handrit í ritskoðun. Hér var Hitler lýst sem baráttu- manni fyrir mannúð, boðbera fagn- aðarerindisins um réttlæti til handa öllum þjóðum, sem umbótamanni úr fremstu röð. — Við, nánir stuðningsmenn hans, hneigjum nú höfuð okkar að honum látnum, sagði skáldið í lokin. Smith ritstjóri hafði látið þetta heimsfræga nafn standa undir greininni með eigin hönd mannsins. Hyllingin til Hitlers var rituð af Knut Hamsun, gamla heyrnleysingj- anum á Nerholm, mesta skáldi Noregs, Nóbelsverðlaunahafanum, sem bækur höfðu verið þýddar eftir á 32 tungumál. Nokkrum mínútum síðar var stríðið búið. I íbúð Endresens ekkju- frúar við Gabelsgötu 39 höfðu foringjar andspyrnuhreyfingarinnar komið sér saman um að í staðinn fyrir þakkir til Hans, sem ræður örlögum þjóðanna, skyldi koma „Guð blessi okkar ástkæru fósturmold" og kl. 18 var yfirlýsing þeirra prentuð í 200 þúsund eintökum, sem límd voru á lrúsveggi í Osló: — Barátta okkar er sigri krýnd. Noregur er frjáls á ný! Já, við elskum þetta land! Við syngjum og dönsum á götunum, mölvum rúðurnar í þýzku bókabúð- inni á horninu á Arbeidergötunni og Karl Johan og efnum til bókabrennu. Gestapo-fangarnir koma út úr hús- unum við Möllergötuna og Victoria Terrasse, vopnahlésnefnd banda- manna er komin með Katalínu og Sunderland í hafnarflugstöðina fyrir utan Fornebu og Hilton stórdeildar- foringi er með fullt af hrísgrjónum í hárinu þegar hann loksins kemst í Bristol-gistihúsið, Ólafur ríkisarfi flytur útvarpskveðju Hákonar kon- sjálfkrafa kosta refsingu, og nú hlutu 30 þúsund manns dóm á einu ári, en 4 þúsund voru dæmdir á ári þegar stríðið byrjaði. Það tók ríkissaksóknarann 8 ár að komast í gegnum þessi mál, og samanlagður málskostnaður fór yfir 3 milljarða króna. Þar við bættust hreinsanir sem einstakling- ar stóðu fyrir innan ríkis- og sveitarstofnana, einkafyrirtækja, verkalýðsfélaga, íþróttafélaga, sam- taka listamanna. Innan hersins þurftu 10 þúsund foringjar að fara í gegnum nálarauga rannsóknar- nefndar. Af 189 embættismönnum innan löggæzlukerfisins voru 86 látnir víkja, af 5.500 lögreglumönn- um 2 þúsund, þar af 50 lögreglustjór- ar. Áf um það bil 130 þúsund mönnum, sem var að finna í landráðaskránni, komu 98.765 fyrir rétt. 30 dæmdir til dauða, en 20.120 fengu fangelsisóóma, og 28.568 voru dæmdir til að greiða sektir, sem samanlagt námu um 280 milljónum króna. Meðal þeirra, sem dæmdir voru til refsingar, var rithöfundur- inn Knut Hamsun, Marie kona hans og synir þeirra, Tore og Arild Hamsun. Nú var það byrjað. Kl. 21.10 á mánudagskvöldið fékk Böhme hers- höfðingi í Lillehammer fyrirmæli frá yfirherstjórninni í Flensborg: Þýzku hersveitirnar í Noregi skyldu gefast upp án þess að veita viðnám og án þess að eyðileggja nokkurn hlut. Ein Befehl. „Festung Norwegen", sem hægt hefði verið að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.