Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978 5 Norðmenn styrkia iðnað sinn með Í1 milljörðum kr. — segir Davíð Scheving Thorsteinsson FUNDUR eínahags- og félags- málanefndar EFTA fór nýlega fram í Genf. en fyrir þeim íundi lágu skýrslur einstakra EFTA- landa um opinberar stuðningsað- gerðir við iðnað. sem var aðaldag- skrármál fundarins. í frétt frá Félagi ísl. iðnrekenda sem birt var í Mbl. sl. föstudag kom fram að styrktar- og stuðningsaðgerðir sumra EFTA-landa við iðnað væru orðnar mjög miklar og svo virtist í sumum tilvikum að þær kölluðu á stöðugt auknar aðgerð- ir og var þeim að því leyti líkt við eiturlyfjaneyzlu. þar sem neytandinn þar stöðugt stærri skammta. Davíð Scheving Thorsteinsson og Haukur Björnsson sátu fund þennan af Islands hálfu og ræddi Mbl. við Davíð og spurðist nánar fyrir um fundinn. Upphaf málsins er að í október á liðnu ári vakti Davíð máls á því á fundi í ráðgjafanefnd EFTA að ýmsar ríkisstjórnir sniðgengju frí- verzlunarhugsjónina með styrkj- um og væri því ekki lengur um að ræða samkeppni fyrirtækja heldur ríkisstjórna. Davíð sagði að máli þessu hefði verið vísað tii Efna- hags- og félagsmálanefndarinnar og á fundi hennar 1.—3. marz sl. hefði hann farið fram á að rannsakað væri hvernig málum þessum væri háttað og gerðar um það skýrslur. EFTA-ráðið ýtti undir að skýrslugerð þessi væri gerð og var settur lokafrestur til 1. júní, sem síðan varð að framlengja til 1. júlí og aftur til 8. september, en þá skyldi leggja fram sam- ræmdar skýrslur og ræða þær. — Við vorum búnir að fá þessar skýrslur áður og athuga þær, sagði Davíð Scheving og við vorum óánægöir með þær margar, töldum að mikið vantaði á að þær skýrðu nægilega frá því hvernig málum væri háttað. Má sem dæmi nefna að sænska skýrslan er aðeins 3 blaðsíður, en til er bók sem greinir frá sænskum stvrkjum til iðnaðar og er hún 104 blaðsíður! — Eftir geysimiklar umræður fengust þó töluverðar viðbótaupp- lýsingar og var knúið fram að Ijúka á málinu í febrúar n.k. Hefur Island haft svo langt sem það nær fullan sigur í þessu máli. Sviss var eina landið sem studdi okkur að fullu og lét fulltrúi ríkisstjórnar- innar bóka að hann væri sammála hverju orði sem ísland hefði lagt til málanna varðandi þessi atriði. Nú stendur ekki lengur staðhæfing gegn staðhæfingu um opinbera styrktar- og stuðningsaðgerðir. Það er nú skjalfest að stuðnings- aðgerðir eru vissulega fyrir hendi í fjölmörgum löndum. Nemur sá stuðningur t.d. um 11 milljörðum króna á þessu ári í Noregi en miklum mun meira í Svíþjóð. Davíð Scheving Thorsteinsson sagði að lokum að þessir fundir hefðu verið þeir erfiðustu sem hann hefði setið, Island hefði í byrjun haft alla uppi á móti sér og verið eina landið sem ræddi um að virða yrði fríverzlunarhugsjónina svo í orði sem á borði. Hann sagðist eiga von á erfiðum um- ræðum í febrúar þegar ljúka á skýrslu nefndarinnar og ályktanir dregnar af þeim staðreyndum sem fyrir Iiggja. Myndu deilurnar vafalaust mest snúast um í hve miklum mæli styrktar- og stuðningsaðgerðirnar skekktu samkeppnisaðstöðuna, en deilun- um um stuðningsaðgerðirnar sjálfar ætti að vera lokið. Trimmkeppni milli Keflavikur og vinar- bæja á sunnudaginn Á UNDANFÖRNUM árum hafa samskipti vinabæja á Norðurlönd- um farið vaxandi og hafa æ fleiri þættir komið til sögunnar. Stærstur hefur verið sá þáttur. að forystu- menn sveitarfélaga hafa hist annað veifið og rætt sameiginleg áhuga- mál. Þar ber hæst hin svokölluðu Vinabæjamót. en einmitt nú í sumar var eitt slíkt haldið hér í Keflavík. Á mótinu gafst þátttakendum kostur á að kynnast lífi og störfum íbúa bæjarins. þar sem þeir gistu á heimilum bæjarbúa þann tíma sem mótið stóð yfir. Vaxandi þáttur í samstarfinu hefur verið ýmiss konar íþrótta- starfsemi. Á 2ja ára fresti fer fram í Hjörring íþróttamót, og hefur Kefla- vík sent þangað undanfarin ár 4. fl. í knattspyrnu. Næsta ár verður aukið við og nokkrir ungir körfuknattleiks- menn einnig sendir. Á síðasta ári fór fram trimmkeppni milli Trollhátten og Kristiensand og varð þátttaka mikil. í ár var ákveðið að gera keppnina meiri og bjóða öllum vinabæjunum að vera með. Því er það, að það verður á sunniidaginn 15. okt. n.k. að Trimm-landskeppni fer fram á milli vinabæja Keflavíkur, en þeir eru: Hjörring Danmörk Kristiansand Noregi Trollháttan Svíþjóð Kerava Finnlandi Hver bær fyrir sig ákveður í hverju verður trimmað og hefur verið ákveðið hér í Keflavík að eftirfarandi greinar verði á dagskrá: Hlaup — skokk — ganga 2500 m Hjól 5000 m Sund 200 m Golf 9 holur Sundlaug Keflavíkur verður opin frá kl. 9—16 og verður aðgangur ókeypis allan daginn. Ungmennafé- lag Keflavíkur mun sjá um skrán- ingu þátttakenda þar. Golfvöllurinn í Leiru verður öllum opinn á milli kl. 10—16. Golfklúbbur Suðurnesja mun sjá um þá hlið. Þeir sem ætla að skokka eða hjóla munu leggja af stað við Barnaskólann. Þar mun Iþrótta- félag Keflavíkur og Knattspyrnufé- lag Keflavíkur sjá um að skrá þátttakendur. Hjólað jft^ur sem leið liggur frá skólanun.á Garðveg áleiðis að golfvellinum, en þegar 2,5 km. hefur verið náð, þá er snúið við og hjólað sömu leið til baka. Þeir sem skokka, hlaupa eða ganga, munu fara upp Tjarnargötu, Þverholt, Baugholt. Þar verður beygt niður Skólaveg og inná Suðurgötu að hliðinu á Skrúðgarðinum. I skrúð- garðinum verður hlaupinn einn hringur, en markið er í hliðinu gegnt skólanum. Að lokinni þátttöku geta menn keypt merki dagsins. Merkið verður af trimmkarlinum og áletruninni 15. okt. 1978. Mun merkið kosta 100 kr. I grunnskóla Keflavíkur mun verða keppni milli bekkja um að ná 100% þátttöku. Munú þeir bekkir sem því ná fá sérstka viðurkenningu frá Keflavíkurbæ. Undirbúningsnefnd Trimmdagsins vill leggja áherslu á það, að sem flestir bæjarbúar taki þátt í íþrótt- um dagsins. Allir eiga að geta fundið grein við sitt hæfi. Nefndin mun sjá svo um, að veita þeim aðstoð, sem eru í hjólastólum og vilja taka þátt. Sími í barnaskólanum er 1450 og geta allir hringt þangað, bæði til að fá upplýsingar og aðstoð. Rétt er að benda á, að hér gefst ágætt tækifæri til að drífa alla fjölskylduna af stað og leggja í sameiningu Keflavík lið. (Fréttatilkynning). Sjö þingmenn Alþýðuflokks: Leggja til að kosninga- réttur miðist við 18 ár SJÖ þingmenn Alþýðuflokksins lögðu í gær fram á Alþingi frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Islands 17. júní 1911 þar sem gert er ráð fyrir að kosningaréttur til Alþingis verði færður niður í 18 ár úr 21 ári. Það eru þingniennirnir Gunn- laugur Stefánsson, Sighvatur Björgvinsson, Finnur Torfi Stefánsson, Vilmundur Gylfason, Árni Gunnarsson, Eiður Guðnason og Jóhanna Sigurðardóttir sem bera tillöguna fram og er þar miðað við að 33. gr. stjórnarskrár- innar orðist svo: Kosningarétt við kosningar til Alþingis hafa allir, karlar og konur, sem verða 18 ára á því ári sem kosning fer fram, eða eldri, hafa íslenzkan ríkisborgararétt og eiga lögheimili hér á landi. Þó getur enginn átt kosningarétt nema hann hafi óflekkað mannorð og sé eigi sviptur lögræði. í greinargerð með frumvarpinu er sagt að 18 ára kosningaaldur eigi stöðugt meira fylgi að fagna í landinu, en frumvarp á Alþingi árið 1965 um 18 ára kosningaaldur hafi ekki náð fram aö ganga. Er vitnað til þess að í greinargerðinni að prófkjör stjórnmálaflokkanna hafi yfirleitt miðað við 18 ára aldur og bent er á að miðað sé við 18 ár í Svíþjóð, Finnlandi, Stóra-Bretlandi, írlandi, Portúgal, Frakklandi, Hoílandi, Aust- ur-Þýzkalandi, Vestur-Þýzkalandi, Italíu, Júgóslavíu, Albantu, Búlgaríu, Rúmeníu, Ungverja- landi, Tékkóslóvakíu, Póllandi, Sovétríkjunum, Danmörku og Luxemburg. seljum • Gluggatjaldaefni og húsgagnaáklæöi úr bómull og ull — 450 tegundir • Kókos- og sísalgólfteppi — 25 tegundir. • Leöursófa og stóla — húsgögn í samkomusali og fundaherbergi — sérhönnuö húsgögn handa öldruðum. Viö leggjum sérstaka áherslu á vandaöar og vel hannaöar vörur úr náttúruefnum, sem endast vel og vinna á meö aldrinum. Vörur, sem menn geta veriö stoltir af aö hafa á heimili sínu. epol V/Laugalæk Reykjavíh V/Laugalæk Reykjavík — sími 36677 Opið mánudaga — föstudaga frá kl. 14—18. laugardögum kl. 10—12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.