Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978 11 Marie Hamsun. Myndin er tekin um það leyti, sem hún var leikkona við Þjóðleikhúsið í Osló og kynntist Knut Hamsun. Marie Ilamsun lifir enn, komin á tíræðisaldur, og dvelst á elli- heimili í Frakk- landi verja mánuöum saman, féll án þess að hleypt færi af skoti. Aðfararnótt þriðjudagsins afhenti Hilton stór- deildarforingi Böhme hershöfðingja hin ströngu uppgjafarskilyrði. Þýzku hermennirnir skyldu hverfa úr bæjum og af hersetnum stöðum, handtaka alla meðlimi í SS og Gestapo og afvopnast síðan. Þetta gekk allt eftir áætlun, aðallega vegna þess hve þýzki herinn var vel skipulagður og af því að þar gilti skilyrðislaus og nær óskiljan- legur agi, skrifaði einn leiðtoga • norsku andspyrnuhreyfingarinnar! Þessir 350 þúsund létu af hendi vopn sín og birgðalager (meðal annars fjórar milljónir flöskur af léttum og sterkum vínum) til bandamanna, sem aðeins voru nokkur þúsund talsins. Þýzka herstjórnin hafði gefið mönnum sínum fyFÍrmæli um að smyrja vopnin vandlega með feiti, svo þau skemmdust ekki í geymslu við frumstæð skilyrði. Vidkun Quisling gaf sig fram við norsku lögregluna í Möllergötu 19 á miðvikudagsmorgun kl. 6.45. Hann var skotinn hálfu ári síðar. Flestir Gestapo-foringjar frömdu sjálfs- morð. Josef Terboven stóð á þriðju- dagskvöldi upp frá kös af tómum flöskum, slagaði yfir í loftvarna- byrgið, skellti á eftir sér gasþéttri stálhurðinni og settist á kistuna með þrjátíu kílóunum af trotyl. Nei, það varð ekki mikið afgangs, sem hægt var að bera kennsl á. Eina sönnunar- gagnið var hluti af upphandlegg þar Ritsafn Hamsun á gjafverði. Ritsafn Hamsun í skiptum fyrir notaða skó. Notaðir skór. Marie Hamsun kom inn úr garðinum, lúin í fótunum. Það er svo margt, sem hún vill ekki segja, en nú lýsir hún því hvernig þau þögðu saman í stofunni á Norholm. Vinnukonan var farin frá þeim, og aðeins dóttirin, Ellinor, sú eina af börnunum fjórum, var heima. Veslings Ellinor. Þýzka ævintýrinu hennar var lokið, og þar með móttökuathöfnum í Wilhelmsstrasse og sprengjuárásum á taugahælin. Búið. Nú var hún heima. Tore og Arild, synirnir, voru hjá konum sínum og börnum í Osló, og sú yngsta, Cecilia, gift Dana og bjó í Kaupmannahöfn. Svona sat þessi þrenning í fallegu stofunni á Norholm. Ellinor, Marie og Knut Hamsun. Á veggjunum héngu málverk af þeim sjálfum. Myndirnar voru ekki lengur neitt Ííkar þeim. Þau voru of glaðleg á myndunum. Það var þá. Góðu árin, áður en ósköpin dundu yfir. Fyrir stríð og á undan öllu hinu. Áður en þau vissu um veikindi Ellinor. Áður en Cecilia gekkst undir uppskurðinn. Áður en hinn hræðilegi grunur Marie var staðfestur. Fyrir neðan þessar myndir skrölti gamla út- varpstækið þeirra. Utan af þjóðveg- inum barst þunglamalegt fótatak hermanna, sem voru á förum. Knut Hamsun heyrði hvorki eitt né neitt, búinn að vera heyrnarlaus í mörg ár. Hann sat eins og venjulega langt í burtu, í sínum eigin heimi, en nú var eins og hann hefði verið að reyna að komast að niðurstöðu. Allt í einu reis hann upp: — Hringið í leigubíl, sagði hann, ég ætla til Oslóar, ég ætla að vera hjá drengjunum! Drengirnir voru Tore og Arild. Það er alltaf eitthvað, sem Marie segir ekki. Tore og Arild voru eins og hún sjálf meðlimir í NS. Knut Hamsun óttaðist um örlög þeirra, og ætlaði til Oslóar til að vera hjá þeim, ef eitthvað yrði að þeim. SS og fékk járnkrossinn fyrir frammistöðuna — menn voru víst skotnir fyrir minna á þessum síðustu og verstu tímum. Það var ekkert að þeim gamla, en hann þurfti að fá eitthvað til að dreifa huganum, eitthvað hjartastyrkjandi, og gott ef dr. Erichsen frá Grimstad var ekki með koníakspela í læknatöskunni sinni ...! — Skál! sagði læknirinn. Otti Hamsuns var ekki ástæðu- Iaus. Tore var handtekinn á heimili sínu hinn 12. maí. Arild reyndi að flýja til Norholm og komst í yfirfulla lest meö Brit konu sinni og tveggja ára syni þeirra, Espen, en þegar lestin nam staðar í Skollenborg komu menn úr andspyrnuhreyfing- unni og báðu um persónuskilríki farþeganna. Brit fór frjáls ferða sinna, því að hún var enn skráð nafninu, sem hún bar fyrir hjóna- band, en Arild var samstundis gómaður, rekinn út úr lestinni og settur hjá öðrum föngum á vörubíls- pall. „Sjáiði Hamsun!" æpti fólkið á brautarpallinum þegar þeir fóru með hann. Brit hljóp á eftir með drenginn á handleggnum, en komst rétt að sjá vörubílinn hverfa. Það hafði staðið í blöðunum að þeir, sem höfðu verið á vígstöðvun- um, yrðu skotnir. — Skál! sagði Hamsun og það örlaði á brosi til dr. Erichsen frá Grimstad. Eitt eða tvö koníakstár gera sitt gagn. Þetta endurtók sig ekki næstu daga, honum versnaði ekki. Hamsun varð aftur eins og hann átti að sér, fjarlægur, fámáll, mæddur. Á einu andartaki hafði Knut fálmað eftir einhverju til að halda sér í. Síðan var hann rólegastur af öllum, skrifar Marie og minnist á atburð, sem átti sér stað nokkrum dögum síðar. Þá kom ungur maður, hranalegur i bragði, og krafðist þess að fá afhent skotvopn Hamsuns. Hamsun vísaði unga manninum til sætis á eftirlætisbekknum sínum bandingi í vagni sínum sem liðamótin voru samgróin. Hann hlaut að vera af Josef Antonius Heinrich Terboven. Allir vissu að landstjórinn gat ekki hreyft annan handlegginn eftir að hann brotnaði í flugslysi. Tilkynningin stóð í Aftenposten þegar hann kom út eftir stutt hlé aftur á göturnar hinn 14. maí. í sama blaði var einnig frétt um Knut Hamsun. Skáldið fræga, sem aðeins viku áður hafði verið forsíðuefni, var nú komið í eindálk á blaðsíðu 9. Þar stóð að hann hefði fallið saman eftir að hann fékk fregninga um uppgjöf Þjóðverja síðdegis á mánudag, hefði verið fluttur á sjúkrahúsið í Grim- stad, þar sem hann væri nú í umsjá tveggja lækna. Eftir magaskolun hefði hann náð sér aftur nokkurn veginn og væri kominn aftur til Norholm þar sem hann lægi rúm- fastur og væri hjúkrað af frú Hamsun. Blaðið taldi að hér hlyti að vera um að ræða endalokin á stórkostlegum ferli ská'dsins: — Allt frá því að Hamsun dró fánann að húni á Norholm 9. apríl 1940 og bauð óvininn með þeim hætti og öðrum velkominn til Noregs hafa ummæli hans sífellt borið vitni vaxandi andlegum sljóleika. í áróð- ursskyni notfærðu nazistarnir og quislingarnir sér hvert orð, sem út gekk af munni þessa elliæra öldungs sem eitt sinn var annálaður. Sagði Aftenposten. Það var ekki rétt, að Knut Hamsun hefði dregið fánann að húni á Norholm 9. apírl 1940. Hvernig snerti það þá við taugaáfall hans hinn 7. maí 1945? Blaðamaðurinn notaði ekki orðið „sjálfsmorðstil- raun“, en fregnin um að Hamsun hefði náð sér nokkurn veginn eftir magaskolun í sjúkrahúsinu í Grim- stad gat vart skilið lesendur eftir í vafa um hvað var verið að gefa í skyn. Heimild Aftenposten var að öllum líkindum forsíðufrétt í Berlingske tidende tveimur dögum áður, en hún hafði verið símsend frá blaðamanni Berlinske í Osló, Bonde Nielsen. I þeirri frétt stóð að Knut Hamsun hefði fengið taugaáfall þega hann heyrði að Þjóðverjar hefðu tapað stríðinu. Þetta 88 ára skáld (á að vera 85 ára), hvers bækur seldust ekki lengur í Noregi, bjó í fullkom- inni einangrun á Norholm ásamt konu sinni, Marie, sem ekki var síður hrifin af Þjóðverjum, og litið var á hann sem löngu látinn mann, skrifaði Berlingske. Þó ekki dauðari en svo að tveimur dögum síðar gat Aftenposten gefið í skyn, að hann hefði reynt að fremja sjálfsmorð. í öðrum blöðum hét það að hann hefði tekið inn eitur og væri milli heims og helju. Var það rétt? Reyndi Knut Ham- sun eins og svo margir aðrir, meira að segja Terboven og Hitler að svipta sig lífi? Er samtímis hægt að láta í ljós slíka ögrun og slíka uppgjöf? Birta fyrst hollustuyfirlýs- ingu vjð Hitler á síðustu klukku- stund stríðsins og taka síðan eitur af ótta við afleiðingarnar? Mátrie Hamsun, konan hans, hefur aðra sögu að segja. Marie lýsir andrúmsloftinu á Norholm þessa æðisgengnu daga í maí þegar fengnu frelsi var fagnað um gjörvallan Noreg. Húrrahrópin dundu, „Ja vi elsker" glumdi stöðugt í útvarpstækjum, sem af notkunar- leysi voru orðin að skrapatólum, blöðin komu út í nýjum og óþekktum hátíðarbúningi, raðir þýzkra her- manna dröttuðust eftir þjóðvegunum suður á bóginn með örþreytta jálka fyrir kerrunum, og fyrir kom að fótsárri stúlkukind sást bregða fyrir í kjölfarinu. Trú til hinztu stundar. Segir Marie. Hún minnist ekki á Norðmennina, sem líka fóru framhjá og fleygðu bókum yfir limgerðið. Hamsun-bókum. „Pan“, „Segelfoss by“, „Markens Grode“. Inn fyrir limgerðið. Eða er það þjóðsaga? Ellinor, dóttirin, hefur ekki orðið vör við neitt slíkt. Arild, sonurinn, man eftir því einu sinni eða tvisvar, en það gerðist nokkru áður. Kannski Marie hafi farið og tíat þær upp í ljósaskiptunum? Er hun sjálf ekki ein af fótsáru stúlkukindunum, sem fylgja í kjölfarið, trúar til hinztu stundar? Hún segir ekkert um það. Það er alltaf eitthvað, sem Marie vill ekki segja. Þar að auki var það svo sem ekkert til að gera veður út af, þetta með bækurnar, sem skiluðu sér aftur. Allt frá því að hersetan hófst hafði pósturinn stöðugt verið að koma með böggla til Norholm, bókaböggla, Hamsun-bækur. Nú var það líka farið að auglýsa í blöðunum. Marie sleppti sér. Henni fannst þetta brjálæðisleg hugmynd og æpti alls konar mótbárur upp í eyrað á honum. — Þeir geta handtekið þig! — Handtekið? — Kjaftæði! — Það þekkja þig allir, þeir geta skotið þig! Hamsun reisti sig upp og horfði fast á hana. — Ég vil láta skjóta mig! sagði hann hárri röddu, dróst áfram nokkur skref, bar síðan fyrir sig hendurnar og lét fallast niður á stól. Marie sýndist hann öskugrár í framan. Það var tæpt misseri siðan hann hafði fengið seinna heilablóð- fallið. Hún óttaðist, að það þriðja væri komið, og hljóp fram til að hringja í lækni. Læknirinn var dr. Erichsen frá Grimstad, heimilislæknirinn þeirra frá því fyrir 1930. Við skyndiathugun sannfærðist hann um, að ekki væri alvara á ferðum. Gamli maðurinn hafði komizt í mikla geðshræringu. Það var ekki heilablóðfall. Það var óttinn um drengina inni í Osló. Höfðuborgin var seiðketill. Spreng- ingar og skothríð. Jacob Erichsen hafði svo sem sjálfur verið meðlimur í NS. Hann vissi manna bezt hvað drengirnir hans Hamsuns höfðu haft fyrir stafni í stríðinu. Tore, sem Þjóðverjarnir höfðu sett yfir norska Gyldendal í stað Griegs, látum það vera, en Arild, sem hafði verið í ár á austurvígstöðvunum sem meðlimur í undir gullregninu, arkaði upp í herbergið sitt og fann tvær 'pístólur sem drengirnir höfðu á sínum tíma notað til að skjóta með rottur á mykjuhaugnum. Öll hin villtu dýrin í kringum Nerholm voru friðuð. Á bak við glugga í aðalbyggingunni stóð Marie og sá hann snúa við, ganga að bekkknum, setjast við hliðina á gestinum, rétta honum píst.ólurnar, sýna honum lásana og ryðguð hlaupin, útskýra fyrir honum hvernig átti að fara með þær. Hann hafði alltaf verið veikur fyrir ungu fólki. — Sko, sagði hann að lokum, hér er smávegis af skotfærum, það er víst bezt að þér fáið þau um leið! Sælir, sælir, ungi maður! Marie sá þessa reiðu frelsishetju hverfa á braut, gjörbreytta. Hann hafði fengið vopnin, en samt var það hann sem hafði verið afvopnaður, hugsaði hún með sér. Hann brosti, rétti fram höndina, hneigði sig og það var eins og hann hefði yfirbug- azt, — fengið hjartasting af litlum sólargeisla, eins og allir hinir, sem komust í snertingu við Hamsun. Hvað var það við þennan mann, sem enginn gat staðizt? Hún ætti að vita það. Persónutöfrar er fátæklegt orð, en hlýjan í fari hans ásamt þessari undirfurðulegu kaldhæðni, þetta staðfestulega, hreinskilna augnaráð um leið og það var eins og lítill púki sæti á bak við eyrað á honum, eins og þegar hann lét út úr sér þetta með skotfærin ... (þýðing Á.R.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.