Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978 Guómundur H. Garðarsson, formaöur V.R.: Y f irlýsingar f ormanns K jararáðs óskiljanlegar „ÉG SATT að segja furða mig á þeirri yfirlýsintíu Hjartar Iljart- arsonar formanns Kjararáðs verziunarinnar í MorKunblaðinu í sær. að V.R. hafi ekki last fram neinar sérstakar kröfur cnn.“ sajíði Guðmundur II. Garðarsson. formaður Verzlunarmannaféla)?s Reykjavíkur. í samtali við Morjr unhlaðið. „því að hinn 20. júní síðastliðinn laj{ði V.It. fyrir fulltrúa viðsemjenda félaK.sins. þar sem Iljörtur Iljartarson var ma-ttur. tillöKur um gjörbreytta flokkaskipan samninKa V.R.“ Guðmundur H. Garðarsson kvað tillögur V.R. m.a. fela í sér að í stað 11 launaflokka komi 23 launaflokkar. Er þessi skipan í samræmi við breytingar á launa- flokkum B.S.R.B. í síðustu samn- ingum o>; felur að sjálfsöfjðu í sér sambæriletíar breytingar á kaup- töxtum. Guðmundur H. Garðars- son sagði ennfremur: „Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að verzlunar- og skrifstofufólk þarf að fá umtalsverðar lagfæringar á kauptöxtum sínum til þess, að þeir , séu hinir sömu og greitt er fyrir sambærileg störf hjá hinu opin- bera. Um er að ræða 10 til 60% mun verzlunarfólki í óhag. Krafa okkar hefur frá upphafi þessa máls verið sú, að þessi munur yrði lagfærður." „Sú fullyrðing Hjartar, að ekki hafi verið lögð nein áherzla á samninga, er óskiljanleg," sagði Guðmundur. „Forystumenn verzl- unarmanna hafa frá því að tillög- Guðmundur II. Garðarsson. for- maður V.R. urnar um breytta flokkaskipan voru lagðar fram 20. júní síðastlið- inn, gert ítrekaðar tilraunir til að fá viðræður um þær, en án árangurs, þar til fundur var haldinn í viðkomandi undirnefnd síðastliðinn mánudag. Biðlund V.R. var þá á þrotum og hefði málinu verið vísað einhliða til sáttasemjara, ef viðræður hefðu ekki hafizt. Þetta veit Hjörtur Hjartarson manna bezt. Það þarf engum að koma á óvart, að verzlunarfólk fylgi því nú fast eftir, að fá sömu kjör fyrir sambærilega vinnu og aðrir hafa notið í tæplega eitt ár. Fremur mætti ásaka V.R. fvrir að hafa Afsökun arbeiðni I MORGUNBLAÐINU í gær var frétt um ungan pilt, sem lézt við óvenjulegar aðstæður. Það var hörmulegt slys, enda skýrt frá því í öllum dagblöðum. En Morgunblaðið harmar þau mis- tök sín að birta nafn piltsins vegna þess, hvernig dauða hans bar að höndum — minnugt þess að unglingar geta tekið upp á ýmsu, sem verður þeim fjarri með aukinni reynslu. Mbl. vill forðast að hella salti í sár þeirra, sem eiga um sárt að binda vegna hörmulegra slysa — en mistök geta verið fylgi- fiskur blaðamennsku eins og annarra þátta mannlífs. Nafn- birting var fráleit í þessu tilfelli, þó það sé hefð íslenzkra blaða að birta nöfn þeirra, sem farast í sl.vsum. Ritstjórar Morgunblaðsins biðja aðstandendur og lesendur afsökunar á þessari nafnbirt- ingu, sem var eins og á stóð í andstöðu við blaðamennsku Morgunblaðsins. ekki fylgt þessum málum fastar eftir." Að lokum sagði Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur: „Um- mæli formanns Kjararáðs verzlun- arinnar um, að V.R. geti farið til verðlagsstjóra og samið við hann um hækkaða álagningu til þess að verzlunarfólk fái leiðréttingar á kjörum sínum til jafns við aðra, eru ekki svaraverð. Vitað er, að ýmsir vinnuveitendur hafa þegar við ríkjandi álagningarreglur lag- fært einhliða laun starfsfólks upp í það, sem greitt er fyrir sambæri- leg störf hjá ríkinu. Ekki eru þeir enn komnir á hausinn — en það eru allt of margar þúsundir manna við verzlunar- og þjónustustörf atvinnulífsins, sem búa við þá smánartaxta, sem V.R. krefst leiðréttingar á. Enn eru viðsemj- endur V.R., Vinnuveitendasam- band Islands, Vinnumálasamband samvinnufélaganna og Kjararáð verzlunarinnar. Þessir aðilar hafa ekki enn sem komið er falið okkur forsjá sinna máia, hvað sem síðar kann að verða.“ Sigurður Ingimundarson fræði og tók próf í henni 1939 við Noregs Tekniske Höjskole í Þránd- heimi. Sumurin 1962 og 63 stund- aði Sigurður framhaldsnám í verkstjórnarfræðum og vinnuhag- ræðingu í Ósló. Að loknu námi starfaði Sigurður hjá síldarverksmiðjum ríkisins og Rauðku í Siglufirði og starfsmaður við hráefnaúthlutun til matvæla- iðnaðarins hjá skömmtunarskrif- stofu ríkisins var hann 1940—50. Sigurður hóf kennslu 1941 og starfaði við hana til 1970, síðustu árin yfirkennari við Verzlunar- skólann. Hann var forstöðumaður verkstjórnarnámskeiða frá byrjun 1962—1970 og 1. maí 1970 var hann ráðinn forstjóri Tryggingastofn- unar ríkisins. Sigurður var lands- kjörinn alþingismaður 1959—71, og 1956—60 var hann formaður Sigurður Ingi- mundarson látinn Sigurður Ingimundarson lor- stjóri Tryggingastofnunar ríkis- ins og fyrrum alþingismaður andaðist í Landspítalanum í fyrrakvöld 65 ára að aldri. Sigurður Ingimundarson fædd- ist í Reykjavík 10. júlí 1913, sonur Ingimundar Einarssonar og konu hans Jóhönnu Egilsdóttur. Hann varð stúdent 1934 og stundaði læknanám við Háskóla Islands í eitt ár, en nam síðan efnaverk- Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Sigurður átti sæti í Norður- landaráði 1959—70 og hann sat í ýmsum nefndum, einkum varðandi fræðslu og tryggingamál, nú síðast í samnorrænni nefnd um tryggingamál til að undirbúa fund í Reykjavík 1980. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Karitas Guðmundsdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Birgir ísleifur Gunnarsson: Engin hagsbót nema atkvæðisréttur fylgi „ÉG ítreka það sem kemur fram í bókun okkar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að við hefð- um kosið annað samstarfsform varðandi samráð starfsfólks og stjórnenda borgarinnar og bent- um við í því sambandi sérstak- lega á samstarfsnefndir. en ég tel að í slikum nefndum sé hægt að taka upp mál á brciðari grund- velli og einnig fleiri mál en þau sem snerta beint stjórn fyrir- tækja og því séu slíkar samstarfs- nefndir skynsamlegasta lausnin í málum varðandi samskipti starfs- fólks og stjórnenda." sagði Birgir ísleifur Gunnarsson borgarfull- trúi er Mbl. sneri sér til hans vegna þeirra ummæla Kristjáns Benediktssonar borgarfulltrúa Framsóknarflokksins í Mbl. á fimmtudag. að umskipti sjálf- sta'ðismanna varðandi aðild starfsfólks að stjórnum fyrir- tækja væru of sniigg og að það væri of geyst í hlutina farið að vilja veita fulltrúum starfsfólks í stjórnum fyrirtækja atkvæðisrétt. Birgir ísleifur sagði að vísir að samstarfsnefnd hefði verið að þróazt undanfarin ár, þar sem, væru fundir borgarstjóra, borgar- fulltrúa og framkvæmdastjóra borgarfyrirtækja annars vegar og starfsfólks hins vegar þar sem ýmis sameiginleg mál hefðu verið rædd. Sagði Birgir að það hefði verið um það talað að koma á formfastara samstarfi í þessa veru. Meirihluti borgarstjórnar hefði hins vegar kosið aö fara þá leið að vilja ekki einu sinni ræða sam- starfsnefndahugmyndir borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins en veitt þess í stað starfsfólki einung- is áheyrnarfulltrúa í stjórnum með málfrelsi og tillögurétti. „Ég tel að þetta fyrirkomulag gangi ekki í reynd og sé hvorki starfs- fólkinu né stjórnendum til hags- bóta, nema fullur atkvæðisréttur fylgi,“ sagði Birgir ísleifur. Hann sagði að afstaða meiri- hluta borgarstjórnar til máisins, úrtölur hans og tilraunir til að drepa því á dreif vektu tortryggni um það að ekki byggju full heilindi á bak við tal hans í þessu máli. „Ég tel málið ákaflega einfalt," sagði Birgir ísleifur. „Annaðhvort vilja menn þetta fyrirkomulag eða ekki.“ Þlngflokkur Sjálfstæðisflokksins: Hörð kosning í 3 nef ndir Alþingis Samstaða um menn í 21 nefnd — Skiptar skoðanir um kjör þingflokksformanns ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- flokksins valdi í fvrrakvöld menn í nefndir Alþingis, 6 nefndir í Sameinuðu þingi og 9 í Efri deild og 9 í Neðri deild. Hver nefnd nema fjárveitinga- nefnd er skipuð 7 fulltrúum frá öllum flokkum og eiga Sjálf- stæðismenn 2 fulltrúa í hverri nefnd en höfðu 3. Á meðan Samtökin áttu fulltrúa á Al- þingi voru 10 menn í fjárveit inganefnd en stjórnarflokkarnir hafa nú óskað eftir því að 9 fulltrúar skipi nefndina þar sem þeir gátu ekki komið sér saman um það hver stjórnarflokkanna ætti að hafa þriðja manninn. Hörð kosning var innan þing- flokksins um sæti í þremur nefndum af 24, utanríkisnefnd og fjárveitinganefnd í Samein- uðu þingi og fjárhags- og viðskiptanefnd í Neðri deild. í fjárhags- og viðskiptanefnd hlutu kosningu Matthías Á. Mathiesen með 10 atkvæði og Ólafur G. Einarsson með 8 atkvæði. Albert Guðmundsson hlaut 6 atkvæði. í fjárveitinganefnd hlutu kosningu Pálmi Jónsson með 20 atkvæði, Lárus Jónsson með 16 atkvæði og Ellert Schram með 12 atkvæði. Friðjón Þórðarson hlaut 10 atkvæöi og Oddur Ólafsson og Guðmundur Karls- son eitt hvor. í utanríkisnefnd náðu kjöri Ragnhildur Helgadóttir með 12 atkvæði og Friðjón Þórðarson með 11 atkvæði. Geir Hall- grímsson hlaut 11 atkvæði en hann var ekki í kjöri og hafði tekið það skýrt fram áður og tók ekki kosningu. Aibert Guð- mundsson hlaut 6 atkvæði. Varamenn voru tilnefndír Geir Hallgrímsson og Eyjólfur Kon- ráð Jónsson. Albert Guðmundsson hafði óskað eftir sæti í utanríkisnefnd og/eða fjárhags- og viðskipta- nefnd, en máði ekki kjöri. Hann vildi þá ekki taka sæti í öðrum nefndum þingsins en slíkt stóð honum til boða bæði fyrir og eftir kosningu í þær tvær nefndir sem hann óskaði eftir að eiga sæti í. Þá bauð Friðjón Þórðarson að víkja sæti fyrir Albert í utanríkisnefnd en Albert hafnaði því og kvað kosninguna eiga að ráða. Þingflokkur sjálfstæðis- manna hefur ekki kjörið for- mann þingflokksins en Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gegndi því starfi s.l. kjörtímabil. Að því er Mbl. kemst næst eru skiptar skoðanir um það innan þing- flokksins hvort varaformaður- inn skipi áfram formennsku í þingflokknum, en þeir sem vilja breytingu hafa ekki lagt fram ákveðnar hugmyndir um nýjan formann þingflokksins þótt staldrað hafi verið við Ólaf G. Einarsson alþingismann. Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur mjög ákveðið reynt að lægja öldurnar. Hefur hann hlotið gagnrýni fyrir það starf hjá þeim sem styðja Gunnar og einnig hinum sem telja að hann hafi gengið of langt ?þessum efnum þótt báðir aðilar virði slíkt sem eðlilegt hlutverk flokksformannsins. Reiknað er meö að formaður þingflokksins verði kjörinn um miðja vikuna. Hér fara á eftir nöfn þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem valdir hafa verið í nefndir í Sameinuðu þingi og Neðri deild, en Mbl. gat ekki í gær aflað sér upplýsinga um val manna í Efri deild. Sameinað þing: Utanríkisnefnd: Ragnhildur Helgadóttir og Friðjón Þórðar- son. Fjárveitinganefnd: Pálmi Jónsson, Lárus Jónsson og Ellert B. Schram. Kjörbréfanefnd: Friðjón Þórðarson og Eyjólfur K. Jóns- son. Þingfararkaupsnefnd: Sverrir Hermannsson og Friðjón Þórðarson. Atvinnumálanefnd: Friðrik Sophusson og Jón G. Sólnes. Allsherjarnefnd: Lárus Jóns- son og Ellert B. Schram. Neðri Deild: Fjárhags- og viðskiptanefnd: Matthías Á. Mathiesen og Ólafur G. Einarsson. Félagsmálanefnd: Gunnar Thoroddsen og Eggert Haukdal. Iðnaðarnefnd: Gunnar Thoroddsen og Jósep H. Þor- geirsson. Allsherjarnefnd Nd.: Friðrik Sophusson og Matthías Á. Mathiesen. Samgöngunefnd: Friðjón Þórðarson og Sverrir Her- mannsson. Sjávarútvegsnefnd: Matthías Bjarnason og Jósep H. Þorgeirs- son. Menntamálanefnd: Ellert B. Schram og Ólafur G. Einarsson. Landbúnaðarnefnd: Pálmi Jónsson og Eggert Haukdai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.