Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978 Jltofgtittlivlbifrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánúói innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. I>róun land- helgismála S koðanir manna voru skiptar um störf og stefnumið fráfarinnar ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar, eins og gengur og gerist um aðrar landsstjórnir. Engu að síður var það samdóma áíit þorra þjóðarinnar, að vel og viturlega hafi verið haldið á útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 200 mílur. Samningar, sem gerðu allt í senn, að tryggja viðurkenningu annarra þjóða á einhliða íslenzkum rétti til hinnar nýju landhelgi, binda endi á átök á íslandsmiðum og hreinsa þau af erlendri veiðisókri, verða litnir um langa framtíð sem lokaáfangi íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu. Það fór vel á því að þessir sigrar unnust undir forystu sjávarútvegsráðherra úr Sjálfstæðis- flokknum, Matthíasar Bjarnasonar, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur allar götur frá því að landgrunnslögin voru sett árið 1948, haft frumkvæði um að byggja upp landhelgissókn að lokamarki. Andstaða Alþýðubandalagsins við Óslóarsamkomulagið, sem innsiglaði íslenzkan lokasigur, verður jafnlengi ljótur blettur á færsælli framvindu þessa mikilvæga máls. Það hefur vakið verðskuldaða athygli að átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins, undir forystu Eyjólfs Konráðs Jónssonar, lögðu fram á fyrstu dögum hins nýja Alþingis, þrjár tillögur til þingsályktunar, sem eru rökrétt framhald af þróun landhelgismála og lýsa eðlilegum viðbrögðum við aðstæðum líðandi stundar á þessu hagsmunasviði okkar. I fyrsta lagi skal nefnd tillaga um rannsókn á landgrunni íslands. Reglur þjóðaréttar um réttindi strandríkja til landgrunns utan 200 mílna efnahagslögsögu eru í mótun. Nauðsynleg þekking á íslenzka landgrunninu utan 200 mílna til suðurs, vesturs og á íslandshafi á Jan Mayen-svæði geta haft verulega þýðingu á varðstöðu nra íslenzka hagsmuni í þessu efni. Rannsóknir á þessum vettvangi eru því bæði æskilegar og óhjákvæmilegar. í annan stað er lagt til að mótmæla tilraunum Breta til að slá eignarhaldi á klettinn Rockall í þeim tilgangi að teygja yfirráð þeirra á hafbotnssvæði, sem tilheyrir Islendingum eftir þeim þjóðarreglum, sem nú eru í mótun. Er fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur var þess að sjálfsögðu gætt að engin skerðing yrði á henni vegna kletts þessa. í þriðja lagi er lagt til að teknar verði upp viðræður og samningar við Norðmenn um réttindi landanna á íslandshafi. Hér er átt við úrlausnarefnið varðandi yfirráð á Jan Mayen-svæðinu, sem flutningsmenn telja að viðkomandi bræðraþjóðir eigi að leysa á samningsvettvangi, á grundvelli sanngirni og réttsýni, sem geti orðið fordæmi við mótun alþjóðareglna í hliðstæðum málum. I ljósi sögulegrar framvindu landhelgismála okkar fer vel á því, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi áframhaldandi forystu um að hreyfa þeim málum og knýja áfram, sem varða þetta mikilvæga hagsmunasvið íslenzku þjóðarinnar. Samkomulag um vinnubrögð Ilok síðasta þings beitti Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, sér fyrir samkomulagi um endurskoðun stjórnarskrár og kosningalaga, með jöfnun atkvæðisréttar í huga, sem og um endurskoðun á skipulags- og slarfsháttum Alþingis. Samkomulag var gert milli þingflokka um skipan nýrrar stjórnarskrárnefndar í upphafi þings þess, sem nú er komið saman, er skila átti innan 2ja ára álitsgerð og tillögum um endurskoðun stjórnarskrár, sérstaklega varðandi kjördæmaskipan og kosningaákvæði, en einnig varðandi skipulag og starfshætti Alþingis. Formenn allra þingflokka fluttu tillögu um þetta efni sem var samþykkt samhljóða. í ljósi þessarar samstöðu og samþykktar Alþingis verður að vænta þess að hin nýja stjórnarskrárnefnd verði senn skipuð. Starf hennar getur að hluta byggst á umfangsmiklu starfi eldri stjórnarskrár- nefndar. Aðalatriði er, að jafnari atkvæðisréttur verði kominn á áður en þjóðinn gengur næst til kosninga. Þessi samstarfsnefnd þingflokka á jafnframt að samræma sjónarmið um skipulag og starfshætti Alþingis. Hér er um að ræða samkomulag um vinnubrögð, er allir þingflokkar stóðu að, og Alþingi staðfesti, og verður að gera ráð fyrir, að hið nýja Alþingi fylgi því eftir á viðeigandi hátt. Skipunar nefndarinnar er því beðið með nokkurri eftirvæntingu, ekki sízt kjósenda í Reykjavíkur- og Reykjaneskjör- dæmunum. Birgir ísl. Gunnarsson í síðustu viku birtist í Dagblaðinu grein eftir Sig- urð E. Guðmundsson, vara- borgarfulltrúa Alþýðu- flokksins, þar sem gagn- rýnt er það sem hann kallar stjörnudýrkun við gerð íþróttamannvirkja í Reykjavík. Öll áherzla hafi verið lögð á íþróttamann- virki fyrir fáa útvalda afreksmenn, en aðstöðu til almenningsíþrótta lítið verið sinnt. Undir þessa gagnrýni var tekið í Tíman- um, en niðurstaða hennar var sú, að stefnubreytingar væri þörf og hverfa ætti frá „stjörnuíþróttastefnunni". Þar sem skrif þessi gætu bent til þess, að hér sé um að ræða bergmál frá Fram- sóknarmönnum og Alþýðu- flokksmönnum í borgar- stjórn, ætla ég að gera þau nánar að umtalsefni hér. Gagnrýni Sigurðar bygg- ir á þeirri meginforsendu, að unnt sé að gera skýran mun á almenningsíþróttum annars vegar og svokölluð- um stjörnuíþróttum af- reksmanna hinsvegar. Hér er mikill misskilningur á ferð, því að reynslan sýnir, að þessir tveir þættir íþróttamála eru svo sam- tvinnaðir, að þar verður ekki á milli greint. Afreks- menn í íþróttum verða ekki til nema fyrir hendi sé vakandi áhugi almennings á íþróttagreininni. Sá áhugi knýr á bætta og betri aðstöðu til íþróttaiðkana í viðkomandi grein. Sú að- staða hjálpar til við að skapa afreksmenn og afrek hinna fáu verða síðan öðr- um hvati til iðkunar á greininni — hvetur til fjöldaþátttöku. Um þetta má nefna mörg áþreifanleg dæmi. íslend- ingar hafa löngum haft mikinn áhuga á knatt- spyrnu. I þeirri grein hafa vaxið upp afreksmenn og íslenzk lið hafa m.a. á stundum náð umtalsverð- um árangri. Allt þetta hefur orðið til þess, að sennilega eru fáar íþrótta- greinar jafn mikið stund- aðar af almenningi, utan húss sem innan allt árið um kring og afrek knatt- spyrnumannanna eru stöð- ugur hvati til iðkunar á þessari íþróttagrein. Nefnum fleiri dæmi: Þeg- ar Friðrik Ólafsson stendur sig vel á alþjóðlegum skák- mótum, vex almennur skákáhugi í landinu. Sala á töflum og skákborðum vex og skák er iðkuð á öðru hverju heimili og í öllum skólum. Þessi áhugi gengur mannvirkin hafa orðið dýr- ari fyrir bragðið, en hugsið ykkur hvaða stöðu við værum í nú í dag, ef Reykjavíkurborg hefði ekki haft frumkvæði í því að byggja upp slík mannvirki í Laugardalnum. Hvað eru stjörnu- íþróttir? í bylgjum eftir því, hvernig afreksmönnum gengur, en upp úr þessum almenna áhuga spretta síðan nýir afreksmenn. Þegar þeir Clausens- bræður, Finnbjörn og Huseby gerðu garðinn frægan og unnu frækileg afrek á frjálsíþróttamótum erlendis, þá jókst snarlega áhugi á frjálsum íþróttum. Menn kepptust við að hlaupa og stökkkva hver sem betur gat. Afreks- mennirnir örvuðu til fjöldaþátttöku. Þannig haldast í hendur í órjúf- andi hringrás áhugi al- mennings og afrek hinna fáu. Ég er því þeirrar skoðun- ar, að það sé á miklum misskilningi byggt, þegar menn greina stranglega á milli almenningsíþrótta og þeirra íþróttagreina, sem skapa afreksmenn. Stefnan í byggingu íþróttamann- virkja, hlýtur að verða sú að þetta hvort tveggja haldist í hendur. Á þeim grundvelli hefur stefna okkar Sjálfstæðismanna í borgarstjórn byggst. Laug- ardalurinn hefur verið byggður upp sem miðstöð íþróttanna í Reykjavík. Öll maqnvirki, sem þar hafa veríð byggð eiga að upp- fylla alþjóðlegar kröfur um gerð slíkra mannvirkja. Iþróttamannvirkin þar gera það mögulegt að ís- lenzk íþróttaæska getur keppt við fulltrúa annarra þjóða við skilyrði, sem eru viðurkennd af alþjóðasam- tökum. Það hefðu verið ófyrirgefanleg mistök, að hafa einhvern kotungsbrag á mannvirkjagerð í Laug- ardal. Ég geri mér fullkom- lega grein fyrir því, að Síðasta framkvæmdin þar var gerð fullkomins frjálsíþróttavallar. Okkar íþróttamenn í þeirri grein hafa ekki haft aðstöðu sem skyldi. Með örfáum undan- tekningum hafa íslenzkir íþróttamenn ekki náð ár- angri, sem jafnast á við það, sem bezt gerist hjá öðrum þjóðum. Áhugi al- mennings á þessari fögru grein íþróttanna hefur og dvínað að sama skapi. Nú er aðstaðan fyrir hendi og nú er þess að vænta, að afrekin batni og almenn- ingur fái um leið áhuga á að iðka og horfa á frjálsar íþróttir. Enda þótt þessi stefna hafi verið látin móta upp- bygginguna í Laugardal, þá fer því fjarri, að við það eitt hafi verið látið sitja. í Laugardal hafa keppnis- mannvirkin verið, en borg- in hefur.byggt eða stuðlað að byggingu%fjölda íþrótta- mannvirkja víðar um borg- ina, sem almenningur not- ar í ríkum mæli. Þar má nefna íþróttasvæði félag- anna í öllum borgarhverf- um, sem borgin styrkir verulega. Tvær almenn- ingssundlaugar í Vesturbæ og í Laugardal eru dagleg- ur vettvangur þúsunda borgarbúa og þriðja sund- laugin er nú í byggingu í Breiðholti. Miklum fjár- munum er varið til að bæta aðstöðuna í Bláfjöllum nú síðast með fullkominni stólalyftu. Þannig má áfram telja. Það væri mið- ur, ef horfið yrði frá því að láta haldast í hendur ann- arsvegar byggingu íþrótta- mannvirkja, sem uppfylla alþjóðlegar kröfur um keppnisaðstöðu og hinsveg- ar mannvirki þar sem almenningur getur iðkað íþróttir sér til heilsubótar og hressingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.