Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978
27
Vinsældalistar og fréttir úr poppheiminurn. . .
Plötudómur:
„Tormato” - Yes
SÍÐAN platan „Fragile“ kom út hér fyrr á árum, fyrsta platan eftir að Rick
Wakeman bættist í hópinn, hefur mér fundist Yes vera innantómt glamur of
margra hæfra manna í einni hljómsveit. Það sem skemmdi fyrir þeim voru
útsetningar sem fólu í sér ofhlaðið spil miðað við grunntónlistina. Wakeman,
Howe og Squire léku sínum eigin trompum allir í einu auk Bills Bruford,
þáverandi trymbils. Það hefur reyndar ýmislegt breyst hjá Yes síðan og í
tónlistarheiminum almennt. Yes gerðu aðra plötu með sömu liðsskipan eftir
„Fragile“, „Close To The Edge“, sem hafði í för með sér að margir eldri aðdáendur
andvörpuðu og sneru sér að öðrum listamönnum, sama gerði Bruford, hann hætti
og Alan White kom í hans stað, svo þar var komin sama liðsskipan og í dag. White
var mjög ólíkur trommuleikari og féll alls ekki inn í myndina í upphafi. Þeir tóku
þó upp 3 platna hljómleikaalbúm, „Yessongs“. Og á eftir henni kom „Tales From
Topgraphic Ocean“ og eftir hana hætti Wakeman og Patrick Mora kom í hans stað
hálfu ári síðar og tók upp með þeim „Relayer“. Snemma síðasta ár kom Wakeman
svo aftur inn í myndina og þeir komu með hamagangsplötuna „Going For The
One“ sem náði nokkrum vinsældum.
„Tormato" er önnur platan
eftir þessa breytingu og verður
að teljast góð á hvaða mæli-
kvarða sem er. Þeir forðast að
troða hver öðrum um tær en það
sýnir að allt hefur verið reynt til
að gera plötu þessa sem besta.
Mest áberandi er Steve Howe,
gítarleikari, sem leikur sér
fallega á plötunni ailri og af
einstöku öryggi, það sama er
hægt að segja um Alan White,
trommuleikara, sem einnig er
sérlega góður á plötunni.
Rick Wakeman notar aðallega
Paul
McCartney
í góðum
félagsskap
PAUL McCartney er um þessar
mundir að vinna að gerð
nýjustu plötu hljómsveitar
sinnar Wings, og í einu lag-
anna á þeirri plötu nýtur hann
aðstoðar nokkurra af kunnustu
rokk-hljómlistarmönnum
Bretlands.
Eftir því sem næst verður
komist ákvað McCartney að í stað
þess að láta hljómsveit leika í
þessu lagi, væri hentugra að kalla
saman nokkra tónlistarmenn og
mynda einhvers konar „big
rokkband“. Þeir sem leika í þessu
lagi eru: Pete Townshend, David
Gilmour, Eric Clapton, Jimmy
Page, og Hank B. Marvin, allir
leika þeir á gítar, John Paul
Jones, Gary Brooker og Tony
Ashton (hljómborð, Ronnie Lane,
Bruce Thomas og McCartneý
sjálfur (bassa), Kenny Jones,
John Bonham og Steve Holly
(trommur), Morris Pert, Ray
Cooper og Speedy Acquaye
(ásláttarhljóðfæri) og fjögurra
manna hornaflokkur, en meðal
þeirra er tenórsaxafónleikarinn
Howie Casey. Þá á Robert Plant
einnig að hafa sungið í þessu lagi.
Upphaflega átti Jeff Beck
einnig að leika með í laginu, en
hann gerði McCartney þau boð að
hann sæi sér ekki fært að mæta
og var þá Marvin tilkvaddur í
hans stað. Hefði Beck einnig
leikið í þessu lagi, hefðu allir
fyrrverandi sólógítarleikarar
hljómsveitarinnar Yardbirds
leikið í laginu, en þeir Clapton og
Page voru á sínum tíma í þeirri
hljómsveit.
Ekki liggur ljóst fyrir hvort
lagið ‘verður gefið út á lítilli
plötu, eða hvort það verður aeins
eitt af lögunum á næstu plötu
Wings, en hvað sem síðar verður,
þá sýndi McCartney þá fyrir-
hyggju að láta kvikmynda upp-
töku lagsins.
tvö hljómborð á þessari plötu,
Polymoog og Birotron, og tekst
honum að sjálfsögðu að ná
fallegum blúndum út úr báðum
borðunum. En annars er hann
ekki eins áberandi eins og búast
hefði mátt við.
Þeir tveir, Anderson og
Squire, sem nú eru einir eftir af
stofnendum hljómsveitarinnar,
sem orðin er 10 ára, eiga sinn
hlut aðallega í lagasmíðunum og
Anderson að sjálfsögðu í söngv-
um.
Annars væri betra fyrir
hljómsveitina að fá inn annan
söngvara auk Anderson, vegna
þess hve rödd hans er einhæf og
þreytandi til lengdar. Reyndar
var það auk „Arriving UFO“
„On The Silent Wings Of Free-
dom“ og „Future Times“, sem ég
sætti mig ekki við á plötunni.
Sem betur fer er bassaleikur
Squires ekki settur jafn framar-
lega á þessari plötu og oft áður
enda lítið sniðugt að endurtaka
sig á 9 plötum.
„Don’t Kill The Whale“ er
fyrsta athyglisverða lagið á
plötunni. Það byrjar á nokkurs
konar indíána-takti og liggur
við að tónlistin sé nær því sem
John Lennon var að gera með
Plastic Ono Band heldur en Yes.
Alan White var um tíma í
Plastic Ono Band þó það sé
kannski bara ágiskun að hann
hafi haft eitthvað að gera með
samanburðinn.
„Madrigal" er stutt lag/ljóð í
miðaldastíl eftir þá Anderson og
Wakeman, sem er gott út af
fyrir sig.
„Release Release" sýnir Yes
eins og þeir geta verið bestir og
þetta lag á án efa eftir að vera
eitt af aðallögum þeirra á sviði á
næstunni og það er eins og
krafturinn sé miklu eðlilegri líkt
og hann var á fyrstu plötunni.
Lag Andersons, „Circus Of
Heaven", sem er nokkurs konar
ballaða er sérlega skemmtilega
útsett, og kannski full líkt
„Battle Of Evermore“ af einni
plötunni með Led Zeppelin.
Hvað um það, samlíkingin á
bara við um útsetninguna.
„Onward“ sem er eftir Chris
Squire er fallegt lag sem jafnvel
söngvari eins og Engelbert
Humperdink gæti ekki mistekist
með.
Eg hef trú á því að þessi plata
Yes sé stórt skref fram á við og
merki þess að einfaldleikinn er
oftast fallegri og betri.
Stærsti plúsinn fer þó til
Steve Howe sem er sérlega
smekklegur gítarleikari.
Nýjar plötur með
Doors og Clapton
Á næstunni munu tvær nýjar
breiðskífur sjá dagsins ljós og
án efa mun mörgum tónlistar-
áhugamönnum þykja íengur f
þessum plötum. því önnur er ný
plata með Eric Clapton og hin
plata með áður óútgefnum
lögum með Doors.
Plata Claptons ber nafnið
„Backless" og er gert ráð fyrir
að hún komi út í byrjun
nóvember. Með Clapton á plöt-
unni eru þeir Carl Radle,
bassaleikari Dick Sims, hljóm-
borðsleikari, Jamie Oldaker
trommuleikari og Marcy Levy,
(söngur. Á plötunni eru 10 lög og
hefur Clapton samið fjögur
þeirra sjálfur, en hin sex eru
eftir ýmsa aðila, m.a. Dylan.
Af plötu Doors, „An
American Prayer", er það að
segja, að útgáfa þessarar plötu
hefur verið í bígerð undanfarin
ár, þótt svo nú fyrst líti
breiðskífan dagsins ljós. Plata
þessi hefur aðallega að geyma
texta og ljóð Jim Morrisons,
söngvara Doors, en hann lézt
fyrir sjö árum. Þá er á plötunni
lagið „Roadhouse Blues". Auk
Morrisons skipuðu Doors Robby
Krieger, gítar og söngur, Ray
Manzarek, hljómborð og söngur,
og John Densmore, trommur.
Man einhver þá tíma er John Travolta og Olivia Newton-John
voru ekki í efsta sæti brezka vinsaddalistans? Þau skötuhjú hafa
hreiðrað vel um sig í efsta sætinu og ekki er útlit fyrir að þeim
verði velt úr sessi á næstunni. Það væru kannski helzt Boney M.
sem væru líkleg til þess afreksverks. en sú hljómsveit siglir nú
hraðbyri upp vinsældalistann með lag sitt „Rasputin".
í Bandaríkjunum er allt við hið sama. Exile eru enn í efsta
sætinu. en Nick Gilder hefur nú skotizt upp í annað sætið. Nýju
lögin á bandaríska listanum eru ba'ði flutt af vei þekktum
listamönnum. eða þeim Gerry Rafferty og hljómsveitinni Who.
Annars er eftirtektarvert að það var ekki fyrr en Keith Moon,
trommuleikari Who. var látinn að lag þeirra náði einhverjum
vinsældum í Bandarikjunum. Einkennilegt þetta dálæti
Bandaríkjamanna á látnum listamönnum.
Hér heima eru John Travolta og Olivia Newton-John í efsta
sætinu á Topp fimm listanum, en ÍOcc skipa efsta sætið á lista
Óðals. ABBÁ njóta mikiiiar hylli hérlendis og engum skai koma
á óvart þótt lag þeirra verði senn í efsta sæti.
Frá Amsterdam er fátt eitt að frétta, utan hvað ABBA eru þar
nýkomin inn á vinsældalistann. alveg eins og hér. Kvikmyndin
Grease virðist þó vera vinsæl í Holiandi, því öll efstu lögin þrjú
eru úr þeirri mynd.
LONDON
1. (1) Summer nights — John Travolta
og Olivia Newton-John
2. (2) Love don’t live here anymore — Rose Royce
3. (9) Lucky stars — Dean Friedman
4. (23) Rasputin — Boney M.
5. (3) Grease — Frankie Valli
6. (6) í can’t stop loving you — Leo Sayer
7. (6) Sweet talkin’ woman — Electric Light Orch.
8. (7) You make me feel (mighty real) — Sylvester
9. (4) Dreadlock holiday — lOcc
10. (5) Kiss you all over — Exile
NEWYORK
1. (1) Kiss you all over — Exile
2. (5) Hot child in the city — Nick Gilder
3. (4) Reminiscing — Little River Band
4. (2) Boogie oogie oogie — Taste of Honey
5. (8) You needed me — Anna Myrray
6. (9) Whenever I call you „friend”
— Kenny Loggins
7. (7) Don’t look back — Boston
8. (3) Summer nights — John Travolta
og Olivia Newton-John
9. (11) Right down the line — Gerry Rafferty
10. (12) Who are you — Who
TOPP FIMM ÚR ÞÆTTINUM
Á NÍUNDA TÍMANUM"
1. (2) Summer nights — John Travolta
og Olivia Newton-John
2. (4) Love is in the air — John Paul Young
3. (5) Oh what a cirkus — David Essex
4. (5) Kiss you all over — Exile
5. (5) Summer night city — ABBA
ÓÐAL TOPP TÍU
1. (1) Dreadlock holiday — lOcc
2. (2) Love is in the air — John Paul Young
3. (8) You make me feel (mighty real) — Sylvester
4. (3) Boogie oogie oogie — Taste of Honey
5. (7) Best of both worlds — Robert Palmer
6. (13) Got a feeling — Partick Juvet
7. (6) Stuff like that — Quincy Jones
8. (9) You and I — Rick James
9. (4) Three times a lady — Commodores
10. (5) One for you, one for me — La Bionda
AMSTERDAM
1. (1) Hopelessly devoted to you
— Ölivia Newton-John
2. (3) Summer nights — John Travolta
og Olivia Newton-John
• 3. (6) Grease — Frankie Valli
4. (4) Three times a lady — Commodores
5. (2) You’re the greatest lover — Luv
6. (7) I’m gonna love you too — Blondie
7. (8) Rasputin — Boney M.
8. (5) Follow me — Amanda Lear
9. (9) You’re the one that I want —
John Travolta og Olivia Newton-John
10. (11) Summer night city — ABBA