Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978 Við ræddum saman á kaffi- húsi í miúha num undir mynd af Ilótcl íslandi. Að sjá cr það þriflcjít Kamalt hús «« okkur kom saman að cftirsjá væri að slíkum. I krinjí eru flciri myndir frá þeirri Rcykjavík. cr okkar kynslóð þckkir aðcins af myndum. vinalcjí trchús ojí miirK þakin báru- járni. ,.I»að cr einkcnnilejít sjónarmið." scjíir viðmadandi minn. „að ckki sc hæjít að búa mönnum hcilbrijít umhvcrfi í sambúð við hið jcamla. Þcssi Jíiimlu minnismcrki menninjj- Hirjíir Grímur Jónasson" ... ojí liij; um unKU stúlkurnar. scm vcrða barnshafandi á undan sinni samtíð." til dæmis að við spiluðum í Krísaveizlum og á hátíð Fram- sóknarflokksins.“ Birgir Grímur sagðist hafa samið bæði lög og ljóð. „Attu einn texta í handraðanum?" „Ég er búinn að gleyma þeim nær öllum. Þetta var ekkert stórbrotið. Við sungum um lífið og listina á f’róni og ungu stúlkurnar, sem verða barnshafandi á undan sinni samtíð.“ Einhvern tíma í samtali okkar hafði Birgir Grímur vikið orðum að því að sér „Fólk sœttir sig allt ofmikið við hlutina ” ar. scm var. hvcrfa af sjónar- sviðinu citt af öðru og þeir, scm malda f móinn. þykja cinfaldlcga á eftir. Afrakst- urinn cr auðvitað sá að við búum í lífvana borg úr gleri og stcinstcypu." Glampinn í augum Birgis Gríms Jónassonar gaf eindregið til kynna að verndun gamalla húsa væri honum ekki dægurmál til að þreyja af tímann yfir kaffibolla. Hálft annað ár er ,nú liðið síðan hann fór vestur um haf til náms í arkitektúr í bænum Eugene í Oregonfylki. Einkum sagðist hann legjya stund á innanhúsarkitektúr, en allt, sem lyti að verndun og endur- reisn kvað hann sér hugfólgið. „Það er mesti misskilningur, sem margir virðast hafa með- tekið, að leifar gamla tímans séu á einhvern hátt ekki samboðnar glæsilegum nútímalífsháttum. Eins og allir vita hafa nýbygging og framfarir hvergi verið örari en í Bandaríkjunum og þó hafa e.t.v. fáar þjóðir gert sér jafn mikið far um að halda hinum gamla í horfinu og Bandaríkjamenn,“ sagði Birg- ir. „Ég gæti til dæmis bent á borgir eins og San Fransisco, sem nánast er samsafn af gömlum húsum, eða Sacra- mertto, einnig í Kaliforníu, þar sem niðurdröbbuðum hjalla- svæðum var með útsjóoarsemi breytt í menningarhverfi með skemmtigöi*hum ög’verzlunár- míbstöðV'úm. Aúðýitáðjér svö skiljanlegt, eins og aðstæðum er hér háttað, að eigertdum gamalla húslóða sé í mun að koma eignum sínum í verð og láta reisa á þeim glerhallir í „frystikistustíl." Birgir Grímúr er tUttugu og fjögurra ára gamall Hafnfirð- ingur. Hann bjó um þriggja ára skeið á Spáni, þar sem faðir hans, Jónas Guðvarðsson listmálari, nam myndlist og annaðist fararstjórn. Birgir sagðist hafa sótt bandarískan menntaskóla á Spáni, fyrst í Barcelona en síðan á Majorka. Eftir það kvaðst hann hafa komið heim með það fyrir augum að ljúka stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykja- vík. „Mér fannst umskiptin furðulega erfið og einhvern veginn aðlagaði ég mig aldrei. Enda fór svo að ég hætti eftir hálft annað ár, Það, sem einkum kom mér á óvart við íslenzka menntaskóla, var sú ótrúlega ítroðsla, sem að minnsta kosti tíðkaðist þá. Miðað við að þetta voru stofnanir, sem undirbúa áttu menn undir háskólanám fannst mér gefið næsta lítið ráðrúm til sjálfstæðra vinnu- bragða. Ég verð engu að síður að játa að ég var hálf skömm- ustulegur eftir að hafa þannig lagt árar í bát og afréð að fara út í atvinnulífið. I meira en þrjú ár vann ég svo að hinu og þessu, í byggingarvinnu í Grindavík, i fiski og á bryggj- unni. Ég hafði á hinn bóginn alltaf hug á að ljúka námi og hélt á endanum aftur til Spánar. Að lokinni dvöl minni þar vildi ég fara til Bandaríkj- anna. Eg setti um styrk- hjá; , ísleiizk-Simeríska . féjaginu og \arð í 'Hfipi hinna hepþnui“ Ég spurði Birgi hvort hknn væri pólitískur og’ fékk þau svör að ef ég aet.U jið hvort hann gengi með byltingar- kenndar hugsjónir cins og- ’stéihbái’fíú rhagánurh þá væri svo ekki. Hann sagði sér aldrei -hafa föndizt stjórnmál vera yettvangur sköpunargáfu. Þá spurði ég hann hvort hann hefði e.t.v. hugsað sér að feta í fótspor föður síns. Birgir svaraði því neitandi og sagðist hafa haft meiri áhuga á tónlist en myndlist. „Ég lék eitt sinn í þjóðlaga- tríói. Við kölluðum það .Tríólu. Þetta var sama árið og verið var að banga saman Olafíu. En Tríóla lifði hana hins vegar ekki enda þótt okkur væri víðast hvar vel tekið. Ég man fyndist Reykjavík frekar hvimleið borg. „Raunar ber hún aðeins svip af því lífi, sem fólk lifir,“ segir hann. Menn ofþóa sér við vinnu með það fyrir augum að eignast sem mest og koma sér áfram. Börn eru sett í dagvist, gamla fólkinu vísað inn í biðsali dauðans, elliheimilin, og fáir gefa sér tíma til að ræðast við. Skemmtilegum stöðum til slíkra hluta er heldur vart fyrir að fara. Fæstir eru þó ánægðfr. Fólk sættir sig allt of mikið við hlutina eins og þeir eru.“ Hvernig finnst þér að mætti lappa upp á andrúmsloftið? „Eflaust á margan hátt. Ég held þó að sú löggjöf, er stýrir samkvæmislífi Islendinga, eigi stóran hlut að máli. Sérstak- lega held ég að endurskoða megi íslenzku áfengislöggjöf- ina. Það ætti tvímælalaust að hafa samkomustaði opna leng- ur bæði virka daga vikunnar og á helgum. Ég er sannfærð- ur um að meirihluti þess fólks, sem fer út að skemmta sér, fer ekki fyrst og fremst með þeim tilgangi að drekka. Það er áfengislögjyöfin, sem er óheil- brigð. Það getur engum dulizt, sem fyljjiSt með ungu fólki á, laugardagskvöldi þyrþast' kóf^ driikkið úr samkvæmum I langr biðraðir, taugaveiklað og yfirspennt af ótta -við að komast ekki inn fyrir IÖkun. Á’ Islandi er það ekki áb.vrgöar- hlutur að binda sig og stofna fjölskyldu átján ára að.aldri. En það þykir ábyrgðarhlutur að sami aðili hafi áfengi í fórum sínum.“ Eg hefði talið að Birgir Grímur Jónasson væri Spán- verji hefði ég séð hann ókunn- ugan á götu, varð mér hugsað þegar við kvöddumst. Hann var sólbakaður og gleiðbros-, andi, enda nýkominn frá Suður-Evrópu þar sem hann hefur verið fararstjóri hjá Urval í sumar. Hann var nú að hverfa aftur í skólann sinn að morgni vonglaður að eiga tímann fyrir sér. Hugleiðing um haustlauka 2 Síðasti þáttur endaði á því að getið var um gróðursetningardýpt haustlauka en hún er allt frá 2 sm og niður í 20 sm og fer jafnan eftir stærð laukanna. Ekki er þó þörf á að taka þetta atriði mjög hátíðlega a.m.k. er engin ástæða til þess að bera málband eða tommustokk að hverri holu sem gróðursett er í, sæmilega glöggt auga ætti að geta ráðið þar ferðinni. Annað er öllu mikil- vægara og það er að undirbúa vel jarðveginn sem laukarnir eru lagðir í og gæta þess vel að moldin undir þeim sé gljúp og vel unnin og ekki samanþjöppuð, það auð- veldar rótarmyndunina og getur jafnvel flýtt fyrir henni, höfum það hugfast að margar lauka- tegundir m.a. páskaliljur geta farið mjög illa í umhleypingasömum vetrum hafi þær ekki náð að rótfesta sig vel að hausti. Varast skal að, gróðursetja lauka þar sem hætta er á að vatn standi uppi að vetrinum, því vatnsaga þola engar jurtir. Notið helst ekki plöntupinna við gróður- setninguna, því þá er hætt við að moldin þjappist of mikið saman. Best er að gera holu með skóflu eða gaffli og leggja laukana í botn holunnar án þess að þrýsta þeim fast niður. I sömu holuna má leggja nokkra lauka eftir því hve stórir þeir eru, t.d. 3—5 ef um páskaliljur eða túlípana er að ræða og allt upp í 10 smálauka, — þó verður það að fara eftir smekk hvers og eins. Þá er það áburðargjöf- in. Laukjurtir kunna því vel að fá ofurlitla áburð- argjöf um leið og gróður- sett er, má t.d. nota til þess blandaðan garð- áburð, einnig eru þeir þakklátir fyrir smá- skammt að vorinu. Þegar laukarnir eru komnir í moldina er gott að auðkenna staðinn með því að strá á þá litlu einu af sandi. Flestum lauk- jurtum veitir ekki af léttu vetrarskýli og má nota til þess sitt hvað sem til fellur í garðinum svo sem kalstöngla, visið lauf o.fl. þ.h. og þegar gróðursetningarstarfinu er lokið getum við fyrir alvöru farið að hlakka til þess að sjá alla blóma- dýrðina að vori. Ums. Opnuð hcfur verið ný verzlun á Laugavegi 168 og ncfnist hún Handíð og cr sérverzlun með tómstundavörur. Býður verzlunin vörur og áhöld til leirkerasmíði. vefstóla, tæki og búnað til steinslípunar, leðurvinnu, trcskurðar, tágar og körfugcrðarefni frá Indónesíu verður fáanlcgt og ýmiss konar venjuleg vcrkfæri til nota hcima fyrir svo og aukahlutir í horvélar og önnur rafmagnsvcrkfæri. Á myndinni er Bragi Ragnarsson í hinni nýju verzlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.