Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978 31 UM þessar mundir fara frímerkjasafnarar að sinna tómstundaiðju sinni eftir sumarleyfi og önnur störf. Ekki er annað að sjá en þeir fari mjög vel af stað, því að margt hefur gerzt á síðustu vikum. Bendir það eindregið til þess, að vetrar- starfið verði blómlegt meðal þeirra. Félag frímerkjasafnara hélt fyrsta fund sinn 14. sept. sl. og næsti fundur verður 19. þ.m. Ef að líkum lætur, mun þar hvorki skorta umræðuefni né margs konar frímerkjaefni til skoðunar og skipta. Frímerkjauppboð Síðastliðinn laugardag hélt Hlekkur sf. frímerkjauppboð, og var það með líku sniði og fyrsta uppboð fyrirtækisins í maí sl. Hér í þessum þætti var þá gerð rækileg grein fyrir þessu nýja uppboðsfyrirtæki og eins uppboði þess, svo sem lesendur þáttanna muna vel. Þetta síðasta uppboð var mjög fjöl- skrúðugt að efni, svo sem sjá mátti í vandaðri uppboðsskrá. Skráin kom út með góðum fyrirvara, svo að safnarar utan Reykjavíkur og þá ekki sízt erlendis áttu auðvelt með að senda boð sín skriflega. Var og vel ljóst af byrjunarboðum, sem hækkuðu oft verulega frá lág- marksboðum við skriflegu boðin, að áhugi safnara var mikill á nær öllu íslenzka efninu. Ekki er hægt að greina nákvæmlega frá niðurstöðum uppboðsins hér í þættinum, en benda má á, að fyrirtækið lætur prenta sérstaklega niðurstöðu- tölur uppboða sinna. Á þann hátt er allur samanburður við lágmarksverð skránna og eins verðlista auðveldur. Gefur auga leið, að margan lærdóm má draga af þeim samanburði. Eins og við mátti búast, fékkst hæst verð fyrir ónotaða og óhengslaða seríu af Hópflugi ítala 1933. Lágmarkið var 150 þús. kr, en byrjað var í salnum á 185 þúsundum. Merkin voru síðan slegin einum uppboðs- gesta fyrir 225 þúsund — eða með söluskatti 270 þúsund krónur. Hygg ég það vera eitt hæsta verð, sem fengizt hefur til þessa hér á landi fyrir eitt boð, þegar undan er skilin fjórblokk þessara sömu frímerkja, sem seld var í fyrra á uppboði Félags frímerkjasafnara. Þessari seríu fylgdi einnig vottorð Grönlunds. Önnur Hópflugs-sería fór á snöggtum lægra verði — eða 155 þúsund fyrir utan söluskatt. Ástæðan fyrir þessum mun var vafalaust sú, að hér var um hengsluð merki að ræða og án vottorðs um, að yfírprentun þeirra væri ófölsuð. Af þessu má sjá, hvað menn vilja leggja í sölurnar fyrir þessi atriði. Eins og áður á uppboðum var eftirspurn eftir heilum um- slögum með frímerkjum á mjög mikil. Hér var hversdagsbréf með 10 aura frímerki frá því fyrir aldamót virt á 36 þús. til lágmarksboðs. Hins vegar barst skriflegt boð, trúlega erlendis f á, sem hækkaði boðið strax upp í 135 þúsund. Býst ég við, að fleiri en ég hafi fallið í stafi yfir þessari hressilegu hækkun. Engu að síður fór svo, að umslagið hafnaði eftir snarpa keppni milli tveggja aðila hjá innlendum safnara fyrir 160 þúsund — eða 192 þúsund með söluskattinum illræmda og ósanngjarna gagnvart innlend- um söfnurum. Vafalaust hefur það stuðlað að þessu háa verði, að bréfið var stimplað á ísafirði og svo með kórónustimpli bréf- hirðingarinnar á Mýrum í Dýra- firði. Sá stimpill einn er metinn á 900 sænskar krónur í Facit 1978/79 á stöku frímerki.*Og hvað mundi þá á heilu bréfi? Þegar þetta er haft í huga, er svo sem spurning, hvort ástæða er til að býsnast yfir þessu boði. Framboðið getur aldrei orðið nema örlítið brot upp í eftir- spurnina. Næsthæsta verð fékkst svo fyrir þjónustubréf frá 1939 eða 84 þús. Tvöfaldaðist hér lág- marksverð fyrirtækisins, en þjónustubréf eru líka ekki á hverju strái, jafnvel ekki frá síðustu árum slíkra bréfa. Mörg önnur bréf seldust verulega yfir lágmarksverði. Allt ber þetta vitni um vaxandi eftirspurn safnara eftir þessu efni. Frfmerkí eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON Um spjaldbréf er sömu sögu að segja. Verð þeirra fer greini- lega hækkandi á uppboðum. T.d. var bréfspjald frá 1886 metið á 7 þús., en slegið á 24 þúsund. En hér voru líka skemmtilegir stimplar til að lyfta undir boðin. Hætt er við, að viðtakanda bréfsins, sem var sr. Magnús Helgason, síðar skólastjóri Kennaraskólans, hefði óað við þessari tölu fyrir 90 árum, en þá var nú krónan króna, en ekki álkrónan okkar. Engu að síður er verðið hátt, því að það er hærra en listaverðið í Facit, sem er 300 sænskar krónur eða um 22 þús. íslenzkar. Hér hafa sem sé stimplarnir haft sín áhrif, eins og ég gat um áðan. Sannleikurinn er einnig sá, að áhugi á margvíslegum stimplum virðist enn fara vaxandi meðal safnara. Mátti sjá þess glögg merki í boðum í allmarga stimpla, t.d. kórónustimpla. Ef þeir eru sæmilega læsilegir á merkjunum — að ég tali ekki um nokkurn veginn heilir, fara þeir hátt og langt upp fyrir lágmarksboðin. Sem dæmi má nefna, að FOSSVOlLUR(UR)var metinn á 8500 kr. , en var sleginn á 18 þús. Annar stimpill frá sömu bréfhirðingu var virtur á hið sama til boðs, enda þótt lítið sæist af nafninu á merkinu. Raunin varð líka sú, að enginn bauð í hann. Mestur munur varð þó á kórónustimpli frá HRAUNI, sem sást allur mjög vel. Þar meira en þrefald- aðist lágmarksboðið. Svipaða sögu er einnig að segja af svonefndum tölustimplum, og er þarflaust að rekja hana nánar hér. Mörg stök frímerki fóru einnig við góðu verði. Skildinga- frímerki, sem líta vel út, eru alltaf eftirsótt. Hæst verð fékkst fyrir 4 sk. merki (gróf- takkað) eða 86 þús. Næst í röð var svo 16 sk. merki (fíntakkað), en það var slegið á 78 þús. Hér bætist söluskattur við. Þessi merki eru vissulega með fáséðari skildingamerkjunum, en það stafar af tökkun þeirra, svo sem safnarar vita mætavel. Þá var töluvert af góðum og sjaldséðum fjórblokkum á upp- hoðinu. Enda þótt lágmarksverð þeirra sumra væri allhátt í krónutölu, verður ekki sagt, að það hafi verið ósanngjarnt. Þrátt fyrir það fór svo, að áhugi manna virtist daufur á dýrari fjórblokkum og yfirboö mjög dræm. Segir mér því svo hugur um, að eftirsóknin fari þverr- andi eftir fjórblokkum — a.m.k. um sinn. Nokkuð kom mér á óvart, hversu hátt var boðið í nokkrar arkir ónotaðra nterkja frá árun- um 1960—66 og raunar í fjór- blokkir frá þessum tíma og allt til 1976. Hér held ég að uppboðs- gestir sumir hverjir hafi sótt nokkuð fast á, því að áreiðan- lega hafa frímerkjakaupmenn selt sumt af þessu fyrir mun lægra verð. „Kapp er bezt með forsjá“ í þessum efnurn sem öðrurn. Allmikið af erlendu efni var á uppboðinu, en það virtist ekki eiga vinsældum að fagna, því að mikill hluti þess gekk aftur inn. Þó var sú undantekning á, að allt, sem grænlenzkt var, seldist og flest til muna betur en lágmarksverðið var. Þá rann færeyska efnið nijög vel út. Þar sem deyfð var yfir mönn- um gagnvart erlendu efni, má svo sem búast við að eitthvað dragi úr framboði þess á næstu uppboðum. Er það að mínum dórni óheppilegt, því að uppboð ættu einmitt að vera sá vett- vangur, þar sem auðvelt væri að losa sig við frímerkjaefni, sem menn ættu umfram eða þá, þegar þeir hætta að safna einhverju landi eða mótífi. Ef þessi markaður bregzt, er hætta á, að margt gott erlent efni liggi bara óhreyft í hillum og kössum manna og komist ekki í hendur þeirra, sem vilja safna því. Um framkvæmd uppboðsins er allt hið bezta að segja, og boðin gengu greitt, en þó heldur hægar að mér fannst — en í vor. Tel ég það samt til bóta. Kaffihlé var gefið að þessu sinni, svo að menn gátu rétt úr sér um leið. Þetta hlé reyndist vissulega nauðsynlegt, því að uppboðsnúmer voru 521. Er ógerlegt að bjóða svo mörg boð í einni lotu. Margir voru sam- dóma mér um það, að þetta hefði verið of stórt uppboð og alveg væri yfrið nóg að hafa 400 boð á einu uppboði. Uppboðið hófst kl. 13.30 og lauk um kl. 18. Hlekkur sf. hefur auglýst þriðja uppboð sitt 2. febrúar n.k., og mun nægjanlegt efni þegar hafa borizt á það. Áður en það uppboð verður haldið, verður Félag frimerkja- safnara ,búið að halda haustupp- boð sitt. Það verður í ráðstefnu- sal Hótels Loftleiða 18. nóvem- ber. Hefur nijög vönduð upp- boðsskrá verið send á markaðinn, og kennir þar margra grasa. Frá henni verður sagt í næsta þætti ásamt ýmsu öðru, væntanlega að viku liðinni. Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Reykjavíkur Sl. þriðjudag var keppni framhaldiö. Að loknum 1 um- ferðum í hraðkeppni sveita (rnonrad). er staða efstu sveita þessi: Sveit stig Þórarins Sigþórssonar 64 Björns Eysteinssonar 56 Magnúsar Aspelund 50 Óðals 45 Helga Jónssonar 45 Guðbránds Sigurbergssonar 45 Estherar Jakobsdóttur 45 Herntanns Lárussonar 42 Keppni lýkur næsta miðviku- dag. Næsta keppni félagsins er „Butler“-tvímenningskeppni, riðlafyrirkomulag. Nánar síðar. Bridgefélag Breiðholts Síðastliðinn þriðjudag var spilaður eins kviilds tvímenn- ingur og mættu 1 1 pör til leiks. Röð efstu para: Jósep og Einar 223 Friðrik og Hreinn 197 Guðbjörg og Jón 171 Sveinn og Tryggvi 166 Meðalárangur 156 Árangur Jóseps og Einars er nijög góður og er skorin 71,5'/ . Næsta keppni félagsins verður þriggja kvölda tvímenningur. Spilað er í húsi Kjöts og fisks í Seljahverfi og hefst keppnin klukkan 20 stund- víslega. Allir eru velkomnir. Bridgfélagið Ásarnir, Kópavogi Aðalfundur félagsins starfs- árið 1977 — 78 var haldinn sl. sunnnudag. Kosin var ný stjórn til eins árs. Er hún þannig skipuð: Jón Baldursson formaður. Ólafur Lárusson ritari. Jón Páll Sigurjónsson gjaldkeri. Siguröur Sigurjóns- son varaformaður og Erla Sigurjónsdóttir m.stj. Á þing Bridgesantbands Is- lands voru kjörnir: Jón Baldurs- son og Ólafur Lárusson. Til vara: Jón Hilmarsson og Guð- brandur Sigurbergsson. I stjórn Reykjaness-sambandsins var kjörin frá Ásunum Erla Sigur- jónsdóttir. Frá spilakvöldi hjá Bridgefé- lagi Kópavogs. Kristmundur llalldórsson er í þungum þiink- um og þá er oft gott að grípa til pípunnar. Fjörugar umræður urðu á fundinum, sem var slælega sóttur af félagsmönnum, að venju. Ásarnir voru stofnaðir 1969—1970, þannig að þetta er 10. starfsár félagsins. Jón Baldursson er 6. formaður félagsins, en fyrsti formaður þess var Þorsteinn I. Jónsson fv. skólastjóri. Sl. mánudag hófst svo Butl- er-tvímenningskeppni með þátt- töku alls 24 para. Staða efstu para eftir 8 umferðir (af 23): stig Páll Valdimarsson — Vigfús Pálsson 50 Ásmundur Pálsson — Þórarinn Sigþórsson 42 Guðmundur Páll Arnarson — ligill Guðjohnsen 37 Kristmann Guðmundsson — Þórður Sigurðsson 32 Jón Páll Sigurjónsson — Ilrólfur Hjaltason 31 Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 22 Jón Baldursson — Sverrir Ármannsson 22 Jón Hilmarsson — Oddur Hjaltason 18 Næsta mánudag hefst keppni kl. 19.30 sökum tímaleysis í keppni þessari. Spilarar eru beðnir um að mæta tímanlega. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Spilað er í Félags- heimili Kópavogs. Sigurður Hákonarson danskennari (annar frá hægri) er hér með félögum sínum, en myndin er tekin hjá Ipswich School of Dancing og segir í frétt frá skóla þessum að Sigurður hafi komið þangað með Níels Einarsson (lengst til vinstri) og Rakel Guðmundsdóttur (f. miðju) þar sem þau hafi tekið danskennarapróf, og segir Olga E. Wilmot (önnur frá vinstri) að þau hafi staðið sig mjög vel þótt prófið hafi verið erfitt. Lengst til hægri er Anna María Guðnadóttir, sem einnig tók prófið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.