Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978 7 Hvati til vinnu og verðmæta- sköpunar Sú skoðun á nokkru fylgi aö fagna hér á landi að tekjusköttun hafi misst marks, hvaö varöar jöfnun lífskjara. — Tekju- skatturinn sé fyrst og fremst skattur af launa- tekjum en nái hvergi nærri til allrar tekjuöflun- ar vegna meintra skatt- svika. Þetta olli Því m.a. aö AlÞýöuflokkurinn tók upp gamalt baráttumál sjálfstæðismanna (sbr. Þingmál Þar um frá 1951), Þ-e., aö tekjuskattur yrði felldur niður af launatekj- um. Efndirnar uröu aftur- virkur tekjuskattsauki, sbr. bráöabirgðalög hinn- ar nýju ríkisstjornar, sem jók á tekjuskattsbyrði samvizkusamra fram- teljenda, en náði engan veginn til hinna meintu skattsvika. Fámenni islenzks Þjóö- félags og sérstaða undir- stööuatvinnuvega hefur krafizt Þess, aö hver ÞjóöfélagsÞegn sé virkur á vinnumarkaöi og vinni lengri vinnudag en geng- ur og gerist með grónum iðnaðarÞjóðum. Sækja Þarf sjó og vinna afla, Þegar hann berst á land, án tillits til 8 tíma vinnu- dags. Sama gildir um heyskap, sem stjórnast af veóurfari fremur en „lögbundum" vinnutíma. Fámenni Þjóöarinnar og sérstaða atvinnuvega krefst einfaldlega meira álags af hverjum og ein- um hér en í nágranna- löndum, ef Þjóóin á aö búa við sambærileg lífs- kjör. Af Þessu leiðir að hættulegt er að auka á skattkerfi, sem verkar letjandi á vinnuáhuga einstaklinganna. Sú Þróun er að skjóta upp kolli aö aflamenn á atvinnumiöum, bæði til sjós og lands, draga saman segl í vinnu: Fara máske aðra hverja veiði- ferð eða hafna aukavinnu í landi, sem Þjóðfélagið hefur Þörf fyrir, einungis vegna skattpíningar- stefnu stjórnvalda. Þeir benda á, aö Þegar tekjur séu komnar yfir ákveðið mark, taki ríkið 700 krón- ur af hverjum 1000, sem Þeir beri úr býtum. Þar við bætist hin óbeina sköttun. Eftirtekjur Þann- ig greiddrar vinnu svari ekki kostnaði. Þessi Þró- un hefur m.a. gert vart við sig innan heilbrigðis- kerfisins og raunar mjög víða. Annars konar kjara- jöfnun og sköttun í Þjóð- félaginu en Þessi virðist Því meira on tímabært athugunarefni. í óefni víröist stefnt. Reynslan er ólygnust Á Þessu ári, 1978, eru 60 ár liðin frá Því að sósíalskt Þjóðfélag komst á í Sovétríkjunum. Þar á Því að vera tiltæk reynsla fyrir aðrar Þjóðir að draga af lærdóma. Ekki fer á milli mála að almenn Þegnréttindi eru verulega rýrari Þar en í borgaralegum Þjóðfélög- um. Þar er hvorki flokka- né félagafrelsi. Þar er ekki frjáls blaðaútgáfa. Þar geta ekki ólík sjónar- mið boðiö fram til sveitarstjórna né pings. Þar geta menn ekki efnt til atvínnurekstrar, eftir Því sem áhugi stendur til eða ferðast úr landi að eigin vild. Þar er eigna- réttur fólks hverfandi. Þar við bætist að félags- legt öryggi og almenn lífskjör eru mörgum ára- tugum á eftir Því sem fólk býr við í hinum vestræna heimi. Talsmenn hins sósialíska kerfis hér á landi segja sumir: Við boðum annars konar sósísalisma en fest hefur rætur í Sovétríkjunuml Þetta sama hefur verið sagt í nær öllum ríkjum sósíalismans, sem, Því miður, skípta mörgum tugum: í Evrópu, Asíu og Afríku, Þótt Þetta Þjóð- skipulag hafi hvergi kom- izt á fyrir meirihlutafylgi í frjálsum kosningum. En reynslan hefur hvarvetna orðið svipuð, bæði að Því er varðar persónuleg réttindi einstaklinganna og efnahagslega afkomu Þeirra. Þjóðartekjur á mann i Þessum ríkjum eru viðast lítið brot af Því marki, sem náðst hefur i borgaralegum Þjóðfélög- um svokallaðs markaðs- kerfis. Lífskjör venjulegs fólks eru stórum lakari. Og launa- og kjaramis- munur, sem réttilega er gagnrýndur víða um vestrænan heim, er hvergi meiri en í alræöis- kerfi sósialismans. Það væri fróðlegt ef Þjóðviljinn, sem berst fyrir sósíalisma á íslandi, gæti dregið fram pó ekki væri nema eitt ríki af Þeim fjölmörgu, sem búa við Þetta Þjóðskipulag, Þar sem persónulegt frelsi, efnahagsleg af- koma eða almenn velferð hefði náð jafnlangt eða lengra en t.d. á Norður- löndum. DÓMIRKJAN: Messa kl. 11 árd. Séra Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Þórir Stephensen. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 10 árd. Séra Þórir Stephensen. ÁRBÆ J ARPREST AK ALL: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 í safnaöar- heimili Árbæjarsóknar, ferming og altarisganga. Séra Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa kl. 2 síðd. að Norðurbrún 1. Séra Grímur Grímsson. BREIÐHOLTSPREST AK ALL: Laugardag kl. 10.30 árd.: Barna- samkoma í Ölduselsskóla. Sunnu- dag kl. 11 árd.: Barnasamkoma í Breiöholtsskóla. Messa í Breið- holtsskóla kl. 14. Miövikudag kl. 20.30: Kvöldsamkoma að Selja- braut 54 í umsjá unga fólksins. Séra Lárus Halldórsson. BÚST AÐAKIRK JA: Barnasamkoma kl. 11.00 Guösþjónusta kl. 2. Dr. Einar Sigurbjörnsson predikar. Organ- leikari Guöni Þ. Guðmundsson. Kaffi oq umræður eftir messu. Séra Olafur Skúiason, dóm- prófastur. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu viö Bjarnhólastíg kl. 11.00. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00. Sér Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Laugard.: Barnasamkoma í Hóla- brekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnud.: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 árd. Almenn samkoma að Selja- braut 54 n.k. miðvikudagskvöld kl. 20.30. Séra Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Séra Halldór S. Gröndal. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguósþjónusta kl. 11. Séra Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Séra Arngrímur Jónsson. Síð- degismessa og fyrirbænir kl. 5. Séra Tómas Sveinsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Ferming, altarisganga. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Fjöl- skyldumsesa kl. 2. Séra Karl Sigurbjörnsson. Þriðjud.: Les- messa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Séra Ragnar Fjalar Lárus- son. Kirkjuskólinn alla laugardaga kl. 14.00. Öll börn velkomin. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.00. Séra Karl Sigurbjörnsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í Kópavógs- kirkju kl. 2. Aðalfundur safnaðar- ins verður haldinn að lokinni messu. Séra Árni Pálsson. LANGHOLTSPREST AKALL: Guðsþjónustuna kl. 11 leiða kór kirkjunnar, Jón Stefánsson og séra Sigurður Haukur Guðjónsson. (Tókstu eftir að messan er kl. 11). Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 2. Kirkjukaffi eftir messu, í umsjá kvenfélagskvenna. Þriöjudaginn 17. október verður bænastund og altarisganga kl. 18.00 og æskulýösfundur kl. 20.30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Fermingarmessa kl. 2 e.h. Biblíuleshópur mánudags- kvöld kl. 20.30. Æskulýðsstarfið: Opið hús fyrir unglinga 13—17 ára í félagsheimili Neskirkju frá kl. 19.30. Prestarnir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 2. Organisti Sigurður ísólfsson. Prestur séra Kristján Róbertsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almennar guðsþjónustur kl. 2 síðd. og kl. 8 síðd. Dr. Thomson frá Kaliforníu talar. Einar J. Gíslason. GRUND elli- og hjúkrunarheimil- iö: Messa kl. 2 síd. Séra Garðar Svavarsson messar. Fél. fyrrv. sóknarpresta. SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma kl. 11 árd. í félagsheimilinu. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. DÓMKIRK JA Krists Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa og rósakransbæn kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Samkoma kl. 16 og bæn og samkoma kl. 20. Kendall ofursti og major Cox frá Englandi tala á samkomunum ásamt deildarstjór- unum. BESSASTAÐAKIRKJA: Helgisamkoma kl. 2 síðd. Kirkju- dagur safnaðarins. Forseti íslands flytur ræðu. Kaffisala að lokinni athöfninni. Séra Bragi Friðriksson. GARÐASÓKN: Barnasamkoma í skólasalnum kl. 11 árd. Sóknar- prestur. KAPELLA ST. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd. HAFNARFJAROARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðd. Altarisganga. Séra Gunnþór Ingason. VÍÐISTAÐASOKN: Barnaguösþjónusta kl. 11 árd. — Almenn guðsþjónusta kl. 2 síðd. í Hrafnistu. Séra Sigurður H. Guð- mundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfiröi: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Safnaðar- prestur. NJARÐVÍKURPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Stapa kl. 11 árd. í Innri-Njarðvík sunnudagaskóli kl. 13.30. Séra Ólafur Oddur Jónsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskulduguðsþjónusta kl. 11 árd. Sóknarþrestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 árd. Sóknar- prestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 2 síöd. Sóknarprestur. EYRARBAKK AKIRK JA: Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. — Almenn guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprestur. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 2 síðd. Æsku- lýðsfélagsfundur í Lágafellskirkju fyrir yngri börnin kl. 10 árd. laugardag. Séra Birgir Ásgeirsson. AKRANESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Séra Björn Jónsson. Einlægar þakkir flyt ég öllum vinum mínum og vandamönnum, nær og fjær, sem glöddu mig á afmælisdaginn minn. — Og geröu mér daginn ógleymanlegan. Guö blessi ykkur öll. Hallfríöur Jóhannesdóttir, Vesturbraut 1, Hafnarfiröi. ÞAKKARÁVARP Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér hlýhug og vináttu á níræðisafmæli mínu, 4. október s.l. Árndís Arnadóttir frá Bíldudal. Bazar Hinn árlegi bazar Systrafélagsins Alfa veröur aö Hallveigarstööum á morgun sunnudag kl. 2 e.h. Mjög ódýrir munir og kökur. Stjórnin. Hlutavelta og flóamarkaður í Hljómskálanum kl. 2 í dag, 14. okt. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur ef veöur leyfir. Konur lúðrasveitarmanna. Bazar og kaffisala1 Kvennadeild Baröstrendingafélagsins í Reykjavík hefur bazar og kaffisölu sunnudaginn 15. október n.k. kl. 2 e.h. í Dómus Medica. Margt góöra muna og kaffihlaöborö. Allir velkomnir. Kvennadeildin. „Saturday night fever"dansamir Innritun frá 1—7 í síma 38126 og 20345. Síðasti innritunardagur. Skírteini verða afhent á sunnudag kl. 3—7 í Brautarholti 4 og Drafnarfelli 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.