Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978 3 „Frábær frammístaða hjá Korchnoi” r Friðrik Olafsson og Ingi R. Jóhannsson segja álit sitt á þróun heimsmeistaraeinvígisins í skák MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til tveggja kunnra skákmanna, og leitaði umsagnar þeirra á hinni óvæntu stefnu sem heimsmeistaraeinvígið á Filippseyjum hefði nú tekið eftir að Korchnoi hefur jafnað metin. ★ Karpov að láta undan álaginu „Það er ekki hægt að segja annað en þetta er frábær frammistaða hjá Korchnoi," sagði Ingi R. Jóhannsson skákmaður, þegar Mbl. hafði samband við hann. „Ég hef að vísu ekki enn haft tíma til að fara yfir þessa síðustu skák, en ég sá aftur á móti í morgun stöðumyndina í Mbl. og þó ég væri ekki búinn að gera upp hug minn hvort hún væri unnin, sá ég það í hendi mér að hún var snöggtum betri hjá Korchnoi. Svona stöður eru alltaf þess eðlis, að það þarf mikið að skoða þær áður en unnt er að kveða upp dóm yfir þeim. Larsen hefur sett fram ákveðna kenningu sem ég hef dálítið gaman af að hampa, en hann segir: „Ég held jafntefli með peði undir í hróksenda- tafli en ég vinn með peð yfir.“ Meginreglan í hróksendatafli er þó sú að slík staða er jafntefli, en þarna fór saman að Korchnoi hafði betri kóngs- stöðu og betri hróksstöðu og meira rými á borðinu. Það virðist hafa dugað honum.“ Um það bakslag sem Karpov hefur orðið fyrir sagði Ingi að mönnum virtist sem lyktir þessa einvígis væri miklu meira mál fyrir Karpov en fyrir Korchnoi. „Karpov er örugglega undir langtum meiri pressu en Korchnoi, og ég læt mér detta í hug að ef Korchnoi sigrar þá muni sovétstjórnin líta á það sem meiriháttar áfall fyrir sig. Maðurinn á konu og börn í Sovétríkjunum og það er ekki annað vitað en þau vilji fara til hans og hann hefur óskað eftir fararleyfi fyrir þau en það hefur ekki gengið. Maður ímyndar sér hins vegar að það verði töluvert erfiðara að standa gegn þessum óskum KorchnoiSj þegar hann er orðinn heimsmeistari. Allt þetta spilar vafalaust inn í einvígið og gerir Karpov vafa- lítið lífið leitt,“ sagði Ingi. ★ Korchnoi erfiöur pegarhann er kominn í stuö Friðrik Olafsson stórmeist- ari sagði í samtali við Mbl. að hann hefði reiknað með þess- um úrslitum í þessari skák „ — sérstaklega með tilliti til þess hvernig Korchnoi hefur unnið í síðustu skákunum þá var ekki ástæða til að ætla að Karpov stæðist honum snún- ing í þessari stöðu.“ Friðrik sagði hins vegar um einvígið í heild, að þróun þess nú í síðustu umferðunum hefði vérið ákaflega merkileg og eiginlega ótrúleg, því að flestir hefðu verið farnir að reikna með því að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Karpov innbyrti síðasta vinninginn, þegar staðan var orðin 5:2. „En það er alveg greinilegt, að Karpov er farinn að lýjast mjög og þegar menn eru orðnir þreyttir þá sljóvgast einbeitingin, menn verða eins og kærulausir og rata ekki á réttu leikina heldur leika eins og í leiðslu," sagði Friðrik. „Mér sýnist þetta greinilegt á þessum síðustu skákum, sem hann hefur tapað, því að undir venjulegum kringumstæðum hefði hann átt að halda þeim ef einbeitingin hefði verið í lagi. Miðað við taflmennskuna í einvíginu þessa stundina er þess vegna ekkert fráleitt að spá Korchnoi sigri svo framar- lega sem hann verður ekki of bráður, en eins og menn þekkja er hann býsna erfiður viðureignar, þegar hann er einu sinni kominn í stuð, líkt og í einvíginu við Spassky þar sem hann vann einvígið í striklotu undir lokin.“ Fundur formanna sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík FUNDUR formanna sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík verður hald- inn á vegum fulltrúaráðsins í dag klukkan 13:30 í Valhöll. Ellert B. Schram formaður fulltrúaráðsins sagði í samtali við Mbl. í gær að á fundinum yrði rætt um félagsleg og pólitísk verkefni félaganna og samræmingu á starfi þeirra. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarfulltrúi flytur ræðu um' verkefni sjálfstæðisfélaganna nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu. Fundur um verðlags- mál blaðanna „MENN skiptust á skoðunum á þessum fundi. Ráðherrarnir ræddu um hugsanlegar greiðslur fyrir ýmsa þjónustu blaðanna við stofnanir og almenning en við bentum á að þær myndu ekki leysa vanda blaðanna. Það er stefnt að öðrum fundi í næstu viku,“ sagði Haraldur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Mbl. er blaðið spurði hann í gær um fund framkvæmdastjóra morgunblað- anna og ráðherranna Svavars Gestssonar, Ólafs Jóhannessonar og Benedikts Gröndals um verð- lagsmál blaðanna. „Mér sýnist aðalatriðið vera að verðákvörðunin verði tekin til endurskoðunar," sagði Haraldur. „Síðan getur vel verið að einhver stuðningur komi til við þau blöð sem verr eru stæð.“ Sjálfstæðisflokkurinn: Ráðstefna Verka- lýðsráðs á Hellu RÁÐSTEFNA Verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins hefst í dag í Verkalýðshúsinu á IIcllu og lýkur á morgun. sunnudag. Dagskrá ráð- stefnunnar verður, að fjallað verð- ur um Sjálfstæðisflokkinn og verkalýðshreyfinguna, atvinnumál, kjaramál og síðustu aðgerðir stjórnvalda, vinstri stjórn og skattamálin. en í ráðstefnulok vcrða samþykktar ályktanir. Ráðstefnan hefst í dag klukkan 14 með því að Gunnar Helgason, . formaður Verkalýðsráðsins, setur hana. Síðan hefjast framsöguræður og flytja þeir Bjarni Jakobsson og Pétur Sigurðsson ræður um Sjálf- stæðisflokkinn og launþegasamtök- in, þá flytja Kristján Ottósson og Sigurður Óskarsson ræður um atvinnumál, Hersir Oddsson og Magnús L. Sveinsson flytja ræður um kjaramálin og síðustu aðgerðir stjórnvalda og loks flytur Guð- mundur H. Garðarsson framsögu um vinstri stjórn og skattamálin. Á sunnudag starfa umræðuhópar, en að loknum hádegisverði flytur Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, ávarp. Þá skila umræðuhópar áliti, umræður halda áfram og ályktanir verða gerðar. Emilía Samúelsdóttir formaður Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur EMILÍA Sigurðardóttir var kjör- in formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur á fimmtudagskvöld Eyðilagði bílinn á ljósastaur Akureyri, 13. október. FÓLKSBÍLL gjörónýttist klukkan eitt í nótt, þegar ökumanni hans fipaðist á Hafnarstræti í grennd við húsið númer 47, þannig að bíllinn lenti á ljósastaur og felldi hann um koll. Ökumaður var einn í bílnum og meiddist ekkert að öðru leyti en því að hann fékk smá- skrámu á enni. Sv.P. eftir að dregið var á milii hennar og Braga Jósepssonar en þau höfðu tvívcgis hlotið sama at- kvæðamagn í formannskjörinu. Meirihluti uppstillingarnefndar, en formaður hennar var Vilmund- ur Gylfason, samþykkti að bjóða Braga fram sem formann, en Emilía, sem gengdi formennsku í félaginu eftir að Eggert G. Þor- steinsson sagði af sér, ákvað að bjóða sig fram á móti honum. v Við fyrstu atkvæðagreiðslu hlutu þau 94 atkvæði hvort og var einn atkvæðaseðill auður. Önnur atkvæðagreiðsla fór þannig að hvor frambjóðandi hlaut 91 at- kvæði og þrír seðlar voru auðir. Björn Friðfinnsson fundarstjóri lét þá draga um það úr höndum Vilmundar Gylfasonar hvor fram- bjóðandinn yrði formaður og kom þá upp nafn Emilíu. Sambandsverksmiðjurnar — Akureyri VERKSMKMU- ÚTSALAN SLÆR ÖLL FYRRI ME FRÁ GEFJUN Ullarteppi Ullarefni Teppabútar Sængurveraefni Áklæöi Garn - Gluggatjöld Margar geröir Buxnaefni Loöband Kjólaefni Lopi FRÁ SKÓVERKSM. IÐUNNI Karlmannaskór Kventöflrf Kvenskór Unglingaskór FRÁ FATA- VERKSM. HEKLU Fyrir dömur, herra og börn Gallabuxur Anorakkar Vinnubuxur Peysur Smekkbuxur Sokkar FRÁ HETTI Fyrir dömur, herra og börn. Mokkalúffur Mokkahúfur m Opiö til hádegis í dag. ATH. síðasti útsöludagur Þriðjudagur. SAMBANDSVERKSMIÐJURNAR ■ðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.