Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978 39 • Jón Jörundsson ÍR í baráttu undir körfunni við erkiféndurna í KR. • Dirk Dunbar ÍS> Án efa ieiknastur körfuknattleiksmanna hér. • Geir Þorsteinsson UMFNi Tel- ur. að ef þetta verði ekki Njarð- víkurár þá komi það aldrei. • Kristján Ágústsson Vaii Finnst Valsliðið betra en í fyrra, en býst við jafnri og spennandi keppni. • Gunnar Jóakimsson KRi „KR-ingar eru staðráðnir í að haida fast í fslandsmeistarabik- arinn.“ • Þröstur Guðjónsson, Þór, kveð- ur Þórsara bjartsýna að vanda. en trúiega verður róðurinn erfið- ur. 3 leikir í úrvalsdeild um helgina EINS og fram kemur annars staðar á síðunni hefst íslandsmótið í körfuknattleik í dag. Um helgina verða leiknir þrír leikir í úrvalsdeild, kl. 14 í dag leika Valur og Þór í íþróttahúsi Hagaskólans og á sama tíma mætast UMFN og ÍR í Njarðvík. Á morgun, sunnudag, verður síðasti leikur 1. umferðarinnar í íþróttahúsi Hagaskól* ans, en þar mætast kl. 15.00 KR og IS. Nýbakaðir Reykjavíkurmeistar- ar Vals fá Þórsara í heimsókn í sínum fyrsta leik og í fljótu bragði virðast Valsmenn óneitanlega sigurstranglegri. Hins vegar eru Þórsarar svolítið spurningar- merki, nokkrar mannabreytingar hafa átt sér stað í liðinu frá því í fyrravetur og má því alveg eins búast við, að þeir veiti Valsmönn- um harða keppni. ÍR-ingar með Paul Stewart í broddi fylkingar halda til Njarð- víkur í dag og leika þar við heimamenn kl. 14.00. Njarðvíking- ar eiga örugglega eftir að verða sterkir í vetur, en ÍR-ingar hafa ekki náð sér á strik ennþá, hvað sem síðar verður. Heimasigur er því líklegri í dag í Njarðvík. Islandsmeistarar KR hefja vörn titilsins í Hagaskóla á morgun, sunnudag kl. 15.00, e.r þeir mæta IS. Leikir þessara liða hafa ávallt verið mjög spennandi og má fastlega gera ráð fyrir, að svo verði einnig að þessu sinni. Stúdentar hafa borið sigur úr býtum í tveimur síðustu viðureign- um liðanna og spurningin er hvort þeim tekst það í þriðja sinn í röð. ÚRVALSDEILDIN AFSTAÐ íslandsmótið í körfuknattleik hefst í dag með keppni í hinni nýstofnuðu úrvalsdeild, en sem flestum er kunnugt leika í úrvalsdeildinni 6 lið, og er leikin f jórföld umferð. Þau eru ÍR, ÍS, KR, UMFN, Valur og Þór. í tilefni þessa leitaði Mbl. til nokkurra leikmanna í úrvalsdeild og spjallaði við þá um komandi keppnistímabil. Jón Jörundsson ÍR. miklu af, en ég er mjög bjartsýnn. Ég er viss um að það lið, sem verður íslandsmeistari tapar 3—4 leikjum svo að keppnin verður geysispennandi." Spá Jóns: 1. ÍR 2. Valur 3. UMFN 4. KR 5. ÍS 6. Þór. „Mér líst mjög vel á veturinn og er bjartsýnn á að okkur gangi vei. Okkur gekk illa í Reykjavíkurmót- inu, en það hefur gerst áður en ekki staðið í vegi fyrir góðum árangri í Islandsmótinu. Við erum með lið, sem ekki er búist við Dirk Dunbar ÍSi „Við höfum farið mjög rólega af stað í vetur rétt eins og í fyrra, en nú eru hlutirnir farnir að taka á sig rétta mynd. Það eru að vísu mörg lið sem standa betur að vígi en við. Mörg þeirra hafa yfir meiri hæfileikum að ráða, en reynsla okkar manna mun vafalaust verða okkur drjúg. Það er erfitt að spá um sigurvegara þvi að framfarirn- ar hafa verið miklar. Ég held að við getum unnið en Valur, KR og Njarðvík verði ansi erfið.“ Spá Dunbars: 1,—4. sæti ÍS, KR, Valur og Njarðvík 5. ÍR 6. Þór. Kö rf u p u n kta r ... Stúdentar, sem taka þátt í Evrópukeppni bikarhafa, eiga aö leika viö lið Barcelona frá Spáni eins og fram hefur komið. Hyggjast þeir fá til liðs viö sig einhvern Bandaríkjamann til þess aö styrkja liðið og munu þá tveir Bandaríkjamenn leika með liðinu. Verður fróðlegt að sjá hvernig stúdentum reiðir af, en þeir halda til Spánar í lok nóvember. ... John Johnson, þjálfari og leikmaður Fram, hefur sem fleiri ekki verið sáttur við frammi- stöðu íslenskra dómara. Nú hefur komið í Ijós að Johnson er sjálfur með dómaragráður og hefur dæmt leiki milli liða í bandarísku deildinni, NBA. Johnson hefur hins vegar ekki fengið fast starf sem dómari þar vestra vegna þess hve ungur hann er. Johnson kveðst reiðu- búinn að taka aö sér dómgæslu í vetur og ættu dómarar okkar aö taka leiðsögn hans fegins hendi þar eð þeir hafa verið ásakaöir aö vera u.þ.b. 15 ár á eftir tímanum. ... í Ijós kom á blaöamanna- fundi sem KKÍ hélt nú á dögun- um, að ÍBR bannaöi körfuknatt- leikshreyfingunni að afla fjár með því aö setja upp auglýsing- ar í þeim sölum þar sem keppt er. Þykir KKÍ-mönnum þetta undarleg afstaða þar sem knatt- spyrnumönnum er heimilað að auglýsa á Laugardalsvellinum. Væri fróðlegt að heyra hver rök ÍBR-menn færa fyrir þessu banni. ... Öll félög, sem hafa innan sinna vébanda minnibolta-deild, ætla að verðlauna þá drengi, sem mæta á æfingar, með því að gefa þeim boðsmiða á leiki úrvalsdeildarinnar. Þetta mun þó aðeins gilda fyrir eina umferð í einu. ... Breiðablik hefur nú dregiö flokka sína út úr íslandsmótinu og tekur Tindastóil sæti þeirra í 1. deild. Hefur þetta valdiö nokkurri röskun á niðurrööun leikja vetrarins, en 1. deildin mun eiga að hefjast 28. október. ... KKI-menn kvarta sáran yfir þeirri afgreiðslu sem þeir fá hjá ÍBR. Segjast þeir hafa sent ÍBR beiðni fyrir tímum í íþróttahúsi Hagaskólans í byrjun júlí, en svar ku ekki hafa borist fyrr en 19. september. ... 10 bandarískir leikmenn munu leika með hinum ýmsu liðum hér í vetur. Eru það Ármann, Fram, ÍR, ÍS, Grindavík, Valur, Vestmannaeyjar, KR, Njarðvík og Þór, sem þessir menn leika með, en 4 ár eru síöan innflutningur leikmanna var leyfður fyrst og léku þá þeir Curtis Carter og Jimmy Rogers með KR og Ármanni. gíg. Gunnar Jóakimsson KRi „Mér líst mjög vel á úrvalsdeild- ina og ég tel að hið nýja fyrir- komulag eigi eftir að verða körfu- knattleiknum hér á landi mjög til framdráttar. Veturinn verður mjög erfiður en jafnframt skemmtilegur vegna þess hve leikjum hefur fjölgað mikið og þegar fram í sækir á breiddin í liðunum eftir að hafa úrslitaáhrif. Keppnin í úrvalsdeildinni verður án efa mjög spennandi og við KR-ingar erum staðráðnir í að halda fast í íslandsmeistarabikar- inn.“ Spá Gunnars: 1. KR, 2. Valur 3. UMFN, 4. ÍS, 5. ÍR, 6. Þór. Geir Þorsteinsson UMFNi Ég er í fáum orðum sagt mjög bjartsýnn á það keppnistímabil sem í hönd fer. Ef ekki næst toppárangur í vetur næst hann aldrei. Bandaríkjamaðurinn sem með okkur leikur, hefur að mínu mati unnið gott starf og uppfyllt allar okkar björtustu vonir. Guð- steinn Ingimarsson leikur nú með okkur að nýju og er honum ætlaö að fylla það skarð sem Kári Marísson skildi eftir sig. Þetta verður veturinn okkar, á því er enginn vafi. Spá Geirs: UMFN, KR, VALURj ÍS, ÍR, ÞÓR. Kristján Ágústsson Val. Ég er ekki í minnsta vafa um, að hið nýja skipulag Islandsmótsins komi til með að bæta kröfuknatt- leikinn hér á landi. Fleiri leikir og trúlega jafnari kalla á skemmti- lega keppni. Valsliðið finnst mér að mörgu leyti betra en í fyrra, liðið leikur léttari körfuknattleik og menn fá betur notið sín í leiknum. Brottför Rick Hoeckenos veikir liðið ekki eins og skýrt kom frá í seinni hálfleik úrslitaleiksins, gegn Fram á dögunum, en þá var Tim Dwyer, nýi þjálfarinn okkar, kominn útaf með 5 villur. Spá Kristjáns: VALUR, UMFN, KR, ÍS, ÍR, ÞÓR. Þröstur Guðjónsson Þón „Við Þórsarar erum bjartsýnir að vanda og hlökkum til vetrarins þó að við erfiða andstæðinga verði eð etja. Við höfum æft á herjum degi undanfarið og það er mjög góður andi í liðinu. Okkur finnst hins vegar slæmt að geta ekki leikið neina leiki áður en Islands- mótið hefst og vitum við því lítið hvar við stöndum. Við höfum fengið 3 nýja menn og breiddin í liðinu mun meiri en í fyrra og hefur það mikið að segja þegar leikirnir eru orðnir svo margir sem raun ber vitni. Keppnin verður mjög jöfn og spennandi og ég treysti mér alls ekki til að spá um röð liðanna." AG/gíg/GI. Firmakeppni í knattspyrnu innanhúss hefst sunnudaginn 29. okt. í hinu nýja íþróttahúsi Gerplu viö Skemmuveg í Kópavogi. Þátttaka tilkynnist Gunnari í síma 23401 milli 13-17 og Smára í síma 43037 á kvöldin og um helgar fyrir 23. okt. n.k. I.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.