Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÖBER 1978 eftir ÞÓRI S. GUÐBERGSSON getur hjálpað okkur í samskipt- um okkar við börnin, til þess að skilja betur, hvað þau eru að fara með orðum sínum. Orð eru nefnilega stundum dulmálslyk- ill, sem hjálpar okkur til þess að ráða nánar fram úr spurningum on vanda harnanna. Við finnum fljótt í nánu sambandi við börnin okkar, að töluð orð segja ekki alltaf allt og nefni éfí hér eitt dæmi. Sjö ára. telpa spurði föður sinn: „Eru mörj; börn veik?“ Faðir hennar varð glaður við, þar sem hann hafði oft talað við telpuna um þá, Sem voru minni- máttar í þjóðfélaginu, og reyndi því að svara mjög skynsamlega. Og telpan spurði áfram: „Eru mörg börn á spítala?" Og faðirinn hélt áfram að svara „rétt og vel“. Og stúlkan spurði enn: „Eru mörg börn á Borgar- spítalanum? — en á Landspítal- anum? — Eru mörg börn sem deyja?". Og þá loks rann upp ljós fyrir föðurnum. Bróðir hennar hafði nefnilega nýverið á sjúkrahúsi og einn af leik- bræðrunum hans þar dó meðan hann var þar. Þetta olli litlu telpunni miklu hugarangri og vangaveltum. Og nú hafði hún ekki svo mikinn áhuga á að vita um „veiku börnin og svöngu úti í heimi“, — heldur var hún hrædd um, að hún yrði sjálf veik og mundi kannski deyja! Þannig geta orð oft haft dulda merkingu og smám saman lær- ist okkur þetta í samskiptum okkar við börnin bæði meðvitað og ómeðvitað. Einnig eru til ágætar bækur á íslensku, sem fjalla nokkuð um þetta efni, og vert er að benda á, en þær eru: Uppeldishandbókin, eftir dr. Haim G. Ginott og Persónuleiki skólabarnsins,. skrifuð af ís- lenskum höfundum. Orö — hugsanir — hvatning — uppörvun — kærleikur Margt er ósagt enn í sam- bandi við mál og þroska, þó að þættirnir séu orðnir fjórir. Tilgangurinn er þó fyrst og fremst sá, að þessi orð. sem eru skrifuð, verði til þess að frekari hugsanir myndist hjá einhverj- um, og verði þeim hvatning og uppörvun til þess'að verða virkari og nánari þátttakendur í uppeldi og þroska barna sinna en áður. Að einhverjum skiljist það betur en fyrr, að börn þurfa og eru sífellt að læra siði, reglur, hegðun, orð — og til þess að þetta mætti takast sem best, þurfa þau tíma, hvatningu. uppörvun. skilning og kær- leika. að við séum virkir hlustendur. sem tökum þátt í daglegu lífi þeirra. Oft mistekst okkur. ekkert okkar er fullkomið. og stundum lendum við jafnvel í mikilli klípu og vanda. Reynum um- fram allt að vera heil og einlæg í samskiptum • okkar og sjálfum okkur samkvæm. Þá skiptir ekki eins miklu máli með mistök okkar, sem alltaf verða öðru hverju allt okkar líf. En því nánari og heilli, sem samskipti okkar verða við börnin þeim mun meiri gleði og fyllingu munu þau veita lífi okkar. Ég læt hér staðar numið um þetta efni. Vona ég, að þessar greinar hafi orðið til þess að vekja áhuga einhverra til frek- ari og nánari samskipta við börn — en enda eins og ég byrjaði fyrstu greinina með því að benda á, að fólk getur sent fyrirspurnir, látið álit sitt í ljós og bent á önnur efni, sem áhugaverð þykja, og verður farið með bréf ykkar sem trúnaðarmál. Eru til fullkomnir foreldrar? Stundum kann það að virðast svo, að barnauppeldi sé svo flókið og erfitt, að það sé vart nema á færi bestu sérfræðinga að ala upp börn! Það er svo ótrúlega margt, sem þarf að taka tillit til, margt, sem ber að hafa í huga — og svo bætist við m.a., að maður verður að gæta vel að tungu sinni og máli. Kannski er það því eðlilegt, að margir spyrji eitthvað á þessa leið: Var þetta svona flókið hér áður fyrr? Þurftu menn að velta vöngum yfir uppeldinu og þroska barna á svo margbrotinn hátt sem nú? o.s.frv. Svarið er ekki einfalt. Þó hefur það ætíð verið svo, að allir foreldrar vilja í raun og veru. að biirn þeirra fái gott og traust uppeldi. fái það besta sem þeir geta veitt þeim. Enginn gerir það að gamni sínu eða vísvitandi að hræða barnið sitt, gera það óöruggt og svipta það sjálfsöryggi. I flestum tilvikum tekst líka uppeldið vel, en við vitum einnig, að margt hefur breyst á síðustu árum í þjóðfélagi okkar, sem gerir lífið erfiðara og flóknara en það var áður. Ég læt þó óskrifað um þann hluta málsins í þessum greinaflokki, en reyni að halda mig við þá hlið, sem snýr að málinu og þroska einstaklings- ins á því sviði. Mistök — fyrirgefning Allir foreldrar hafa einhvern tíma (eða jafnvel oft) sagt það, sem þeir iðruðust sáran að hafa látið út úr sér. Öll munum við líka sjálfsagt eftir ýmsum atvikum þar sem við sáurn eftir að hafa ekki sagt það, sem okkur langaði til að segja. Á þessu sviði sem öðru í uppeldinu, er þvi ekkert fullkomið foreldri eða uppalandi til. Okkur verða á mistök, við komum öðruvísi fram við börn okkar á stundum, en við gjarna hefðum viljað — og þannig hefur það alltaf verið. En það er mikilbægt, að börnin finni þetta líka — að þeim skiljist fljótt, að við erum ekki fullkomin. Þegar börnin hafa vit á, getum við beðið þau fyrir- gefningar, við getum rætt við þau um mistök okkar og talað um það, hvernig það hefði mátt betur fara. Mörgum foreldrum reynist þetta hins vegar erfitt. Þeim finnst fyrst og fremst, að börnin eigi að biðjast fyrirgefn- ingar og viðurkenna mistök sín. Börn læra þó best á því fordæmi, sem fyrir þeim er haft. Þau eiga oft erfitt með að skilja, hvað felst í orðinu fyrirgefning og það tekur langan tíma að skilja það til fulls. En við getum hjálpað þeim að skilja það með því að nota það sjálf. Til þess höfum við málið, til þess höfum viö orð og hugtök. Málið er sérstakur kapítuli í lífsferli okkar og þess virði að gefa því nánari gaum. Mistök — afleiðing Þó að greinar þessar hafi ekki verið sérlega ýtarlegar og úti- lokað í raun að koma inn á mjög mörg atriði, ætla ég aðeins að minnast á, hverjar afleiðingar geta orðið á mistökum, okkar, ef þau eru síendurtekin og barnið lifir við þau e.t.v. árum saman. Börn, sem hafa lítinn orða- forða, eiga eðlilega erfitt með að tengjast náið öðrum börnum. Sum börn hafa jafnvel svo lítinn orðaforða, að þau forðast að taka þátt í samræðum og félagslegum samskiptum við önnur börn af hræðslu við að skilja ekki eða misskilja! Þau einangrast, fara oft einförum eða leika sér sífellt með sér iangtum yngri börnum, og auka þannig tiltölulega lítið við orða- forða sinn. l?örn, sem hafa lítinn orða- forða, eiga því oft erfitt með að skilja hina fullorðnu, og-þau eiga einnig erfitt með að tjá sig. Þau eru því oft misskilin og jafnvel borin röngum sökum. Þau hlustuðu og heyrðu það, sem sagt var, en þau skildu það ekki til fulls. Og ef þeim er svo mætt með tortryggni og efa- semdum, einangrast þau oft enn meir en áður — og hvernig geta þau þá haldið áfram að þroska málfar sitt og auka orðaforða sinn? Sum börn eru alin upp við afskiptaleysi og litla umönnum eða hlýleik. Þeim eru lítil takmörk sett, það er sjaldan rætt við þau og þau ráða sér að mestu leyti sjálf. Þau fyllast því oft öryggisleysi og kvíða, sem getur valdið þeim erfiðleikum í samskiptum þeirra við önnur börn, annað fólk. Börn þurfa hlýleika og alúð umfram allt. þau þurfa tíma og kærleika. og það erum við, hinir fullorðnu. sem eigum að veita þeim þetta í samskiptum okkar við þau. Mál — dulmálslykill! Mál er tjáning með orðum. Við notum orð og setningar til þess að segja það, sem við hugsum og viljum koma á framfæri. En við notum stund- um mál án orða. Við notum látbragð til þess að tjá, hvernig okkur líður t.d. Við erum hrygg, Eru til full- komnir for- eldrar? döpur, leið á svipinn o.s.frv. eða glöð, hamingjusöm, „hátt uppi“, og þannig mætti lengi telja. Oft sjáum við á augnasvip barna, hvernig þeim líður — að þau gjarna vildu segja eitthvað meira — þau voru starandi, hvöss, biðjandi o.s.frv. Með látbragði okkar, fram- komu og hegðun segjum við oft miklu meira í rauninni heldur en með orðum. Við „finnum“ frá viðkomandi persónu, að hann meinar ekki það, sem hann segir — það andar köldu frá henni — eða það er hlýleiki og öryggi, sem stafar frá henni. Ég ætla ekki að rita um mál án orða að þessu sinni, en þau hafa mikla þýðingu í samskipt- um okkar, og mál, sem við leggjum alltof litla rækt við. En það er einmitt mál án orða, sem 17 i i 1 I EIMSKIF A næstunni I ferma skip vor I til íslands sem 1 hér segir: I ANTWERP: M Skógafoss S Úðafoss 3 Lagarfoss 1 ROTTERDAM: Úðafoss 16. október Skógafoss 24. október Úðafoss 31. október Lagarfoss 7. nóvember ALLT MEÐ § 1 1 23. október 30. október 6. nóvember m p m m I FELIXSTOWE: lClánafoss 16. október Dettifoss 23. október Mánafoss 30. október Dettifoss 6. nóvember HAMBURG: Mánafoss 19. október Dettifoss 26. október Sj Mánafoss 2. nóvember Dettifoss 9. nóvember | PORTSMOUTH: | Brúarfoss 13. október j Selfoss 27. október j Skeiðsfoss 6. nóvember I GOTHENBURG: f! Háifoss 16. október Laxfoss 23. október Háifoss 30. október Laxfoss 6. nóvember COPENHAGEN: Háifoss 17. október Laxfoss 24. október Háifoss 31. október Laxfoss 7. nóvember HELSINGBORG: Tungufoss 18. október Grundarfoss 25. október Tungufoss 1. nóvember MOSS: Tungufoss 19. október Tungufoss 2. nóvember ^ KRISTIANSAND: i|] Tungufoss 20. október fe Grundarfoss 26. október rp Tungufoss 3. nóvember B STAVANGER: í—I Grundarfoss 27. október Í ic Í ír W Grundarfoss 10. nóvember i GDYNIA: írafoss 16. október Múlafoss 23. október VALKOM: Múlafoss 18. október irafoss 6. nóvember jl RIGA: Mj Múlafoss 20. október ° WESTON POINT: 25. október 8. nóvember Reglubundnar ferðir alla mánudaga frá Reykjavík til isafjarðar og Akureyrar. Vörumóttaka í A-skála á föstudögum. ALLT MEÐ -epssaa ém

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.