Morgunblaðið - 27.10.1978, Page 2

Morgunblaðið - 27.10.1978, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 Nýting á upp- lagi síðdegis- blaðanna óljós „Ilafa Vísir og Dagblaðið engar tekjur af aug- lýsingum?” spurði Þjóðviljinn í frétt í gær MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við þá Hörð Einarsson stjórnarformann Reykjaprents hf og Svein R. Eyjólfsson framkvæmda- stjóra Dagblaðsins hf og spurðist fyrir um nýtingarprósentu á prentuðu upplagi Vísis og Dagbíaðsins, en í gær er því haldið fram í frétt í Gjóðviljanum, að miðað við uppiýsingar þessara tveggja manna í verölagsdómi hafi blöðin engar auglýsingatekjur. Þjóðviljinn segir í gær, að Dagblaðið hafi gefið upp ósundurlið- að í ársreikningum, að heildartekjur þess háfi verið 420 milljónir í fyrra. Sé gengið út frá því, að hlutfallið milli áskriftar og lausasölu sé 3:2 eins og Dagblaðsmenn hafi gefið upp, hafi jafnaðarverð á árinu í fyrra verið 16.080 fyrir árganginn alian. Sé þessari upphæð deilt í heildartekjur blaðsins sjáist að það gæti í hæsta lagi hafa selst í 26.100 eintökum. Sé þá reiknað með að allar tekjur komi frá biaðsölu en engar frá auglýsingum. Segir Þjóðviljinn að varla gefi Dagblaðið auglýsingarnar heldur sé eðlilegra að áætla að auglýsingatekjur blaðsins hafi verið 50% af heildartekjunum í fyrra. Komi þá út að Dagblaðið hafi selst í 13.100 eintökum að jafnaði í fyrra dag hvern og í 13.600 eintökum dag hvern þetta ár með sömu reiknings- aðferðum. Selst Dagblaðið í 28 þúsund eintökum eða 13.600, spyr Þjóðviljinn. Útúrsnúningur, segir Sveinn „Þetta er útúrsnúningur hjá Þjóð- viijanum," sagði Sveinn R. Eyjólfs- son. „í reikningunum í fyrra tekju- færðum við aðeins nettótekjur þ.e. söluverð að frádregnum sölulaunum. Veltan gæti verið hærri ef við færum hina leiðina en þá væri lika kostnaðurinn hærri. Þar að auki voru ekki nema 10 þúsund áskrif- endur að blaðinu í fyrra en eru 15 þúsund núna, því við bættum við okkur 5 þúsund áskrifendum í vetur. Þetta er því algjörlega óraunhæfur útreikningur hjá Þjóðviljanum. Þjóðviljamenn gáfu upp eigin veltu á einhverjum sellufundinum í vetur. Ég nenni ekki að gá að þeirri tölu en ég er viss um að ef Þjóðviljinn notaði sömu aðferð á sjálfan sig og Dagblaðið yrði útkoman ekki 10 þúsund eintök heldur 5 þúsund eintök og Þjóðviljinn hefði þar að auki engar auglýsingatekjur. Aðspurður um nýtingarprósent- una sagði Sveinn, að erfitt væri að segja nákvæmlega til um hana, líklega væru seld eintök um 25 þúsund af 28 þúsund prentuðum eintökum en það er rúmlega 89% nýting. Hann sagði að þeir Dag- blaðsmenn stefndu að því að hafa meðalnýtingarprósentuna í sjoppum ekki fyrir ofan 80% og ekki undir 75%. Þá sagði Sveinn ennfremur að sölubörnum væri meira og minna borgað í aukablöðum, eins og hann nefndi það og þótt sölubörnin fengju blöðin gefins þá væru þetta seld blöð og þar með útbreiðsla. 85% nýting takmarkið, segir Hörður Hörður Einarsson kvað erfitt að segja til um nýtingartölur Vísis, þær væru breytilegar frá mánuði til mánaðar og ekki væri til gott yfirlit yfir nýtinguna. „Við höfum miðað við það að hafa nýtinguna ekki mikið undir 85% en það er allur gangur á því hvernig það hefur tekizt," sagði Hörður. Meðalupplag Vísis er 23 þúsund eintök og 85% nýting á þeirri tölu eru 19.500 eintök. Nefndir ríkisins 1977: Kostnaður við 465 nefndir 228,7 millj. STJÓRNIR, nefndir og ráð á vegum ríkisins á árinu 1977 voru samtals 465 og nefndarmenn alls 2.340 en samtals var kostnaður við nefndirn- ar á árinu 1977 228,7 milljónir króna. Á árinu 1976 voru 433 nefndir. stjórnir og ráð starfandi á vegum rikisins og hafa 59 þeirra nefnda látið af störfum en á árinu 1977 var 91 ný nefnd sett á laggirnar. Koma þessar upplýsing- ar fram í skýrslu um stjórnir, nefndir og ráð ríkisins árið 1977, sem Fjárlaga- og hagsýslustofnunin hefur sent frá sér. Fiestar nefndir eru starfandi á vegum menntamálaráðuneytisins eða 131 og sitja í þeim 636 nefndar- menn en kostnaður við nefndir á vegum menntamálaráðuneytisins var alls 32,6 milljónir. Af ráðuneyt- unum er kostnaður við nefndarstörf mestur hjá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu en á vegum þess störfuðu 54 nefndir, sem í sátu 266 nefndarmenn en kostnaður við nefndirnar nam 35,3 milljónum króna. Sem fyrr sagöi eru flestar nefndir starfandi á vegum menntamálaráðu- neytisins, næst á eftir kemur iðnaðarráðuneytið með 59 nefndir, þá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið með 54 nefndir, dóms- og kirkjumálaráðuneytið með 47 nefnd- ir, fjármálaráðuneytið með 35 nefnd- ir, samgönguráðuneytið með 26 nefndir, 1 andhúnaðarráðu neytið með 25 nefndir, sjávarútvegsráðuneytið með 24 nefndir, félagsmálaráðuneyt- ið með 19, forsætisráðuneytið með 17 nefndir, viðskiptaráðuneytið með 12, utanríkisráðuneytið með 9, fjárlaga- og hagsýslustofnun með 6 nefndir og Hagstofa Islands með eina nefnd. Gúmbáturinn. sem Háifoss kom með til Reykjavíkur í gær. (Ijósm. RAX). Þrír gúm- bátar fund- ust á reki ÞRÍR stórir björgunarbátar fund- ust í gær á reki fyrir sunnan land. í gærkvöldi var ekki vitað hvaðan bátar þessir voru komnir, en talið var að þeir væru allir af banda- rískri gerð. Gullborgin frá Vestmannaeyjum fann 25 manna uppblásinn gúmbát 13 sjómílur suðaustur af Bjarnarey er skipið var á leið inn til Eyja úr reknetaróðri. Virtist skipverjum á Gullborginni að báturinn hefði ekki verið lengi á sjónum og datt þeim helzt í hug að báturinn væri frá Varnarliðinu. Háifoss fann í gær- morgun gúmbát 8 sjómílur suður af Selvogi og loks fann v-þýzki togar- inn Köln þriðja bátinn er hann var á leið á Grænlandsmið. Af fyrstu fréttum að dæma virtust bátarnir allir sömu gerðar. Auglýst eftir konu frá Hveragerði AUGLÝST var eftir 65 ára gamalli konu í gærkvöldi, en hún hafði farið frá Áshyrgi í Hveragerði um klukkan 17 í gær og síðan var ekkert vitað um ferðir hennar. Hjálparsveit skáta í Hveragerði hóf leit að konunni í gærkvöldi og undir miðnætti var kallað á hjálp frá sveitum á Reykjavíkursvæðinu. Breytingartillaga Matthíasar Bjarnasonar: Aldraðir og öryrkj- ar verði undanþegnir eignaskattsaukanum VIÐ umræður um bráöabirgðalög rfkisstjórnarinnar i neðri deild Alþingis í gær, lagði Matthías Bjarnason fram breytingatillögu, sem gerir ráð fyrir því að ekki verði innheimtur eignaskattsauki af clli- lífeyrisþegum. Jafnframt beindi Matthías þeim tilmælum til fjár málaráðherra og viðskiptaráðherra að réttar örorkulífeyrisþega yrði gætt ckki síður en aldraðra. „Þó ég sé alfarið á móti eigna- skattsauka," sagði Matthías, „þá býst ég ekki við því að frá því verði horfið að leggja á þessa ranglátu og óheilbrigðu skatta. En ég yil freista þess að taka af agnúana, sem hæstvirtur fjármálaráðherra viður- kennir fyrir nokkrum dögum í blaðaviðtali, þannig að ekki verði ráðist að þeim sem orðnir eru aldraðir." Gerir breytingatillaga Matthíasar ráð fyrir því, að þeir einstaklingar, sem orðnir voru 67 ára fyrir 1. janúar 1978, verði undanþegnir eignaskattsauka. Síðar sagði Matthías, að þó breytingatillagan tæki fyrst og fremst til aldraðra, þá væri það eindreginn vilji sinn, að hlutur þeirra, sem nytu örorkulífeyris, yrði eigi fyrir borð borinn frekar en aldraðra í þjóðfélaginu. Fór Matthías Bjarnason þess á leit við fjármálaráðherra og viðskipta- ráðherra, að birtar yrðu upplýsingar um það, hve háar upphæðir væri hér um að ræða. Jafnframt óskaði hann eftir því að upplýst yrði hve margir þeir ellilífeyris- og örorkuiífeyris- þegar væru, sem gert yrði að greiða 50% eignaskattsauka ef bráða- birgðalögin verða samþykkt óbreytt. Síðar í ræðu sinni ræddi Matthías um skattheimtu hér á landi, og sagði hann það skoðun sína, að fyrir löngu væri orðið tímabært að setja ákvæði um það hve langt mætti ganga í álagningu og innheimtu beinna Merkur árangur af mælingum á loðnustofninum: Erum ekki á því nástrái sem við vorum hræddir um — segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur - MJÖG merkur árangur hefur' náðst í leiðangri hafrannsókna- skipsins Bjarna Sæmundssonar á loðnuslóðum norður af Vest- fjörðum. Undir forystu Hjálm- ars Vilhjálmssonar fiskifræð- ings hafa í þessari ferð verið gerðar mælingar á stærð loðnu- stofnsins með aðferð, sem virðist nú í fyrsta sinn munu gefa góða raun og í Ijós hefur komið að meira er af loðnunni en menn voru farnir að óttast. Morgunblaðið náði í gær tali af Hjálmari um borð í Bjarna Sæmundssyni en skipið var þá statt norðnorðvestur af Vest- fjörðum og rétt fyrir sunnan loðnumiðin. Hjálmar sagði, að þeir fiskifræðingar hefðu lengi verið að reyna að ná tökum á aðferð til að mæla stofnstærð loðnunnar og nú hefði það tækifæri loks gefist. Hrygn- ingarloðnan virðist hafa safnast saman á nokkuð stóru en afmörkuðu svæði þarna norður frá, og hegðun loðnunnar verið þannig, að unnt hefði reynzt að koma þessari mælitækni við með góðu móti nú í fyrsta sinn, og væri Bjarni Sæmundsson búinn að fara tvívegis yfir þetta svæði. „Við erum búnir að fá vissar niðurstöður úr þessum mæling- um,“ sagði Hjálmar Vilhjálms- son, en hann vildi að öðru leyti ekki fjölyrða mjög um þær á þessu stigi, enda væri þetta í fyrsta sinn sem mæling af þessu tagi heppnaðist, svo að viðmiðun fengist. „Þó má segja það um niðurstöðurnar, að við höfum séð verulega mikið af loðnu, og erum áreiðanlega ekki á því nástrái hvað stærð loðnustofns- ins við kemur, sem ég og margir aðrir vorum farnir að vera hræddir um.“ skatta. Sagði hann, að yrði það ekki gert muni það draga úr viðleitni manna til að afla sér hárra tekna, sem síðan yrði til þess að eingöngu verður hugsað um miðlungstekjur í framtíðinni. „Þetta lagaákvæði er mikið áfall fyrir alla þá, sem lagt hafa sig fram um að afla fyrir sjálfa sig og samfélagið hárra og mikilla tekna á undanförnum árum,“ sagði Matthías. __ Sjúkraflug og bátsferd til að- stoðar stúlku í Arnarfirði LÆKNIRINN á Þingeyri var í gær kallaður að Ilokinsdal í Arnarfirði, en þar þurfti fárveik 23 ára stúlka á læknisaðstoð að halda. Vegna vatnavaxta komst læknirinn ekki á staðinn og var þá gripið til þess ráðs að fá Björgunarsveit Slysavarna- félagsins á Bíldudal til að flytja stúlkuna á báti til Bíldudals. Tókst það vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Síðan var flugvél frá Vængjum fengin til sjúkraflugs á Bíldudal og þrátt fyrir að veður væri tvísýnt tókst flug og lending giftusamlega og var stúlkan komin á sjúkrahús í Reykjavík um klukkan 19.30 í gærkvöldi. _ Sæmileg síldveiði ÞOKKALEGUR afli var hjá síldar- bátum í fyrrinótt. Til Hornafjarðar komu Skógey og Akurey með 200 tunnur í gær og margir bátar með 100—150 tunnur. Bátar frá Horna- firði eru á reknetum að einum undanskildum. Til Vestmannaeyja komu Suðurey og Fjölnir með 30 og 45 tonn, en þessir bátar eru báðir á hringnót. Af reknetabátunum komu Fróði og Gullborg með mestan afla í gær, 350 tonn hvor, og nokkrir bátar aðrir með sæmilegan afla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.