Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjórí Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Nefnd til ad „sanna” fordóma þingmanns? Störf Alþingis hafa á þessu hausti byrjað með þeim hætti, að ætla má, að íhlutun þingmanna í margvísleg málefni verði mun meiri en oft áður. Við það vakna eðlilega spurningar um, hver séu mörk þinglegra afskipta og hvernig þeim skuli háttað. Fyrsta meginreglan er auðvitað sú, að með lögum mæli Alþingi fyrir um samskipti manna og þeir, sem brotlegir gerist, séu látnir svara til saka fyrir þar til bærum aðilum. Þeirrar tilhneigingar virðist gæta hjá ýmsum nýgræðingum á þingi, að þeir ætli sér allt í senn að vera löggjafar, ákærendur, rannsóknaraðilar og dómarar. Með þetta í huga er rétt að líta á tillögu þá til þingsályktunar, sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur flutt um rannsókn á starfsemi Flugleiða hf. og Eimskipafélags íslands hf. Af lestri tillögunnar er ljóst, að flutningsmaður byggir hana á 39. grein stjórnarskrárinnar, þar sem segir, að hvor þingdeild geti skipað nefndir innandeildarþingmönnum til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varðar. Megi veita nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar eða bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, segir í fræðiriti sínu um stjórnskipun íslands, að slíkar rannsóknarnefndir verði aðeins kjörnar í þingdeildum en ekki í sameinuðu þingi. Ólafur Ragnar Grímsson flytur tillögu sína í sameinuðu þingi, þannig að greinilegt er, að um það má deila, hvort hún sé þinglega rétt fram komin. Hljóta alþingismenn að taka þann þátt málsins til sérstakrar athugunar. Mikilvægt er, að Alþingi móti skýrar reglur um það, hvernig slíkri rannsóknarstarfsemi á þess vegum sé háttað. Hingað til hefur hún ekki beinst að einstökum aðilum í einkaeign heldur náð til almennra málaflokka eins og okurstarfsemi og milliliðagróða, svo að tvö dæmi séu nefnd. Einnig verður að gera þá kröfu, að málefnalega sé staðið að slíkum rannsóknartillögum, þannig að þær einkennist ekki af hlutdrægni og fordómum. Þingsályktunartillaga Ólafs Ragnars Grímssonar miðar ekki að því að fá fram staðreyndir heldur vill hann, að nefnd þingmanna sanni fordóma sína. Hann spyr til dæmis ekki, hvort „núgildandi fargjaldastefna" Flugleiða veiki tengsl þjóðarinnar við nágrannalöndin í Evrópu heldur vill hann fá fram að hún muni gera það „og binda þjóðina þesá í stað enn sterkari böndum við mikilvægasta markaðssvæði Flugleiða hf., Bandaríkin," eins og segir í tillögunni. I þessu koma ekki aðeins fram fordómar heldur einfeldni og þröngsýni, þegar látið er að því liggja, að viðhorf íslendinga til umheimsins ráðist fyrst og síðast af flugfargjöldum. Flutningsmaður hefur ekki heldur getað hamið þá áráttu vinstri manna að telja sig hæfasta til að ráðskast með hagi manna í stóru og smáu. Hann semur grundvallarmarkmið í samgöngumálum og vill að rannsóknarnefndin sýni fram á, að Flugleiðir og Eimskipafélagið starfi ekki í samræmi við þau. Eitt af grundvallarmarkmiðunum er, að almenningur vilji hafa „víðtækust samskipti" við aðrar þjóðir en þá bandarísku. Allt er þannig á sömu bókina lært við þennan tillöguflutning, formið og málatilbúnaðurinn. Hugarfarið, sem að baki býr, er þó hættulegast. Tilgangur Ólafs Ragnars Grímssonar er að grafa undan áliti manna á einkarekstri. Hann er að búa í haginn fyrir dauða hönd ríkisafskipta á sviði samgöngumála. í stað framtaks einstaklinga, sem eru reiðubúnir að taka áhættu, á að láta reksturinn byggjast á skattheimtu. Ríkisflugfélagi Alþýðubandalagsins yrði samin ferðaáætlun í samræmi við ákvarðanir framkvæmdastjórnar bandalagsins. Af opinberum skriffinnum yrði ákveðið undir félagslegri stjórn til hvaða landa íslendingar skyldu fljúga. Væri það í góðu samræmi við skattpíningarstefnu Alþýðubandalagsins að næst yrðu lagðir sérstakir skattar á almenning til að niðurgreiða ferðir til öreiga allra landa. „Eimskipafélagið er líftrygging frjálsrar verzlunar í landinu99 r —segir Ottar Möller, forstjóri félagsins, í samtali við Mbl. skipakaup er tekið mið af þeim sveiflum, sem verða í flutninga- þörf, hafnarskilyrðum, hvort skip þurfi að leysa mörg verkefni eða fá, hvert flutningamagnið muni vera milli hinna ýmsu hafna, eigin fjármagni og möguleikum á útveg- un lánsfjár og síðast en ekki sízt, óskum viðskiptavina." Hvaö með aóstöðu hafnarverkamanna? „Við höfum ætíð reynt að koma sem mest til móts við þá. Árið 1965 ákvað Eimskipafélagið einhliða að - fastrá^a starfsmenn sem starfa í vörugeymslum og í skipum félags- ins og nú eru fastráðnir starfs- menn hjá félaginu við þessi störf 370 talsins. Einn verkalýðsforingi sagði einu sinni við mig að þetta væri einhver sú mesta kjarabót sem verkamenn hefðu fengið. Síðan fyrir nokkrum árum gerðum við samkomulag við okkar vöruaf- greiðslumenn, sem fól í sér að komið yrði upp mötuneytisaðstöðu fyrir þá. Ég held að hún sé einhvei sú fullkomnasta sem hér þekkist. Þetta hefur haft í för með sér að starfsmenn okkar eru ánægðir. Hér áður fyrr var hér alls konar skæruhernaður og óánægja, nú kemur það varla fyrir. Hluthafar Því hefur oft verið haldið fram, að Eimskipafélagið væri komið á fárra manna hendur. Þetta er mesti misskilningur. Það myndu kannski flestir halda að að stærsti hluthafinn ætti hér 20—30%, en það er ekki svo. Stærsti hluthafinn á 5.8% og það er ríkið sjálft. Næsti er Háskólasjóður sem á 4.8%, þriðji er dánarbú með 2%. Síðan eru það 6—7 sem eiga rúmlega 1% og aðrir minna. Ég held að þetta sanni það svo ekki verði um villzt að félagið er ekki komið á fárra manna hendur, enda hefur þess ætíð verið gætt að tryggja hag gömlu hluthafanna með því að selja ekki einstökum aðilum hluta- bréf fyrir stórar fjárhæðir. Jafn- framt hefur verið haldin skrá yfir alla hluthafa frá upphafi og félagið hefur á eigin kostnað auglýst í Lögbirtingablaðinu nöfn þeirra sem hafa glatað hlutabréf- um sínum.“ Þá spurði ég Óttarr Möller, hvort nokkrar hugmyndir væru enn uppi hjá Eimskipafélaginu um að byggja nýjan Gullfoss, þ.e. nýtt farþegaskip. — „Nei, slíkt er ekki á döfinni. Það hefur sýnt sig þannig að engum vafa er undirorpið að rekstrargrundvöllur fyrir slíkt skip er alls ekki fyrir hendi í dag.“ Áð síðustu sagði Óttarr Möller, forstjóri Eimskipafélags Islands: „Hér að framan hefur gagnrýiii á Eimskipafélagið verið svarað. 700 viðskiptamönnum félagsins, 700 fastráðnum starfsmönnum svo og fólkinu vítt og breitt um landið er það ljóst, að félagið hefur ávallt verið og er máttarstólpi sjálfstæð- is þjóðarinnar og líftrygging frjálsrar verzlunar og viðskipta." „FULLYRT hefur vcrið, að Eimskipafélagið sé einokunarfyrirtæki, sem ákveði í skjóli forréttinda óhæfilega há farmgjöld. Áður en gefin eru svör við fyrri lið fullyrðingarinnar, verður að minnast þess, að einokun er óskorðaður réttur til að fyrirmuna öðrum að koma til samkeppni í þeirri atvinnugrein, sem um er rætt hverju sinni. Því spyr ég. hvenær hefur Eimskipafélagi íslands verið veittur sá réttur? — Aldrei. Félagið hefur frá öndverðu tekið þátt í harðri samkeppni um markaði sína. fyrst við erlend skipafélög, síðar innlend og erlend. Auk Eimskipafélagsins, annast nú tvö skipafélög aðallcga samgöngur á sjó milli útlanda og stærstu hafna á íslandi. Til viðhótar koma svo mörg smærri skipafélög, sem keppa um flutninga, oftast milli tveggja hafna, en stundum fleiri, þegar sérstaklega er um samið. Öll keppa þessi skipafélög um flutninga. Eimskipaíélagið hcfur hvergi cinkarétt á siglingaleiðum. Það á 24 skip, en samkvæmt skipaskrá eiga önnur félög, skráð hér á landi, 36 skip, sem flytja vörur. Allar fullyrðingar um einokunaraðstöðu félagsins cru því alrangar,“ sagði Óttarr Möller, forstjóri Eimskipafélags íslands, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á þcim fullyrðingum að félagið hefði einokunaraðstöðu hér á landi, svo og vegna framkominnar þingsályktunartillögu Ólafs Ragnars Grímssonar þess efnis að starfsemi félagsins verði rannsökuð með tilliti til reksturs, fjárfestingar og fargjalds- og farmgjaldsákvarðana. með sérstöku tilliti til einokunaraðstöðu og markaðsdrottnunar. Vcgna tillögunnar sagði Óttarri „Ég fagna því, ef ég fæ tækifæri til þess að ræða við þingmenn okkar um þcssi mál og skýra fyrir þeim nokkrar staðreyndir um Eimskipafélagið vegna sffellds áróðurs í blöðum og annars staðar um einokunaraðstöðu fyrirtækisins. — Staðreyndin um félagið er sú, að það á engar vörur sjálft, það er háð verðlagsákvæðum með flest allar stykkjavörur og svo hefur verið um áratugi. Hins vegar eiga sumir keppinauta okkar vörur og skip og aðeins tveir þeirra flytja vörur fyrir sama verð á aðalhafnir úti á landi. Við höfum engin sérleyfi og engin sérréttindi íram yfir kcppinauta okkar.“ Hvað meö tal um hringamyndun félagsins? „Allt slíkt tal er út í hött. Eimskipafélagið á aðeins um 20% í Flugleiðum. Það er komið til vegna þess að árið 1947 átti Flugfélag íslands í erfiðleikum, því að menn vildu ekki kaupa hlutabréf. Við bæði keyptum hlutabréf og lánuðum þeim peninga. Síðan eigum við 20% í Tollvðrugeymslum og við styrkj- um þá starfsemi vegna óska þeirra stofnana. Að síðustu eigum við 20% í Ferðaskrifstofunni Úrval. Þessi dæmi sýna það glöggt að ekki er um að ræða neina drottnun af okkar hálfu.“ Hvað meö almenna afkomu fyrirtækisins? „Frá upphafi hefur afkoma félagsins verið mjög sveiflukennd. Fyrstu árin gekk rekstur félagsins mjög vel, aftur á móti mjög illa í kreppunni fyrir síðari heims- styrjöldina. Hagurinn vænkaðist nokkuð í stríðinu, en árið 1961 tapaði Eimskipafélagið um 400.000 dollurum og hafði ekkert upp í afskriftir. Allt frá 1961 hefur þetta lagast nokkuð, en þó ekki meira en það, að félagið hefur aðeins haft fyrir afskriftum. Umframfjármunir hafa verið notaðir til að greiða niður erlend lán og sumpart til uppbyggingar. Þess vegna má segja að þótt reksturinn hafi gengið sæmilega, þá gengur hann alls ekki nógu vel til þess að hægt sé að endurnýja skipastól og byggja vörugeymslur og endurnýja tækjabúnað." óttarr Möller, forstjóri. eitthvað út á land, er gert að greiða lítilsháttar þungaskatt eða lendingargjöld. Sé sama vörumagn flutt með skipi nema gjöld til hins opinbera margfalt hærri upphæð, í formi söluskatts af upp- og útskipun, vörugjalds og í formi hafnargjalda. Þar að auki ber að hafa í huga að ef skip skemmir bryggju er því gert að greiða skaðann að fullu. Samkeppnin viö önnur skipafélög? í upphafi átti fyrirtækið í mjög harðri samkeppni við erlenda keppinauta. Hingað sigldu skipa- félög, eins og Sameinaða gufu- skipafélagið, Bergenska, Poli steamship line, Holland steamship svo nokkur séu nefnd. Síðar komu til íslenzk skip og við höfum ávallt átt í harðri samkeppni bæði við innlend og erlend skip. Sum af þessum skipafélögum sigldu að- eins til Reykjavíkur og svo eru dæmi þess að eitt skipafélag siglir aðeins til Hafnarfjarðar. Við höfum alltaf þurft að mæta þessari samkeppni, við höfum sagt við okkar viðskiptavini, að við getum ekki ætlast til þess að þeir tapi á því einu að skipta við Eimskipafélagið. Þess vegna, þeg- ar einhver okkar keppinauta lækkar flutningsgjöld sín, þá Aðstaða félagsins við Sundahöfn Hvernig er hafnaraðstöðu félagsins háttað? „Aðstaða okkar í dag er alls ekki nógu góð, allar okkar vörugeymsl- ur eru fullar út úr. dýrum og öll útisvæði fullsetin. Eins og er höfum við aðstöðu hér við Austur- bakkann í Vesturhöfninni, þar sem aðstaða er mjög þröng. Við afsöluðum okkur Grandaskála á síðasta ári svo að þar með er upptalin sú aðstaða sem við höfum hér í Vesturhöfninni, utan pláss í Tollstöðinni. — Þá höfum við eins og kunnugt er byggt upp mikla og góða aðstöðu inni við Sundahöfn, sem þegar er orðin alltof lítil. Við höfum fengið vilyrði fyrir lóðinni fyrir norðan Kornhlöðuna fyrir frekari starfsemi, en afsöluðum okkur henni gegn því að fá aftur aðstöðu á hinum svonefnda Kleppsbakka, austan við athafna- svæði okkar. Nokkur dráttur hefur orðið á því að við fengjum að hefjast handa og veldur það okkur miklum óþægindum. Ef við fengj- um að ljúka nauðsynlegum fram- kvæmdum við Kleppsbakka má segja að aðstaða félagsins væri orðin nokkuð sæmileg næstu árin. Farmgjöld og fjárfestingar Sé það rétt, að farmgjöld Eimskipafélagsins hafi verið óþarflega há, þá hlyti það annað- hvort að hafa fullar hendur fjár eða hafa orðið fyrir því óláni, að fé þess hafi verið sóað með vitlausum fjárfestingum eða óhóflegum rekstrarkostnaði. Nú er það ekkert launungarmál, þó að nokkrar tekjur hafi stundum orðið umfram gjöld og óhjákæmilegar afskriftir hin síðari ár, að félagið berst fjárhagslega í bökkum. Um reksturskostnað þarf varla að fjölyrða. Skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins er fyrir löngu orðið alltof þröngt, og starfsmenn þess þar og annars staðar hafa sýnt mikla fórnfýsi þar að lútandi. Félagið hefur fjárfest í skipa- kaupum, afgreiðslutækjum og geymslurými. Við ákvörðun um Aðstaða félagsins við Austurbakka Almenn samkeppni viö vörubifreiðar og flugvélar? — Ég spyr fyrst, stendur þessi samkeppni á raunhæfum grund- velli, þjóðhagslega séð? „Það er staðreynd, að samkeppnisaðstaða íslenzkra skipa miðað við vörubíla og flugvélar er mjög óhagstæð vegna aðgerða hins opinbera. Réttur skipanna hefur verið fyrir borð borinn, sem hefur orsakað að flutningar hafa beinzt óeðlilega mikið til annarra flutningatækja. Af flutningi með flugvélum til landsins hefur verið reiknaður helmingstollur, en með skipum ful'lur tollur. Þarna er um alveg augljósan mismun á aðstöðu að ræða. Vörubifreið eða flugvél, sem flytur fullfermi frá Reykjavík Fjallfoss, eitt hinna nýju skipa Eimskipafélagsins verðum við að gera slíkt hið sama ef við ætlum ekki að tapa mark- aðnum. Þá má geta þess að þrjú skipafélög innanlands gera meir en að flytja hina almennu vöru á eina höfn, þau flytja hana einnig endurgjaldslaust frá Reykjavík á aðalhafnir úti á landi.“ Hvað viltu þá segja um þá hörðu samkeppni sem Eimskipafélagið hefur átt í vegna flutninga fyrir varnarliðið og þá nú síðast við Bifröst? „Eins og mönnum er kunnugt um, þá sigldu amerísk skipafélög með vörur til varnar- liðsins hér áður. Eimskip fékk svo þessa flutninga árið 1966 og hefur haft þá til ársins í ár. Síðan gerist það, að skipafélagið Bifröst kemst inn í þennan flutning með 10% lægri flutningsgjöldum. Á sama tíma skeður það að varnarliðið gjörbyltir pökkunaraðferðum sín- um og mest af þeirra vöru er flutt í gámum. Þeir lesta gámana sjálfir, taka við þeim hér og losa þá sjálfir. Þeir greiða síðan flutnings- gjöldin fljótt og vel í erlendum gjaldeyri. — Við þessar breytingar sá Eimskipafélagið, að nauðsyn- legt var að lækka farmgjöld af gámum, því ella leyndist sú hætta, að amerísk skipafélög yfirtækju þessa flutninga aftur. Félagið ákvað því að lækka farmgjöld á gámum um 25%. Bifröst brást þannig við þessari lækkun, að þeir lækkuðu farm- gjöld á gámum fyrir varnarliðið og lausavöru fyrir íslendinga um 25%. Einnig eru dæmi þess að þeir hafi lækkað vissar vörutegundir fyrir sína velunnara. Því hefur verið mætt með lækkun Eimskipa- félagsins á viðkomandi vöruteg- undum, svo að viðskiptavinir þess sætu við sama borð. — Fyrir hálfum mánuði ákvað svo Eim- skipafélagið að mæta þessari samkeppni, lækkaði alla vöru frá Bandaríkjunum, lausavöru fyrir varnarliðið og Islendinga og gáma- flutninga um 25%.“ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.