Morgunblaðið - 27.10.1978, Side 18

Morgunblaðið - 27.10.1978, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 Hvað segja forystumenn stúdenta? EINS og áður hefur verið skýrt frá, fóru kosningar til 1. des. nefndar í Háskóla íslands fram á laugardaginn. Illaut Verðandi, félag róttækra stúdenta, 57 af hundraði atkvæða, en Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, 43 af hundraði. Morgunblaðið leitaði til forsvarsmanna félaganna og leitaði álits þeirra á kosningaúrslitunum, og jafnframt á því, hvers vegna kjörsókn var aðeins 25%, 4 af hundraði minni en í fyrra. Fyrir Vöku varð fyrir svörum formaður félagsins, Tryggvi Agnarsson, en Tómas Einarsson, einn stjórnarmanna Verðandi, svaraði fyrir síðarnefnda félagið. „Afleitt kosningafyrirkomulag ein ástæða lélegrar kjörsóknar” — segir Tryggvi Agnarsson, formaður Vöku Vitni vantar að árekstri MIÐVIKUDAGINN 25. október, rétt fyrir klukkan 20, ók maður á grænni Chevrolet-bifreið, árgerð 1955, austur Hringbraut á vinstri akrein yfir gatnamót Njarðargötu. Þegar hann ók yfir gatnamótin mætti hann ökutæki, sem mun hafa ætlað að beygja áleiðis suður að Umferðarmiðstöð. Rakst öku- tækið á framhurðina efst og toppinn og stórskemmdi bílinn en hélt síðan áfram för sinni. Ef vitni hafa orðið að atburði þessum eru þau beðin að gefa sig fram við slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík svo og ökumaður fyrrnefnds ökutækis. SJOLIÐA- JAKKAR Finntku sjóliAajakkarnir komnir aftur. Póstsandum. V E R Z LU N I N GEfsiB" „MEÐ tilliti til kjörsóknar, þá megum við Vökumenn vera harla ánægðir með niðurstöð- una,“ sagði Tryggvi Agnarsson, formaður Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eg held að Verðandimenn mæti alltaf aliir, eða því sem næst,“ sagði Tryggvi ennfremur, „en Vökumenn eru því miður mun áhugaminni um að notfæra sér atkvæðisréttinn. — Lítil kosn- ingaþátttaka veit alltaf á illt fyrir Vöku, en þrátt fyrir það fengum við 43% greiddra at- kvæða." Tryggvi sagði einnig, að aðal- einkenni þessara kosninga hefði verið léleg kjörsókn. Sagði hann það vera sína skoðun að ástæður fyrir þessari lélegu kjörsókn væru einkum tvær: I fyrsta lagi almennt áhugaleysi stúdenta um hagsmunamál sín, og svo væri kosningaformið afleitt, og ætti það vafalaust stóran þátt í því hve þátttaka var lítil. „Það er skoðun mín,“ sagði Tryggvi, „að auka megi kjörsókn mjög verulega með nauðsynleg- um breytingum á kosningafyrir- komulaginu, og eru það einkum fjögur atriði sem þar þarf að hafa í huga: Að kosið sé á aðalsvæði Há- skólans, en ekki einhvers staðar víðs fjarri. Að kjörstaðir séu opnir heilan dag. Að kosið sé á virkum skóladegi. Að tekin verði upp utankjör- staðarkosning. Væru framantaldar -breytingar teknar upp, þá tel ég að auka mætti kjörsókn í 1. des. kosningunum upp í 60%, og kosningaþátttöku í stúdentaráðs- kosningum upp í 80%.“ — En hvað með þau efni sem kosið var um, voru þau nægilega áhugaverð að þínum dómi, eða er skýringanna á lélegri kjörsókn að einhverju leyti þar að leita? „Þegar við ákváðum hvaða efni við byðum fram, þá var það haft í huga að um væri að ræða efni „ÞAÐ, AÐ kosningaþátttakan varð ekki meiri en raun ber vitni að þessu sinni, kann að stafa af því meöal annars, að stúdentar reikni fyrirfram með því að kosningarnar fari eins og und- anfarin ár,“ sagði Tómas Ein- arsson, einn stjórnarmanna Verðandi, í samtali við Morgun- blaðið í' gærkvöldi. „Vinstri menn hafa unnið þessar kosningar undanfarin ár með svipuðum meirihluta og nú varð, það er með 57 af hundraði sem höfðaði til allra stúdenta. Það var fjallað um afskipti hins opinbera af einkalífi þegnanna, undir yfirskriftinni „1984, hvað verður ekki bannað?" Þetta vakti mikla athygli, og var meðal annars um það fjallað í dagblöð- um. Verðandi hins vegar var með klassískt marxískt viðfangsefni, „Háskólinn í auðvaldsþjóðfélagi", sem aðeins höfðaði til þröngs hóps, að því er ætla má.“ — Hvað með þá gagnrýni að í atkvæða gegn 43. Það kann að valda því að spennan er minni nú en áður, fólk reiknar fyrirfram með því að þetta fari eins. Þá má nefna, að nú var lítill kosningahasar, lítið um útgáfu blaða og bæklinga og þess háttar og því lítið um æsing í mönnum. Ennfremur verður að gera ráð fyrir því, að hvorugt efnið sem upp á var boðið hafi þótt sérlega æsandi, og því lítið um æsing í mönnum. Ennfremur verður að gera ráð fyrir því, að hvorugt efnið sem Háskólanum takist á tvær öfga- stefnur? „Eg vil alveg vísa þeirri gagn- rýni á bug. Það takast á í Háskólanum tvær fylkingar. Annars vegar Verðandistúdentar, sem hafna lýðræðinu og vilja byltingu. Hins vegar eru Vöku- menn, sem vilja bæta samfélagið og hag stúdenta, og telja rétt að starfa eftir leikreglum lýðræðis- ins. í Vöku starfa stuðningsmenn allra lýðræðisflokkanna, auk þeirra sem ekki hafa tekið afstöðu í flokkapólitík, en hafa borgaralegar skoðanir." upp á var boðið hafi þótt sérlega æsandi, og því hafi ekki fleiri stúdentar séð ástæðu til að koma og kjósa. Það er þó rétt að hafa það í huga, þegar rætt er um dræma kjörsókn, og að hún hafi nú farið niður í 25% úr 29% í fyrra, að þetta er mun meiri kjörsókn en í mörgum háskólum erlendis. Á hinum Norðurlöndunum er kjör- sóknin til dæmis mun minni en við eigum að venjast hér,“ sagði Tómas að lokum. „Hvorugt efnið þótti nægilega æsandi” — segir Tómas Einarsson, i stjóm Verðandi Haldin veröur kvartmílukeppni á spyrnubrautinni viö Álveriö í Straumsvík laugardaginn 28. okt. kl. 2 e.h. Keppendur mæti kl. 10 f.h. Fjölmenniö á fyrstu kvartmílukeppni á íslandi. UIÍVARTMIH J KLÚBBIJKINN „Fílan” lögd nid- ur í Háskólanum sem skyldugrein? MEÐAL þeirra tillagna. sem fram hafa komið nú meðal studenta við Háskóla Islands vegna breytinga á rcglugerð Háskólans, sem nú cru fyrirhugaðar, er að heimspekileg forspjallsvísindi eða svonefnd „fíla“ verði framvegis okki skuldugrein stúdenta. Nú verða allir þeir, sem Ijúka prófi frá Háskólanum, að hafa lokið prófi í heimspekilegum forspjallsvísinum áður en þeir gangast undir lokapróf. bær tillögur, sem nú hafa komið fram um þetta efni meðal stúdenta, eru annars vegar um að „íílan“ verði lögð niður sem skyldugrein eða stúdentum verði sköpuð aðstaða til að stunda nám í þessari grein með sama hætti og í öðrum greinum, sem kenndar eru. Kristján Hjaltason, einn fulltrúa stúdenta í Háskólaráði og nefndar- maður í menntamálanefnd Stúdentaráðs, sagði að nú væri verið að endurskoða reglugerð Háskólans og hefði sérstök nefnd á vegum Iláskólaráðs skilað um það efni skýrslu og tillögum og nú fyrir mánaðamótin ættu Stúdentaráð og einstakir deildir Háskólans að skila breytingartillögum sínum. Að því loknu færi málið fyrir Háskólaráð. Sagði Kristján að á fundi Stúdenta- ráðs á morgun, laugardag, ætti að afgreiða tillögur ráðsins um þetta efni, þannig að ekki væri víst hvaða tillögur Stúdentaráð gerði varðandi kennslu í heimspekilegum forspjalls- vísindum. Þegar hefði komið fram á fundum Stúdentaráðs að nám í þessari grein yrði valkvætt og þá hefðu einstök deildarfélögum stúdenta samþykkt að leggja til að heimspekileg forspjallsvísindi yrðu lögð niður sem skyldugrein og hreyft hefði verið tillögum um að leggja alveg niður kennslu í þessari grein. „Meðal stúdenta er mikill vilji fyrir því að gera breytingar á kennslu í „fílunni" og ég hygg að meirihluti stúdenta sé á móti því að „fýlan“ sé kennd með þeim hætti sem nú er,“ sagði Kristján, „og persónulega tel ég að annað hvort verði að gera hana að skyldufagi þ.e. að þetta verði fullgilt fag og kennt sem slíkt eða „fílan" verði alveg lögð niður. Eins og námið í „fílunni" er nú, er það aðeins til þess að angra stúdenta. Þeir fá ekkert út úr þessu og eru flestir með 5 eða 6 í einkunn en fá enga raunverulega menntun út úr þessu. Þannig að „fílan" er í raun búin að tapa tilgangi sínum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.