Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 7 r Niöurfelling eöa veruleg leiörétting Geir Hallgrímsson, for- maöur Sjálfstæðisflokks- ins, kraföist Þess á Alþingi í fyrradag, að þingnefnd sú, sem fær bráðabirgöalög ríkis- stjórnarinnar til meðferð- ar, fari rækilega ofan í kjöl ákvæða um eigna- skattsauka og viðbótar- tekjuskatt líðandi árs. Meginkrafan væri sú, að Þessi umdeilda sköttun yröi felld niður en til vara að Þeir vankantar yrðu lagaðir, sem ranglátastir væru. Eignaskattsaukinn hef- ur í mörgum tilfellum komið hastarlega við elli- lífeyrisÞega, sem búa viö mjög takmarkaöa tekju- öflun en eiga skuldlausa eöa skuldlitla húseign, eftir langa starfsævi. Þessi skattauki kemur og illa við mörg fyrirtæki, rýrir eiginfjárstöðu Þeirra, sem Þýðir aukna lánsfjáreftirspurn og spennu á peningamark- aöi. Sá stuðningur, sem útflutningsfyrirtæki áttu að sækja í gengislækkun, er tekinn aftur í formi n sköttunar, sem á ný veik- ir rekstrarstöðuna og eykur enn á Þrýsting um nýja gengislækkun. Geir Hallgrímsson sagði afturvirkan tekju- skattsauka siðferðilega rangan. Fólk og fyrirtæki hefðu gert ráðstafanir í fjármálum og fjárfest- ingu, miðaö við tekjur og í trausti á gildandi skattalög. Afturvirkur tekjuskattur á síðustu mánuðum árs, sem færði enn meira fjármagn frá almenningi til ríkissjóðs en fólk og fyrirtæki hefðu reiknað með í fjárráöstöf- unum sínum, kemur Því mjög illa við Þúsundir skattborgara. Nauðsyn- legt er að skattborgarinn geti hverju sinni — í ákvarðanatöku um eigin fjármál — treyst gildandi skattalögum en fái ekki óvænta bakreikninga í höfuöið. Böggull fylgir skammrifi Geir Hallgrímsson sagöi fyrrum stjórnar- andstöðuflokka hafa svikíð glamuryrðið um „samningana í gildi“, svo sem ýmis viöbrögð laun- Þegafélaga bæru vitni um. Aö Því marki sem staðið hefði veriö viö Þettatloforð fylgdi bögg- ull skammrifi, Þ.e. að binda ætti grunnkaup og tilhögun veröbóta í heilt ár. Þessi skilyrði hefðu ekki fylgt fyrri kröfum um „samningana í gildi“. Þá var aldrei sagt að „gildis- töku“ fylgdi binding grunnkaups í heilt ár. Raunar var látið að Því Geir Hallgrímsson liggja að launakostnaður skipti litlu í verðbólgu og vanda atvinnuvega. Vísitöluleikur núver- ándi stjórnarflokka kem- ur fram í Því að greiða niður vörur, sem vega Þyngra í vísitölu en út- gjöldum almennings, en hækka vörugjald á öðr- um, er vega létt eða alls ekkert í vísitölu en Þeim mun Þyngra í heimilis- haldi. Endurskoðun vísitölu- kerfis er nauðsynlegur undanfari verðbólgu- hjöðnunar. Í Því efni hefur Sjálfstæðisflokkur- inn samstöðu með AlÞýðuflokki og Fram- sóknarflokki. Sú sam- staða nær hins vegar ekki til allra stjórnar- flokkanna. Geir Hall- grimsson sagði Sjálf- stæðisflokkinn vilja stuðla að stöðugleika kaups og kaupgildis krónunnar og tryggja launþegum hæstu mögu- leg laun um Þjóðhags- visitölu í samræmi við staðreyndir Þjóðar- búskaparíns hverju sinni. Aögeröirnar hafa gjör- samlega mistekizt Geir sagði niður- greiðslur geta verið nauðsynlegar. Þær mættu Þó aldrei fara yfir Þau mörk aö Þær skekktu valfrelsi í eftir- spurn eða leiddu til halla á ríkissjóði. Núverandi niðurgreiðslur valda slík- um halla ríkissjóðs í ár; velta verðbólguvandan- um yfir á ríkissjóðinn, eins og Ólafur Jóhannes- son hefur orðað Það. Þær hafa Því, eins og bráða- birgðaráðstafanir ríkis- stjórnarinnar í heild, auk- iö á vandann tn ekki leyst hann. Geir Hallgrímsson sagði Ijóst, aö kaup- gjaldsvísitala hækkaði um 10 til 12% 1. desem- ber nk., miðað við út- reikninga í endaðan nóvember, prátt fyrir vísi- töluleik stjórnarflokk- anna. Aögerðir ríkis- stjórnarinnar hafa pví engan árangur borið. Þær hafa mistekizt í megin- atriðum. Aögeröír sem áttu að skapa tóm til að snúast gegn verðbólgu og efnahagsvanda, hafa aukið hvort tveggja. Og spurningin, sem brennur á vörum pjóöarinnar, er sú, hvort samStaða sé í stjórnarliði um gerö fjár- laga og kjarapróun kom- andi árs, en petta tvennt kann aö ráða úrslitum um, hvort Þjóðin gengur til góðs götu komandi árs — eða í glötunarátt. 1 2 1. loöfóöruö brún og Ijós kr. 19.500,- 2. loöfóðruð svört og ryöbrún kr. 19.900.- 3. loöfóöruö svört kr. 16.900- 4. sparistígvél brún kr. 31.600.- Einnig ótai aörar tegundir af kuldastígvélum nýkomin. 3 4 Opiö á morgun laugardag til kl. 12. Karlmanna-nælonúlpur vattstungnar, kr. 8.450,- Mittisúlpur karlmanna og unglingastæröir frá kr. 6.400,- Gallabuxur kr. 2.975., 3.975.- og 4.935- Teryienebuxur frá kr. 4.0007- Peysur, skyrtur, nærföt. sokkar o.fl. ódýrt. Opiö föstud. til kl. 7 og laugard. til kl. 12. Andrés Skólavörðustíg 22 Undursamlega jörð, mynd þína hefur mig lengi langað til að mála. Þannig kemst Jón úr Vör að orði í Þessari nýju bók, sem er tíunda Ijóðabókin hans. Og Þó að hann segi af sínu alkunna yfirlætisleysi að sín fátæklegu orð dugi ekki í myndina, þá er Það hans dómur en ekki okkar. Þvi aó Þeir fletir jarðar og mannlífs sem hann hefur dregið upp í Ijóðum sínum gegnum árin eru ekki einungis skýrir og fagrir, heldur einnig svo sérstæðir og persónulegir að ekkert annað líkist Þeim. Almenna bókafélagið Austurstræti 16 — Sími 19707 Skemmuvegi 36, Kópavoai — Sími 73055 Dúnmjúkar sængur meö DACRON HOLLOFIL fyllingu, sem veldur byltingu í gerö rúmfatnaöar. 15% aukiö rúmmál miöaö viö þunga. Meöal kostanna: * Stórbætt einangrunargildi * Aukin mýkt * Bælast ekki * Léttar * Lyktarlausar * Valda ekki ofnæmi * Loga ekki af vindlingaglóð * Þvottekta Sæng stærö 140x200 cm kr. 14.000.— Koddi stærö 50x70 cm kr. 5.900.— Sængurfataefni í glæsilegu úrvali. Vörumarkaðurinn hf. Vefnaðarvörudeild Ármúla 1A Sími 86113.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.