Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 25 félk í fréttum + HJARTAKNÚSARI. - Þetta er einn af hjarta- knúsurunum frá Holly- wood. — Hann er hér á íþróttavelli, í Los Angeles, kominn til að vera við- staddur leik tveggja kylfu- knattleiksliða, The Dodg- ers og New York Yankees. — Og hjartaknúsarinn er Gary Grant. + EINS og dýr. — Þessi mynd er tekin í réttarsal í Mflanó 4 Ítalíu fyrir nokkru. Tveir foringjar úr Rauðu herdeildinni voru leiddir fyrir réttinn í járnbúri. Til frekara öryggis eru þeir handjárnaðir og keðja við járnin fest við gólfrimlana. Til hægri í búrinu er Renato Curcio, stofnandi þessa blóðidrifna hermdarverkaflokks. — Til vinstri (fyrir aftan lögregluþjóninn) er Fabrizio Pelle, annar foringi í herdeildinni. Meðan á réttarhöldunum stóð las Renato upp yfirlýsingu frá herdeildarmönnum þess efnis, að herdeildin neitaði að viðurkenna dómstólinn eða rétt yfirvalda til að sakíella þá. + NJÓSNARAR. - Þessir menn hér að ofan eru Sovétdiplómatarnir tveir, sem fyrir skömmu voru sekir fundnir um það að hafa stundað njósnir um varnarmál Bandaríkj- anna. Báðir voru starfs- menn í sendinefnd Sovét- manna hjá Sameinuðu þjóðunum. Sá ti vinstri heitir Valdik A. Enger og hinn Rudolf Chernyayev. í málinu voru leidd fram yfir 20 vitni og meðal þeirra gagnnjósnari einn. Safn segulbanda var og lagt fram sem sönnunar- gögn og ljósmyndir af njósnurunum að störfum. + SKRIFAR bók. — Þessi unga stúlka heitir Judith Chavez. A þessari mynd er hún á blaða- mannafundi í New York og sagði þar frá þvi að hún væri að skrifa bók og var forleggjari hennar með á fundinum. Judith þessi var í mjög nánum tengsl- um við sovézkan diplómat, Arkady Shevchenko, sem var mjög háttsettur í sendinefnd Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann sneri baki við heimalandi sínu í aprílmánuði síðastl. Sagði Judith blaða- mönnum að hún myndi segja frá þeirra tilstandi öllu og sýna fram á að 35.000—40.000 dollar- ar sem diplómatinn rússneski hafi gefið henni, hafi verið peningar frá CIA, leyniþjónust- unni bandarísku. Þessum full- yrðingum hefur sjálfur Carter forseti mótmælt. Opið til kl. 7 í kvöld og til hádegis á morgun. HERJRADE ILD AUSTURSTRÆTI 14 BAÐMOTTUSETT ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT GEísiPf cJMatar- ogkafftstell ímíkluúrvali i EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GLYSINGA- SIMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.