Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 3 Úrskurður Hæstaréttar: Rannsóknarlögregla ríkisins skal rann- saka Guðbjartsmálið IIÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Sakadóms Reykjavíkur um að Sakadómi bæri ekki að taka að sér rannsókn á nokkrum þáttum svonefnds Guðbjartsmáls, sem ríkissaksóknari hefur ákveð- ið að fram skuli fara. Saksóknari hafði óskað eftir Tvísýnt með veiðiveður á loðnumiðum VEÐUR var sæmilext á loðnumið- unum í fyrrinótt og þá var ekki að sökum að spyrja, skipin fengu velflest góðan afla. Síðdegis í gær var farið að hvessa og tvísýnt með veiðiveður. Frá því í fyrrakvöld þar til síðdcgis í gær tilkynntu eftirtalin skip um afla> MiAvikudagurt Albert 630. HuKÍnn 580. Náttfari 500. Bergur II 510. Kap II 680, Pétur Jónsson 680, Loftur Baldvinsson 770, Sigurður 1350, Keflvíkingur 520, Stapavfk 540. Fimmtudagurt Helga II 520, Skfrnir 450, fsleifur 450, Dagfari 530, Arnarnes 450, Sandafell 300. Grindvíkingur 930. Hilmir 540, Súlan 520. Ljósfari 250. því við Sakadóm að hann tæki rannsóknina að sér en Sakadóm- ur hafnaði því á þeirri forsendu að Rannsóknarlögregla ríkisins ætti samkvæmt lögum að annast rannsóknina. Samkvæmt þessu mun framhaldsrannsókn Guð- bjartsmálsins fara fram hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. í dómi Hæstaréttar segir svo: „Staðfesta ber þá úrlausn Saka- dóms Reykjavíkur að rannsókn af hálfu Rannsóknarlögreglu ríkisins í málum þeim, sem bréf ríkissak- sóknara 24. júlí 1978 lýtur að, sé eigi komin á það stig að skylt sé að taka þau til dómsrannsóknar samkvæmt 74. grein laga númer 74/1974 sbr. 12. grein laga númer 107/1976. Ber því að staðfesta hinn kærða úrskurð að niðurstöðu til.“ FENGUM AÐEINS N0KKUR TEPPI BEZTA FJARFESTINGIN Á VERÐBÓLGUTÍMUM. STÓRKOSTLEGA FALLEG SJÁIÐ 0G SANNFÆRIST. Grensásvegi 13, símar 83577 — 83430 Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ávarp við setningu kirkjuþings, en við setninguna talaði einnig Steingrímur Hermannsson kirkjumálaráðherra, t.v., og lengst til hægri er sr. Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup. Ljósm. Kristján. Naudsynlegt ad kirkjan láti heyra meira frá sér - sagði biskup við setningu kirkjuþings - KIRKJUI>ING var sett í Hallgn'ms- kirkju í Reykjavík í gær og hófst það með guðsþjónustu þar sem sr. Pétur Ingjaldsson prédikaði og síðan var þingið sett og flutti þá Steingrímur Hermannsson kirkju- málaráðherra ávarp. Síðan hófst fundur og eftir kosn- ingu forseta og skrifara og fasta- nefnda, þ.e. löggjafarnefndar og allsherjarnefndar, flutti hr. Sigur- björn Einarsson biskup skýrslu kirkjuráðs. I upphafi hennar rakti hann gang mála sem fjallað hefði verið um á síðasta kirkjuþingi, frá því kirkjuráð kom saman til fundar í desember 1976. Sagði biskup að margt fleira hefði borið á góma hjá Kirkjuráði og tímafrek hefðu verið málefni Skálholtsskóla og kristni- sjóðs og sagði hann að fjárveitingar til hans hefðu jafnan verið skornar mjög niður frá því sem gerðar hefðu verið tillögur um. Einnig sagði biskup að framlög til kristnisjóðs hefðu skilað sér seint og nefndi sem dæmi að á aöalfundi hans sem haldinn var snemma árs 1977 hefðu ekki verið komnar nema 6 af 15 milljóna fjárframlagi ársins 1976. Biskup sagði að þau málalok hefðu orðið að nú kæmi framlag ríkissjóðs til kristnisjóðs mánaðarlega. í skýrslu biskups kom fram að oftlega hefði verið rætt um að fá kirkjunni blaðafulltrúa og hefði nú loks verið auglýst eftir slíkum starfskrafti en það væri kristnisjóður sem fyrst um sinn a.m.k. hefði tekið á sig kostnað við fyrirhugað starf hans. Sagði hann að margoft hefði verið bent á þörf kirkjunnar fyrir meiri kynningu og auglýsingu en nú væri og ýtti margt undir það að kirkjan þyrfti að láta í sér heyra. Þá gat biskup þess að sjómanna- starf þyrfti að efla og væri nú að því komið að ráðinn yrði maður til að sinna starfi meðal sjómanna, og að íslendingar væru eftirbátar annarra þjóða í þeim efnum svo að nærri mætti kalla það viðundur. Einnig greindi biskup frá því að ráðinn hefði verið í hlutastarf kennari til að sinna starfi meðal daufdumbra, en það mál hefði lengi verið á dagskrá. Að lokum gat biskup þess að aðalmál þessa kirkjuþings væri að að fjalla um álit starfsháttanefndar þjóðkirkjunnar og myndu verða lagðar fram ýmsar tillögur og frumvörp á þinginu er byggðust á áliti hennar. Fyrsta mál kirkjuþings var lagt fram í gær og mælti sr. Jónas Gíslason fyrir því, en það var frumvarp til laga um sóknir flutt af kirkjuráði og í dag fyrir hádegi verða lögð fram tvö frumvörp frá kirkjuráði, annað um sóknarkirkjur og hitt um fjárreiður sókna. Kirkju- þingsmenn eru 15 og munu fundir þingsins standa yfir í hálfan mánuð. Sértilbo Meöan birgöir endast Sláið fjórar flugur í einu höggi! 1. Útvarp: FM-stereo /MW/SW/LW — mjög vandaö og næmt. 2. Magnari: 2x50 W músik — 100 Wött. 3. Segulband: Vandað cassettutæki meö Dolby NR kerfi. Tíönisvörun CrO,/ FeCr: 40-14000 riö. 4. Plötuspilari Mjög vandaöur plötuspilari meö rafsegultónhaus, sem hefur aö geyma demantsnál, sem endist 10x lengur en safír. Vökvalyfta, mótskautun, hraðastillir meö Ijósi á disk, 33 og 45 snúningar. Verð: 345.000- Hagstæö innkaup gera yöur kleift aö eignast petta tæki, sem á sér enga keppinauta. _ ÐUÐIN Skipholti 19, Reykjavík. Sími 29800. 27 ár í fararbroddi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.