Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 32
Verzlid r í sérVerzlun með \ litasjónvörp óg hljómtœki. (il.VSIMiAHÍMIVN' KR: 22480 Jílorflwiblntiiíi FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 Sprengja við rússneska sendiráðið? LÖGREGLAN var kvödd að rússneska sendiráðinu við Túngötu á níunda tímanum í gærkvöldi. Torkennilegur hlutur hafði fundizt í plastpoka við tröppur sendiráðsins og var jafnvel talið að þar væri um einhvers konar sprengju að ræða. Rúdólf Axelsson sprengjusérfræð- ingur kom á staðinn svo og menn frá Rannsóknarlögreglunni. Tóku þeir plastpokann i sína vörzlu og rannsökuðu innihald hans nánar. Morgunblaðið ræddi seint í gærkvöldi við þá bóri Oddsson, vararannsóknarlögreglustjóra. og Bjarka Elíasson. yfirlögregluþjón í Reykjavík, um þetta mál. Vörðust þeir allra frétta og kváðu rannsókn málsins á frumstigi. Rúdolf Axelsson, sprengjusérfræðingur, með plastpokann með hinum torkennilega hlut við sendiráðið í gærkvöldi ásamt öðrum lögreglumönnum. (Ljósm. Mbl. Kristinn ólafsson). Annar bílasali í gæzluvarðhald BÍLASALI einn í Reykjavík hefur verið hnepptur í gæzluvarðhald grunaður um fjársvik í sambandi við bílaviðskipti. Er hér um nýtt mál að ræða, óskylt máli því, scm var til rannsóknar á dögunum, enda á hér önnur hílasala hlut að máli. Kæra barst á umræddan mann, sem er hálffertugur að aldri. Rannsóknarlögregla ríkisins hóf rannsókn málsins og leiddi hún til þess að maðurinn var handtekinn á miðvikudaginn og eftir nokkrar yfirheyrslur var hann úrskurðaður í allt að 27 daga gæzluvarðhald í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Eftir því sem Mbl. kemst næst munu þessi meintu svik mannsins svipaðs eðlis og þau svik, sem hinn bílasalinn var grunaður um, en mál hans var nýlega til meðferðar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Var sá bílasali einnig hnepptur í gæzluvarð- hald. Leikur grunur á því að sá bílasali, sem nú situr inni, hafi „platað" fólk til þess að selja bíla sína á lægra verði en það raunveru- lega gat fengið. Mun hann sjálfur hafa verið kaupandinn í flestum tilfellum en haft fyrir sig leppa, sem voru kaupendur á pappírnum. Bif- reiðarnar seldi hann síðar á hærra verði að því er talið er og leikur grunur á því að hann hafi á þennan hátt hagnast töluvert á viðskiptun- um. Suðurnes: Hafin er 500 milli. bygg- króna mg sorpeyðingarstöðvar Varnarlidið leggur 250 milljónir í fyrirtækið FYRIR rúmum mánuði var byrjað að grafa fyrir grunni að sorp- eyðingarstöð á Suðurnesjum. sem fyrirhugað er að verði tekin í notkun í ágústbyrjun á næsta ári. Það eru sveitarfélögin á Suðurnesj- um. sem standa að sorpeyðingar- stöðinni. og eru alfarið eigendur hennar. Aætlaður kostnaður við vélar og byggingu stöðvarinnar nemur um 500 milljónum króna. Morgunblaðið hefur eftir áreiðan- legum hcimildum að aðild Varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli að stöðinni sé veruleg og nemi allt að 250 milljónum króna. Sorp- eyðingarstöðin er frönsk og talin með því fullkomnasta sem völ er á á markaðnum, hún brennir 3 tonnum á klukkustund og eyðir jafnt olíuúrgangi sem öðru sorpi þannig að aðeins 1—2% sorpsins verða eftir í formi gjalls. Morgunblaðið ræddi í gær við Albert K. Sanders, bæjarstjóra í Njarðvík og formann Samstarfs- nefndar sveitarfélaga á Suðurnesj- Fiskur hækkar RÍKISSTJÓRNIN staðíesti í gær 5% meðaltalshækkun á fiski til neytenda. Er hækkun þessi í samræmi við nýlega fiskverðshækkun. Ýsuflök. sem vinsælust eru meðai neyt- enda. hækka úr 558 í 590 krónur kílóið eða 5,7%. um. Sagði hann m.a. að sveitar- félögin hefðu sameinast um þessa sorpeyðingarstöð til að leysa þann vanda sem þau hefðu átt við að glíma m.a. vegna vatnsbóla, en allt sorp hefur verið grafið í jörð á Suðurnesjum. — Við höfum í rauninni lítinn áhuga á að leysa okkar vanda hér niður frá ef engin breyting verður á þessum málum hjá Varnarliðinu, sagði Albert. — Því hafa farið fram viðræður við Varnarliðið um að það verði við- skiptaaðili við stöðina. Gert er ráð fyrir í þeim viðræðum, sem farið hafa fram með vitund og vilja Varnamálanefndar, að Bandaríkja- mennirnir greiði ákveðið gjaid fyrir þá þjónustu, sem þeir fá í stöðinni. Stöðin verður stærri en hún þyrfti að vera vegna sorps af Keflavíkur- flugvelli. — Kostnaður við hús og vélar stöðvarinnar verður um 500 milljónir króna og gert er ráð fyrir að sveitarfélögin greiði í hlutfalli við stærð. í viðræðum að undan- förnu hefur komið fram að ekki væri óeðlilegt að Varnarliðið tæki þátt í byggingarkostnaði og kaupum á vélum, en þeir samningar eru ekki frágengnir. Sveitarfélögin hafa fengið fyrirgreiðslu erlendis frá í gegnum Landsbankann og Seðla- bankann. — Stöðin er mjög fullkomin, með því fullkomnasta sem gerist í heiminum. Hún brennir 3 tonnum á klukkustund og ráðgert er að dagsafköst hennar verði 30 tonn. Aðeins 1—2% af því sorpi sem brennt er í stöðinni verður eftir sem gjall. Við vonum að með þessari stöð losnum við við þann vanda, sem við höfum staðið frammi fyrir í fjölda ára, sem er að losna við sorpið. Við höfum ekkert annað getað gert en grafið það og því fylgir sú hætta að við spillum sjálfir okkar eigin vatnsbólum, sagði Albert K. Sanders að lokum. Tvær íslenzkar bækur í stóru upplagi erlendis „FAKAR. íslenzki hesturinn í blíðu og stríðu“ heitir bók. sem kemur út á vegum Iceland Review og Bókaútgáfunnar Sögu á næstunni. En það er ekki aðeins að bókin komi út hér á landi, heldur hafa verið gerðir samningar um prentun bókarinn- ar fyrir bókaútgefendur í Englandi, Hollandi, V-býzkalandi, Sviss og Bandaríkjunum. Kemur bókin út f þessum löndum á næstu mánuðum í á milli 40 og 50 þúsund eintökum. Þá er væntanleg frá Almenna bókafélaginu í byrjun næsta árs bókin „Island" og hefur hún sömuleiðis verið seld til forlaga erlendis. Þegar hefur verið gengið frá samningum við útgefendur í Bretlandi, en samningar standa yfir við aðila í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum. Þegar er búið að selja bókina í nokkrum þúsundum eintaka í Bretlandi. Textann í „Fákum" skrifar Sigurður A. Magnússon, en í bókinni eru 90 litmyndir. Bókin spannar allt frá forneskju og fram á okkar tíma. Ljósmyndirnar eru teknar af ýmsum ljósmyndurum og meðal þeirra var einn sérstak- lega ráðinn til að mynda íslenzka hestinn við ólíklegustu aðstæður. Magnús Magnússon, rektor Edin- borgarháskóla, skrifar bókina um ísland, en formáli er eftir Halldór Laxness. Ljósmyndari bókarinnar er bandarískur, John McCurdy að nafni. Bækurnar eru báðar prentaðar á Ítalíu, en prentverð þar er með því lægsta sem gerist í Evrópu. Bækurnar eru hins vegar báðar settar hér á landi. Haraldur Hamar eða Iceland Review og Almenna bókafélagið hafa undan- farin ár sótt bókasýningu í Frankfurt á hverju hausti fyrir milligöngu Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Frá samningum á fyrrnefndum bókum var að nokkru leyti gengið á sýningunni þar í haust. Þess má að lokum geta að Surtseyjarbók AB var seld í 30 þúsund eintökum á erlendum markaði á 4 tungumálum fyrir nokkrum árum. Davíð Sch. Thorsteinsson um stríð verðlagsnefndar og ríkisstjórnar: Ríkisstjómin lofar lausn um helgina SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun viðskiptaráðherra hafa farið fram á það við Guðmund J. Guðmundsson, formann Verkamannasambands Islands, að hann reyndi að koma á sættum milli ríkisstjórnarinnar og verðlagsnefndar í máli gosdrykkja- og smjörlíkisverksmiðjanna, en eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær cr deilan komin á það stig, að fulltrúar ASÍ eru komnir á fremsta hlunn með að segja af sér í verðlagsnefnd. Morgunblaðið bar þetta undir Guðmund J. Guðmundsson í gær og neitaði hann því eindregið, að hann hefði tekið að sér sáttastörf í málinu. Hins vegar sagði hann, að margir hefðu rætt við sig um þessi mál, eins og eflaust hefði verið gert við fjölmarga. Málið var til umræðu á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun. Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, sagði við Morgunblaðið eftir fundinn: „Við ræddum þetta mál í ríkisstjórninni í morgun og varð niðurstaðan sú, að mér og Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráðherra var falið að athuga málið nánar. Síðdegis ræddum við við forráðamenn Félags íslenzkra iðnrekenda og ég vona að lausn fáist áður en langt um líður,“ sagði Svavar Gestsson. Nú er farið að bera á skorti á gosdrykkjum og smjörlíki í verzlun- um. Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrek- enda, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að fulltrúar verksmiðj- anna hefðu verið boðaðir á fund ráðherranna tveggja í gær klukkan 13.30, þar sem ráðherrarnir hefðu skýrt frá hugmyndum sínum um lausn deilunnar. „Við tjáðum þeim, að við værum ekki aðilar að þessari deilu, þetta væri deila milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar- innar og að okkar mati yrði ríkis- stjórnin að ná samkomulági við fulltrúa ASÍ í verðlagsnefnd áður en 'nún ræddi við okkur.“ Davíð sagðist hafa haft samband við Svavar Gestsson síðar um daginn og tjáði hann honum þá, að ríkis- stjórnin ætlaði að leysa málið um helgina. Haft hefði verið samband við ákveðinn aðila innan ASI og honum falin frekari framkvæmd málsins. „Ríkisstjórnin hefur því lofað," sagði Davíð, „að málið yrði leyst um helgina og þar með verðum við leystir úr þeirri klípu, sem þetta slys hefur leitt okkur í. Verksmiðj- urnar, sem málið varðar, eru ekki i deilu við neinn aðila, en hér er atvinnuöryggi 500 manna í bráðri hættu. Því er þetta mál svo hrika- legt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.