Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 Styrkið og fegríð iíkamann Ný fjögurra vikna námskeiö hefjast 30. okt. FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi. MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun — mæling — holl ráó. SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13—22 í síma 83295. Sturtur — Ijós — gufuböö — kaffi — nudd Júdódeild Armanns Ármúla 32. Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur Okkar verð eru ekki tilboð N heldur árangur af r iy hagstæöum innkaupumM l.fl. nautahakk 10 kg. 16.700.- (1.670 pr.kg.) l.fl. nautahakk 5 kg. 8.750.- (1.750 pr.kg.) Nautagúllas 3 kg. 8.250.- (2.750 pr.kg.) Nautabuff 3 kg 9.960.- (3.320 pr.kj Kjúklingar 1.480 Hveiti 2X10 kg. 2.950.- Kaffi lÁ kg. aðeins 495.- Víðis kaffi alltaf (1.980 pr.kg.) nýmalað^gMHM^ Reyktur lax 1 kg. heil flök 5.500.- ^ 1 kg. bitar 5.900.-jS Tómatar 897.- pr.kg. Ekta hrossabjúgu kr. 980.- Pr kg Franskar kartöflur 1 kg. 960- STARMYRI 2 AUSTURSTRÆT117 Hella: UMF Hekla minnist 70 ára afmælisins Hellu — 25. október. UNGMENNAFÉLAGIÐ Hekla á Ranjíárvöllum minni.st 70 ára afmælis síns í Hellubíói nk. föstudagskvöld. Undirbúnings- fundur að stofnun félagsins var haldinn í Reyðarvatnsrétt 12. júní 1908. í fyrstu fundartferð félaxsins segirt „Fundinn setti Björn Guðmundsson. Fundar- stjóri kosinn Gunnar Sigurðsson og skrifari Elín Iljartardóttir. Borin var upp tillaga af Skúia Thorarensen um stofnun félags- ins og var hún samþykkt með 12 samhljóða atkvæðum.“ Félagið var síðan formlega stofnað að Keldum 26. júlí sama ár. Fyrsti formaður var Gunnar Sigurðsson frá Selalæk. Félagið hefur unnið að ýmsum framfaramálum og þó serstaklega á sviði íþróttamáia. Nú á þessu afmælisári tók félagið í notkun nýjan grasvöll á Rangárbökkum, sem félagsmenn og fleiri hafa nær eingöngu unnið að í sjálfboðaliðs- vinnu. Knattspyrnulið félagsins hefur að undanförnu leikið í þriðju deild og á síðasta ári varð lið félagsins Skarphéðinsmeistari, en leikmenn vinna margir í fjarlægð, m.a. í Sigöldu. Einnig hefur frjáls- íþróttafólk náð góðum árangri á héraðsmótum. I núverandi stjórn eru: Páll G. Björnsson, Hellu formaður, Bjarni Jónsson Selalæk, gjaldkeri og Jón I. Guðmundsson Hellu, ritari. — Jón. Djúpavogur: Búið að salta 4.600 tunnur síldar Djúpavogi — 25. október. HAUSTVEÐRÁTTAN hefur ver- ið góð hér um wlóðir og varla hægt að segja að frostnótt hafi komið, oft verið bjartviðri og úrkomuh'tið haust. Vegir hafa verið færir í allar áttir héðan. og tiltölulega góðir miðað við árstíma. Hér er búið að salta 4.600 tunnur af síld af þremur heima- bátum og nokkrum aðkomubátum. Það voru saltaðar um 700 tunnur í dag og nálægt 450 tunnur í gær. Síðustu dagana hafa bátarnir verið að fá síld hér skammt suður af Papey, og eru svo skammt undan landi að sjá má til þeirra úr landi. Ráðgert er að slátra hér á Djúpavogi um 15000 fjár, og slátrun hefur gengið nokkuð vel, en þó tefur það fyrir ýmsu í atvinnulífinu að frystihúsbygging- in hefur gengið verr en menn gerðu sér vonir um og alltof seint miðað við þau umsvif sem hér eru í útgerð og á fleiri sviðum. TÖluverð félagsstarfsemi er hér og er nú að fara af stað þegar dagarnir styttast. Kvenfélagið hefur hafið starfsemi sína, svo og Lionsklúbburinn. Ungmennafélag er hér og annast einkum dans- skemmtanir fyrir yngra fólkið. Grunnskóli er hér með 8 bekkj- um og tók til starfa 18. september. Við skólann starfa þrír fastir kennarar. Ætlunin var að fá þann fjórða til starfa en það hefur ekki tekizt ennþá. Ráðnir hafa verið þrír stundakennarar hér í þorpinu. Um síðustu helgi var haldinn hér fræðslufundur á vegum Kennara- háskóla Islands, og sóttu þennan fund 11 kenarar á svæðinu frá Stöðvarfirði og suður í Lón. Leiðbeinendur voru Karl Jeppesen og og Guðmundur Kristmundsson. Þessi fundur heppnaðist mjög vel og þeir sem fundinn sóttu töldu hann mjög gagnlegan og voru ánægðir með að fá svo góða leiðbeinendur frá Reykjavík. - I.S. Ólöf Kolbrún. Garðar, jón Og Krystyna á æfingu. Söngtónleikar i Skjólbrekku TÓNLEIKAR verða haldn- ir í Skjólbrekku laugar- dagskvöldið 29. október. Þátttakendur í tónleikum þessum eru ólöf Kolbrún Harðardóttir, Garðar Cortes, Krystyna Cortes og Jón Stefánsson. Auk laga eftir íslenzka og erlenda höfunda eru á efnis- skránni aríur og dúettar úr óperunum La Bohéme eftir Puccini og La Traviata eftir Verdi. Tón- leikarnir hefjast klukkan 21.00. Operuhlutverkin á efnisskránni eru unnin í samráði við ítölsku óperusöngkonuna Linu Pagliughi, en Olöf og Garðar voru bæði við nám hjá henni á Ítalíu síðastliðið sumar. Stendur til að listafólkið haldi t.ónleika víðar á landinu síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.