Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 15 Dollarakreppan magnast stöðugt London, 26. okt. — Reuter. DOLLARINN riðaði enn á alþjóðagjaldeyrismörkuðum og seldist enn lægra verði en nokkru sinni og neikvæð viðbrögð við áætlun Carters Veður víða um heim Akureyri 14 skýjað Amsterdam 14 skýjað Apena 21 heiðskírt Bertín 11 skýjað Rrilesel12 rigníng Chicago 15 skýjað Frankfurt 15 rigning Genf 10 poka Helsinki 4 heiöskírt Jóhannesarb. 12 skýjað Kaupmannah. 10 sólskin Lissabon 25 sólskin London 18 skýjað Los Angeles 23 skýjað Madríd 22 heiðskírt Malaga 21 léttskýjað Miami 27 skýjað Moskva 7 skýjað New York 16 skýjað Ósló 10 heiðskírt Palma, Mallorca 20 léttskýjað París 17 skýjað heykjavtk 10 súld Róm 11 heiðskírt Stokkhólmur 10 skýjað Tel Aviv 28 skýjað Tokyó 22 skýjað Vancouver 11 heiðskírt Vínarborg 13 skýjað ATHUGID: Upplýsingar um Palma og Malaga fást milli kl. 13 og 14.30 í kortadeild Veðurstofu Islands, sími: 86000. forseta um baráttu gegn verðbólgunni urðu stöðugt meira áberandi. Gull hækkaði að sama skapi í verði annan daginn í röð og var skráð á 233.70 dollara únsan í London. Verð dollarans lækkaði. í 1.7610 mörk í Frankfurt og í 178.50 yen í Tokyo. Hvort tveggja er algert met og verð dollarans gagnvart yeni hefur lækkað um helming á sjö árum. Dollarakreppan hefur staðið samfleytt síðan í fyrrahaust en versnaði til muna í gær þegar mikil óánægja fylgdi í kjölfar áætlunar Carters. Óánægjan staf- ar af því að áætluninni er ekki gert ráð fyrir skammtímaráð- stöfunum til þess að bjarga dollaranum. Áætlunin nær til langs tíma og hennar hefur verið beðið lengi. Dollarinn hefði lækkað jafnvel ennþá en raun varð á ef ekki hefði komið til geysimikill stuðningur frá seðlaþönkum Japana og Evrópuþjóða. Hins vegar fékk Carter í dag mikilvæga stuðningsyfirlýsingu frá bankastjóra bandaríska seðla- bankas, William Miller, sem sagði að áætlun Carters gerði ráð fyrir samstilltu og viðvarandi átaki til að berjast gegn verðbólgunni. Yfirlýsingin er talin mikilvæg vegna þes, að Carter verður að hafa góða samvinnu við seðla- bankann ef áætlunin á að bera árangur. Miller sagði, að ef verkalýðs- hreyfingin og kaupsýslumenn styddu áætlun Carters gæfist svigrúm til að uppræta verðbólg- Þetta gerðist 1973 — Gæzlusveitir SÞ koma til Kaíró til að koma á vopna- hléi. 1967 — Aldargömul landa- mæradeila Bandaríkjanna og Mexíkó leyst. 1966 — SÞ binda enda á umboðsstjórn Suður-Afríku í Suðvestur-Afríku. 1956 — Frakkar og Þjóðverjar semja um Saar. 1951 — Egyptar rifta banda- lagssamningi við Breta frá 1936 og samningi frá 1899 um Súdan. 1922 — íbúar Suður-Rhódesíu hafna sameiningu við Suður-Af- ríku í þjóðaratkvæðagreiðslu. 1911 — Þjóðverjar hörfa frá Póllandi. 1861 — Bretar innlima dem- antasvæðin við Kimberle.v, Suð- ur-Afríku. 1870 — Uppgjöf Frakka í Metz fyrir Prússum. 1857 — Herganga Garibaldis til Rómar hefst. 1806 — Napoleon tekur Berlín herskildi. 1789 — Tilraun Frakka til innrásar í Irland út um þúfur. 1676 — Zurawna-friðurinn: Tyrkir fá hluta Pódólíu og Úkraínu frá Pólverjum. 1651 — Bretar ná Limerick, írlandi, eftir iangt umsátur. 1523 — Árásarleiðangur Eng- lendinga í Frakklandi út um þúfur. Afmæli dagsins. Theodore Roosevelt, bandarískur forseti (1859-1919). Innlent. Halldóri Laxness veitt bókmenntaverðlaun Nóbels 1955. — Upptökudagur Guö- mundar biskups góða Arasonar 1315. — D. Hallgrímur Péturs- son 1671. — Síra Jón Halidórs- son í Hítardal 1736. — Þórður próf. Jónsson í Hítardal 1670. — Alþingisk^sningar (leiða til stofnunar íhaldsflokksins) 1923. — Flóðbylgja veldur stórtjóni norðanlands 1934. — Þrír farast í snjóflóð á Flateyri 1934. — F. Emil Jónsson 1902. Orð dagsins. Það sem við sjáum fer aðallega eftir því þvað það er sem við leitum aö — John Lubbock, enskur stjörnufræð- ingur (1803-1865). Ola Lllsten Falldin Olof Palme Eldhúsumrædur í sænska þinginu: Stjórn Ullstens vill hærri fjöl- skyldufrádrátt Stokkhólmi. 26. okt. 1978. Frá Önnu Bjarnadóttur, íréttaritara Mbl. ELDHÚSUMRÆÐUR hófust í sænska þinginu á miðvikudag með ræðum formanna flokk- anna. Síðan tóku aðrir þing- menn til máls, en búizt er við að 60—70 þingmenn taki þátt í umræðunum, sem standa fram á fimmtudagskvöld eða 24—26 tíma. Ola Ullsten, formaður Frjálslynda flokksins, hóf um- ræðurnar og flutti sína fyrstu almennu ræðu í þinginu sem forsætisráðherra. Ullsten gerði grein fyrir ráðstöfunum, sem stjórn hans vill gera til að auka atvinnu og tekjur í landinu, en tillögurnar verða lagðar fram í frumvarpi stjórnarinnar eftir nokkrar vik- ur. Ráðstafanirnar eru fóglnar í því að auka þá peninga, sem fólk hefur milli handanna. Stjórnin vill hækka fjölskyldufrádrátt um 240 s. kr. eða upp í 2.500 s. kr. á barn og fella niður skatt láglaunaðra örorku- og lífeyris- þega. Einnig vill stjórnin vísi- tölubinda skattstigann og setja þak á jaðarskattinn en ákvörðun um það verður tekin í samráði við verkalýðsfélögin. Stjórn Fálldins gerði frum- drög frumvarpsins og því er lítil andstaða gegn ráðstöfunum í borgarflokkunum og jafnaðar- menn hafa verið samþykkir þeim í stórum dráttum. Olof Palme, formaður Jafnaðar- mannaflokksins, sagði þó í ræðu sinni í gær, að fjölskyldufrá- drátturinn þyrfti að hækka um 500 s. kr. á barn. Umræður flokksformannanna snerust að miklu leyti um fall síðustu Stjórnar og stuðning við hina nýju. Palme sagðist vera samþykkur mörgu í ræðu Ull- stens en saknaði orða um atvinnuleysið. Palme sagði, að jafnaðarmenn væru tilbúnir að taka þátt í þeirri ábyrgð að stjórna landinu, en að flokkur- inn hefði engin loforð gefið um stuðning við stjórnina. Hann lofaði þó stuðningi flokksins við ráðstafanir sem minnka félags- legan mismun og ríkisskuldir. Palme veittist hart að Mið- flokknum og íhaldsflokknum. Af ræðu hans að dæma verður Miðflokkurinn höfuðand- stæðingur jafnaðarmanna í kosningunum í september á næsta ári. 1 ræðu sinni lagði Gösta Bohman, formaður íhalds- flokksins, áherzlu á þann mis- mun, sem er á borgaraflokkun- um og Jafnaðarmannaflokkn- um. Hann sagði, að íhalds- flokkurinn myndi styðja stjórn Frjálslynda flokksins, ef málefni hennar yrðu í anda borgaraflokkanna, sem fengu meirihluta í síðustu kosningum. Hins vegar yrði Ihaldsflokkur- inn í stjórnarandstöðu, ef stjórnin sæktist sífellt eftir stuðningi jafnaðarmanna. Thorbjörn Fálldin, formaður Miðflokksins, sagði um stjórnarslitin að innan Frjáls- lynda flokksins hefðu ætíð verið klíkur, sem stefndu að því að koma flokknum í þá stöðu sem hann hefur nú í sænskum stjórnmálum. En hann sagði, að vegna þess hversu örugg staða stjórnar Frjálslynda flokksins væri í þingjnu væri ekki rétt að flokkur eins og Miðflokkurinn væri í venjulegri stjórnarand- stöðu. Og því myndi flokkurinn dæma hvern málaflokk fyrir sig. Fálldin lét ekki uppi, hvernig flokkur hans mun greiða at- kvæði þegar skattafrumvarp stjórnarinnar veerður lagt fyrir þingið. Gallup: Fylgið streymir til Verkamannaflokksins Lundúnum — 26. okt. — Reuter Verkamannaflokkurinn yröi áfram við völd í Bret^ landi ef efnt yrði til þing- Enn safna Víetnamar liði við landamæri Kambódíu Washington, 26. október — AP. VÍETNAMAR hafa sent 10 til 15 þúsund manna liðsauka að landa- mærum Kambódíu, að þvi er áreiðanlegar heimildir í Washington herma. Þannig er áætlað að Víetnamar hafi samtals um 100 þúsund manna lið, sem er reiðubúið að láta kné fylgja kviði innan landamæranna, en megnið af þessu liði er enn sem komið er á víetnömsku landsvæði, enda þótt Víetnamar hafi á sínu valdi nokkur landamærasvæði og séu þar komnir inn f Kambódíu, samkvæmt sömu heimildum. Þurrkatímabil fer nú í hönd í Indókína, og telja stjórnmálaskýr- endur horfur á að Víetnamar séu að búa sig undir stórsókn gegn Kambódíuher á næstu vikum. Fæstir eru þeirrar skoðunar að Víetnamar hyggist halda langt inn í Kambódíu, heldur ætli þeir að útkljá með hervaldi ágreining þann, sem um langt skeið hefur ríkt um yfirráð yfir tilteknum landamærahéruðum. Víst er talið að Sovétstjórnin hafi á síðustu mánuðum sent upp undir þúsund tækni- og efnahagsmálaráðgjafa til Víetnams til viðbótar þeim þrjú þúsund, sem þar voru fyrir, en ekki er talið að sovézkum hernaðarráðgjöfum hafi fjölgað þar að ráði að undanförnu, að því er heimildarmenn innan banda- rísku leyniþjónustunnar telja. kosninga nú, að því er niður- stöður Gallupkönnunar gefa til kynna. Niðurstöðurnar benda til þess að fylgið hafi sópazt að Verkamanna- flokknum að undanförnu, og að flokkurinn hafi nú fimm og hálft prósent fram yfir íhaldsflokkinn, sem er helzti stjórnarandstöðuflokkurinn. í september benti skoðuna- könnun til þess að íhalds- flokkurinn stæði mun betur að vígi en Verkamannaflokk- urinn og mundi í kosningum fá nægilegt fylgi til að taka við stjórn landsins, en James Callaghan lýsti því þá yfir að engar kosningar yrðu haldn- ar að sinni, — Verkamanna- flokkurinn hefði ekki hugsað sér að gefast upp og renna af hólmi, heldur halda áfram baráttu sinni gegn verðbólg- unni. Telja má að þessi yfirlýsing forsætisráðherr- ans hafi miklu ráðið um úrslit Gallupkönnunarinnar nú. Af þeim, sem þátt tóku í könnuninni, styðja 66% launahækkanatakmörkun stjórnarinnar, um leið og sama hlutfall lýsir yfir andúð sinni á stefnu verkalýðs- félaga, sem krefjast meiri launahækkana en 5%, og 69% telja andstöðu verka- lýðsfélaganna við stjórnar- stefnuna í verðlags- og launa- málum „ósanngjarna". Aukakosningar fara fram í tveimur kjördæmum í dag. í báðum kjördæmunum vann Verkamannaflokkurinn sæti af íhaldsflokknum í síðustu kosningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.