Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 23 börnum og barnabörnum og sömu- leiðis eftirlifandi systkinum hans. Guð blessi minningu Sigurðar Arnasonar. Gísli G. Auðunsson. Ilúsavík. Með rökum má efalaust fullyrða að af öllum sjálfsögðum hlutum sé dauðinn í fremstu röð. Tilvist hans er hafin yfir ágreining. Koma hans eðlilegastur hlutur alls sem er, og mikil hamingja að geta tekið undir orð Hallgríms; Kom þú sæll þegar þú vilt. Eitt slíkt hamingjubarn hvarf okkur sjónum nú fyrir fáum dögum, yfir landamærin miklu sem við öll þokumst í átt til. Það var Sigurður Árnason frá Stóra- -Hrauni. Daginn sem hann kvaddi varð stór hópur fólks fátækari en áður, og fann um leið að einmitt þá varð of seint að greiða stóra þakkarskuld sem fyrir löngu var í gjalddaga. Sigurður Árnason fæddist inn í nóttlausa voraldarveröld júní- dagsins árið 1904. Hann var sonur séra Árna Þórarinssonar, þess stórmerka og landsfræga gáfu- manns og Elísabetar Sigurðar- dóttur, fallegrar konu hans, sem lengi verður minnst sakir sér- kennilegrar og frjórrar kímnigáfu, og sem komst góðu heilli til skila í börnum hennar og séra Árna, öllum. Þessi húmor var ríkur í þeim Skógarnessystkinum. Nær- tækt dæmi þar um er mér Magnús Sigurðsson frá Miklaholti, ferskur í hugsun með stálminni, ungur maður, 95 ára. Sigurður Árnason sleit sínum barna- og unglingsskóm að Stóra Hrauni, og rætur hans stóðu alla tíð djúpt í hrjóstrugu landslagi Kolbeinsstaðahrepps. Þær slitn- uðu aldrei, og milli hans og æskustöðvanna ríkti ætíð falslaus vinátta, þeirrar tegundar sem aðeins þróast þar sem báðir aðilar hafa mikið að þakka og hvorugur bregst hinum. Samfundir hans við þessar slóðir og fólk þess voru fleiri og tíðari en ég veit dæmi um við svipaðar aðstæður. Umhyggja hans fyrir byggðarlaginu og íbúum þess á sér tæpast hliðstæðu, og hún fór ekki í manngreinarálit. Nú hefur Sigurður Árnason dregið tjaldhæla sína úr jörðu. Og sem ég sit hér á dimmu haust- kvöldi og læt hugann reika í fylgd hans til baka liðna áratugi, er mér að líkindum í fyrsta skipti ljóst hversu stórt skarð var nú höggvið í þann fjölmenna hóp sem eg á margt að þakka. Þessi þakkar- skuld er snúin úr mörgum þáttum. Mér er efst í huga vakandi og óeigeingjörn umhyggja hans fyrir okkur hjónunum ásamt einskær- um elskulegheitum við börn okkar. Eg nefni frábæra og órjúfanlega vinátti hans við föður minn á einstæðingslegum æviferli hans. Eg man fjölmargar gleðistundir sem ekki gleymast og áttu rót sína í kímnigafu hans, þeirri er ég hef þegar nefnt, og entist honum til hinstu stundar. Fyrir fáeinum dögum tæpti hann lauslega að því við mig að e.t.v. mundi hann bráðlega kveðja fyrir fullt og allt. Eg maldaði örlítið í móinn. Þá brosti hann og sagði: nei annarsr eg hætti bara við það. Eg er svo lengri og skemmri tíma. Það var alltaf pláss fyrir börn hjá Söru. Árið 1947 færði hún manni sínum í afmælisgjöf 3ja vikna stúlku sem þaú tóku sem kjördótt- ur, Margréti, og það má segja að það hafi allt snúist í kringum litlu stúlkuna á Fálkagötu þar til að hræddur um að Landsvirkjunin verði þá lögð niður. Nú er hann samt farinn, og Landsvirkjunin verður sjálfsagt ekki lögð niður, þ.e.a.s. ekki sú landsvirkjun sem hann hafði í huga. En önnur landsvirkjun gæti verið í hættu. Það er sú landsvirkj- un sem Sigurður og Sigrún, hans ljúfi lífsförunautur, stofnuðu til hvarvetna þar sem þau komu við sögu. Landsvirkjun vináttu og hjálpsemi. Landsvirkjun gleði og elskulegheita. Við Hulda erum þakklát fyrir áð hafa fengið hlutdeild í þeirri landsvirkjun. Brostið hefur hljómfagur strengur í víðkunnri hörpu þeirra Stóra-Hraunssystkina. Hörpu ljúfmennsku og þeirrar sérstæðu glaðværðar sem gerir hversdaginn að hátíð. En ómur þessa strengs mun hljóma mér áfram. Kristján Benjamínsson. í dag er starfsfélagi okkar, Sigurður Árnason, bókari, kvadd- ur hinstu kveðju, en hann andaðist hinn 19. þ.m. á sjötugasta og fimmta aldursári sínu. Sigurður fæddist á Ytra Rauðamel í Eyja- hreppi hinn 15. júní 1904 og eru ættir hans þjóðkunnar. Með þess- um fáu línum viljum við votta minningu hins látna góðs manns getið. Sigurður Árnason varð einn af fyrstu starfsmönnum Landsvirkj- unar, er hann réðst til fyrirtækis- ins árið 1966. Áður hafði hann starfað hjá Rafmagsnveitu Reykjavíkur um tveggja áratuga skeið. Störf Sigurðar hjá Raf- magnsyeitunni og Landsvirkjun voru einkum á sviði bókhalds og starfsmannamála. Gegndi hann þeim öllum með mikilli prýði og kostgæfni á sínum langa starfs- ferli í þágu rafmagnsmála Reykja- víkur og landsbyggðarinnar. Okkur, sem áttum því láni að fagna að starfa með Sigurði, er þó efst í huga mannvinurinn Sigurður Árnason, sem vildi hvers manns vanda leysa, mátti ekkert aumt sjá og var ávallt reiðubúinn að hlaupa undir bagga með þeim, sem minna máttu sín. Margir samstarfsmenn og sveitungar Sigurðar standa því nú í þakkar- skuld við hann er hann hverfur okkur sýnum, fyrir alla hans greiðvikni og þann hlýhug, sem honum var í blóð borinn. Komu hér fram margir bestu mannkostir Sigurðar, sem gera hann okkur ógleymanlegan sem starfsfélaga í blíðu og stríðu. Ekki verður Sigurður Árnason- ar minnst án þess að í hugann konji æskustöðvar hans á Snæfellsnesi, sem hann unni svo mjög og voru honum ætíð hug- leiknar, en þangað reikaði hugur hans oft í hinni hversdagslegu önn. Var honum tíðrætt um menn og málefni á þessum slóðum, þar sem hann átti sín uppvaxtarár. Var unun að njóta frásagnar Sigurðar af þeim, því hann var gæddur fágætri frásagnargáfu. Sigurður Árnason var fyrsti heiðursfélagi Starfsmannafélags Landsvirkjunar og er það glöggt merki þeirra vinsælda og virðing- barnabörnin fóru að líta dagsins ljós, þá fóru þau að fara með afa og ömmu í sumarbústaðinn. Hópurinn stækkaði, Erla er gift á fjögur börn, Margrét er gift á tvö börn og nú í vor fæddust tvíburar og langamma fylgdist með þeim af sömu ánægju og öllum börnunum sem hún umgekkst. Fyrir réttum tveimur árum missti hún manninn sinn og þá var þrekið svo lítið að hún treysti sér ekki að fylgja honum síðasta spölinn. En gamla seiglan lét ekki að sér hæða, hún komst á fætur aftur og gat stundum heimsótt dæturnar og barnabörnin. Við sem kynntumst Söru þegar við giftumst dætrum hennar, þökkum henni þau ár sem við vorum ipeð henni og kveðjum hana með þakklæti. Blessuð gé minning hennar. Tengdasynir. ar, sem hann naut meðal starfs- fólks Landsvirkjunar. Sigurður var mjög félagslyndur maður og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hóp. Tók hann ríkan þátt í félagslífi starfsmanna Landsvirkj- unar og naut Starfsmannafélagið frumkvæðis hans og atorku í uppbyggingu félagslífs á sínum vegum. Nú er skarð fyrir skildi, en eftir lifir minningin um mikinn drengskaparmann, sem ekki mátti vamm sitt vita. Sú minning mun ávallt í heiðri höfð, huggun harmi gegn. Eiginkonu Sigurðar, frú Sigrúnu Pétursdóttur, og dætrum þeirra hjóna vottum við dýpstu samúð okkar. Guð blessi minningu Sigurðar og veiti fjölskyldu hans styrk. Samstarfsfólk. Afmœlis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á því. að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu mcð góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línuhili. Jófríður Jóhannes- dóttir — Minningarorð Fædd fi. nóvember 1907. Dáin 18. október 1978. Hún Fríða á Suðurgötunni, eins ög við hér í Hafnarfirði kölluðum hana, er dáin. Manni finnst oft, þegar einhver vinur eða vandamaður deyr, að lífið sé ekki annað en að heilsast og kveðjast og við erum í raun og veru öll förumenn á leið til sömu strandar. Þegar ég kynntist Fríðu fyrst var hún þegar orðin fullorðin kona. Bróðir hennar, Ragnar, og maðurinn minn hafa þekkst síðan þeir voru drengir hér í Hafnarfirði og einkum hafa þeir haft mikið samband síðustu 10 árin. Þannig kynntist ég Fríðu. Þótt ég þekki lítið til ættar hennar veit ég þó að hún var ein sex systkina og foreldrar þeirra voru hjónin Jóhannes Jónsson og Margrét Guðmundsdóttir, sem bjuggu á Hellu á Fellsströnd og þar fæddist Fríða. Hún fór átta ára gömul til vandalausra og ólst upp við kröpp kjör, eins og flest aldamótafólk varð að gera. Þegar á barnsaldri hófst erfiði vinnunnar og snemma fór Fríða í vinnumennsku eins og þá var títt. Hún trúlofaðist Gísla Jónssyni frá Akranesi 1930 og hófu þau búskap að Tungu í Hörðudal. Unnustann missti hún eftir skamma sambúð. Árið 1941 ræðst Fríða til þeirra hjóna Stefaníu Halldórsdóttur og Guðmundar Magnússonar, að Suðurgötu 45 í Hafnarfirði, þar sem þau höfðu búskap og mikla garðrækt. Eftir lát þeirra tekur Fríða við bústjórn hjá sonum þeirra, bræðrunum Helga og Kjartani, en Kjartan lést fyrir um það bil tveimur árum. Heimili þeirra annaðist Fríða af einstakri trúmennsku og myndarskap, dugnaður hennar og ósérhlífni voru einstök og vandvirknin eftir því. Það var raunar furðulegt hverju þessi fíngerða og granna kona gat afkastað og sama var hvað hún tók sér fyrir hendur, öll verk hennar voru jafnan unnin af sönnu listfengi.Fríða var ákaflega frændrækin og vinaföst. Stórgjöf- ul var hún þótt fátæk væri, því að mannkostum var hún rík, eins og sýnir sig, þegar hún á 53. aldursári tók 5 mánaða gamlan dreng af bróðurdóttur sinni og annaðist uppeldi hans síðan ásamt þeim bræðrunum Kjartani og Helga. Mikill er því missir þessa heimilis, er svo mikilhæf manneskja hverfur á braut, ekki síst missir hins 17 ára gamla fóstursonar. Eg votta honum og þeim öllum á Suðurgötu 45 samúð mína, svo og systkinum Fríðu, um leið og ég þakka vinsemd hennar við mig og mitt heimili og bið henni blessunar og fararheilla yfir móðuna miklu. Matthildur Matthíasdóttir. Fyrir börnin í Vörumarkaðinum Fatnaöur í glæsilegu Skór og vaöstígvél. Húsgögn í barnaherbergi. Playmobil leikföng. Dúkkur margar geröir, gullfallegar. Þroskaleikföng og önn- ur sterk leikföng. Leikkrókur fyrir börnin meöan pabbi og mamma versla. Vörumarkaðurinn hf. j Ármúla 1A urvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.