Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 27. OKTOBER 1978 1C Þjóðleikhúsió — Gestaleikur: Söng- og dans- flokkur frá. Tíbet Um þessar mundir eru liðin 25 ár frá stofnun Kínversk íslenska menningarfélagsins og í tilefni þess bauð félagið sönfí- og dansflokki frá Tíbet hingað til lands. F’Iokkurinn hefur að undan- förnu verið á sýningarferð um Norðurlönd og hefur hvarvetna hlotið frábærar móttökur. Á þriðjudagskvöldið sungu og dönsuðu listamennirnir sig inn í hjörtu íslenskra áhorfenda. Efnisskráin sem var að sjálf- sögðu byggð á tíbetskum þjóð- dönsum og söngvum var afar fjölbreytt og skemmtileg. í leikskrá er sagt frá því að stofnendur flokksins hafi um árabil safnað gömlum þjþðleg- um söngvum og dönsum og samið nýtt efni í hinum sérstaka tíbetska stíl. Tíbetskir dansar eru að mínu viti mjög frá- brugðnir þeim kínversku. Hafa þeir frekar orðið fyrir áhrifum af rússneskum dönsum. Margir dansana voru mjög keimlíkir þeim dönsum sem við sáum hjá ukrainska dansflokknum sem sótti okkur heim hér um daginn. Dansarnir eru frá hinum ýmsu héruðum Tíbet og túlka þeir ýmist góða uppskeru eða ham- ingjusamt líf fólks. Þeir eru ákaflega fallegir og fullir af gáska og kímni. Hápunktur sýningarinnar var síðasta atrið- ið, dans sem heitir Kornþresk- ing. Kom þar best í Ijós hversu góða þjálfun dansararnir hafa hlotið. Það sem einkenndi dans- ana og reyndar öll atriðin á efnisskránni var hin geislandi lífsgleði sem skein af andlitum listamannanna. Þar var ekkert gervibros að finna, allt kom beint frá þeirra innstu hjarta- rótum. Þetta var svo smitandi að maður var sjálfur farinn að geisla af gleði úti í áhorfenda- sal. Þá er komið að söngnum og hljóðfæraleiknum. Var bæði einsöngur og tvísöngur meðal atriða. Sungið var á kínversku og íslensku. Nýstárlegt var að heyra lag eins og Sprengisand sungið í kínverskum stíl og var mesta furða hvað söngvararnir náðu íslenska framburðinum og sungu þeir meir að segja blað- laust. Ekki treysti ég mér til að dæma um hvort var vel eða illa sungið en fyrir okkar vestrænu eyru virka raddirnar skerandi, sérstaklega kvenraddirnar. Lelkllst eftir IRMY TOFT Þá var leikið á hljóðfæri sem nefnast Cheng og Ehru. Cheng er griphljóðfæri og hljómar líkt og harpa. Þetta hljóðfæri var þekkt í Kína 400 f. Kr. Meðal laga sem leikin voru á Cheng var Máninn hátt í himni skín. Ekki var nú gott að greina lagið sjálft vegna tónaútflúrs en eigi að síður var mjög skemmtilegt að hlusta á tónlistina. Ehru er einnig mjög gamalt hljóðfæri og er í ætt við fiðlu. Er leikið með boga á það. Listamaðurinn lék forkunnarvel og framkallaði fagrán fuglasöng á hljóðfærið. Atriðinu lauk svo með hinum kunna varðeldasöng skáta Kveikjum eld sem auðvitað gerði stormandi lukku. Ekki má svo gleyma bambusflautuleikar- anum. Lék hann af mikilli tækni og snilli eldfjörug kínversk lög og endaði með laginu Fuglinn í fjörunni. Eins og títt er með austur- lenskum þjóðum eru búningar þeirra 'ákaflega fallegir og litríkir. Stungu þeir mjög í stúf við bakgrunnstjöldin sem máluð voru í mildum og fínum litum. Að sýningunni lokinni var listamönnunum fagnað lengi og innilega. Það voru þakklátir leikhúsgestir sem yfirgáfu Þjóð- leikhúsið þetta kvöld. Gegn karlræði Guðlaugur Arasoui ELDIIÚSMELLIJR Skáldsaga Mál og mcnning 1978 I Eldhúsmellum er sagt frá Önnu Dóru, konu á breytinga- skeiði, og Fanney sem er á þrítugsaldri. Margt annað fólk kemur við sögu, en það eru, konurnar tvær sem eru þunga- miðjan. Anna Dóra er skipstjórafrú á Seyðisfirði og hefur lifað fábrotnu lífi. Fanney er lífsreynd, hefur búið erlendis og drukkið í sig nýjar hugmyndir, ekki síst um hjúskap. Það er hún sem lýsir því yfir að níutíu og níu prósent af giftum konum á Islandi séu eldhúsmellur: „Við konurnar verðum að læra að líta á okkur sem sjálfstæðar mannverur sem lifað geta lífinu án karlmanna. Við erum óánægðar með þetta þjóðfélag sem karlmenn hafa búið til, og þess vegna er komið að okkur að sýna hvað við viljum. Við erum búnar að fá nóg af því að vera þjónustudýr karl- mannanna, þess vegna viljum við breyta þjóðfélaginu." í augum Fanneyjar getur mann- réttindabaráttan aldrei orðið ann- að en pólitísk og hana dreymir um sósíalískt þjóðfélag. Stjórnmála- ræður hennar, en þær eru margar í sögunni, eru reyndar litaðar af heimiliserjum Alþýðubandalags- ins, höfða einkum til þeirra sem eru í þeim flokki eða í námunda við hann. Satt að segja verða þær dálítið utangátta í sögunni og veikja hana. Fanney kemur á réttum tíma til Seyðisfjarðar. Anna Dóra er ósátt við Guðmund bónda sinn. Hann vill ekki leyfa henni að vinna úti. Hún á að hugsa um heimilið og bíða þess full eftirvæntingar að hann komi að landi. Guðmundur er einföld persónugerð og lýsing hans vekur óhug lesandans. Þegar kona hans vill ræða við hann vandamál þeirra beggja er svar hans að nauðga henni eða mis- þyrma. Menn á borð við Guðmund eru án efa til, en í sögunni er hann fyrst og fremst táknmynd, skortir flesta mannlega drætti. Vinátta þeirra Önnu Dóru og Fanneyjar breytist í lesbískt ástarsamband. Lýsing þess hvernig Anna Dóra verður meðvit- eftir JÓHANN HJÁLMARSSON uð um tilfinningar sínar gagnvart Fanneyju er vel gerð og eiginlega það sem mesta athygli vekur í Eldhúsmellum. Guðlaugur Arason gætir hófs í lýsingu sinni á tilfinningum kvennanna tveggja og honum auðnast að gera ást þeirra eðlilega innan marka sög- unnar. Önnu Dóru opnast ný veröld við kynnin af Fanneyju og hún er þess megnug að bjóða bónda sínum og umhverfinu byrg- lnn' Innst inni er hún kona sem hefur mikið að gefa öðrum þótt hún sé eflaust ekki reiðubúin til að fara á eftir Fanneyju suður og hefja kommúnulíf sankvæmt danskri uppskrift. Höfundurinn skilur hana líka eftir í óvissu. Jafnvel hér Jón frá Pálmholtii' VINDURINN HVÍLIST ALDREI. Bjarni Ragnar myndskreytti. Lystræninginn 1978. Ljóðaflokkur Jóns frá Pálm- holti, Vorkvöld í miðborg Reykja- víkur, endar á þessu erindi: uppúr Köturykinu sprettur fram tún og vfras 1 sumarvindi léttar bárur um nótt minn forni staður en hílarnir vekja enn einu sinni til hug-sunar jafnvel hér á malbikinu Króa minniniíar okkar sveitamanna. Mynd Jóns frá Pálmholti af Reykjavík er rómantísk og drevm- andi engu síður en minning hans um lífið í norðlenskri sveit. En heimþrá, söknuður, verður honum tíðum að yrkisefni. Liðin bernska er treguð í angurværum ljóðum. Jón yrkir nú mun háttbundnari ljóð en áður og líkingar hans eru í Jón frá Pálmholti fastari skorðum en venjulega. Þ; er í rauninni stuttur spölur yfir hefðbundinn skáldskap hjá Jór Guðlaugur Arason Lesandinn fær tækifæri til að ráða gátuna um framtíð hennar. Einn best skrifaði kaflinn í sögunni gerist í saumaklúbbi. Konurnar gerast drukknar og eftir því opinskáar. Tal þeirra og hegðun verður til að undirstrika skoðanir Fanneyjar á karlræðinu. Eldhúsmellur er skáldsaga sem vill afhjúpa, fá fólk til að hugsa sig um, ef til vill öðlast ný viðhorf. Umræða sögunnar er ekki splunkuný þegar litið er á allar þær bókmenntir og blaðaskrif um stööu konunnar sem séð hafa dagsins ljós á undanförnum árum. Mest um vert þykir mér að sagan er skrifuð af töluverðri íþrótt. Atburðarás er til dæmis hröð, samtöl lifandi. Engum ætti að leiðast lestur sögunnar. Sé það haft í huga sem Guðlaugur Arason hefur áður skrifað er þessi bók mikil framför. Hann fæst við að lýsa veruleik sem við þekkjum og með örfáum undantekningum tekst honum að gera það á sannfærandi hátt. á malbikinu Hann leikur sér að formi eins og til dæmis í ljóðaflokknum Róðri: líður á daninn hér á þóftunni líður á hann daKÍnn róið er þó um reikulann sjó ok fjarlætrur heimahaKÍnn. í upphafsljóði bókarinnar, Eftir Þorstein, er sagt frá því þegar vorar í dal með svo algengum hætti að ekki vekur áhuga lesar- ans, það sem vakti athygli í skáldskap Jóns frá Pálmholti í lok sjötta áratugar voru óvæntar myndir, jafnvel fjarstæðukennd hugmyndatengsl. En eins konar gylling sveitalífs hefur verið áberandi i skáldskap Jóns. Hann hefur líkt og Þorsteinn Valdimars- son horft í leiðslu á landslagið, andað að sér ilmi lyngs og numið klið náttúrunnar. Ljóðin í Vindur- inn hvílist aldrei eru sum ort af nokkurri íþrótt og hófstilling er áberandi í þeim. En það sem lesandinn saknar eru nýstárleg tök á yrkisefnum. Vel getur verið að Jón frá Pálmholti hafi fundið sjálfan sig í Vindurinn hvílist aldrei. Honum lætur ef til vill best að yrkja í hefðbundnum anda um það sem löngum hefur verið íslenskum skáldum yrkisefni. Innan um myndir hans úr náttúrunni veru á víð og dreif siðrænar athugasemd- ir eins og: „Mig tekur sárt að til eru/ menn sem vita ekki/ að þeir lifa“. Og: „hvaðan kemur okkur vald/ til að syngja og drepa“. En fyrir þessu fer lítið í samanburði við bækurnar Blóm við gangstíg- inn (1967) og Undir hamrin- um(1973). I Vindurinn hvílist aldrei eru vel orðuð erindi og margt í bókinni vekur grun um að skáldið geti gert betur. Lokaerindi Róðurs er til dæmis fallegur skáldskapur: daKUr er liðinn hér I úthöfum daKurinn loks er liðinn fór ók í róður OK réri hljóður inní ölduniðinn í bókinni eru nokkrar skemmti- legar teikningar eftir Bjarna Ragnar, einkum er forsíðumyndin athyglisverð, en hún er skreyting við Reykjavíkurljóð bókarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.