Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 31 • Mark Mitchell var öruggur sigurvegari á Víkingsmót- inu. Myndi — gg. Samveldismeistarinn veiktist en varamað- urinn vann örugglega EKKERT varö úr því aö samveldismeistarinn Alan Hydes kæmi til leiks á borötennismóti VíkinKs, sem fram fór í fyrrakvöld. Kappinn veiktist skyndilega, en í stað hans kom Mark nokkur Mitchell, sem að sögn er meðal fremstu borðtennisleikara á Bretlandseyjum. Mitchell vann mótið örugglega, en 16 manns tóku þátt og var mótið með útsláttarfyrirkomulagi. I undanúrslitunum vann Stefán Konráðsson og Tómas Guðjónsson með 3 leikjum gegn 2 og var keppni þeirra jöfn og spennandi. I hinum leiknum vann Mark Mitchell Gunnar Finnbjörnsson nokkuð örugglega, en sýndi þó enga sérstaka yfirburði. Mitchell vann síðan Stefán Konráðsson í úrsiitaleiknum 21—4, 21—14 og 21—12. í fyrstu 2 umferðunum vann Mitchell þá Gunnar Pálsson og Kristján Jónasson með allmiklum yfirburðum. Var erlendi gesturinn óumdeilanlega vel að sigri sínum kominn, en íslensku keppendurnir stóðu sig hins vegar með mikilli prýði. -SK. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ t ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Næsta lands- mót á Akureyri ALLAR horfur eru nú á því, að næsta landsmót UMFÍ verði haldið á Akureyri árið 1981, en síðasta mótið var á Selfossi á síðastliðnu sumri. Ungmennafélag Eyjafjarðar iagði fram bréf á bæjarráðsfundi fyrir skömmu þar sem lýst var áhuga félagsins að halda mótið þar nyrðra. í kjölfarið á því kom orðsending frá formanni ÍBA þess eðlis að íþróttafélögin í bænum væru hlynnt mótshaldinu á Akureyri og samþykki þeirra lægi fyrir. Undirbúningsvinna mun líklega vera hafin af fuilum krafti. Kirbyáfram — VH) ERUM að loka reikningum okkar þessa dagana og því næst iiggur fyrir að taka fyrir endurráðningu George Kirby fyrir næsta keppnistímabil. Við höfum allan hug á að ráða Kirby áfram og við sjáum enga annmarka á því að það megi takast. sagði Gunnar Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar ÍA í stuttu spjalli í ga*r. Kirby hefur verið þjálfari IA siðustu árin og hefur hann náð fráhærum árangri með liðið eins og kunnugt er. Er það mái margra. að hann sé besti erlendi þjálfarinn sem starfað hefur hér á landi í knattspyrnunni. -gK. Handbolti á öll- um vígstöðvum ÞRÍR leikir fara fram í íslandsmótinu í handbolta í kvöld, 2 í íþróttahúsinu í Hafnarfirði og sá þriðji í Asgarði í Garðabæ. í Hafnarfirði hefst klukkan 20.00 leikur Víkings og FH í 1. deild kvenna og þegar þeim leik lýkur mætast lið FII og Fylkis í fyrstu deild karla. Leikurinn í Ásgarði hefst klukkan 20.30 og er milli tveggja iiða, sem líkleg eru til að blanda sér f baráttuna um toppsætin í 2. deild. Stjörnunnar og KA írá Akureyri. Heimsmet í maraþon Norska stúlkan Grete Waitz setti nýtt heimsmet kvenna í maraþonhlaupi á sunnudaginn. Hljóp hún á 2:32,29,8 klst. í New York maraþoninu. Fyrra heimsmet átti Christa Vahlensieck frá Vestur-Þýzkalandi, en það var 2:34,48 klst. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Njarðvíkingar lögðustúdenta NJARÐVÍKINGUM tókst að vinna sigur á liði stúdenta í Kennaraháskólanum í gærkvöldi eftir afar skcmmtilega og spennandi viðureign. Var það ekki fyrr en á lokamínútum leiksins, að Njarðvíkingar náðu þeirra forystu, sem dugði þeim til sigurs. Leiknum lyktaði með 7 stiga sigri þeirra, 102—109, en staðan í hálfleik var jöfn, 54—54. Mikil barátta var í byrjun leiksins og greinilegt á öllu, að leikmenn beggja liða ætluðu sér ekkert annað en sigur. Njarð- víkingar þó greinilega öllu frísk- ari, enda þyrstir eftir sigri, eftir að hafa tapað stórt fyrir KR um síðustu helgi. Skiptust liðin á um nokkurra stiga forskot allan hálfleikinn, án þess þó, að öðru liðinu tækist að ná afgerandi forskoti. Eins og áður segir var staðan í hálfleik jöfn, 54—54. í síðari hálfleik var sami hraðinn og baráttan uppi á teningnum. Undir lok leiksins tóku Njarðvík- ingar mikinn kipp, sem nægði þeim til sigurs. Njarðvíkingar voru vissulega vel að þessum sigri komnir. Var nú allur annar bragur á leik þeirra en gegn KR um síðustu helgi. í fyrri hálfleik komu flestar körfur þeirra upp úr hraðaupphlaupum og var þar fremstur í flokki Þorsteinn Bjarnason. Einnig átti Ted Bee O’Leary og Brady á förum? Á Bretlandseyjum telja marg- ir, að Dave O’Leary sé besti miðvörðurinn sem þar leikur og þótt víðar væri leitað. Og hann er lykilmaður í liði Arsenal og landsliðsmaður með írska lýð- veldinu. En Arsenal mun að öllum líkindum verða að sjá af þessum frábæra varnarmanni næsta keppnistímabil. Samning- ur hans rennur út í lok þessa keppnistímabils og hann hefur þegar lýst því yfir, að hann muni ekki undirrita nýjan hjá félaginu. O’Leary hefur sagt að sinn draumur sé að leika með toppliði í Evrópu, helst í Hollandi, Vestur-Þýskalandi eða Spáni, og á þeim vígstöðvum ætlar hann að leita sér að nýju félagi. Þá gengur það fjöilunum hærra í Englandi að félag hans hjá Arsenal, Liam Brady, hafi mikinn hug á að fara sömu leið. skínandi góðan leik og fellur greinilega vel inn í liðið. Er Ted þessi auðsjáanlega mjög fjölhæf- ur leikmaður. í sókn leikur hann í stöðu bakvarðar, en í vörninni gætti hann hæsta leikmanns stúdenta, Bjarna Gunnars Sveinssonar, og gerði hvort tveggja vel. Geir Þorsteinsson er mikill vinnuhestur og lætur aldrei deigan síga, þó ekki blási byrlega. í heild áttu Njarðvíking- ar allir góðan leik og hlýtur sigur þessi að vera þeim gott vegarnesi í þeirri baráttu, sem framundan er. Elnkunnagjöfln ÍS. Bjarni Gunnar Sveinsson 2. Ingi Stefánsson 2, Jón Héðins- son 2, Jón Oddsson 1. Steinn Sveinsson 2, Þorleifur Guðmundsson 1. UMFNi Árni Lárussson 2, Brynjar Sigmundsson 2, Geir Þorsteinsson 3, Guðjón Þorsteinsson 1. Guðsteinn Ingimarsson 2, Gunnar Þorvarðarson 3, Jón Matthías- son 2. Júlíus Valgcirsson 2, Þorsteinn Bjarnason 3. Ekki er ég fyllilega sáttur við lið stúdenta þessa stundina. Sem fyrr er það Dirk Dunbar sem allt snýst um og þó að snilli hans virðist lítil takmörk sett, þá vinnur hann ekki leiki upp á eigin spýtur. Var það fyrst og fremst einstaklingsframtak hans, sem olli því, að Njarðvíkingar náðu ekki að hrista stúdenta af sér. Leikmenn eins og Bjarni Gunnar og Jón Héðinsson sjást varla langtímum saman, menn sem hafa verið máttarstólpar IS-liðs- ins á undanförnum árum. Stigin fyrir ÍS: Dunbar 55, Bjarni Gunnar og Ingi Stefáns- son 12 hvor, Jón Héðinsson 9, Steinn Sveinsson 8 og Jón Odds- son 6. Stigin fyrir UMFN: Ted Bee 29, Þorsteinn Bjarnason 23, Gunnar Þorvarðarson 16, Geir Þorsteins- son 14, Árni Lárusson 8, Jón Matthíassön 7, Brynjar Sig- mundsson, Guðsteinn Ingimars- son og Jón Matthíasson 4 hver. Dómarar voru Erlendur Eysteinsson og Jón Otti Ólafsson og dæmdu þeir sæmilega. Rúmenar Tvöfalt hjá Þrótturum unnu RÚMENAR unnu góðan sigur, 3—2 gegn Júgó- slövum í landsleik í knattspyrnu, en leikur- inn var liður í Evrópu- keppni landsliða og þjóð- irnar leika báðar í 3. riðli. Júgóslavar höfðu forystu í hálfleik 1-0. Leikurinn var ávallt opinn og spennandi og bæði liðin hugs- uðu meira um sóknarleikinn en vörnina. Petrovic náði foryst- unni fyrir Slavana, með marki úr vítaspyrnu á 22. mínútu, en tvö mörk frá Sames á 62. og 69. mínútu sneru leiknum heima- mönnum í hag. Iordanescue bætti þriðja markinu við skömmu síðar, en annað mark Júgóslava skoraði Desniva úr vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins. ÞRÓTTUR varð Reykja- víkurmeistari bæði í karla- og kvennaflokki í blaki, en úrslitaleikirnir fóru fram á mánudaginn var. í karlafk>kki unni Þróttarar lið ÍS með 3 hrinum gegn engri, tölurnar 15—8, 15—12 og 15—11. í kvennaflokki var einnig um úrslitaleik milli Þróttar og ÍS að ræða og vann Þróttur með 3 hrin- um gegn einni, tölurnar 13-15, 15-3, 18-16 og 17-15. Standard tap- aði á heimavelli IIEIL umferð var Icikin í belgfsku deildakeppninni f gærkvöldi og urðu úrslit sem hér segin Molenbeek — Lokeren 0—0 Beveren — Anderlecht 2—1 FC Brugge — FC Liege 2—1 Waterschei — Waregem 1—0 La Louviere — Antwerp 0—2 Lierse — Beringen 2—1 Kortrijk — Charleroi 0—0 Standard — Winterslag 0—1 Berchem — Beerschot 2—2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.