Morgunblaðið - 27.10.1978, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978
Sigurður Arnason frá
Stóra-Hrauni - Mmning
Fa'ddur 15. júní 1901
Dáinn 19. október 1978
Mikill öðlingur og mannkosta-
maður er horfinn sjónum.
Sigurður Árnason átti ekki
langt að sækja þá eðliskosti, sem í
honum bjuggu. Foreldrar hans
voru hinn nafntogaði klerkur, síra
Árni Þórarinsson á Stóra-Hrauni í
Snæfells- og Hnappadalssýslu, og
merkiskonan Elísabet Sigurðar-
(ióttir.
Sigurður fæddist 15. júní 1904
og var því 74 ára, þegar hann féll
frá. í æsku stundaði hann ýmis
almenn störf, en um 30 ára skeið,
eða frá fertugsaldri, vann hann
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur,
Sogsvirkjun og Landsvirkjun.
Leysti hann öll störf sín af hendi
með alúð og samvizkusemi. Hann
var félagslyndur og ósérhlífinn, og
vinsæll meðal starfsfélaga, enda
gerði Starfsmannafélag Lands-
virkjunar hann að heiðursfélaga.
í Snæfellingafélaginu starfaði
Sigurður mikið, sat í stjórn þess og
var einnig heiðursfélagi þar.
I kosningaundirbúningi á
Snæfellsnesi haustið 1942, kynnt-
ist ég Sigurði Árnasyni fyrst að
ráði. Annan eins áróðursmeistara
í samtölum hafði ég aldrei fyrir
hitt. Vettvangur hans var ekki
ræðustóll á mannfundum, en í
viðtölum átti hann engan sinn
líka. Hann þekkti hvert manns-
barn í Hnappadalssýslu og á
Skógarströnd, og þorra manna
annars staðar á Snæfellsnesi.
Hann vissi gerla, af meðfæddum
næmleik, hver voru hugðarefni
hvers og eins og kunni að haga svo
orðum, að ekki varð betur gert.
Eitt' dæmi nefrii ég af ‘ótal
mörgum. Eg var þá prófessor við
lagadeild háskólans. Sigurður hitti
bónda einn að máli, sem hann
vissi, að bar alveg sérstaka
virðingu fyrir sýslumönnum. Þeg-
ar Sigurður mæiti með því við
bónda, að hann kysi Gunnar
Thoroddsen, spurði bóndi, hvað
hann gerði þessi Gunnar. „Hann
kennir sýslumönnum," svaraði
Sigurður. Það hreif. Slíkan mann
hlyti hann að kjósa, sem væri
kennari sýslumanna.
I þessari hörðu kosningabar-
áttu, sem Sigurður tók virkan þátt
í, vissi enginn maður til þess, að
Sigurður mæiti misjafnt orð um
nokkurn mann. Enda var slíkt
andstætt eðli hans, svo rík sem
góðvild og drengskapur voru í fari
hans.
Sigurður var eins og faðir hans
gæddur fágætri frásagnargáfu.
Hann var sjór af sögum. Engum
manni gat leiðst í návist hans.
Hjartahlýja, hjálpsemi og gest-
risni einkenndu Sigurð Árnason.
Þeir eru ótaldir Snæfellingarnir,
sem notið hafa þar góðs af. Og hin
ágæta eiginkona Sigurðar og
lífsförunautur í nær 40 ár, Sigrún
Pétursdóttir, var honum samhent í
þessu sem öðru. Ég sendi Sigrúnu,
dætrunum og öðrum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur, þegar
hinn mikli mannkostamaður
hverfur nú sjónum þeirra um
stund.
Gunnar Thoroddsen.
I dag fer fram útför vinar míns
og frænda Sigurðar Árnasonar frá
Stóra-Hrauni, eins af sonum frú
Elísabetar Sigurðardóttur og
Árna prófasts Þórarinssonar.
Það er með ólíkindum hvað
Sigurður komst yfir í góðverkum
og hjálpsemi við aðra. Engan hef
ég þekkt um ævina slíkan. Honum
á ég og fjölskylda mín mikið að
þakka. Sigurður var alls staðar
nálægur ef á þurfti að halda.
Heimili hans og konu hans frú
Sigrúnar Pétursdóttur var miðstöð
hjálpseminnar.
Fyrir allt þetta þökkum við og
biðjum honum og fjölskyldu hans
Guðs blessunar.
Árni Kristjánsson.
„IIAn fer aA ensu ÓA,
er öllum mönnum xóA.
ok vinnur verk sín hljóA.
Sumir skrífa í öskuna.
öll sín bestu IjóA."
Þessar ljóðlínur úr ljóði Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi, lýsa
best í stuttu máli hvernig ömmu-
bróðir okkar Sigurður Árnason frá
Stóra-Hrauni, var. Þau voru ófá
sporin, sem Siggi frændi fór fyrir
okkur, — og þau spor voru aldrei
talin. Ef upp komu erfiðleikar eða
vandamál, var alltaf fyrsta
hugsunin að leita til Sigga frænda,
því að hann átti svar við öllu, og í
hjarta hans var alltaf nóg rúm
fyrir litlu frænkurnar.
Er við í dag fylgjum Sigga
frænda hinsta spölinn, viljum við
þakka honum allt hið óteljandi,
sem hann gerði fyrir okkur. Það
var svo oft erfitt að þakka Sigga
með orðum, en við vonum að hann
hafi alltaf vitað að við mátum
mikils öll hans góðu verk. — Stórt
skarð hefur verið höggvið í hóp
ástvina, og það skarð verður erfitt
að fylla, því að betri mann og
meiri mannvin en Sigga er erfitt
að finna.
Við biðjum algóðan Guð að
styrkja Rúnu, dæturnar og alla
ástvini í þeirra mikla missi.
Drottinn blessi minningu
Sigurðar Árnasonar.
Elísabet, Ingunn og Anna
Kristine.
Sigurður Árnason, Stórholti 32 í
Reykjavík, frá Stórahrauni á
Snæfellsnesi, lézt þann 19. þ.m., 74
ára að aldri. Hann verður
jarðsunginn frá Fossvogs-
kapellunni kl. 3 í dag.
Með Sigurði er horfinn einn sá
mætasti maður sem ég hef kynnst
á lífsleiðinni.
Sigurður Árnason var fæddur á
Rauðamel í Eyjahreþpi í Hnappa-
dal þann 15. júní 1904. Foreldrar
hans voru hinn landsþekkti
prófastur Árni Þórarinsson frá
Götu í Hrunamannahreppi, sonur
Þórarins Árnasonar bónda og
garðyrkjumanns í Götu og konu
hans, Ingunnar Magnúsdóttur.
Móðir Sigurðar var Anna María
Elísabet Sigurðardóttir frá Syðra-
-Skógarnesi í Miklaholtshreppi á
Snæfellsnesi. Foreldrar hennar
voru Sigurður Kristjánsson bóndi í
Syðra-Skógarnesi og kona hans
Guðríður Magnúsdóttir.
Sigurður var sjötti í röðinni af
ellefu börnum prófastshjónanna.
Þegar hann var þriggja ára
gamall, fluttist fjölskyldan að
Stórahrauni í Kolbeinsstaðahreppi
og kenndi séra Árni sig við þann
stað upp frá því. Sú hefur einnig
orðið raunin með Sigurð og öll
hans systkini.
Sigurður ólst upp á stóru
heimili, þar sem margt var vinnu-
hjúa, systkinahópurinn stór og
auk þess mjög gestkvæmt. Jörðin
var stór og erfið. Margbreytileiki
mikill frá náttúrunnar hendi.
Löngufjörur liggja undan landi
Stórahrauns með grösugum eyj-
um. Þar er unaðsreitur. Fuglalíf
var mikið og þar var æðarvarp. Þá
hefur alla tíð verið mikið um sel á
Löngufjörum. Fáir staðir munu
vera skemmtilegri til útreiða, enda
varð Sigurður mikill hestamaður.
Stórahraun er við ósa Haffjarðar-
ár og á land að henni. Þar er því
bæði lax- og silungsveiði. Eldborg-
in ris í austri í tæplega 5 km
fjarlægð og inn til landsins er
Hnappadalurinn með sínum fjöl-
mörgu náttúruundrum og tígul-
legum fjallahring. Umhverfið allt
var því mjög vekjandi og hvetjandi
en um leið krefjandi, ef nýta átti
landsins gögn og gæði. Slíkar
aðstæður í uppvexti marka sín
spor og Sigurður og systkini hans
báru þess enda glöggt vitni.
Sigurður var heima á Stóra-
hrauni á sumrin allt til þrítugs-
aldurs og átti þar lögheimili allt
þar til hann stofnaði heimili 1939.
Strax í æsku gekk hann til allra
þeirra starfa, sem þroski og burðir
leyfðu, eins og ávalt hefur tíðkast
til sveita. Eins og áður er getið
hafðj hann mikið yndi af hestum
og m.a. þess vegna féll það fyrst og
fremst í hans hlut að sjá um
aðdrætti frá Borgarnesi fyrir
Stórahraunsheimilið. Að vetrar:
lagi voru þetta oft erfið ferðalög. I
fyrstu var eingöngu farið á
klyfjahestum, en eftir að kerru-
vegur komst á til Borgarness, var
yfirleitt farið á hestakerrum.
Milli tvitugs og þrítugs fór hann
að sækja vinnu að heiman og var
t.d. í síldarverksmiðjum á Djúpu-
vík og Siglufirði. Hann hóf störf í
Dósaverksmiðjunni í Rvk. við
stofnun þess fyrirtækis í kringum
1938 og vann þar óslitið til 1943, en
þá gerðist hann skrifstofumaður
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Hann varð síðar bókari hjá því
fyrirtæki og starfaði þar óslitið
þar til Landsvirkjun var stofnuð,
fluttist þá yfir til hennar. Starfaði
þar síöan óslitið sem bókari þar til
kraftar þurru á s.l. vori.
Þegar Sigurður var 25 ára varð
hann heitbundinn stúlku, Kristínu
Markúsdóttur. Þau eignuðust eina
dóttur, Huldu. Kristín lézt
skömmu síðar. Hún var systur-
dóttir Halls Hallssonar tannlækn-
is og tók Hallur og kona hans,
Amalía Skúladóttir ,Huldu litlu að
sér og ólu hana upp. Þau ættleiddu
hana síðar.
Þegar Sigurður var 35 ára
gamall, eða 24. júní 1939, giftist
hann eftirlifandi konu sinni
Sigrúnu Pétursdóttur úr Reykja-
vík. Hún var dóttir hjónanna
Péturs Péturssonar og Jódísar
Tómasdóttur. Pétur starfaði
lengst af sem vatnsmaður, eins og
það var kallað, við Reykjavíkur-
höfn. Ungu hjónin byrjuðu
búskapinn í heimili með foreldrum
Sigrúnar að Laugavegi 145, en
stofnuðu fljótlega sitt eigið
heimili. 1944 fluttu þau svo í nýja
eigin íbúð í Stórholti 32 og hafa
búið þar alla tíð síðan.
Sigurður og Sigrún voru ein af
þeim sem hjónabandið færði
aukna lífshamingju, enda sat þar
ekki eigingirnin í fyrirrúmi. Þar
ríkti einlægni og umhyggja og
sönn ást. Þar var ekki auður í
garði i veraldlegum skilningi, en
andlegur auður því meiri. Sigurði
og Sigrúnu varð fjögurra barna
auðið. Þau máttu þola þá reynslu
að tvö barnanna létust í fæðingu.
Annað þeirra var frumburðurinn,
drengur, fæddur 1940. Hitt var
stúlka fædd 1946. Auk þess
eignuðust þau tvær dætur sem
báðar eru á lífi. Þær eru Anna
Maria Elisabet fædd 1942 og Jódís
fædd 1949.
Dæturnar eru allar giftar og eru
barnabörnin orðin 10. Hulda er
gift Björgvin Salómonssyni skóla-
stjóra að Ketilsstöðum í Mýrdal og
eigá þau fjóra synþ Elísabet er gift
Olafi Ottósyni, sem nýverið hefur
tekið við starfi forstöðumanns
vistheimilisins að Kvíabryggju.
Þeirra börn eru þrjú, tvær stúlkur
og einn drengur. Jódís er gift
Eysteini Jónassyni kennara við
Laugagerðisskóla í Eyjahreppi.
Þau eiga dreng og stúlku, en auk
þess eignaðist Jódís dreng áður en
hún giftist.
Það eru nú nálægt 17 ár síðan ég
kynntist Sigurði heitnum Árna-
syni. Mér eru fyrstu kynnin mjög
minnisstæð. Ekki vegna þess sem
Sigurður sagði eða gerði, heldur
var það persónuleiki mannsins,
hlýjan í fari hans, traustið sem
hann bar með sér. Sigurður hafði
hlotið óvenju blá augu, augnráðið
mjög einlægt og lét engan ósnort-
inn. Sagt er að augun séu spegill
sálarinnar og svo sannarlega átti
það við um Sigurð. Vegna fjöl-
skyldutengsla kynntist ég Sigurði
nánar næstu árin og urðu þau
kynni til að sannfæra mig um
reynslu annara. Þar sem Sigurður
fór var mikill drengskapar og
mannkostamaður. Ég kynntist
hinni endalausu hjálpsemi hans,
sem var svo eðlislæg og sjálfsögð
að enginn varð var við að þar væri
um greiða að ræða, sem sæi til
endurgjalds. Sama var hvort
Sigurður bauðst til að endurnýja
happdrættismiða fyrir
kunningjana þegar hann átti leið í
bæinn, eða þá að taka fólk upp á
sína arma, sem áttu í erfiðleikum.
Hvorutveggja var jafn sjálfsagt.
Ófáir munu þeir Snæfellingar, sem
notið hafa hjálpsemi Sigurðar, ef
þeir þurftu að leita til Reykjavíkur
vegna margvíslegra erinda og þá
ekki síst vegna veikinda. Á sama
hátt var það innan fjölskyldunnar
Ávalt var Sigurður kallaður til
þegar vanda eða veikindi bar að
höndum. En Sigurður var ekki
síður maður lífsgleðinnar og jafn
kærkominn á stund gleði sem
sorgar. Hann átti gott með að
kynnast fólki, naut þess að kynn-
ast fólki og vinirnir urðu því
margir. Jafnvel fólk sem hann
hitti af tilviljun á ferð um landið,
urðu lífstíðarvinir hans.
Það var því ekki að ófyrirsynju
að Sigurður var valinn til setu í
Sáttanefnd Reykjavíkur, enda sat
hann þar í fjölda ára. Hann var
alla tíð virkur félagi í Snæfellinga-
félaginu og kjörinn heiðursfélagi
þess. Þá sýnir það hug samstarfs-
manna hans hjá Landsvirkjun til
Sigurðar, að hann var kjörinn
fyrsti heiðursfélagi starfsmanna-
félagsins.
En þó Sigurður lifði og starfaði í
Reykjavík áttu æskuslóðirnar á
Snæfellsnesi alltaf hug hans og til
heimkynnanna fór hann svo oft
sem hann mátti. T.d. skildi hann
ævinlega nokkra daga eftir af
sumarfríi sínu, til að geta farið í
réttirnar á haustin. Þá var hægt
að bregða sér á bak, jafnvel þeysa
um Löngufjörur. En fyrst og
fremst var það þó samneytið við
fólkið, hlutdeildin í gleði þess, sem
máli skipti.
Sigurður átti við alvarlega
vanheilsu að stríða skömmu fyrir
fertugsaldur, en náði aftur góðri
heilsu. Fyrir tæpum 7 árum gekkst
hann fyrst undir uppskurð vegna
illkynja sjúkdóms og gekk það allt
að óskum. En ekki liðu nema 2 ár
þar til annar skyldur sjúkdómur
knúði dyra og var Sigurður síðan
óslitið undir læknishendi og þurfti
oft í aðgerðir. Það var þó ekki fyrr
en sl. vor að ljóst var, að lífsstríðið
var að tapast. Sigurður vissi frá
upphafi hvers eðlis sjúkdómur
hans var. En hann æðraðist
hvergi, enda sanntrúaður og þar
var hann jafn heill sem í öðru.
Hann lézt á Landspítalanum
fimmtudaginn 19. þ.m.
Við fráfall Sigurðar Árnasonar
eiga margir um sárt að binda og
votta ég öllum hans mörgu vinum
hluttekningu mína. Mínar dýpstu
samúðarkveðjur flyt ég eftirlif-
andi konu hans, Sigrúnu Péturs-
dóttur, börnum þeirra, tengda-
t
Eiginmaöur minn
STEFÁN BJÖRNSSON,
Ljóshaimum 12, Rsykjavík,
fyrrvarandi atarfamaður
Innflutningaakrifstofunnar,
andaöist í Landspítalanum þ. 25. þ.m.
Ágústa Sigbjörnsdóttir.
t
Hugheilar þakkir fyrlr veitta samúö viö andlát og jaröarför
KARLS BIRGIS VIGBERGSSONAR,
Skipholti 32.
Aóstandendur.
Sara Hermannsdótt-
ir — Minningarorð
Fædd 4. apríl 1899.
Dáin 18. október 1978.
Síðasta sumarið hennar Söru er
liðið, hún lézt í Vífilsstaðaspítala
18. október sl. Þar hafði hún dvalið
síðustu árin og notið frábærrar
umönnunar lækna, hjúkrunar- og
starfsfólks, sem ber að þakka.
Sara Hermannsdóttir fæddist 4.
apríl 1899 á Ketilseyri við Dýra-
fjörð. Foreldrar hennar voru Jóna
Hafliðadóttir og Hermann
Kristjánsson. Hún var næst elst af
fimm börnum þeirra sæmdar-
hjóna.
Þegar hún var 16 ára missti hún
föður sinn, og eins og hennar
samtíðarfólk þurfti að gera, þá fór
hún snemma að hugsa um sig
sjálf. Hún hafði fengið taugaveiki
ung og var það byrjunin á langri
sjúkdómsgöngu bennar. En til
vinnu varð að fara, fyrst á
Akureyri, svo til Reykjavíkur. Enn
bilaði heilsan, hún lagðist veik á
Vífilsstaðahælið, og eins og þá var,
þá gat fólk eins búist við að þaðan
væri ekki afturkvæmt. Eftir rúm
tvö ár á Vífilsstöðúm var heilsan
það góð að hún gat farið að vinna
aftur og þá tók hún til við það sem
henni var best til lista lagt,
hannyrðir. Hún tók að sér sauma-
skap fyrir fólk á veturna, en
sumarstarfið var sildarvinna fyrir
norðan til að auka tekjurnar. 1.
júní 1929 giftist hún Þorsteini
Halldórssyni prentara og það
sama ár eignuðust þau hjónin
dóttur, Erlu Hermínu.
1930 fluttust þau svo á Fálka-
götu 4, þar sem þau bjuggu upp frá
því. Enn þurfti heilsan að bila, hún
fékk blóðeitrun í handlegg og
margar voru aðgerðirnar gerðar
til að bjarga mætti handleggnum.
En það var seigt í Söru litlu, eins
og maður hennar sagði svo oft.
Mikil útiverumanneskja var Sara
og það átti e.t.v. mestan þátt í því
að 1942 kaupa þau hjónin sumar-
bústað í landi prentara í Laugar-
dal, og eftir það leið ekkert sumar,
meðan heilsan leyfði, svo Sara
væri ekki komin fyrst allra austur
og fór jafnan síðust. Og þegar hún
nú síðast í sumar gat komist
austur í bústað í nokkra daga, var
hún alsæl því þar hafði henni
ávallt liðið svo vel.
Það voru þó nokkur börn systra
hennar sem dvöldu á heimili Söru i