Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 Þakkir Öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum gjöfum og skeytum á níræðisafmæli mínu 9. október þakka ég af heilum hug. Guð blessi ykkur öll, Hartmann Magnússon. Brekkukoti. KULDA- JAKKAR Okkar vinsælu dönsku kuldajakkar komnir V E R Z LUN IN GEísiPf Sjónvarp í kvöld kl. 22.15: Sjónvarpskvikmyndin í kvöld nefnist Maðurinn frá Lamarie og hefst klukkan 22.15. Fjallar hún um mann, Will Lockhart, sem fer þúsund mílna leið með vörur inn í Nýju-Mexí- kó. Loekhert kærir sig ekki um að fara vörulaus til baka, og er honum bent á saltnámur þar skammt frá. Hann fer með vagna sína og múlasna í nám- urnar og byrjar að moka salti. Kemur þá þar að hópur manna frá nærliggjandi búgarði og brenna þeir fyrir honum vagn- ana og skjóta múlasnana. Það er þó ekki vonin um auðfenginn gróða, sem dregið hefur Lockhert til Nýju-Mexíkó. Herflokkur, skipaður óreynd- um piltum, hafði verið felldur af indíánum og reynir Lockhart að komast að því, hver selt hefur indíánunum riffla. Myndin tekur rösklega einn og hálfan tíma. „Kvöldstund” „Kvöldstund" er í fyrsta sinn á dagskrá í útvarpi í kvöld klukkan 23.00. Þátturinn er í umsjá Sveins Einarssonar. Þátturinn verður líklega á dagskrá til áramóta. Að sögn Sveins mun kenna ýmissa grasa í þættinum á sviði tónlistar. Verður ýmist fjallað um lagathemu, ljóðasöngva utan úr heimi, íslenzka tónlist eða þá ýmis ljóð- Einokun?—V axtak jör færi. Einnig hugleiðingar út frá tónlistinni. í kvöld verður meðal annars rabbað um íslenzka tónlist og lög sem jafnvel tengjast einhverju, sem fólk hefur upplifað. Vilmundur Gylíason ólafur Ragnar Grímsson Sjónvarp í kvöld kl. 21.15: Útvarp í kvöld kl. 23.00: Útvarp í dag kl. 16.20: Santana POPPHORN, í umsjá Dóru Jónsdóttur, hefst í útvarpi í dag klukkan 16.20. Meðal efnis í þættinum er kynning á hinni nýju plötu Santana, „Inner Secrets." Kastljós hefst í sjónvarpi klukkan 21.15 í kvöld. Að sögn Helga Helgasonar verður þar fjallað um efni þingsálykt- unartillögu Ólafs Ragnars Grímssonar, þar sem hann leggur til að rannsóknarnefnd þingmanna kanni ýmsa þætti í rekstri Flugleiða h.f. og Eim- skipafélags Islands h.f. með „sérstöku tilliti til einokunar og márkaðsdrottnunar," eins og komist er að orði í tillög- unni. I því sambandi verður rætt við Sigurð Helgason, einn af forstjórum Flugleiða, Óttar Möller, forstjóra Eimskipa- félagsins og flutningsmann tillögunnar Ólaf Ragnar Grímsson. Annað mál á dagskrá í Kastljósi eru umræður um frumvarp til laga, sem nýlega er komið fram, um það, að Seðlabankanum verði ekki heimilt að ákvarða vaxtakjör lægri en nemur verðbólgustigi á hverjum tíma. Flutnings- maður þessa frumvarps er Vilmundur Gylfason og verður rætt við hann og Lúðvík Jósepsson um stefnuna í vaxtamálum. Einnig verður í þessu sambandi rætt við Bald- vin Tryggvason, formann Sambands íslenzkra spari- sjóða. Helga til aðstoðar í Kast- ljósi í kvöld er Elías Snæland Jónsson. Útvarp Reykjavik FOSTUDKGUR 27. októbcr MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn Umsjónarmenni Páll Ileiðar Jónsson og Sigmar B. Ilauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustu greinar dagblaðanna (útdr.). Dagskrá. 8.35 Létt lög og morgunrabb. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnannai Valdís Óskarsdóttir les sögu sína „Búálfana". sögulok (15). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningþar. Tónleik- ar. 9.15 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- frognir. ÍO.2- étt lög og morgunrabb (frh.) . i .)() Ég man það enn Skeggi Ásbjarnarson sér um 11.35 Morguntónleikar Collegium Con Basso tónlist- arflokkurinn leikur Septett í C-dúr op. 111 eftir Humm- el. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfrcgnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnunai Tónleikar. 14.30 Miðdegissagani „Ertu manneákja?" cftir Marit Paulsen Inga Iluld Hákonardóttir les 15.00 Miðdegistónleikar Fílharmoníusvcitin í Vín leikur Tilbrigði op. 56a eftir Brahms um stef eftir IIaydn« Hans Knappertsbusch stj. Fílharmoníusvelt Berlínar leikur Sinfóníu í A-dúr nr. 29 (K201) eftir Mozart, Karl Böhm stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tiikynningar. (16.15 Veðurfregnir). SIÐDEGIÐ FÖSTUDAGUR , 27. október 1978. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Stella og aparnir Bresk mynd um unga konu í Vestur-Afríku. sem tekur að sér munaðarlausa simpansa- unga og býr þá undir lífið i skóginum. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 21.15 Kastijós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Hclgason. 22.15 Maðurinn frá Laramie (Tbe Man from Laramie) Bandarfskur „vestri" frá árinu 1955. Leikstjóri. Anthony Mann. Aðalhlut- verk. James Stewart og ATthur Kennedy. Will Lockhart tekur að sér að flytja verslunarvarnig «1 afskekktrar byggðar f Nýju- Mexlkó. En brátt kemur f Ijós að það er ekki vonin um hagnað, sem dregur hann þangað. Þýðandi Björn Baldursson. 23.50 Dagskrárlok. |)áttinn. 16.20 Popphorni dóttir kynnir. Dóra Jóns- 17.20 Sagani „Erfingi Pat- ricks" eftir K.M. Peyton Silja Aðalsteinsdóttir les þýðingu sína (15). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVOLDIÐ 19.35 Af Álftanesi Sveinn Erlendsson bóndi á Grund segir frá í viðtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur, — fyrra samtal. 20.00 Tónleikar a. Sinfónía í Fdúr fyrir flautu. óbó. selló og sembal eftir Johann Josef Fux. Félagar í Barokkhljóm- sveitinni í Vínarborg leikai Theodor Guschlbauer stj. b. Rapsodie espagnol eftir Ravel Orchestre de Paris leikur, Herbert von Karajan stj. 20.45 Sjókonur fyrr og nú Þórunn Magnúsdóttir skóla- stjóri tók saman. í fyrsta þætti af þremur verður sérstaklega fjallað um fiski- róðra. m.a. með viðtölum. Lesari, Guðrún Ilelgadóttir. 21.30 Píanótríó í c-moll op. 66 eftir Mondelssohn Bcaux Arts-tríóið lcikur. 22.00 Kvöldsagan, „Sagan af Cassius Kennedy" cftir Edg- ar Wallace Ásmundur Jónsson þýddi. Valdimar Lárusson les sögu- lok (7). 22.45 Bókmenntir Anna Ólafsdóttir Björnsson tekur saman þáttinn. 23.00 Kvöldstund með Sveini Einarssyni. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.