Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 Breytingartillaga Alberts Guðmundssonar: Þetta er Beechcraft-flugvél Flugfélags íslands, sem kom hingað til lands árið 1942, fyrsta tveggja hreyfla flugvél Islendinga. Verði fluggarður að veruleika, gefst landsmönnum væntanlega kostur á að sjá hinar ýmsu gerðir flugvéla á safni, ekki hvað síst gamlar vélar frá árdögum flugs á íslandi. Skattaviðaukum verði breytt í skylduspamað Nýi Beta-teljarinn og sjálfvirki símritinn í sýklarannsóknadeild Háskólans. íslenzka flugsögufélagið: Kynnir hugmyndir um lifandi fluggarð á UMRÆÐUR um frumvarp ríkis- stjórnarinnar til staðfestingar á efnahagsráðstöfunum héidu áfram í gær, en lauk ekki. Albert Guðmundsson flutti þá breytingartillögur, sem fólu það í sér. að tekju- og eignaskattsvið- aukunum yrði breytt í skyldu- sparnað. sem skyldi færður á sérstakan reikning hvers gjald- Heldur fyr- irlestra um nýja mann- úðarstefnu INDVERSKI heimspekingurinn og sálvísindamaðurinn Krisnarjun- ananda verður staddur hérlendis dagana 27. okt. til 3. nóv. í boði Þjóðmálahreyfingar ' Islands og Stúdentahreyfingar proutista. Flytur hann fyrirlestra og heldur kynningarfundi m.a. um eftirtalin efni: Stjórnmál og hin nýja mannúðarstefna, þriðja aflið — markmið og leiðir, hugleiðing og sál — andleg vísindi, Prout — ný hugmyndafræði, mannleg þekking — möguleikar og takmörk. Fyrirlestrarnir verða sem hér segir: í Háskóla íslands, Lögbergi, 31.10 og 1.11. kl. 20:30 og Hótel Esju 2. og 3. nóv. kl. 20:30 og er aðgangur að þeim ókeypis. anda jafnóðum og hann er inn- heimtur og endurgreiðast á tveim árum eftir að hann hefur lokið greiðslu hans ásamt fullum vísi- tölubótum miðað við vísitölu byggingarkostnaðar á hverjum tíma auk 4% ársvaxta. Sömu aðilar og annast innheimtuna skulu annast endurgreiðslu fjár- ins og útreikning vísitölubóta. Alþingismaðurinn rökstuddi þessar breytingartillögur m.a. með því, að álagning skattaviðafukanna bryti gegn réttlætisvitund fólksins í landinu, enda væru uppi efa- semdir um lögmæti þeirra og hvort unnt reyndist að innheimta þá. Með því að breyta sköttunum í skyldusparnað væri hægt að kom- ast hjá þeim erfiðleikum, sem álagning skattanna ella hefði í för með sér. — Með þeim hætti fær ríkissjóður tekjurnar, sem annars er óvíst um og réttlætiskennd almennings er ekki ofboðið, sagði þingmaðurinn. Endurgreiðslutím- inn miðast við fyrirætlanir ríkis- stjórnarinnar um að koma fjárhag ríkissjóðs á réttan kjöl. Þá flutti Albert Guðmundsson breytingartillögu þess efnis, að 30% skerðing verzlunarálagning- arinnar yrði felld niður, en svo var einnig gert við gengisfellinguna í febrúar. — Síðan þá hefur allt verðlag í landinu hækkað með þeim afleiðingum, að fella hefur orðiö gengið aftur, sagði þingmað- urinn. Þessi hækkun rekstrar- kostnaðar hefur að sjálfsögðu komið á verzlunina með sama Nýtt tæki til rann- sókna á gigtar- og ónæmisj úkdómum GIGTARFÉLAG íslands afhenti í gær heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu að gjöf tæki til rannsókna á gigtarsjúkdómum fyrir rannsóknastofu í ónæmis- fræði. Tilgangur Gigtarfélags íslands með gjöf þessa tækis er að efla fræðslu og rannsóknir á gigtarsjúkdómum hér á landi. Guðjón Hólm, formaður Gigtarfélags íslands, afhenti gjöfina en Magnús Magnússon tók við henni og þakkaði fyrir hönd heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins. Tæki þetta er Beta-teljari og sjálfvirkur síriti og er framleitt af bandaríska fyrirtækinu Packard. Getur það ekki einungis sinnt rannsóknum á gigtarsjúk- dómum, heldur einnig þeim hagnýtum rannsóknum, sem henta þykir á hverjum tíma. En tölvubúnaður er í tækinu, sem hægt er að mata á upplýsingum, eftir því hvað verið cr að rannsaka. Starfar tækið þannig, að það mælir geislavirkni í frumum og þeim sýnum, sem til rannsóknar eru. Getur það mælt 250 sýni í einu og skiptir sjálft um sýni. Jafnframt ritar það niður- stöðurnar og sendir þær út um leið, en tækið sinnir lokastigi rannsónarinnar. Sparar þetta mannafla og mikinn tíma við úrvinnslu sýnanna, en þess má geta, að meinatæknir, sem hefur vélina til hjálpar, getur á einni klukkustund annað því, sem tveir meinatæknar myndu á venjuleg- an hátt vinna úr á tveimur dögum. Vélin er sérlega mikilvæg til grunnrannsókna á gigtarsjúk- dómum vegna erfðafræðilegra athugana, sem gerðar hafa verið hérlendis. Vissir gigtarsjúkdóm- ar eru arfgengir, og er þar um ákveðin erfðamörk innan ætta að ræða. Ef vitað er um arfgengan gigtarsjúkdóm, er mikilsvért að geta fylgst með einstaklingum og rannsakað hvort breytingar og þá hvaða breytingar eru undanfari sjúkdómsins og þá ákveðin með- ferð í sambandi við það. Vélin verður til að byrja með til húsa í sýklarannsóknadeild Háskólans. Við afhendingu nýja rannsóknatækisins í ónæmisfræði. Fyrir miðju er Guðjón Ilólm, formaður Gigtarfélags íslands, Magnús Magnússon heilbrigðisráðherra við hlið hans og þá Arinbjörn Kolbeinsson læknir. gamla Tívolísvædinu hætti og allar aðrar atvinnugrein- ar. Þar sem álagningarákvæðin voru aldrei hækkuð aftur af síðustu ríkisstjórn til samræmis við verðbólguna skortir allan grundvöll fyrir beitingu svokall- aðrar 30% reglu nú við gengisfell- inguna, sem núverandi ríkisstjórn lætur framkvæma. Loks lagði Albert Guðmundsson til að verðstöðvunarákvæði frum- varpsins féllu niður, enda væri þar um að ræða endurprentun á gildandi lögum frá 23. maí 1975 og þess ekki að vænta, að verðbólgan minnkaði þótt gildandi verð- stöðvunarlög væru samþykkt aftur fyrst fyrri samþykktin hefði engin áhrif haft. Attavitanámskeið fyrir rjúpna- skyttur og aðra ferðamenn HJÁLPARSVEIT skáta í Reykjavík gengst eins og undanfarin 12 ár fyrir námskeiði í mcðferð áttavita og landabréfa fyrir rjúpnaskyttur og aðra ferðamenn. Ætlunin er að halda 2 námskeið ef næg þátttaka fæst og verður hið fyrra 1. og 2. nóvember en hið síðara 8. og 9. nóvember. Hvort námskeið er tvö kvöld. Fyrra kvöldið er meðferð áttavita og landabréfa kennd og notkunin æfð innandyra. Síðara kvöldið er veitt tilsögn í ferðabúnaði og síðan farið í stutta verklega æfingu rétt út fyrir bæinn. Þátttakendum verður ekið til og frá æfingarsvæðinu í bifreiðum H.S.S.R. Námskeiðin verða haldin í húsnæði Hjálparsveitarinnar í kjall- ara Ármúlaskóla, Ármúla 10—12, og hefjast kl. 20.00 bæði kvöldin. Þátttökugjald er kr. 1.000.—. Nánari upplýsingar er að fá í Skátabúðinni við Snorrabraut, sími 12045. Þar liggur einnig frammi þátttökulisti fyrir þá, sem ætla að taka þátt í námskeiðinu. í frétt frá Hjálparsveitinni segir: Enda þótt þessi námskeið séu einkum ætluð rjúpnaskyttum, eru allir velkomnir, sem áhuga hafa á að læra notkun áttavita og landabréfa, eða vilja hressa upp á og bæta við kunnáttu sína. Er athygli vélsleða- manna, skíðagöngumanna og annarra ferðamanna, sem ferðast um fjöll og firnindi, sérstaklega vakin á þessum námskeiðum. Undanfarin ár hafa námskeið þessi verið fjölsótt og er það von Hjálpar- sveitar skáta að svo verði einnig nú. íslands, Svifflugfélag íslands og Vélflugfélag íslands. „Ef af stofnun þessa fluggarðs verður," sagði Tómas, „þá verður það til þess að glæða borgina auknu lífi, og til þess að virkja þann mikla áhuga sem er á flugi og flugmálum hér á landi, þess vegna er Flugsögufélagið nú að viðra þessa hugmynd." Vegna þeirra mannvirkja sem fyrir eru á gamla Tívolísvæðinu, sagðist Tómas ekki telja að stofnkostnaður yrði mjög mikill, og síðar ætti fluggarðurinn að geta rekið sig sjálfur. Garðurinn yrði að stofni til safn, en auk þess hinum ýnísu flugáhugamanna- félögum veitt þar aðstaða, svo sem til viðgerða, nýsmíði flugvéla og módela, æfinga og fleira. Þar með yrði „lifandi fluggarður" orðinn að veruleika. í BIFERÐ er að koma upp eins konar „lifandi fluggarði“ í Reykjavík, þar sem komið verði upp flugminjasafni og ýmissi aðstöðu fyrir flugáhugamenn á einum stað. Ilugmyndir um fluggarðinn hafa einkum verið til umræðu innan Flugsögufélagsins, og hafa félagar f því meðal annars gengið á fund borgarstjóra og kynnt honum hugmyndir sínar, og óskað eftir því að borgin láti af hendi land fyrir starfsemina. Tómas Waage, sem einkum hefur annast undirbúning málsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að einna helst kæmi til greina að hasla starfseminni völl á svæði því sem Tívolí hafði áður við flugvöll- inn. Það væri nánast eina svæðið sem eftir væri á þeim slóðum. Hafskip h.f., sem undanfarið hefði verið með starfsemi sína þar, væri sennilega að flytja starfsemi sína, þannig að þá ætti að gefast rúm fyrir fluggarðinn þar. Tómas sagði, að borgaryfirvöld . hefðu tekið vel í málaleitan flugáhugamanna, og yrði því væntanlega settur fullur skriður á málið innan skamms. Á morgun sagði Tómas, að ætlunin væri að kynna hugmyndir félaga Flug- sögufélagsins fyrir félögum í öðrum flugáhugafélögum, og hefðu stjórnir allra félaganna verið boðaðar saman til fundar að þessu tilefni. Þau félög sem hér um ræðir, eru Flugmannafélag ís- lands, Fallhlífastökksklúbbur Reykj avíkur, Flugbj örgunarsveit- in í Reykjavík, Módelflugklúbbur- inn, Plastmódelsamtökin, Islenska flugsögufélagið, Svifdrekaklúbbur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.