Morgunblaðið - 27.10.1978, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978
Minning:
Helgi Þorvarðarson
aðstoðarlyfjafrœðingur
Fæddur 22. apríl 190fi
Dáinn 17. október 1978
Það er með söknuði, sem ég tek
mér penna í hönd til að kveðja
góðan vin og samstarfsmann.
Ég kynntist Helga Þorvarðar-
syni, þegar ég hóf störf í Lauga-
vegsapóteki sem nemi í lyfjafræði,
en Helgi hafði þá þegar starfað
þar um árabil og naut ég strax
hjálpsemi hans í ríkum mæii, enda
reyndist hann vera sá maður sem
ávallt var reiðubúinn til að rétta
öðrum hjálparhönd og hafði ekki
hátt um, enda enginn hávaðamað-
ur og flíkaði ekki tilfinningum
sínum og var hlédrægur og lítt
fyrir að berast á.
Þaö er vart hægt að hugsa sér
dagfarsprúðari mann og þægilegri
í allri umgengni en Helga, enda
streymdi frá honum rósemi og
hlýja sem vermdi þá sem í
kringum hann voru.
Ég minnist þess ekki að hafa séð
Helga skipta skapi öll þau ár sem
við unnum saman í Laugavegsapó-
teki, en þar starfaði ég með honum
í um 18 ár við lyfjafræðistörf. Oft
kvaddi ég Helga mér til ráðuneytis
í ýmsum málum, sem upp komu í
starfinu og reyndist hann mér
ávallt sem sönn hjálparhella.
Helgi starfaði í Laugavegsapó-
teki í rúmlega 29 ár eða til 1. maí
1971 en þá hætti hann störfum
vegna veikinda eiginkonu sinnar.
A þessu sést að Helgi var ekki
fyrir að skipta um vinnustað eða
húsbændur og vann störf sín af
stakri trúmennsku og samvisku-
semi og naut trausts og virðingar
samstarfsmanna sinna og annarra
sem til hans þekktu.
Helgi var kvæntur Jakobínu
Arinbjarnar sem látin er fyrir
nokkrum árum.
Þessi fáu orð eru sett á blað til
þess að minnast þess með einlægu
þakklæti, hvílíkur maður Helgi
reyndist ávallt starfsfélögum sín-
um. Ég kveð kæran samstarfs-
mann með þakklæti fyrir sam-
fylgdina, góðvildina og drengskap-
inn og hlýjuna sem frá honum
stafaði.
Við fráfall Helga verður eftir
skarð sem vandfyllt er. Allt, sem
Helgi vann að, var unnið í kyrrþey
en markvisst. Sá hópur mun
hljóður, sem nú horfir á bak
sönnum vini og góðum dreng.
Ég votta öllum hlutaðeigendum
samúð mína.
Alfa Hjálmarsdóttir.
Kveðja^ frá Lyfjafræðinga-
félagi íslands
Helgi Þorvarðarson andaðist að
heimili sínu, Grettisgötu 86,
þriðjudaginn 17. október. Hann
fæddist á Strjúgsstöðum i Langa-
dal, Austur-Húnavatnssýslu, 22.
apríl 1906. Foreldrar hans voru
Þorvarður Arnason og Filippía
Magnea Björnsdóttir. Helgi hóf
lyfjafræðinám í Reykjavíkur-
apóteki í júní 1926 og í september
sama ár hóf hann störf hjá
héraðsiækninum á Blönduósi og
Nú höfum viö opnað kjötmarkaö og með því stækkað
versiunina um hieming.
Því getum viö boðið viðskiptavinum okkar uppá úrvai
af ferskum kjötvörum úr kjötborði okkar.
Okkar verð er kostaverð-
Úrb. fyllt lambalæri
Úrb. fylltur lambahr.
Nautasnitchel
Nautagullasch
Nautabógsteik
Nauta T-bonesteik
Svínakótilettur
Kr. 1.685 pr.kg
— 1.715 —
— 3.690 —
— 3.180 —
— 1.270 -
— 1.930 —
— 2.948 -
Úrb. svinahamb.hr.
Svínabógur hringsk.
Söltuð rúllup. ósoðin
Reykt rúllup. ósoðin
Úrb. hangilæri
Úrb. hangiframpartur
Kr. 4.260 pr.kg
— 1.584 —
— 890 —
— 985 -
— 1.992 -
— 1.688 —
KJÖTMARKAÐURINN í
ÆiígOaSaas
REYKJAVÍKURVEGI72- HAFNARFIRÐI
starfaði í lyfjasölu hans til ársins
1932. Næstu tíu ár starfaði hann í
Isafjarðarapóteki og veitti því m.a.
forstöðu í fjarveru lyfsalans. Árið
1942 réðst hann til Laugavegsapó-
teks og þar starfaði hann með
fullu leyfi yfirvalda sem aðstoðar-
lyfjafræðingur fram til ársins
1971.
Þeir voru ófáir lyfjafræðinem-
arnir, er nutu leiðsagnar og
aðstoðar Helga er þeir hættu sér
óstyrkum fótum út á braut lyfja-
gerðarinnar. Samvizkusemi og
nákvæmni sú, er hann sýndi í
starfi sínu, var þeim ómetanlegt
nesti á námsferli þeirra.
Bókasafni Lyfjafræðingafélags
íslands sýndi Helgi mikla ræktar-
semi og færði því bókagjafir úr
safni sínu. Síðast liðið vor gaf
hann safninu nýjustu útgáfu
alfræðiritsins Encyclopædia
Britannica til minningar um
eiginkonu sína, Jakobínu Arin-
bjarnar, er lést árið 1972.
Lyfjafræðingafélag íslands
kveður nú látinn velunnara og
vottar honum þakklæti og virð-
ingu að leiðarlokum.
Kveðja frá Listasaíni íslands
í dag fer fram bálför Helga
Þorvarðarsonar aðstoðarlyfja-
fræðings.
Fundum okkar bar fyrst saman
með nokkuð óvenjulegum hætti, en
strax tókst með okkur góður
kunningsskapur, sem síðar varð að
gagnkvæmri vináttu.
I byrjun júlímánaðar 1977
hringdi Helgi til Listasafnsins og
tjáði mér á sinn milda og yfirlæt-
islausa hátt, að hann hefði hug á
að gefa safninu málverk eftir
Snorra Arinbjarnar mág sinn.
Varð ég himinlifandi yfir þessu
rausnarlega boði og tilhugsuninni
um að safnið eignaðist eitt mál-
verk í viðbót eftir þennan mikla
málara. Spurði ég Helga, hvort ég
mætti ekki koma heim til hans og
líta á það. Kvað hann það einmitt
hafa verið tilgang sinn með
upphringingunni.
Fór ég ásamt fulltrúa safnsins
strax heim til Helga að Grettis-
götu 86. Þar var okkur tekið tveim
höndum og eftir ánægjulega stund
og rausnarlegar veitingar sýndu
þau Helgi og Elín Arinbjarnar
mágkona hans okkur allar þær
myndir, sem hann og eiginkona
hans, Jakobína Kristín Arinbjarn-
ar sem lézt árið 1972, höfðu
eignast eftir Snorra. Þetta var
mikið og fjölbreytt safn eftir
listamanninn, allt frá því að hann
var 14 ára fram til nokkurra af
hans síðustu verkum. Má þar
nefna „Sáluhliðið á Blönduósi“,
sem Snorri málaði til minningar
um einkabarn þeirra Jakobínu og
Helga, sem lézt á barnsaldri.
Ég sagði þeim Helga og Elínu,
að lengi hefði staðið til að
Listasafn íslands héldi yfirlits-
sýningu á verkum Snorra og hefði
hún verið ákveðin haustið 1978 og
spurði hvort hann myndi vilja lána
verk á þá sýningu. Hann kvað það
gleðja sig mikið að til stæði að
halda slíka sýningu. Væri hann fús
að lána okkur öll verkin eða það af
þeim, sem við óskuðum eftir.
Stuttu síðar bætti hann við: „Ég
bauð þér annars hingað til að
tilkynna þér, að við Jakobína
vorum búin að ákveða að arfleiða
Listasafn Islands að öllum þessum
myndum." Mér varð orðfall, svo
undrandi varð ég og hrifin yfir
þessu mikla örlæti og þeim hlýhug
til safnsins sem þarna lá að baki.
Eftir þessa sýningu á myndum
Snorra rétti Helgi mér plagg sem
hann bað mig að lesa og spurði
síðan hvernig mér litist á það.
Þetta reyndist vera drög að
erfðaskrá hans, þar sem hann
arfleiðir Listasafn íslands að
öllum eignum sínum. Auk mynda
Snorra var m.a. nefnt frímerkja-
safn og myntsafn, mikil og
verðmæt. Ég trúði vart mínum
eigin augum við lesturinn, las
tvisvar eða þrisvar til að átta mig
til fulls á innihaldi þessa skjals,
svo forviða og hrærð var ég yfir
þeim sóma sem Helgi sýndi með
þessu minningu listamannsins.
Um það bil viku síðar sendi Helgi
svo Listasafni íslanfs arfleiðslu-
skrána fullfrágengna.
Síðar hittumst við Helgi oft og
spjölluðum saman um alla heima
og geima og ekki hvað sízt um
Snorra mág hans. Sagði hann mér
fjölmargt um þau verk Snorra sem
þau hjónin höfðu eignast og voru
það skemmtilegar og greinargóðar
lýsingar á efnisvali og vinnu-
brögðum málarans og mörgu öðru
úr lífi hans, en hann hafði oft
dvalið langdvölum á heimili þeirra
Jakobínu og Helga, bæði á Blöndu-
ósi og ísafirði. Þar hafði oft verið
glatt á hjalla. Helgi, þessi hægláti
maður, hafði á yngri árum verið
mikill gleöimaður og hrókur alls
fagnaðar í þeim tveim bæjar-
félögum þar sem hann átti heima.
Þar spilaði hann fyrir dansi á
harmóniku af miklu fjöri og þótti
heldur fengur í því að hafa slíkan
mann til að lífga upp á bæjarlífið.
Helgi var sérstæður persónu-
leiki en lét ekki mikið yfir sér.
Framkoma hans var látlaus og
háttvís. Hann var höfðingi heim
að sækja, fróður og skemmtilegur í
viðræðum og hafði yndi af mynd-
list og hljómlist, mikið snyrti-
menni í öllu og með afbrigðum
samviskusamur. Frágangur hans á
frímerkja- og myntsafninu ber því
vitni ekki hvað sízt.
Ég kveð nú þakklátum huga
öðlinginn Helga Þorvarðarson.
Selma Jónsdóttir.
Njóttu dagsins með
Dentoke'
\>litul cr naiturukgt sictict'ni
i,sykurlaust
tyggigúmmí frá Wrigleys
4