Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 19 Eiríkur Guðlaugssm frá Meiöastöðimi - Minnmg Fæddur 27. aprfl 1926. Dáinn 19. október 1978. Eiríkur Guðlaugsson er látinn, hann varð bráðkvaddur að heimili sínu, Hagaflöt 3 í Garðabæ, 19. október síðastliðinn. Útför hans fer fram í dag, föstudaginn 27. október. Eiríkur Guðlaugsson var fæddur 27. apríl 1926 að Meiðastöðum í Garði, sonur hjónanna Bjargar Erlendsdóttur og Guðlaugs Eiríks- sonar útvegsbónda, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Eiríkur var eldri sonur þeirra hjóna, Erlendur yngri sonur þeirra býr að Meiða- stöðum ásamt Björgu móður sinni, sem nú lifir son sinn í hárri elli. Eiríkur Guðlaugsson var tví- kvæntur, með fyrri konu sinni átti hann tvær dætur, Björgu og Sigríði. Þau hjónin slitu sambúð eftir skamman tíma. Báðar dæt- urnar eru giftar. Björg á þrjú börn, en Sigríður tvö. Með seinni konu sinni, Aðalheiði Halldórs- dóttur, hóf hann búskap 1952, áttu þau fjögur börn, Hafdísi, Guðrúnu Hafdísi, Guðlaug og Ástu Ellen. Hafdís lést á fyrsta ári, en hin börnin lifa föður sinn, Guðrún Hafdís heitbundin og á eitt barn, Guðlaugur og Ásta Ellen eru enn í heimahúsum. Þegar Guðlaugur faðir Eiríks féll frá tók Eiríkur við atvinnu- rekstri þeim er faðir hans hafði um margra ára bil að Meiðastöð- um, frystihús og fiskverkun. Þeim rekstri heldur Eiríkur áfram þar til að hann flytur með fjölskyldu sinni í Garðabæ um 1972. í Garðabæ starfaði hann við leigu- bifreiðaakstur frá Bifreiðastöð Hafnarfjarðar til dauðadags. Þessi fáu orð um svila okkar eru aðeins lítill þakklætisvottur um samskipti okkar við hann í gegn- um árin, sem við nutum samvistar við hann án þess að nokkurn skugga bar á. Eiríkur var hæglát- ur maður og lét lítið á sér bera í daglega lífinu. Dýravinur var hann mikill. Einnig leið honum illa ef einhver var sjúkur og fann til með þeim sem bágt áttu. Að loknum þessum fáu orðum vottum við og fjölskyldur okkar eiginkonu, móður, börnum og fjölskyldu hans innilega samúð. Guð blessi heimför hans. Guðmundur og bórir. Eiríkur Guðlaugsson varð bráðkvaddur að heimili sínu Hagaflöt 3 Garðabæ, 19. þessa mánaðar. Eiríkur var fæddur að Meiða- stöðum í Garði. Foreldrar hans voru hjónin Björg Erlendsdóttir og Guðlaugur Eiriksson. Eiríkur lætur eftir sig konu, Aðalheiði Halldórsdóttur og fimm börn á lífi en eitt dó í æsku. Lengst af átti Eiríkur og fjöl- skylda heima í Garðinum eða þar til 1972 að fjölskyldan flyst að Hagaflöt 3. Eg sem þessar línur rita er varla maður til að gera þessum minn- ingarorðum skil sem vert væri. I febrúar 1974 fær Eiríkur atvinnuleyfi á Bílastöð Hafnar- fjarðar og byrjaði hann að aka leigubíl í Hafnarfirði og var í því starfi þangað til kallið kom. Þessi fjögurra og hálfs árs kynning er mér minnisstæð á margan hátt, hann var með stærri mönnum að vallarsýn, ssamsvaraði sér vel, kvikur í hreyfinguip og mikil reisn yfir öllu hans fasi og látbragði, ekki af því að hann væri að sýnast, heldur meðfæddir persónutöfrar. Skrifstofur vorar að Háaleitisbraut 68 verða lokaðar í dag, föstudaginn 27. október, frá kl. 14.00 vegna jarðarfarar Sigurðar Árnasonar. Landsvirkjun Lokað verður laugardaginn 28. okt. vegna jarðarfarar ADOLFS KARLSSONAR framkvæmdastjóra Axel Ó. Lárusson, Skóverslun, Laugavegi 11, Reykjavík. Axel Ó. Lárusson, Skóverslun, Vestmannaeyjum. Eiríkur var einstakt prúðmenni til orðs og athafna, ég held því fram að ég geti sagt fyrir hönd afgreiðslustúlknanna ekki síður en bílstjóranna að vart mun hægt að fá meira ljúfmenni að vinna með og þá má ekki gleyma viðskipta- vinunum, svona persónur laða þá að stöðinni. Það skal viðurkennast að sumir mundu kalla alltaf á manninn og allir séu góðir þegar horfnir eru af sjónarsviðinu, en það á ekki við í þessu tilfelli, því sú lýsing á Eiríki að ytra útliti samsvarar hans innri manni, því hann hafði stórt hjarta og mikia sál, og tel ég mig hafa kynnst hans innra manni og honum sérstæðum, þar sé maður alltaf höfðingja á ferð. Ekki skal því gleymt að per- sónulega á ég þeim hjónum, Eiríki og Öllu, gott upp að unna, ekki síðst á síðustu misserum og mun þess minnst með þögn þegar orð bregðast. í dag verður Eiríkur til moldar borinn, og fer útförin fram frá Sarðakirkju kl. 10.30 fyrir hádegi, og það munu margir fylgja þessum góða dreng síðasta spölinn. Öllu minni og börnunum er huggun harmi gegn að Eiríkur mat sitt heimili. Ef syrti í álinn um sinn þá var litið á björtu hliðarnar og brosað fram á veginn af einlægni og heilum hug. Konu börnum, aldraðri móður, öllu tengdafólki, tengdabörnum, barnabörnum og vinum votta ég innilegustu samúð mína. Kjartan Andrésson. Hús Emils að skóladagheimili? BÆJARRÁÐ Hafnarfjarð- ar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórnina að bæjarstjóra verði heimilað að festa kaup á fasteigninni nr. 7 við Kirkjuveg en kaupverð hennar er 32 milljónir og á útborgun að verða allt að kr. 22 milljónir sem greiðist á árinu 1979. Kirkjuvegur 7 er hús Emils Jónssonar fyrrum ráðherra, og að sögn Árna Grétars Finssonar bæjarráðsmanns er í ráði að nota þetta hús sem skóladagheimili og athvarf. Verður þetta fyrsta heim- ilið sinnar tegundar í Hafnarfirði ef af þessum kaupum verður. íslenskt rúgkex Rúgkex meó osti, (t.d. kúmenosti). Rúgkex meö smjöri. Rúgkex með síld og eggi. Rúgkex með kæfu. KEXVERKSMIEXJAN FRÓN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.