Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR OG LESBOK 258. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Jóhannes Páll páfi II veifar til pílagrínta á Péturstorgi. Pálagarði, 10. nóvember. AP. Reuter. JÓHANNES Páll pafi II, sem hefur ítrekað afstöðu kaþólsku kirkjunnar gegn því að prestar kvænist. krafðist þess ( dag að meiri áherzla yrði lögð á tvo aðra íhaldssama þætti — kennisetn- ingar og aga. Hann sagði bandarískum bisk- upum sem hann veitti áheyrn í dag að kenning og agi væru verðug mikils átaks sem væri komið undir hverri nýrri kynslóð presta. Páfi sagði að ef ný áherzla yrði lögð á hlutverk kenningarinnar í lífi kirkjunnar yrði öllum fjöl- skyldum og hinni miklu fjölskyldu kaþólsku kirkjunnar mikill greiði gerður. „Og önnur von mín er sú að hinn mikli agi kirkjunnar verði varð- veittur," sagði páfi. Kunnugir benda á að páfi fylgir hinni „hyggnu" stefnu sem hann sagði að myndi móta páfadóm hans. Jóhannes Páll páfi veitti einnig í dag 13.000 nunnum áheyrn og hefur aldrei verið saman kominn eins mikill nunnufjöldi í Páfa- garði. Svo mikið gekk á að páfa fannst að lokum nóg komið og sagði: „Ég hef alltaf haldið að nunnur vaeru gott fólk, en í staðinn eru þær svo hávaðasamar og fjörugar að þær vilja ganga að páfanum dauðum á fyrsta fundi okkar!" Verkfallsvopninu verður beitt í íran Teheran, 10. nóv. AP MÓTMÆLAALDAN í íran rénaði í dag en taismaður stjórnarandstöðu flokksins Þjóðfylkingarinnar, dr. Karim Sanjaby. gaf í skyn að verkföll yrðu notuð til að steypa keisaranum í stað götuóeirða. Sanjaby kom í dag frá París þar sem hann ráðgaðist við Ayutullah Khomaini, andlegan leiðtoga trúflokks Shíta sem níu tfundu landsmanna tilheyra. Hann sagði við komuna að ekkert samkomulag yrði gert við her- foringjastjórn keisarans eða keisar- ann sjálfan. „Við erum ekki reiðu- búnir að mynda bráðabirgðastjórn og við ætlum ekki að taka þátt í samsteypustjórn fyrr en kröfum okkar verður mætt," sagði Sanjaby. Stjórnin hefur enga sýnilega tilraun gert til að binda enda á verkföll í öðrum atvinnugreinum en olíuiðnaðinum sem hún beitir allri athygli sinni að. Préttir bárust í dag um minni- háttar mótmælaaðgerðir í Ahwaz og hinni helgu borg Mashhad nálægt austurlandamærunum. Oflugt herlið hefur komið á tiltölu- lega friðsamlegu ástandi í Teheran. Menntastofnanir verða lokaðar um óákveðinn tíma til að stemma Egyptar taka harðari stefnu í viðræðunum VVashinxtnn. 10. nóvember. AP. AÐALSAMNINGAMENN ísraels- manna, Moshe Dayan utanríkisráð- herra og Ezer Weizman landvarna- ráðherra, gerðu hlé á friðarviðræð- unum við Egypta í Washington í dag og fóru til Toronto f Kanada til að ráðfæra sig við Menachem Begin forsætisráðherra um harðnandi afstöðu Egypta til Palestínumálsins og fá ný fyrirmæli. Dayan sagði fréttamönnum í Washington að Egyptar hefðu lagt fram nýjan lista með tilmælum og kröfum um að friðarsamningurinn verði tengdur samningaviðræðunum um stöðu Palestínumanna. Dayan sagði að afstaða ísraels- manna væri sú að ekki ætti að tengja þessi mál saman eða umræður um þau og að taka ætti eitt mál fyrir í einu. S áttasem j ar ar taJa vid Ny erere Dar Es Salaam, 10. nóv. Reuter SENDIMENN frá Einingarsamtökum Afríku (OAU) komu í dag til Dar Es Salaam til að reyna að halda áfram sáttatilraunum f landamærastrfði Tanzaníu og Uganda í kjólfar þeirrar yfirlýsingar Júlíusar Nyerere forseta að hann geti ekki fallizt á tillbgu sem hefur verið sett fram um lausn deilunnar. Samkvæmt tillögunni hét Idi Amin Ugandaforseti þvi' að hörfa með lið sitt sem hefur innlimað hluta af yfirráðasvæði Tanzaníu ef hann fengi tryggingu fyrir þvi' að Tanzaníumenn gerðu ekki innrás f Uganda og vopnuðu ekki útlaga frá Uganda. Dr. Nyerere hafnaði loforði Amins og kallaði það „nýja lygi". „Það er skylda mín að sparka árásarmannin- um úr landi," sagði Nyerere við sendimenn OAU, Philip Opang, fulltrúa súdanska forsetans Jaafar Nimeiri, formanns samtakanna, og dr. Peter Onu, aðstoðarfram- kvæmdastjóra samtakanna. Stjórnarblaðið Daily News í Tanzaníu segir að bardagarnir sem geisa á þéttbýlu svæði vestan við Viktoríuvatn hafi kostað mörg mannslíf. Það segir að lítt agaðir hermann Amins hafi nauðgað kon- um, jafnað heil þorp við jörðu, stolið nautgripum, ráðizt á sögunarmyllu og eyðilagt sykurverksmiðju (en áður rænt sykrinum). Diplómatar segja að Tanzaníu- menn undirbúi gagnsókn og dragi saman lið 8—10.000 hermanna á bardagasvæðinu þrátt fyrir alvar- lega samgönguerfiðleika. Uganda- menn segja að hundruð Tanzaníu- manna hafi flúið inn í Uganda með allan kvikfénað sinn. Anwar Sadat forseti sagði í Kaíró að framtíð friðarviðræðnanna lægi í höndum ísraelsmanna og að „það mundi ekki koma honum á óvart" þótt viðræðurnar rynnu út í sandinn. Aðspurður um þetta sagði Dayan að ef Sadat legði hart að sér gæti hann komið því til leiðar að viðræðurnar færu út um þúfur. Samkvæmt tillögum Egypta eiga ísraelsmenn að takast á hendur nokkrar skuldbindingar í samningn- um um að hrinda í framkvæmd tilboði sínu um fulla sjálfstjórn Palestínumanna á vesturbakka Jór- danár og í Gaza. Þar sem ísraelsmenn telja að um sé að ræða tvö aðskilin mál og semja eigi um hvort fyrir sig, standa þeir við þá skuldbindingu sína að semja við Egypta, Jórdaníumenn og Pal- estínumenn um framtíð hertekinna svæða en reyna að veikja allt samband þarna á milli. Ástæðan til ágreiningsins nú er að í meðförum Israelsstjórnar var horfið frá því orðalagi samnings- draganna um þetta atriði sem samkomulag hafði náðst um. Carter forseti hefur lýst yfir stuðningi við upphaflega orðalagið. stigu við vaxandi óánægju nemenda og stúdenta. Stjórnin hefur skýrt frá því að rúmlega 1.100 manns hafi fallið í átökum við öryggissveitir á þessu ári. Margir útlendingar sem höfðu ákveðið að fara úr landi hafa skipt um skoðun og afráðið að verða um kyrrt. Aðeins 10% fleiri útlending- ar báðu um leyfi til að fara úr landi í október en mánuðinn á undan. Margt ríkt fólk er farið úr landi. Andlegur leiðtogi írana og aðalandstæðingur íranskeisara, Ayatullah Khomaini biðst f yrir í bústað sínum nálægt París. Herhlaup inn í Costa Rica San Jose. Costa Rica, 10. nóvember. Reuter. Þjóðvarðliðar frá Nicaragua hafa sótt inn í Costa Rica og Samningaviðræður um frú Korchnoi þokast á lokastig Tel Aviv, 10. lióvember AP ÍSRAELSKUR þingmaður, Shmue) Flatto-Sharon, er að reka smiðshöggið á samningaviðræður við sovézk stjórnviild um að Bellu eiginkonu og 19 ára syni skák- meistarans Viktors Korchnois verði sleppt samkvæmt áreiðan- legum heimildum í dag. Samkvæmt heimildunum er reynt að haga þvf svo til að mæðginin fái vegabréfsáritun og að þeim verði leyft að fara til Vesturlanda til fundar við Korchnoi. Korchnoi segir að sovézk yfir- völd hafi tvisvar neitað konu sinni og syni um vegabréfsáritun og hann bað Alþjóðaskáksambandið um aðstoð. Hann hefur einnig verið í sambandi við Flatto- Sharon. Flatto-Sharon hefur einnig tek- ið virkan þátt í samningum um að fá andófsmanninn Anatoly Schcharansky leystan úr haldi. Hann vill ekkert annað segja um mál Korchnois en að hann vinni fyrir fjölskyldu hans. Um Schcharansky herma heimildirnar að yfir standi við- ræður um skipti á honum og tveimur sovézkum starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem voru dæmdir í 50 ára fangelsi hvor fyrir njósnir í Bandaríkjunum. börðust í nótt við vinstrisinnaða skæruliða á yfirráðasvæði Costa Rica og þvf er ríkisstjórn landsins tilkynnti í dag. Vinstrisinnaðir uppreisnarmenn höfðu áður lýst því yfir að þeir áformuðu nýja sókn til þess að reyna að steypa Anastasio Somoza, forseta Nicaragua. Öryggisráðherra Costa Rica, Juan Jose Echeverria, sagði að hann hefði skipað flokki þjóðvarðliða að fara til landamærasvæðisins og rannsaka fréttir urri að skæruliðar hefðu tekið til fanga sex hermenn frá Nicaragua í bardögunum sem geisuðu í gærkvöldi og nótt. Skæruliðarnir meðfram landa- mærum Costa Rica eru úr þeim armi Sandinista-hreyfingar and- stæðinga Somoza , er kallast Tercerista og styður samvinnu við hefðbundna andstöðuflokka forset- ans til þess að steypa honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.