Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarðar 50 ára Iðnaðarmannafélagið í Hafnar- firði var stofnað 11. nóvember 1928 og er sagt í fundargerðabók þannig frá: „I októbermánuði síðastliðnum komu saman nokkrir iðnaðarmenn hafnfirskir í litla fundarsalnum í samkomuhúsi Hafnarfjarðar. Þar var rætt um hver nauðsyn bæri tii þess að stofnað yrði til iðnaðar- mannafélags í Hafnarfirði, og voru allir viðstaddir á einu máli um það, að kosin yrði þriggja manna nefnd til að undirbúa málið. I nefndina voru kosnir þeir Davíð Kristjánsson bæjarfulltrúi. Bror Westerlund vélfræðingur og Emil Jónsson verkfræðingur. Hinn 11. nóvember 1928 boðaði nefnd þessi til fundar, og voru þar mættir 24 menn. Nefndin lagði eindregið til, að félagið yrði stofnað, og lagði fyrir fundinn uppkast að lögum fyrir félagið og fundarsköpum. Lög þessi og fundarsköp voru sniðin eftir lögum og fundarsköpum Iðnaðarmannafélagsins í Reykja- vík og voru samþykkt með minni háttar breytingum. I fyrstu stjórn félagsins voru kosnir: Emil Jóns- son formaður, Davíð Kristjánsson ritari og Asgeir G. Stefánsson gjaldkeri. A næsta fundi gengu 5 nýjir félagar inn og eru stofnendur taldir 29. í ávarpi á 40 ára afmæli félagsins segir Emil Jónsson svo frá um stofnun félagsins: „Lögin um iðju og iðnað voru samþykkt á Alþingi 1927. Þessi lög marka tímamót um stöðu iðnaðar- manna í þjóðfélaginu. Þó að þessum lögum hafi nokkrum sinnum verið breytt, hefir megin- efni þeirra staðið óhaggað síðan en það eru eingöngu meistarar, svein- ar og iðnnemar hafi rétt til að stunda iðnaðarvinnu. Þetta var svo mikil rétta^bót, að ekki gat hjá því farið, að iðnaðarmenn víðs vegar um landið stofnuðu til samtaka um það að standa vörð um þessi réttindi sín og tryggja, að lögin yrðu ekki sniðgengin. Ég mundi segjja, að þetta hefði verið megintilefni þess, að Iðnaðar- mannafélagið í Hafnarfirði var stofnað rúmlega ári síðar, eða 11. nóvember 1928. Þó að iðnráð, fyrir frumkvæði Iðnaðarmannafélags- ins og iðnaðarmanna, tæki að sér nánari útfærslu laganna og ákvörðun um réttindi manna, sem þá fóru nokkuð á milli mála, var það þó iðnaðarmannafélagið, sem átti frumkvæðið. Annað atriði, sem einnig átti nokkurn þátt í stofnun félagsins, var það að tveim árum áður hafði verið stofnaður einkaskóli, kvöld- skóli, fyrir iðnaðarmenn í Hafnar- firði, en þar hafði áður enginn slíkur skóli verið til, en áhugi varð fljótlega fyrir hendi um, að þessum skóla yrði komið í fast og varanlegt form. Engum stóð það þá nær en iðnaðarmönnum sjálfum að koma því máli á nokkurn rekspöl. Því var það, að í fyrstu lögum félagsins var ákveðið, að það skyldi taka að sér rekstur skólans og ábyrgjast kostnaðinn, ef til kæmi að á því þyrfti að halda. Til þess kom þó að vísu aldrei, að til þessarar ábyrgð- ar þyrfti að gripa, allan þann tíma, sem skólinn var rekinn á vegum félagsins, þangað til ríkissjóður tók að sér reksturinn. En segja má, að skólinn hafi verið annað tilefnið til þess, að félagið var stofnað. Mér er það mikil ánægja að hafa verið nokkuð viðriðinn stofnun skólans og rekstur hans í nærri tvo áratugi, og eins við stofnun félagsins, af þeim ástæðum, sem hér hafa verið greindar. Ég vildi óska hafnfirskum iðn- aðarmönnum til hamingju með félagsstofnun sína og rekstur félagsins alla stund síðan og með rekstur iðnskólans, þangað til ríkissjóður tók við. Aðal iðnaðar- mannsins er að hafa lært til verka, og er það fyrst og fremst ástæðan til þes, að iðnaðarmenn hafa fengið þau forréttindi, sem þeim hafa verið gefin með lögunum um iðju og iðnað. Ósk mín til hafnfirskra iðnaðar- manna á fertugsafmæli félagsins er sú, að þeir haldi menntun stéttarinnar í heiðri og noti forréttindi sín, sem þeim eru veitt með lögunum um iðju og iðnað, hófsamlega." Félagið var stofnaðili að Lands- sambandi iðnaðarmanna og hefur alla tíð verið virkur aðili í starfi þess. Það hefir haldið uppi öflugu félagsstarfi í Hafnarfirði í eigin húsakynnum og verið í forystu um margvísleg mál er iðnað og atvinnumál snertir. Félagið gekkst fyrir stofnun Félags byggingarmanna í Hafnar- firði, sem er sveinafélag, og Meistarafélags iðnaðarmanna í byggingariðnaði. Þá hafði félagið frumkvæði að því að eiginkonur iðnaðarmanna í Hafnarfirði stofnuðu 1964 kve- félagið Hrund, sem hefur starfað af miklum þrótti síðan og stutt vel við bakið á iðnaðarsamtökum í bænum. I tilefni 50 ára afmælisins verður á afmælisdaginn haldið samsæti fyrir félagsmenn og gesti og þar verða heiðraðir nokkrir félagsmenn. Núverandi stjórn félagsins skipa: Sigurður Kristinsson málarameistari, formaður, Úlfar Haraldsson netagerðarmeistari, ritari, Stefán Þorsteinsson rafvirkjameistari, varaformaður, Sigurvin Snæbjörnsson húsa- smíðameistari, gjaldkeri, Ríkarður Magnússon múrarameistari, fjár- málaritari. Frá Iðnaðarmannaíélagi Hafnar- fjarðari EINS og skýrt var frá í fréttum háðu 52 leikarar frá 15 þjóðum þing á Hótel Loftleiðum á» vegum alþjóðasambands leikara, FIA. 39 ríki eiga aðild að þessum samtökum í 45 félögum og eru allir meðlimir leikarar að atvinnu. Þingið á Hótel Loftleiðum stóð í tæpa viku og voru aðalmál þess réttinda- og kjaramál leikara víða um heim. Forseti FIA er Frakkinn France Delahalle. Blaðamaður hitti Delahalle að máli og innti hana fyrst eftir því um hvað hefði aðallega verið rætt á þinginu? „Það sem við höfum aðallega fjallað um er tvennt. I fyrsta lagi höfum við rætt um nýja tækni í útsendingu og dreifingu leikins efnis. Það er nauðsynlegt að vernda hagsmuni leikara vegna þessarar nýju tækni. Hér áður fyrr var vinna leikaranna aðeins notuð er þeir sjálfir voru að starfa en nú í dag er hægt að fjöldaframleiða vinnu leikar- anna og miðla henni eins oft og óskað er eftir. I öðru lagi höfum við rætt kjaramál leikara sem er afleið- ing þessarar nýju tækni sem ég talaði um. Vinna leikaranna er framleidd í mörgum eintökum á filmum, kassettum eða á annan hátt en leikararnir fá aðeins greitt fyrir þann tíma sem þeir eru að störfum sjálfir við upptökuna og undirbúning hennar. Leikararnir eru alls ekki á móti þessari nýju tækni. Við teljum hana vera mjög mikilvæga fyrir samband á milli þjóða og reyndar að það sé alveg stórkostlegt að slíkt skuli vera hægt. En það er líka nauðsyn- legt að varðveita menningu hvers lands fyrir sig. Leikarar yfirleitt eru sammála um að þau lönd sem eiga kost á að geta notfært sér þessa tækni geri það að verkum að þjóðir sem ekki eiga þennan kost séu beittar menningarlegri og pólitískri kúgun. Einnig ræddum við mikið um það sem nú er að gerast í S-Ameríku en í sjónvarpinu þar er ekkert annað en erlendar kvikmyndir og fræðsluþættir en ekkert af innlendu efni. Astand- ið í þessum efnum er mjög slæmt þar. En það er hægt að stöðva þessa þróun. Arið 1961 var gert alþjóðlegt samkomulag, Rómar- sáttmálinn, og kveður hann á um verndun þess efnis sem leikarar hafa unnið og eru lögin mjög áþekk þeim sem vernda prentað efni. FIA hvetur sem flest lönd til að samþykkja þessi lög en aðeins 19 lönd í heiminum samþykkja þau þegar. Víðast hvar annars staðar fá leikarar ekki borgað við endurflutning vinnu þeirra. A hvern hátt teljið þið að hægt sé að vernda metíningu hverrar þjóðar? „Á UNESCO-þingi árið 1962 var ákveðið aö menning hverrar þjóðar skyldi stuðla að heims- menningunni en ekki að menn- „Leikar- ar vilja aðvinna þeirrasé velnotnð” France Delahalle. forseti Al- þjóðasambands leikara. Rætt við France Delahalle, forseta Alþjóðasambands leikara, og Gísla Alfreðsson, formann Félags íslenzkra leikara Gísli Alfreðsson formaður Félags íslenzkra leikara. Karl Olsen myndlistarmaður við eitt verka sinna á sýningunni í Grindavík. Karl Olsen sýnir í Festi KARL Olsen opnar sýningu á verkum sínum í Festi í Grindavík í dag, laugardag 11. nóvember kl. 14.00 síðdegis. Er þetta þriðja einkasýning Karls. Verkin á sýningunni eru olíu- og tússverk og eru 41 að tölu. Sýningin verður opin um helgina frá kl. 14.00 til 22.00, svo og mánudag og þriðjudag frá kl. 20.00 til 22.00, en sýningunni lýkur á þriðjudagskvöld. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.