Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 M0R^Jh/-N® (0 (^)9í GRANI göslari l>ú ort skapstillintíarljós. — Það hcfðu allir nema þú barið á móti. þogar hann var búinn að lemja þig svona! Já. ók var ckki lengi. — Teyxjusnúran í boltanum slitn- aði. hann týndist! Við höfum fenRÍð kvartanir yfir hörkulcgri framkomu þinni á söluferðum, en ég segii áfram með smjörið! BRIDGE COSPER Haust og himinstjörnur „Vetur nálgast og svalir vindar frá norðurslóðum taka að blása um landið okkar. Fjöllin falda hvítri blæju. Laufin fölna og falla af trjám og runnum. Og blómin falla til foldar. Hlutverki þeirra er lokið að þessu sinni. Jörðin býr sig undir vetrardvalann, því allt skal aftur rísa upp til lífs, þá vora tekur að nýju. Vernda skal hún öll sín börn í skauti sínu: Fræ og rætur, orma og lirfur, maðk í moldu og mús í holu. En við menn skulum líta upp frá fölva haustsins og nepju norðan- áttarinnar, sem farin er að heim- sækja okkur. Því yfir höfðum okkar blasir við dýrðleg sýn, á hverju heiðskíru kvöldi. Óendan- legur himingeimur hvelfist yfir höfðum okkar og í bládjúpum himnanna sjáum við sindra fjar- lægar sólir, hundruðum og þús- undum saman. Við sjáum að ljós þeirra er misjafnt. Sumar blika rauðleitu ljósi, aðrar gulu, hvítu eða bláu. Litbrigðin eru ótalmörg. Fegurð stjarnanna gleður augað og heillar hugann. Og er við stöndum undir al- stirndri hvelfingunni og gleðjumst af allri ljósadýrðinni, sem þar er að sjá, skyldum við veita athygli þeim orkumagnandi áhrifum, sem þaðan streyma. Ósjálfrátt beinum við huga til þessara fjarlægu heima, og sál okkar fyllist lotn- ingu, því vita skyldum við, að þarna úti í geimnum eru heim- kynni lifsins. Á reikistjörnum þessara björtu sólna, sem við horfum á, hlýtur lífið að blómstra í öllum sínum óendanlega marg- breytileik, sums staðar skammt komið en annars staðar lengra á óendanlegum þroskaferli sínum. Og einhvers staðar þarna úti í ríki sólna og reikistjarna munu til vera lífverur svo háþróaðar að visku og fegurð, mætti og góðvild, að langt hlýtur að taka fram því hugarflugi, er við menn eigum yfir að ráða. En vel megum við gera ráð fyrir, að einmitt frá þessum háþróuðu viskuverum, berist okkur þeir orkustraumar, er breytt gætu lífi okkar til farsældar, ef við aðeins kynnum að veita þeim viðtöku og hefðum til þess vilja og löngun. Ingvar Agnarsson.“ Umsjón: Páll Bergsson Með næstum helming háspil- anna og fimm spil í tromplit andstíeðinganna var austur hæst- ánægður með lokasögnina í spili dagsins. En hann komst að raun um, að ekki var nóg að eiga marga punkta. Suður gaf, allir á hættu. Nprður S. Á5:)2 H. K7 Vestur O T. 5 L. 1)87052 Austur o. — H. 109052 T. 1)10012 L. 1092 Suöur S. DGIO I II. Á842 T. ÁG93 L. 1 o. K.fofo H. DG T. K87 L. ÁKG Sagnii-nar: Vestur Norður 2 lauf 4 spaðar Austur pass pass Suður 1 s])aði 2 hjörtu og allir |)ass pass dobl Yestur spilaði út tígulfjarka og suður tók kónginn með ás. Hann spilaði laufi, austur fékk slaginn, ski))ti í trompsex og sagnhafi fékk á tíuna. Þá hófst víxltrompun. Tígull á tromp, lauf á tromp, tígull á tromp og aftur trompað lauf heima. og eftir kóng og ás í hjarta var staðan þannig. Vcstur Norður S. Á H. - T. - L. D87 Austur S. - S. K987 H.1096 H. - T. D T. - L. — L. - Suöur S. D II. 84 T. G L. - Sagnhafi trompaði nú hjarta með ásnum og hlaut síðan að fá tíunda slaginn á spaðadrottningu. En gat austur betur? Já, hann hefði hnekkt spilinu með því að s])ila sj)aðakóngnum þegar hann s])ilaði sexinu í þriðja slag. Og ættu lesendur að sannreyna þessa fullyrðingu. JOL MAIGRETS Framhaldssaga eftir Georges Simenon. Jóhanna Krístjónsdóttir íslenzkaði. 31 — Ilalló. Þetta er hjá rann- .sóknarlögrcglunni. Klukkan tíu í morgun kom viðskípta- vinur til ykkar. kona sem vildi kaupa eitthvað hjá ykkur. senniiega tösku. Það var ung Ijóshærð kona í grárri dragt með burðarnet I hendi. Munið þér eítir hénni? Það einfaldaði málið kannski að þetta gerðist á jóiadag þegar umferð var í lágmarki. Auk þess hafa margir ómeðvit- aða tilhneigingu til að veita athygli fólki sem kemur ein- hverra erinda einmitt á óvenju- legum dögum. — Það var ég sem afgreiddi hana. Hún tjáði mér að hún hefði verið tilneydd að fara í skyndi til Cambrai að heim- sækja sjúka systur sína og hefði ekki haft tíma til að fara heim í miilitíðinni. Hún vildi ódýra pappatösku sem við höfum nóg af. Ilún valdi meðalstóra gerð. borgaði og fór. Skömmu seinna þegar ég stóð í dyrunum sá ég hana ganga í áttina að stöðinni með töskuna f hendinni. — Eruð þér einar í húðinni. — Nei. ég hef aðstoðarmann. — Gætuð þér skroppið frá í hálftíma. Fáið yður bíl og komið hingað... — Ætlið þér að borga ieigu- bflinn? Á ég að láta hann bíða? — Já, þér látið hann bíða. Um svipað leyti kom fyrri leigubflstjórinn á vettvang. Hann gat ekki dulið undrun sfna þegar hann þekkti þarna Maigret og hann ieit forvitinn f kringum sig og upptekinn aö velta fyrir sér þcssu spennandi umhvcrfi sem honum fannst. — Þér eigið að íara í húsið hérna á móti, upp á þriðju hæð. Ef dyravörðurinn rcynir að stöðva yður segist þér ætla að finna frú Martin. — Frú Martin, ég skil það. — Þér hringið á bjölluna og ef Ijóshærð kona opnar og þér kannist ckki við hana, vcrðið þér að finna upp einhverja afsökun. Þér getið sagt að þér hafið villzt eða hvað sem yður dcttur í hug. Ef einhver annar opnar skuluð þér biðja um að fá að tala við frú Martin sjáifa. — Og hvað svo? — Sfðan ékki söguna meir. Þér skuluð koma hingað til mfn og segja mér hvort þetta cr sama konan og þér ókuð til járnbrautarstöðvarinnar í morgun. — Skilið, lögregluforingi. Þegar dyrnar féllu að störf- um á hæla honum hló Maigrct við. — Þegar sá fyrsti kemur verður hún róleg. Þegar sá næsti kemur — fari allt að líkum, verður hún skelfingu lostin. Og sá þriðji — ja svo fremi að Torrcnce takist að hafa hendur í hári hans. öldungis rétt! Ekki bólaði á öðru en allt gengi eins og smurt. Torrcnce hringdh — Ég held ég hefi fundið hann, húsbóndi. Ég hcf fengið lýsingu á bflstjóra sem tók upp unga konu sem kemur heim við lýsinguna, við Gare du Nord, en hann ók henni ekki aftur til Boulevard Richard Lenoir held- ur skildi hana eftir að ósk hennar á torginu við Rue du Chemin Vert. — Sendu hann hingað. — Það er að segja — hann er ekki bláedrú. — Það gerir ekki vitund. Hvar ert þú? — Á Barbesstöðinni. — Þá er cnginn krókur fyrir þig að aka til Gare du Nord. Þar skaltu fara í deiidina þar sem óskilamunir eru og farang- ur tekinn í geymslu. Því miður er sjálfsagt ekki sami af- grciðslumaður og í morgun. Athugaðu hvort þú sérð þar pappatösku, sjálfsagt ekki ýkja þunga sem afhent var milli klukkan níu og tíu í morgun. Þú verður sjálfsagt að afla þér formlegrar heimildar. Biddu einnig um að fá nafnið og heimilisfangið á þeim scm var við afgreiðsíu í morgun. — Ilvað á ég að gera þegar ég hef lokið því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.