Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 Veður víða um heim Akureyri 1 skýjað Amsterdam 10 heiðskírt Apena 19 heióskírt Barcelona 16 skýjað Berlín 1 heiðskírt Brússel 16 skýjað Chicago 18 skýjað Frankfurt 2 heiðskírt Genf 8 heiðskírt Helsinki 6 skýjaö Jerúsalem 16 skýjað Jóhannes.b. 25 heiöskírt Kaupmannah. 12 skýjað Lissabon 16 skýjað London 16 skýjað Los Angeles 21 skýjað Madríd 14 rigning Malaga vantar Mallorca 20 léttskýjað Miami 27 skýjað Moskva 3 heiðskírt Osló 12 heiöskírt París 9 heiðskírt Reykjavík 2 rigning Rio Oe Janeiro 33 heiðskírt Rómaborg 15 heiðskírt Stokkhólmur 9 skýjað Tel Aviv 22 rigning Tókýó 15 skýjaö Vancouver 8 skýjaö Vínarborg 4 skýjað Indiru hót- að málssókn Nýju Dehlí. 10. nóvember. AP. MÓTFRAMBJÓÐANDI Indiru Gandhi í aukakosningunum í Chikmagalur um síðustu helgi hótaði í dag forsætisráðherranum fyrrverandi málssókn til að fá kosningu hennar dæmda ómerka. Mótframbjóðandinn, þingmaður Janata flokksins, sagði að Indira hefði náð kosningu vegna mútu- Kreiðslna og með svindli. Fellst á hátt lausnargjald Mexikó, 10. nóvember. Reuter. LÖGREGLAN í Mexíkóborg sagði í dag að vínjöfurinn Pedro Domecq væri reiðubúinn til að greiða einnar miiljónar dollara lausnargjald fyrir dóttur sína sem rænt var á þriðjudag. Mannræningjarnir kröfðust þeirrar upphæðar fyrir dótturina, sem er 36 ára gömul, en ekkert var skýrt frá því á hvaða stigi samningaviðræður við mannræn- ingjana eru. I tiikynningu frá mannræningj- unum segir að fórnarlamb þeirra sé við góða heilsu. Domecq er hins vegar sagður vera á sjúkrahúsi. „Ungfrú unga kynslóðin” Tókýó, 10. nóvember. AP. BANDARÍSKA stúlkan Kather- ine Patricia Ruth var í dag krýnd „Ungfrú alheimur 1978“, en hún varð hlutskörpust þeirra 43 kvenna sem þátt tóku í keppninni að þessu sinni. Katherine er tvítug ljóska og er hún önnur bandaríska stúlkan sem sigrar í þessari keppni sem nú var haldin í 18. skipti. í öðru sæti varð Jeanette Arum frá Noregi og þar á eftir komu þær Brigitte Muyshondt frá Belgíu, Petra Brinkmann frá Vestur-Þýzkalandi og Loraine Bernadette Enriques frá Irlandi. Verða samtöl Kiss- ingers birt? Washington, 10. nóv. — AP — Reuter SÚ ÁKVÖRÐUN Henry Kiss- ingers fyrrum utanríkisráð- herra Bandarikjanna að láta hraðritara hlusta á og taka niður símtöl í embættistíð sínni í ráðuneytinu á að líkindum eftir að leiða til þess að almcnningur fái aðgang að samtölunum. Aðeins úrskurð- ur hæstaréttar Bandaríkjanna getur héðan í frá komið í veg fyrir að almenningur fái að- gang að samtölunum. Þegar ljóst varð að Kissinger hafði látið taka niður símtölin sin í utanríkisráðuneytinu fóru blöð fram á að fá aðgang að afritum af þeim. Það féllst Kissinger ekki á og var málinu vísar til héraðsdómstóls. Kraf- ist var úrskurðar þess efnis að skjölin væru eign stjórnarinn- ar, en ekki Kissingers, og að þau skyldu þar með látin af hendi í anda samþykktarinnar um upplýsingaskyldu stjórn- vaida. Héraðsdómstóllinn úrskurð- aði að afritin af samtölunum væru eign stjórnvalda. Kissing- er undi ekki þeim úrskurði og áfrýjaði fil áfrýjunardómstóls, en áfrýjunardómstóllinn úr- skurðaði svo í gær að úrskurður héraðsdómstólsins skyldi standa. Þar með getur Kissing- er aðeins frestað því að al- menningur fái aðgang að skjöl- unum með því að áfrýja til hæstaréttar. Frá vopnasýningu á Rauða torginu í Moskvu í tilefni þess að 61 ár voru liðin frá októberbyltingunni. Hertóku sendiráð N-Yemens í Moskvu Moskvu, 10. nóvember. AP. YFIR áttatíu námsmenn frá Norð- ur-Yemen tóku sendiráð lands síns í Moskvu á sitt vald í dag. Sögðust nemendurnir vera að mótmæla aftökum jemenskra þjóðernissinna og létu sendiherrann senda Ali Abdullah Saleh forseta skeyti þar sem mótmælum þeirra var komið á framfæri. Námsmennirnir sögðu mótmæli sín ekki beinast gegn sendiráðinu og starfsfólki þess og buðu starfsfólk- Bandaríkin stöðva aðstoð til Nicaragua Manabua. Nicaragua, 10. nóvember. AP. ANASTASIO Someza forseti Nicaragua sagði f dag að Banda- ríkjastjórn hefði látið af öllum stuðningi við Nicaragua, og sagði forsetinn að „ákveðnir aðilar“ í stjórn Jimmy Carters Banda- ríkjaforseta vildu stjórn sína feiga. Somoza sagði að lán sem þegar hefðu verið samþykkt hefðu verið afturkölluð og öll aðstoð hefði verið stöðvuð. Somoza sagði enn- fremur að ákveðnir embættismenn í Washington hefðu krafizt þess að hann segði af sér. Forsetinn sagðist ekki ætla að láta undan slíkum þrýstingi. inu að yfirgefa húsnæðið. Starfs- fólkið kaus að vera um kyrrt en sagðist þó ekki taka þátt í aðgerðum námsmannanna. Lögregluvörður var þó ekki efldur \'ið sendiráðið. Til að stytta sér stundir í sendiráðinu sungu námsmennirnir ættjarðarsöngva og báðu bænir. Þeir gáfu einnig út yfirlýsingu þar sem þeir sögðust fordæma „hryðju- verk blóðþyrstra stjórnvalda" í heimalándi sínu. Ennfremur kröfð- ust þeir þess að pólitiskum föngum í Norður-Yemen yrði sleppt úr haldi. Griðungurinn var ,4naður hinn mesti” Dublín. 10. nóvember. AP. GRIÐUNGURINN Bendalls Adema sem sagður er hafa getið um 212.000 afkvæmi, dó úr elli f dag. Nautið var 14 ára að aldri. Það fæddist á Englandi en var keypt til undaneldis frá írlandi 1965. Kýrær sem komnar eru undan Bendalls Adema hafa sérstaklega góða nyt, og gaf ein kýr t.d. af sér 49 lítra mjólkur dag nokkurn á síðastliðnu ári. Öll afkvæmi grið- ungsins voru getin með gervi- frjóvgun. Mikil eftirsjá er að griðungnum og sagði einn af fulltrúum írskra mjólkurframleiðenda í dag að tuddi hefði verið „maður hinn mesti". Angóla: U ppreisnarmenn skemma járnbraut París, 10. nóvember. Reuter. Unita-hreyfing uppreisnar- manna í Angola sagði í tilkynn- ingu í París í dag að iiðsmenn hreyfingarinnar hefðu eyðilagt stjóran hluta Nenguela-járnbraut- Þetta gerðist 1973 — Egyptar og ísraelsmenn undirrita vopnahlé. 1972 — Bandaríkjamenn af- henda Suður-Víetnömum her- stöðina í Long Binh. 1971 — Öldungadeildin stað- festir samning um að skiia Japönum Okinawa. '1965 — Ian Smith lýsir einhliða yfir sjálfstæði Rhódesíu. 1942 — Eisenhower viðurkennir Darlan þjóðhöfðingja Frakka í N-Afríku. 1940 — Bretar ráðast á Taranto og lama ítalska flotann. 1938 — Inönií kosinn forseti Tyrkja við lát Kemal Atatúrks. 1918 — Vopnahléi Fyrri heims- styrjöldinni lýkur. 1895 — Brezka Bechuanaland innlimað í Höfðanýlenduna. 1793 — Kiúbbi Jakobíta í París lokað. 1673 — Jóhann Sobieski kon- ungur Póiiands sigrar Tyrki við Korzim. 1647 — Karl I konungur Eng- lands flýr úr höndum hersins. 1606 — Friðarsamningur Tyrkja og Austurríkismanna í Zeitva-Torok. 1583 — Jarlinn af Desmond fellur í bardaga á Irlandi. 1500 — Granada-sáttmáli Frakka og Spánverja um skipt- ingu Ítalíu. Afmæli dagsinsi Louis Antoine Bougainviile, franskur fiotafor- ingi (1729 - 1811) - Sören Kierkegaard, danskur guðfræð- ingur (1813—1856) — Mamie Eisenhower, ekkja Dwight D. Eisenhowers (18915------) Robert Ryan, bandarískur ieik- ari (1913-1973). Innlenti Eldgos í Öskju 1922 — F. Matthías Jochumsson 1835 — D. Ólafur Stefánsson stiftamt- maður 1812 — Hallur Þórarins- son í Haukadal 1090 — F. Willard Fiskc 1831 - D. Sigurð- ur Guömundsson skólameistari 1949 — Magnús Guðmundsson dómsmálaráðherra fær lausn 1932 — Ásgrímur Jónsson arf- leiðir ríkið að eignum skium 1952 — F. Torfi Bryngeirsson 1926. Orð dagsinsi Tafir enda illa — William ■ Shakespeare, enskur leikritahöfundur (1564 — 1616). arinnar milli hafnarborgarinnar Lobito og koparbeltis Zambíu. Til stóð að opna járnbrautarlín- una að nýju innan nokkurra daga eftir viðgerðir sem hafa verið gerðar á henni vegna skemmda sem á henn urðu í borgarastríðinu 1975. Unita kallar það „vestræna henti- stefnu“ að reynt hefur verið að fá járnbrautina opnaða á ný og fordæmir slíkt. Unita segir að á undanförnum tveimur vikum hafi hreyfingin gert 12 árásir á járnbrautarlínuna og eyðilagt hana á 60 km löngum kafla og þrjár járnbrautarlestir að auki. Sagt er að fjórar lestir hafi farið út af sporinu og tvær brýr hafi verið eyðilagðar. Opna átti brú við landamærabæ- inn Dilolo, milli Angola og Zaire, í síðustu viku og opnun járnbrautar- innar átti að fylgja í kjölfarið. En Unita segir að bardagar hafi geisað á svæðinu síðan angólski stjórnar- herinn hóf nýja sókn í síðasta mánuði. Hreyfingin segir að 5.000 aust- ur-þýzkir fallhlífamenn hafi komið til liðs við her 28.000 Kúbumanna og annarra málaliða frá löndum Varsjárbandalagsins í Angola. Hún segir að stór hluti þessa liðs táki þátt í sókninni gegn Unita er hafi hafizt 22. október í suðurfylkjunum Mexico, Bie, Huambo, Benguela, Cuando-Cubango og Cunene.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.