Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 23 Ebigwei, fulltrúi Nígeríu. „Ég las kynningarrit Friðriks um stefnu hans og mér fundust tillögur hans um eflingu Fide á rökum reistar. Ég hef þá trú, að hann muni vinna vei fyrir okkur í Afríku, sem erum ekki langt á veg komnir í skákinni, því mér sýnast hug- myndir hans koma mjög heim og saman við okkar hugmyndir." Ándstaðan var öflug „Sigur Friðriks og íslendinga er miklu meiri í ljósi þess, hve öflug andstaðan var,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson. „Þetta eru ánægjuleg úrslit fyrir okkur, sem höfum hjáipað Friðrik í framboðinu, en andstæðingar hans höfðu á að skipa mjög öflugu liði og vörðu miklu fé til framboðs- málanna. Júgóslavar beittu utan- ríkisþjónustu sinni óspart og Mendez greiddi skuldir ýmissa skáksambanda til að afla sér fylgis. Hvorugt dugði gegn Friðrik, þegar á hólminn kom.“ Bikar ósigursins Allir sigrar skilja eftir sig sár. Ég hef gert margítarlegar tilraun- ir til að ná tali af Rabel Mendez, en ekki haft árangur sem erfiði. Enginn svarar á herbergi hans og hótelstarfsmenn segjast ekkert vita um, hvar hann haldi sig. Hér á hótelinu leigði hann stóra íbúð og auk þess fylgdi honum mikill ættingahópur. Ibúðin var prýdd myndum frá Puerto Rico og gólfið var stráð litlum höttum, sem hann deildi út meðal Fide-fulltrúanna. Drykkjarföng og tugir glasa stóðu á hliðarborðum í íbúðinni og skrautklæddur þjónn beið þess að renna í staup fyrir gestina, sem tvímælalaust áttu að fá það á tilfinninguna að hinn nýi forseti Alþjóðaskáksambandsins myndi ekkert spara til að gera Fide að stórveldi. En flöskurnar stóðu óhreyfðar og staupin tóm. Einungis . bikar ósigursins var tæmdur. Kólumbía og Mexíkó. Island er með 27,5 vinninga og einnig Argentína, Filipseyjar, Venezúela, Brasilía og Nýja-Sjáland. I síðustu umferðinni munu Ungverjar tefla við Júgóslava, Sovétríkin við Holland og Banda- ríkin við Sviss. Hundruð skák- manna standa meðKorchnoi Buenos Aires. 10. nóv. BEIÐNI Korchnois um að FIDE styddi við bakið á honum í tilraunAn hans til að fá brottfar- arleyfi fyrir fjölskyldu sína frá Sovétríkjunum hefur enn ekki verið tekin fyrir á FIDE þinginu. Hins vegar undirrituðu hundruð skákmanna og kvenna stuðnings- yfirlýsingu þessa efnis á Ólympíuskákmótinu í gær, þar á mcðai allir íslendingar, sem til náðist. — ht. Margeirþarf að vinna til aðnátitli Buenos Aires. 10. nóvember. ÚRSLITIN í síðustu umferð skipta Margeir Pétursson miklu máii, því takist honum að vinna þá skák nær hann árangri til að hljóta titilinn aiþjóðlegur meistari í skák. Margeir var svo óheppinn að missa biðskákina við Viela frá Kúbu niöur í jafntefli, en hann hafði teflt stíft til vinnings og stóð betur, þegar skákin fór í bið. Úrslit annarra biðskáka í dag urðu þau að Jón L. Arnason tapaði fyrir Garcia en Birna vann Fleureau þannig að Kúba vann ísland 2,5:1,5 gn ísland vann Mónakó 2:1 í D-riðli kvennakeppninnar. ht. Fréttaskýring: Miklar viðræður hafa átt sér stað siðustu daga um hvernig flugáhafnir nýju DC-10 þotu Flugleiða verða skipaðar og þegar þetta er ritað er ekki enn séð fyrir endann á þeim viöræðum. Mál þetta varðar skipun 9 áhafna á þotuna, þ.e. flugstjóra, aðstoðarflugmanna og flugvélstjóra. Þjálfun þeirra á að hefjast í Banda- ríkjunum n.k. mánudag og standa til 21. desember. Sú hugmynd, sem stjórn Flug- leiða hefur lagt fyrir Félag ísl. atvinnuflugmanna og Félag Loftleiðaflugmanna, er í nú- verandi mynd þannig að 7 flugstjórar verði úr hópi Loft- leiðaflugmanna, en 2 frá Flug- félaginu og úr hópi Loftleiða- manna verði einnig allir að- stoðarflugmenn og flugvél- stjórar. Félag ísl. atvinnuflug- manna hefur fallizt á þessa hugmynd í aðalatriðum, en henni fylgdi einnig að elzta aðstoðarflugmanni DC-8 þotu Flugleiða var boðið að gerast flugstjóri á Fokker-vél, sem þýddi um 20% launahækkun. F.Í.A. ekki í deilum Upphaflega mun hugmyndin hafa verið sú, að af 18 flugmönnum skyldu 6 vera frá Flugfélaginu og allir aðrir úr hópi Loftleiðamanna, en fljót- gríni en öllu gamni fylgir e.t.v. nokkur alvara. Höfuðröksemdina telja Loft- leiðaflugmenn vera þá, að samningur félags þeirra sé við Loftleiðir og renni hann ekki út fyrr en 1. febrúar n.k. og framlengist um ár hafi honum ekki verið sagt upp með 3ja mánaða fyrirvara og þar eð það hafi ekki verið gert fyrir síðustu mánaðamót sé hann þegar framlengdur um ár eða til 1. febrúar 1980. Þéir benda og á að verði teknir tveir menn frá Flugfélaginu hafi það í för með sér að einhverjir tveir úr þeirra hópi munu áfram hald- ast í sínum stöðum, en ekki fá tilfærslur í flugstjórastörf sem losnuðu e.t.v, og hefði það í för með sér kjaraskerðingu fyrir þá. Stjórn Flugleiða býður hins vegar elzta aðstoðarflug- manni DC-8 þotu að gerast flugstjóri á Fokker, eins og áður var nefnt, en með því myndi hann hækka í launum um 20%. Einnig hefur verið bent á að verði DC-8-þotunni, sem Flugleiðir hafa nú á leigu, skilað um leið og breiðþotan kemur í áætlun verði ekki eins mikil þörf fyrir flugmenn á þær vélar. Flugmenn Loftleiða segja að með því að setja aðstoðarflugmann af þotu, sem eingöngu hefur verið í millilandaflugi, í flugstjóra- sæti á Fokker, geti öryggi verið stefnt í voða þar sem þessum leiðum, en ekki Flug- leiðir. Um kjör flugmanna á E)C-10 er því lítið hægt að segja nema að sú stefna hefur rikt erlendis að laun séu yfirleitt hærri fyrir flug á stærri vélum og er því ekki óeðlilegt að líta svo á að laun á DC-10 verði 6—8% hærri en á DC-8, sem er svipað og hlutfall milli launa á Boeing 727 og DC-8. En hvað gerist verði flugmenn ekki teknir frá Flugfélaginu á DC-10 þotuna? Talið er að í sjálfu sér muni lítið gerast og bent er á að Flugfélagsmenn myndu ekki sætta sig við að fá aðeins tvo menn af 18 á þotuna, og því búist þeir hvort eð er ekki við að nokkur komizt að þar sem samningar við Flugfélag Islands eru enn í gildi á sama hátt og samning- ur flugmanna Loftleiða við Loftleiðir er enn í gildi. Þess vegna er talið að enn um sinn muni Flugfélagsmenn fljúga Boeing og Fokker á sínum leiðum og Loftleiðamenn fljúga DC-8 og 10 á leiðum Loftleiða. Sameiginlegir hagsmunir Loftleiðamenn hafa bent á, að láti stjórn Flugleiða sverfa til stáls, eins og þeir segja, og láti verða af því að þotan komi ekki til notkunar á áætlunar- tilbúna nokkra af sínum mönnum til að manna þær stööur og því telja þeir vart koma til greina að hleypa öðrum þar inn í, svipuð afstaða og Loftleiðamenn hafa. Vera má að samt sem áður verði hægt að liðka þannig til að eitthvað geti gengið saman milli Arnarflugs- og Flugfé- lagsmanna, en þá vilja Arnar- flugsmenn að fullt tillit verði tekið til re.vnslu þeirra af þotuflugi, en ekki starfsára- fjölda, þar sem þar myndu þeir standa Flugfélagsmönnum framar, a.m.k. þeim sem aðal- lega hafa flogið Fokker-vélun- um. Komið í veg fyrir sameiningu? Flugfélagsmenn segja að með andstöðu sinni séu Loftleiða- menn að koma í veg fyrir eitt skref sameiningarinnar. Þeim sé í sjálfu sér ekki svo sárt um þaö hvort þeir komist á breiðþotuna eða ekki, það sé þeim ekkert lífsspursmál. Segja þeir aö verði látið undan kröfum Loftleiðaflugmanna nú sé það enn eitt dæmið um undanlátssemi stjórnar Flug- leiða, og haldi hún áfram komi hún til með að kosta félagið sífellt meira, ekki sízt ef tillit verði til þess tekið að nú fái Réttur okkar er að fljúga DC-10 — segja Loftleiðaflugmenn iffiiitw lOIIIllli Viljum að stjórnin ráði — segja Flugfélagsmenn lega mun hafa verið horfið frá því. Félag ísl. atvinnuflug- manna, sem flugfélagsmenn eru í, segist ekki vera í neinum deilum vegna þessa máls, aðeins bíða þess að hafizt verði handa um þjálfun áhafna. Er því ekki annað vitað af hennar hálfu, en að listinn sé endan- lega fragenginn. Komið hefur fram í fréttum að Félag Loftleiðaflugmanna hef- ur ekki sætt sig við að tveir menn úr hópi Flugfélags- manna verði settir á DC-10. Kemur þar margt il. Ein röksemd þeirra gegn því er sú að starfsaldurslistar félag- anna hafa ekki verið samein- aðir enn og því sé tómt mál um að tala að taka inn félagsmenn frá öðru félagi til að fljúga á þeirra leiðum, og kemur þar önnur röksemdin; þeir leggja áherzlu á að leiðirnar séu þeirra og þar beri öðrum ekki að komast inn. Þeir gætu þess vegna átt von á að flugmönn- um frá Vængjum eða Flugfé- lagi Norðurlands verði boðin störf á DC-10 eins og sumir flugmannanna hafa orðað í reynsla þotuflugmanna er mjög á annan veg, vélarnar stórar og þungar með marga mótora móti litlum tveggja hreyfla vélum sem notaðar eru í innanlandsfluginu, og þotu- flugmenn þekki ekkert til flugleiða innanlands. Ekki spurning um laun Loftleiðaflugmenn segjast vel skilja stöðu Flugféiagsmanna. Þeir hafi árum saman flogið að meirihluta til innanlands og séu e.Lv. orðnir leiðir á því, og ekkert sé óeðlilegt við það að þeir séu færðir til í starfi þegar að því kemur að listar félaganna verði að fullu sam- einaðir. Þá hafa þeir lagt áherzlu á að hér sé ekki um að ræða kjaraspursmál, því laun fyrir störf á DC-10 hafi enn ekki verið ákveððin, heldur miklu fremur réttlætismál, að ekki komi aðrir í störf á flugleiðum Loftleiða en starfs- menn Loftleiða, því það séu Loftleiðir sem hafi flugleyfi á leiðum héðan vegna þess að tveir Flugfélagsmenn fa ekki að fljúga henni, þýði það stórkostlegt fjárhagstap fyrir fyrirtækið. Loftleiðaflugmenn segjast og bera hag Flugleiða fyrir brjósti þar sem þeir séu allir hluthafar og því fari hagsmunir þeirra og félagsins saman. Þeir benda á að verði teknir Flugfélagsmenn á DC-10 hafi það í för með sér ótímabæra tilfærslu manna á milli flugvélategunda, þjálfa þurfi menn af Boeing á DC-þotu, menn Flugfélagsins úr aðstoðarflugmannssæti á Boeing í flugstjórasæti á Fokker o.s.frv. Þessar tilfærsl- ur séu ekki tímabærar og því vart réttlætanlegt að leggja í kostnað sem fylgir þeim. Munu þá Flugfélagsmenn sætta sig við að verða af DC-10 hljóðalaust? Þeir munu hafa rætt þá hugmynd að fá hugs- anlegan aðgang að þeim stöð- um flugstjóra sem senn losna hjá Arnarflugi. Þar hafa er- lendir flugstjórar starfað, en leyfi þeirra eru að renna út og því líður senn að því að fá þurfi nýja menn í sæti flug- stjóra þar. Arnarflug hefur Loftleiðaflugmenn 40 milljón dala tromp á höndina, eins og Flugfélagsmenn segja. Þeir leggja áherzlu á að réttkjörnir menn ráði fyrirtækinu, en ekki einhverjir aðrir og segjast ekki vita annaö en að þeirra tveir menn eigi að fara í þjálfun n.k. mánudag og haldi því af stað utan í dag, þar sem enn hafi ekkert heyrzt frá stjórn Flug- leiða, þ.e. á föstudagskvöld. Um framtíðarskipan þessara mála er það að segja að bæði Félag Loftleiðaflugmanna og Flugfélagsmenn hafa skipað nefndir til þess að fjalla um sameiginlegan lista starfs- manna og var ráðgert áð þeir listar yrðu tilbúnir þegar samningar félaganna rynnu út 1. febrúar, en hvort þessar ýfingar muni breyta nokkru þar um mun erfitt að segja. Telja Flugfélagsmenn þá koma til greina ef ekki gengur saman að leiðum Flugleiða verði skipt og tekin upp ákveðin verkaskipting t.d. á þann veg að Flugfélagsmenn fljúgi á Norðurlönd og Evrópu en Loftleiðamenn á Bandarík- in. jt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.