Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 47 Hef ekki fengið neitt tilboð frá íslandi — segir George Kirby — ÉG IIEF fyrir fjölskyldu að sjá. og get ekki vcrið atvinnulaus. sagði George Kirby fyrrverandi þjálfari Akranesliðsins í knatt- spyrnu er við ræddum við hann í gær. — Ég var einn af fimm umsækjendum um framkvæmda- stjórastarfið og hreppti starfið þann 3. nóvcmber og hóf þegar störf. — Ég er ekki á neinum sérstökum samningi hjá félaginu. þeir geta rekið mig þegar þeim þóknast og ég get hætt þegar ég kæri mig um. — Ilefur þú ekki hug á að þjálfa Akranesliðið? — Ég hef ekki fengið neitt tilboð. hvorki írá Akranesi eða öðru íslensku liði. — Þannig að meðan ég fæ ekkert tilboð get ég ekki sagt neitt. — Hver er staða Halifax um þessar mundir í ensku deildar- keppninni? — Hún er mjög slæm, liðið er á botni 4. deildar. og ég á erfitt verkefni fyrir höndum. Síðastlið- inn laugardag gcrðum við þó jafntefli á útivelli 2—2. og voru það fyrstu stig liðsins í langan tíma. Jafnframt hafa þeir ekki skorað tvö mörk í leik lengi. Svo að þetta var skref í rétta átt. — Er Halifaxliðið sterkara en ÍA-liðið sem þú þjálfaðir? — Já það er mun betra. — Gætir þú hugsanlega notast við íslenska knattspvrnumenn f liði þínu? — Já það gæti ég. allavega ef ég fengi þá á jafngóðum kjörum og Feyenoord fékk Pétur Péturs- son frá Akranesi. Sá samningur sem Akranes gerði var Feyenoord mjög hagstæður. P. Stephan veit augsýnilega hvað hann var að gcra. Hefði ég samið fyrir hönd IA hefði ég samið öðruvísi, sagði Kirby að lokum. þr. Ef ég fengi íslenska leikmenn á jafngóðum kjörum og Feyenoord fékk Pétur Pétursson gæti ég notast við þá hjá Halifax *"-v Markvörðurinn sá um Stjörnuna í annað skiptið í röð, mættu leikmenn Stjörnunar of jarli sínum í líki markvarðar. bór frá Akureyri vann öruggan sigur yfir Stjörnumönn- um í Ásgarði í gær og maðurinn að baki sigrinum var öðrum fremur Ragnar markvörður Þorvaldsson, sem var í banastuði. Langtímum saman lokaði Ragnar markinu algerlega og þá skipti ekki máli hvort Stjörnumenn fengu vítaköst eða komust einir að markinu eftir hraðaupphlaup. En það var ekki eingöngu framúrskarandi leikur Ragnars sem skóp sigurinn, það var líka afspyrnulélegur leikur hjá Stjörnunni, einkum í si'ðari hálfleik. Þórsarar áttu svo sem engan stórleik, en nógu góðan þó til þess að vinna yfirburðarsigur, 21-16. Staðan í hálfleik var 10-9 fyrir Þór. Það var fátt sem benti til komandi hruns Stjörnunnar í fyrri hálfleik, með Ómar endurheimtan í markið (sóttur til Seyðisfjarðar) náði Stjarnan forystu sem náði fjórum mörkum, 8-4, er síga tók á seinni hluta hálfleiksins, nánar tiltekið á 18. mínútu. Þá hrökk allt í lás og á lokasprettinum skoraði Þór 6 mörk gegn einu, 10-9 fyrir Þór. Stjörnunni tókst að jafna í 11-11 fljótlega í síðari hálfleik, en síðan ekki söguna meir, Ragnar tók að verja eins og óður maður og á sama tíma tapaði bæði sóknar- og varnar- leikur Stjörnunar glórunni. Þór skoraði 9 af næstu 10 mörkum leiksins og þaðan varð ekki aftur snúið. Jafnbesti leikmaður Stjörnunnar í haust, Magnús Teitsson, var ekki Fulham vann... FÁEINIR leikir fóru fram í ensku knattspyrnunni í gær- kvöldi og urðu úrslit þeirra þessii 2. deildi Fulham — Bristol Rovers 3:0 3. deiidi Shrewsbury — Walsall 1:1 Tranmere — Peterbrough 1:0 4. deildi Newport — Wigan 2:1 með að þessu sinni og er þar skarð fyrir skildi fyrir Stjörnuna, hann skar sig á fingri fyrir skömmu er hann hugðist opna niðursuðudós í heimahúsum. Ómar markvörður var langbesti leikmaður Stjörnunnar, varði bæði mikið og oft mjög vel. Ármann Sverrisson, betur þekktur fyrir knattspyrnuiðkun með KA, lék sinn fyrsta leik og var mjög frískur í fyrri hálfleik, en siðan slasaði hann sig og kom ekkert meira við sögu. Aðrir leikmenn Stjörnunnar voru ekki svo mikið sem skugginn af sjálfum sér, liðið er ekki nálægt því eins sterkt og í fyrra, þó að mannskapurinn sé sá sami. Áður er getið um stórbrotna markvörslu Ragnars í Þórsmarkinu, en auk hans var líklega Arnar Guðlaugsson bestur hjá Þór. Einnig Sigurður Sigurðsson, sem skoraði mikið, enda illa gætt. Annars er Þórsliðið mjög jafnt og það verður illsigranlegt í vetur, en með þessum sigri náði liðið forystu í 2. deild, hefur hlotið 6 stig af jafnmörgum mögulegum. Möguleikar Stjörnunn- ar á að vera með í toppbaráttunni hafa minnkað verulega að undan- förnu, en þeir geta vart annað en leikið betur í næstu leikjum sínum. Þeir geta a.m.k. ekki leikið verr. Mörk Stjörnunnar: Gunnar Björnsson 4, Árni Árnason, Eggert ísdal, Ármann Sverrisson, Eyjólfur Bragason, Magnús Andrésson og Hörður Hilmarsson 2 mörk hver. Mörk Þórs: Sigurður Sigurðsson 9 (3 víti), Arnar Guðlaugsson 4, Jón Sigurðsson 3, Sigtryggur Guðlaugs- son og Halldór Halldórsson 2 mörk hvor og Gunnar Gunnarsson 1 mark. ------------------ gg- Unglingamót í badminton Unglingameistaramót Reykja- víkur í badminton verður haldið um næstu helgi. 11. og 12. nóv., í Valsheimilinu, keppnin hefst kl. 13.00. Keppt verður í pilta-, stúlkna,- drengja-, telpna,- sveina- og meyjaflokki. Þátttökutilkynningar þurfa að berast Hrólfi Jónssyni fyrir föstudagskvöld í s. 72528. Blakað um helgina Fjórir leikir verða á dagskrá um helgina í blaki. í 1. deild leika ÍS og Mímir kl. 14.15 í Hagaskóla og síðan Þróttur og UMSE, þá leika í 1. deild kvenna Víkingar og Völsungar. Á sunnudag kl. 13.00 leika á Laugarvatni UMFL og UMFE í 1. deild karla. C-keppn- in hafin Nokkrir leikir fóru fram í C-keppninni í handbolta í gær kveldi. (Jrslit þeirra urðu þessi. A-riðill. Sviss — Luxemburg 8—10 (14—7) B-riðilI. ísrael — Finnland 22—11 (13—3) C-riðill. Ítalía — Færeyjar 16—14 (7—6( Allt að 34% fækkun áhorfenda AÐ IJNDANFÖRNU hefur dáli'tið verið skrafað og skrifað um minni aðsókn að leikjum í 1. deild, bæði handbolta og fótbolta á íþróttasíðum Mbl. Alls staðar minnkar aðsókn og alls staðar minnka tekjur félaganna. Síðast þegar mál þetta bar á góma í blaðinu, skoðuðum við nokkrar töflur varðandi aðsókn að Ieikjum í fyrstu deild knattspyrnunnar á Laugardalsvellinum. Að þessu sinni birtum við tvær nýjar tiiflur. Sú fyrri sýnir meðaláhorfendafjölda. ekki aðeins í Reykjavík, heldur einnig á 1. deildarleikjum utan höfuðborgarinnar. Þá fylgir með hvc samdrátturinn er mikill í próscntutölu, frá árinu áður. Þær tölur eru athyglisverðar í mcira lagi og sumar geigva*nlegar. 1978 Fullorðn. Börn. Samtals pr. leik. Reykjavík 36 leikir 21.353 6.864 28.217 784 Akranes 9 leikir 5.356 2.018 7.324819 Akurevri 9 leikir 5.133 1.976 7.109 790 Hafnarfjörður 9 leikir 2.429 817 3.246 361 Keflavík 9leikir 3.837 1.971 5.808 645 Kópavogur 9 leikir 3.596 1.447 5.043 560 Vestmannaeyj. 9 leikir 3.989 420 4.409490 / Samtalss 90 leikir 45.693 15.513 61.206 680 AHs staðar er um hlutfallsiega minni aðsókn að ra*ða og sums staðar miklu minni. Hvcrgi er hún þó eins mikil og í Keflavfk. þar sem áhorfendum fækkaði að mcðaltali um 34,3% írá árinu áður. Minnstur er samdrátturinn á Akureyri, 7,7%. 23,3% er hann á tveimur stöðum. í Hafnarfirði og í Vcstmannaeyjum. í Kópavogi var fækkunin 15,2% og er það ekki sérlega mikið miðað við hve illa Blikunum gekk á si'ðasta keppnistímabili. Virðast Kópavogsbúar hafa haldið töluverðri tryggð við lið sitt þrátt fyrir ófarirnar. Á Skipaskaga fækkaði um 11.7%. Er það mikið miðað við. að liðið vann þar rcgluiega leiki sína, flesta með nokkrum yfirhurðum. Þá er aðeins ógetið um fækkun á leiki í Reykjavík, en þar var hlutfallsleg fækkun 10,7%. Áhorfendum fa-kkaði að meðaltali á öllum völlum um 14,7% miðað við árið á undan. en það ár var einnig um töluverða fækkun að ræða. Mcðalaðsókn að ieikjum Reykjavíkurfélaganna í 1. deild var þcssi á sfðasta sumrii Valur 1409 áhorfendur Víkingur 679 áhorfendur Fram 602 áhorfendur Þróttur 444 áhorfendur Þó að menn deili um hverjir séu hestir, hafa Valsmenn þó óumdeilanlega yfirburði á þessu sviði. Nú skulum við líta á tekjur félaganna af 1. deildarkeppninni. en hcildartckjurnar voru 21.094.498 krónur. Eins og va*nta mátti, eru Valsmenn og Skagamenn efstir á þessum lista eins og nðrurn. Valsmenn eru þó töluvert langt á undan ÍA að þessu sinni. í síðustu viku kom fram í Mbl. að aðeins 4 leikir f 1. deildinni f Reykjavík hefðu náð einni miljón króna í brúttótekjur. Aðeins einn leikur úti á landsbyggðinni náði þcssum tölum. en það var eins og vænta mátti viðureign ÍA og Vals uppi á Skaga, cn þeim lcik lauk með sigri Vals, 1 —0. Listinn lítur þannig út. Félag Valur ÍA Víkingur KA Fram UBK ÍBK ÍBV FH Þróttur tekjur af 1. deild 4.737.380 2.826.137 2.175.562 1.797.211 1.796.774 1.745.448 1.694.021 1.619.733 1.380.090 1.322.142 % af heildartekjum 22,5% 13.4% 10,3% 8,5% 8,5% 8.3% 8.0% 7,7% 6.5% 6.3% Auk þessa fengu stóru strákarnir, Valur og ÍA, miklar tekjur af Evrópuleikjum sínum og af úrslitaieiknum í bikarkeppninni. auk annarra hikarleikja. Tekjur til skipta af úrslitaleiknum voru alls 4.389.942 krónur. Af þessu öllu má sjá. að tekjumunur félaganna í fyrstu deild er mikill en það sannast, að velgengni fylgir mannfjöldi og mannfjöldanum fylgja peningar og því græða Vaíur og ÍA jafnan mest ár hvcrt. —gíí. Hraöskákmót KR verður haldiö í Félagsheimilinu, mánudaginn 20. nóvember 1978, kl. 20.00. Þátttaka tilkynnist í síma 35666, eða 84944. Aðalstjórn KR •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.