Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 11 BreiðfirðinKabúð í Reykjavík. Breiðfirðingafélagið í Reykjavík 40 ára Borgfirzk blanda II komin út BORGFIRZK blanda II er nýkom- in út hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi. en Borgfirzk hlanda I. sem út kom fyrir jólin í fyrra. er uppseld. Bragi Mrðarson bókaút- gefandi á Akranesi hefur safnað efni í ritið. sem hefur að geyma margháttaðan þjóðlegan fróðleik. sagnaþætti. frásagnir af dulræn- um atburðum. draumum og slys- förum. siigur af sérstæðu fólki. gamanmál og lausavísur. Meðal þeirra, sem efni eiga í bókinni eru Andrés Eyjólfsson í Síðumúla, Ari Gíslason á Akra- nesi, Árni Óla, Björn Jakobsson frá Varmalæk, Bragi Þórðarson, Guðlaug Ólafsdóttir á Akranesi, Guðmundur lllugason frá Skógum, Gunnar Guðmundsson frá Hofi í Dýrafirði, Herdís Ólafsdóttir á Akranesi, Jón Helgason ritstjóri, Jón Sigurðsson frá Haukagili, Magnús Sveinsson frá Hvítsstöð- um, Sigurður Ásgeirsson á Reykj- um, Sigurður Guðmundsson frá Kolsstöðum, Sigurður Jónsson frá Haukagili, Sigurður Jónsson, Akranesi, Þórður Kristleifsson frá Stóra-Kroppi og Þ Þorsteinn Guðmundsson á Skálpastöðum. SognHOgfróaSe&iur og &or9orfia(ðorsýtío Borgfirzk blanda II er 248 blaðsíður í stóru broti. Bókin hefur að geyma nafnaskrá og fjölda mynda. Hún er prentuð í Prent- verki Akraness, en káputeikning er eftir Ragnar Lár. Kaffisala í Hafnarfírði „Römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til,“ er forn speki um þá tilfinningu, sem tengir vitund rnanns við upphaf sitt og æskustöðvar. Fullyrða má, að sú göfuga kennd, sem nefnd er ættjarðarást, - sé ofin úr þráðum, sem nefnast tryggð, heimþrá og átthagaást. Sú þjóð, sem glatar þessum eigindum úr jarðvegi og mótun sinnar menningar, hlýtur að verða meira eða minna rótslitin, ræktuð á andlegu og menningarlegu upp- blásturssvæði. Efling átthagaástar og ræktun þess, sem eykur hana og glæðir, hlýtur því að teljast menningar- starfsemi í fremstu röð. Það hlutverk hafa átthagafélög- in unnið öllu öðru fremUr á 20. öld hér í Reykjavík. Þau eru skilgetin afkvæmi þeirra hugsjóna, sem voru arinaldar og leiðarljós ung- mennafélaganna á fyrstu áratug- um aldarinnar. Þau lifa enn með nokkrum krafti. En mörgum finnst samt sem öll aðstaða þeirra og eðli sé breytt. Átthagaástin sé óðum þverrandi og um leið sá ljómi, sem hún veitti. Eitt blómlegasta, elsta og lengi fjölmennasta átthagafélagið hér í borginni er Breiðfirðingafélagið. Það var stofnað 17. nóv. 1938, og er því 40 ára i þessurn mánuði. F.vrsta stjórn félagsins var þannig skipuð: Guðmundur Jóhannesson formaður, Oscar Clausen ritari, Snæbjörn G. Jþns- son gjaldkeri, Filippía Biöndal og Ása Jóhannesdóttir. Félagið hefur í öll þessi ár reynt að standa vörð um vernd og menningu breiðfirskra byggða bæði meðal fólks heiman og heima. Nú er svo komið, að talað er um vernd og varðveislu Breiðafjarðar og þó einkum „eyjanna“ og þeirra lífríkis sem sérstakan þátt í framtíð þjóðar og lands. Þótt þar séu og hafi verið rnörg öfl að verki má öruggt telja umsvif og athafnir átthagafélaganna í orðum og dáðurn hinn ríkasta þátt í þeim hugmyndum. Starfshættir og starfsþættir Breiðfirðingafélagsins eru og hafa verið margvíslegir frá upphafi og allt fram á þennan dag, þótt árin og aðstaða öl! hafi þar rnörgu breytt. Það er kynning, vinátta og eining fólksins heinian að á hverjum tíma sá jarövegur og grunnur, sem allt byggist á með ívafi átthagaástar og tryggðar við heimabyggð. Fyrst má nefna samkomur, skemmtikvöld og fundi, sem eru oftast að vetrinum, með söng, spilum, dansi og ræðum. Þar eru hinar sérstöku starfs- deildir félagsins við hlið stjórnar- innar og í samstarfi við hana mjög þýðingarmiklar. Þær eru: tafldeild, spiladeild og kvennadeild eða handavinnudeild, málfundadeild og í mörg ár mjög góður söngkór, Breiðfirðingakór- inn, og kvartettinn Leikbræður. Þá eru árlegar samkomur fyrir aldraða og jólafagnaður barna, gróðursetningarferðir í Heiðmörk og sumarferðalög einkum vestur og heim. Lengi hafði Breiðfirðingafélagið sérstakar kvöldvökur með sínu upphaflega ívafi í Breiðfirðinga- búð, kynningarkvöld árlega í útvarpinu og útvarpsþátt um breiðfirsk mál^fni. Félagið á tímaritið Breiðfirðing og kemur 36. árgangur hans út, nú í tilefni fertugsafmælisins. Ritið þykir nú orðið hið fróðleg- asta um fortíð og breiðfirska mennt á þessari öld, bæði menn og málefni. Ritstjóri er og hefur verið um langt árabil séra Árelíus Níelsson. Þá hefur Breiðfirðingafélagið veitt ýmsum góðum málum lið heima i héraði, m.a. varðandi skóla og kirkjur. Einnig hefur það reynt að stuðla að verndun og efbngu sérstæðra menningarhátta og sögulegra hefða og erfða. Ritun héraðssögu og gerð kvik- myr.dar frá byggðum Breiðafjarð- ar hefur verið á dagskrá félagsins. En til átaka á þeim sviðum hefur félagið skort fjármagn og því ekki orðið af framkvæmdum. Þetta hvort tveggja er þó meðal þeirra mála, sem segja má, að séu framtíðardraumar félagsins. Stærsta félagslega og fjárhags- lega átakið, sem Breiðfirðinga- félagið hefur borið uppi sér til hagsbóta á þessum áratugum er félagsheimilið Breiðfirðingabúð. Þar eru nú allar aðstæður gerbreyttar. Þó á félagið enn í Breiðfirðingabúð ágætt fundar- herbergi, þar sem vel mættu gefast og ráðast þau ráð, sem létu einn hinn æðsta draum þess frá upphafi rætast: Hagkvæmt og fallegt félags- heimili, með svipmóti og minjum baðstofumenningar við Breiða- fjörð. Félagsmenn hafa flestir orðíð um átta hundruð, en eru nú um þrjú hundruð. Formaður er nú Kristinn Sigur- jónsson húsasmíðameistari, og með honum í stjórn erú: Brandís Steingrímsdóttir ritari, G.vða Þor- steinsdóttir varaformaður, Þor- steinn Johannsson gjaldkeri, Hall- grímur Oddsson, Sigurjón Sveins- son og Guðmundur P. Theodórs. Varamenn eru: Sigurlaug Hjartardóttir og Halldór Kristins- son. Félagið hefur samkomu í Skíða- skálanum í Hveradölum á afmælisdaginn. Kaffisala verður haldin í húsi KFUM og K í Hafnarfirði til ágóða fyrir kristniboð Sambands ísl. kristniboðsfélaga, en á morg- un, sunnudag, er árlegur kristni- boðsdagur. Að kaffisölu þessari stendur kristniboðsdeild KFUM og KFUK í Hafnarfirði og verður hún kl. 15—18 og síðar um daginn eða að lokinni samkomu í húsinu um kvöldið. Á samkom- unni talar sr. Frank M. Halldórsson og sagðar verða fréttir og fluttar frásagnir af kristniboðsstarfi. Hvernig væri að byggja sín húsgögn sjálfur á ódýran Link-samsetningar koma frá Noregi og bjóða uppá marga möguleika, fyrir alla fjölskylduna. Þ6 getur gert f jölmargt sem heimilið þarfnast með Link-samsetningu. A einu kvöldi getur þú með einföldum verkfœrum komið þér upp bókaskáp, klæðaskáp, rúmi, skrifborði o.fl. o.fl. Það er engin þörf á smiðshæfileikum, það eru allir smiðir sem smíða sér húsgögn með norsku Link-samsetningunni, og þar að auki er sparnaðurinn ótrúlegur. Norske Skog Norske Skogindustrier AS Norsku Link-samsetningarnar fást hjái PÉTUR SNÆLAND H.F., Síðumúla 34.105 Reykjavík. Símar 84131 og 84161. Einkaumboð á íslandi MJÖLNIR HEILDVERZLUN H.F., Síðumúla 33, 105 Reykjavík. Sími 84255.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.