Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 47 Evropukeppni landsliöa: Stórsigur Hollands HOLLENDINGAR unnu stórsigur á Austur-Þjóð- verjum, 3—0, í fjórða riðli Evrópukeppninnar í knatt- Oruggt hjá Pólverj- POLVERJAR sigruðu Svisslendinga 2—0 í Evrópukeppni landsliöa í knattspyrnu sem fram fór í gær í Póllandi. Þrátt fyrir að nokkrar frægar stjörnur Pólverja vantaði í liö þeirra náðu þeir góðum og hrööum leik og réðu þeir lögum og lofum á vellinum. Það var Boniek sem skoraði fyrra mark Pólverja á 38. mínútu og Ogaza þaö síðara á 57. mínútu. Var þetta fyrsti sigur Póllands undir stjórn hins nýja þjálfara síns, Ryszard Kulesa, en hann tók við pólska landsliöinu fyrir rúmum mán- uði. Valdi hann unga og sókndjarfa leikmenn í leik þennan og skiluöu þeir vel hlutverki sínu. Áhorfendur að leiknum voru 45.000 og voru ánægöir meö leik sinna manna. spyrnu í gærkvöldi. Leik- urinn fór f ram í Rotterdam og fylgdust 55.000 áhorf- endur með honum. Fyrsta mark leiksins var sjálfs- mark. Varnarmaðurinn Kische sendi boltann í eigið mark strax á 17. mínútu leiksins, en Rudi Geels skoraði hin tvö fyrir Holland. Það fyrra skoraði hann úr vítaspyrnu á 73. mínútu en það síðara með glæsilegum skalla á 88. mínútu. Hollendingar léku undan sterk- um vindi í fyrri hálfleik og sóttu þá mjög stíft á þýska markið og áttu mörg góð marktækifæri, sem þeim tókst ekki að nýta. í síðari hálfleiknum snérist dæmið svo við, þá áttu þeir fullt í fangi með austur-þýska liðið, en tókst samt að halda marki sínu hreinu og eru nú með örugga fyrystu í sínum riðli og mjög gott markahlutfall, hafa skorað 9 mörk en fengið aðeins á sig 1. Staöan í 4. riðli Evrópukeppninnar: Holland 3 3 0 0 9:1 6 Pólland 2 2 0 0 4:0 4 Austur-Þýskaland 2 1 0 1 3:4 2 Svissland 2 0 0 2 1:5 0 ísland 3 0 0 3 1:8 0 Ovæntur sigur Portúgala PORTÚGALAR sigruðu Austur- ríkismenn frekar óvænt 2—1 á Prater-leikvanginum í Vín í gærkvöldi. Voru það mikil von- brigði fyrir þá G2.000 áhorfendur sem á leikinn horfðu. Möguleikar Portúgala í riðlinum aukast verulega við sigur þennan. Það var Nene sem skoraði fyrsta mark Portúgala á 30. mínútu, og var það eina markið í fyrri hálfleiknum. Austurríkismenn náðu að jafna Skotland Úrslit í skoska deildarbikarn- um í gærkvöldii Aberdeen — Ayr 3—0 Arbroath — Rangers 1—2 Celtic — Montrose 3-0 Hibernian — Morton 2—0 með marki Schanners á 71. mín. en sigurmark Portúgala kom rétt fyrir leikslok og skoraði það Alberto á 92. mín. Austurríkismenn áttu mun meira í leiknum, en stjörnur þeirra úr heimsmeistarakeppn- inni, Krankl og Prohaska, voru í strangri gæslu allan leikinn og náðu ekki að sýna það sem í þeim býr. Þrátt fyrir að Austurríkismenn sæktu meira í leiknum komu skyndisóknir Portúgala þeim oft í opna skjöldu og gáfu þeim hættu- leg marktækifæri. Staðan í 2. riðli Evrópukeppninnar: Austurríki 3 2 01 6:4 4 Portúgal 2 11 0 3:2 3 Skotland 2 101 5:5 2 Belgía 2 020 2:22 Belgía 2 0 2 0 2:2 2 Noregur 3 0 1 2 3:6 1 Spánverjar sigr- uðu Rúmena 1—0 SPÁNVER.IAR sigruðu Rúmeni í þriðja riðli Evrópukeppninnar í knattspyrnu í gær 1—0. Leikur- inn fór fram í Valencia á Spáni. Rúmenarnir komu á óvart í byrjun loiksins með því að sækja mikið og leika góða knattspyrnu fprúttlr og átti spánska vörnin oft í vök að verjast. En er líða tók á leikinn fóru Spánverjarnir að taka leikinn mcir í sínar hendur. Þrátt fyrir mikla sókn Rúmcna skoruðu Spánverjar fyrsta mark- ið og það strax á 9. mi'nútu. var það Aseni 'sem skoraði. Hann átti svo mjög gott marktækiíæri aftur á 50. mínútu leiksins en brást þá bogalistin. Þrátt fyrir sigur Spánverja í lciknum áttu Rúmen- ar mun meira í lciknum allan tímann. Áhorfendur voru 65.000. Norðurlandamótið f badminton fer fram í Finnlandi n.k. laugardag. Badmintonsamband íslands hefur valið átta keppendur á mótið og er myndin tekin af þeim á æfingu fyrir skömmu. Talið frá yinstrii Sigurður Kolbeinsson. Jóhann Kjartansson, Kristín Magnúsdóttir. Víðir Bragason. Sigfús Ægir Árnason. Kristín Kristjánsdóttir, Haraldur Kornelíusson og Broddi Kristjánsson. Ljósmynd Kristján. Átta keppendur á N.M. í badminton í dag, fimmtudag, halda 8 íslenskir keppendur í badminton til Finnlands til þátttöku í N.M. sem fram fer í Helsingfors. Þetta er stærsti hópur keppenda, sem BSÍ hefur sent á N.M., og í fyrsta skipti sem konur eru sendar á þetta mót, en vonandi verður framhald á því. Mótið hefst á laugardagsmorgun og lýkur á sunnudag. Á þessu móti veröa allir bestu badmintonleikarar Norður- landa, t.d. Flemming Delfs, Sven Pri og Lena Köppen frá Dan- mörku, Thomas Kihlström, Bengt Fröman og Sture Johnsson frá Svíþjóð. Á þessu má sjá að hér eru engir aukvisar á ferð. Broddi Kristjánsson mætir Finna í fyrsta leik, en aðrir keppendur lenda annaðhvort á móti Svíum eða Dönum í fvrsta leik. í þessari ferð verður einnig háður landsleikur við Finna og fer hann fram á föstudagskvöld 17. nóvember. Veröur þetta þriðja landskeppni Finna og íslendinga í badminton. Finnar hafa sigraö i bæði skiptin sem löndin hafa mæst. Norðmenn töpuðu fyrir Portúgal í C-k eppninni MJÖG óvænt úrslit urðu í C-keppn- nni í handknattleik í gærkvöldi. Noregur tapaði fyrir Portúgal 16—20, staðan í leikhléi var 10 gegn 8 Portúgal í hag. Þessi ósigur Noregs getur gert paö að verkum aö peim tekst ekki að komast í B-keppnina sem fram fer á Spáni. Það áttu allir von á því að Noregur myndi kafsigla lið Portúgala sem hefur ekki sýnt neitt sérstakt í keppninni til þessa. En þeir hafa greinilega vanmetiö andstæðinginn og eftir frekar jafnan fyrri hálfleik þar sem Portúgalar höfðu tryggt sér McEnroe vann Borg BANDARIKJAMAÐURINN John McEnroe, sem er 19 ára gamall. vann opna Stokkhólms- mótið í tennis á mánudaginn. McEnroe kom mjög á ¦ óvart, þegar hann sló engan annan en Björn Borg út í undanúrslitun- um, vann hann G—4 og 6—4. Er þetta í fyrsta skiptið, sem Borg tapar fyrir sér yngri manni. í úrslitunum atti McEnroe kappi við Tim Gulliksons frá Bandarfkjunum og lagði hann snarlega að velli 6—2 og 6—2. Aðeins 19 ára gamall er McEnroe talinn vera jafnvel meira efni en Björn Borg var nokkru sinni talinn, McEnroe er sagður vera mun fjölhæfari en þeir Borg og Connors voru á sama aldri. tveggja marka forystu tókst Norð- mönnum ekki að ná sér á strik í síðari hálfleik, en þá einkenndi óöryggi og taugaspenna allan leik þeirra og Portúgölum tókst að komast í 16—11. Þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir Norðmanna til að jafna metin og sigra tókst það ekki. Svisslendingar sigruöu ísrael 27—20. Náðu þeir yfirburðastöðu í fyrri hálfleik og höfðu 10 marka forskot í leikhléi, 17—7. Þótti lið þeirra leika besta handknattleikinn sem sést hefur í keppninni til þesssa. í síöari hálfleiknum fengu ýngri menn í li inu aö spreyta sig og ísrael minnkaði muninn: Austurríki lék viö ítalíu og sigraði 20—16, og var það fyrsti sigur Austurríkismanna í keppninni. Israel vann Belgíu í GÆRKVÖLDI léku Belgíumenn vináttulands- leik við ísrael og fór leikurinn fram í Israel. Sigruðu heimamenn 1—0. Koma þau úrslit frekar á óvart því að ísrael hefur ekki verið hátt skrifað í knattspyrnunni. Nú nýverið léku Belgíu- menn við Norðmenn og áttu í miklum erfiðleikum með lið þeirra. Allt bendir því til að þeir séu ekki mjög sterkir um þessar mundir. i , >,T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.