Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 262. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Flóttamanna- skipinu vísað frá Malaysíu FLÓTTAMANNASKIP - Um borð í þessu skipi híma nú 2500 ílóttamenn frá Vietnam og bíða örlaga sinna. Malaysíustjórn hefur hótað að f jarlægja skipið úr landhelgi sinni, en Poul Hartling, forstöðumaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hefur skorað á Malaysíu að heimila fólkinu landtöku. Port KlanK. Malaysíu. 15. nóvcmber. AP. Reuter. MALAYSÍUSTJÓRN ítrekaði í dag að ekki kæmi til mála að veita hæli 2500 flóttambnnum frá Víetnam. sem nú eru um borð í flutningaskipinu Hai Hong utan við höfnina í Port Klang í Malaysíu. Segir stjórnin að hún sé reiðubúin að láta í té matvæli, lyf og veita aðra aðhlynningu og aðstoð við að gera við vélar skipsins til þess að það komist í burt. en beitt verði ölluni tiltæk- um ráðum til að losna við skipið úr landhelgi. Poul Hartling, yfirmaður Fyrst síðan Kaírú. Jerúsalem. Washington. 15. nóv. Reuter AP. VARAFORSETI Egyptalands, Hosni Mubarak, var í kvöld væntanlegur til Washington til að gera þar grein fyrir breyttri afstöðu Egypta^ í samningavið- ræðunum við Israelsmenn, sem samið um Gaza og um Vesturbakkann? Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, skoraði í dag á Malay- síustjórn að heimila fólkinu land- göngu um stundarsakir á meðan unnið yrði að því að finna því varanlegt hæli í hinum ýmsu löndum, sem hafa boðið aðstoð sína að þessu leyti. Skipið hefur nú legið undan ströndum Malaysíu í vikutíma og segir bandarískur blaðamaður sem komst um borð í skamma stund að aðbúnaður allur sé hinn ömurleg- asti og hreinasta neyðarástand ríkjandi um borð. Malaysíumenn halda því fram að fólkið um borð sé ekki venjulegt flóttafólk heldur fólk sem greitt hafi offjár til fjármálaaðila í Hong Kong til að komast burt. Burtséð frá því hafi Malaysíumenn þegar gert sitt í því að hjálpa víetnömsk- um flóttamönnum, þar sem þegar séu tugir þúsunda siíkra í landinu. stofnað hefur framtíð viðræðn- anna í hættu. Mubark kom við í París á leið sinni vestur um haf og sagði þar í borg að hann hefði ekki meðferðis neinar nýjar hugmyndir til að færa Carter Bandaríkjafor- seta. Rússar hleypa úr landi veiku barni Moskvu, 15. nóvember — AP. Reuter. SOVÉZK Gyðingahjón fengu í dag heimild yfirvalda til að flytjast úr landi með eins árs dóttur sína, sem þjáist af mjög sjaldgæfum og alvarlegum barnasjúkdómi, er einungis mun unnt að annast með árangri í Bandaríkjunum. Fólk þetta hefur um langa hríð leitað eftir því að flytjast burt, en jafnan verið neitað um nauðsynleg leyfi, þar til Edward Kennedy, banda- ríski öldungadeildarþingmaurinn, tók mál þeirra persónulega upp við Brezhnev forseta Sovétríkj- anna fyrir nokkru. Fjölskyldunni, Boris og Natalyu Katz og dóttur þeirra, var gefinn frestur til 4. desember til að fara úr landi. Natalya Katz sagði vestræn- um fréttamönnum í dag, að þau hjón ættu bágt með að trúa því að þau fengju að fara frá Rússlandi. Sá böggull fylgir þó skammrifi að frestur sá sem gefinn hefur verið til brottfarar er mjög stuttur, en Natalya er nú langt komin á leið með annað barn sitt og hafa læknar ráðlagt henni að leggja ekki á sig nein ferðalög, þar sem séð er að fæðingin verður erfið. Natalya sagðist í dag ekki vita hvort þeim tækist að komast burt fyrir 4. desember, en hún ætti von á öðru barni sínu hvaða dag sem væri úr þessu. Boris Katz sagði í dag að hann myndi þegar fara og ná í vegabréfs- áritanir fyrir fjölskyldu sína og greiða þær 1400 rúblur (um 650 þúsund ísl. kr.), sem þær kosta. Egypzkar heimildir í Washington hermdu á hinn bóginn, að egypzka stjórnin hefði nú í hyggju að slaka á þeirri kröfu sinni að ísraelsmenn féllust á að tengja friðarsamning ríkjanna við framtíð Vesturbakka Jórdanár og Gaza-svæðisins. Sadat Egyptalandsforseti stakk upp á því í gær, að viðræðum um Vesturbakk- ann yrði frestað, en tekið til við samninga um Gaza-svæðið. ísraelsstjórn frestaði í dag fundi sínum um nýjar málamiðlunartil- lögur Bandaríkjastjórnar þar til séð væri hvað Sadat ætti við með þessari hugmynd. Sadat lýsti því yfir í dag að snurða væri hlaupin á þráðinn í viðræðunum og verið gæti heppi- legast fyrir alla aðila að hlé væri gert á þeim og samningsaðilunum þannig gefið tóm til að endurmeta málin frá grunni. Ástæða þess, að Egyptar eru nú fáanlegir til að ræða sérstaklega og fyrst um Gaza-svæðið er talin sú, að þeir fóru með stjórn þess svæðis einir fyrir 6 daga stríðið 1967 og leiðtogar Palestínumanna á svæðinu munu reiðubúnir til sam- starfs nú. Á hinn bóginn var Vesturbakkinn á yfirráðasvæði Jórdaníu fram til 1967 en Jórdaníu- menn hafa ekki viljað taka þátt í friðarviðleitni Sadats. Áfengisauglýs- ingar bannaðar í Svíþjóð Stokkhólmi. 15. nóvember. AP. SÆNSKA þingið ákvað í dag að banna auglýsingar á áfengum drykkjum í Svíþjóð frá og mcð 1. júlí n.k. Auglýsingar á tóbaki verða áfram heimilar, en þeim verða þó að fylgja viðvaranir um skaðsemi reykinga. Bann þings- ins hefur ekki áhrif á auglýsing- ar áfengisframleiðenda í erlend- um blöðum. sem flutt eru til Svíþjóðar. Flugræningi drep- inn í Sovétríkjunum Moskvu. 15. nóvember. AP. VOPNAÐUR maður sem fyrir nokkrum dögum rcyndi að ræna sovézkri farþegaflugvél í innan- landsflugi var skotinn til bana. þegar verðir rcyndu að yfirbuga hann og hann veitti mótspyrnu. að því er sovézka frcttastofan Tass skýrir frá í dag. Tass segir, að maðurinn hafi verið vopnaður glæpamaður, E.M. Makhayev að nafni, og hafi hann verið um borð í áætlunarflugvél á leið frá Krasnodar til Baku við Kaspíahaf. Segir jafnframt, að aðra farþega hafi ekki sakað, þegar flugræningjanum var ráð- inn bani. Þetta er í annað sinn á sex mánuðum sem tilraun til flugráns á þessum slóðum fer út um þúfur. í maímánuði sl. bönuðu öryggis- verðir manni sem hugðist snúa flugvél í innanlandsflugi nálægt Kákasusfjöllum til Vesturlanda. Amarasinghe, f orseti haf réttarráðstef nunnar: „ Við munum Ijúka starfi á nœsta ári" „ÞRATT fyrir nokkur stór vandamál sem liggja fyrir geri ég mcr miklar vonir um að okkur takist að ljúka störfum á vorfundinum, sem ákveðið hefur verið að fari fram 19. marz til 27. aprfl á næsta ári í Gcnf," sagði Hamilton Shirley Amarasinghc, forscti hafrctt- arráðstcfnu Sameinuðu þjóð- anna. í samtali við Morgun- blaðið í gær. Amarasinghc var cins og kunnugt cr af fréttum kosinn á allsherjarþinginu til að gegna áfram störfum forseta ráð- stcfnunnar. þrátt fyrir að hann sé ekki lcngur fulltrúi lands síns. Sri Lanka. hjá Sameinuðu þjóðunum. Við atkvæðagrciðslu á allsherjarþinginu fékk Amarasinghe alls 8fi atkvæði gegn 9. Þá sagði Amarashinghe, að stærstu vandamálin, sem lægju fyrir ráðstefnunni, væru í fyrsta lagi að komast að samkomulagi varðandi auðlindalögsögu ríkja og þá sérstaklega með tilliti til meginlandsríkja, sem lítinn sem engan aðgang hafa að sjó. Hins vegar væru nokkrar deilur um yfirráðaréttinn yfir hafsvæðum utan lögsögu strandríkja. Er Amarasinghe var inntur eftir hans áliti á þeirri gagnrýni sem fram kom af hálfu and- stæðinga hans við atkvæða- greiðsluna til forsetakjörs, þ.e. að ótækt væri að maður sem væri ekki fulltrúi neins lands væri forseti ráðstefnunnar, svaraði hann: „Það er auðvitað út í hött að halda því fram, að ég vinni störf mín verr, þótt ég sé ekki lengur formlegur fulltrúi þjóðar minnar. Ég mun að sjálfsögðu starfa samkvæmt minni beztu sannfæringu og pólitík mun þar ekki hafa nein áhrif, enda tel ég að hafréttar- mál beri að skoða alveg ópóli- tískt. Astæðan sem ríkin gefa upp er bara skálkaskjól og hin raunverulega ástæða er póli- tísk." Að síðustu kom fram hjá Amarasinghe, að ef ekki tækist að ná samkomulagi á fundinum í Genf í vor, þá teldi hann nær víst að hægt væri að ljúka verkinu á einum fundi til viðbótar á næsta ári, þannig að lausn málsins ætti að vera í augsýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.