Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 Krist ján Ragnarsson: Fengu 3 milljónir fyrir verksmidju, sem nú á að kaupa aftur á 300 millj. - ATVINNUREKSTUR á þessum stað heíur verið undir forystu Framkvæmdastofnunar ríkisins í nokkur ár og þaðan hefur fjárrennslinu til togaraútgerðarinnar og frystihússins á staðnum verið stjórnað, sagði Kristján Ragnarsson í ræðu sinni á LÍÚ-fundinum í gær, en hann gerði þar m.a. að umtalsefni atvinnurekstur á Þórshöfn á Langanesi. Sagðist Kristján víkja að þessu máli vegna þess, að hann teldi að þarna væri á ferðinni alvarleg aðvörun til stjórnmálamanna um pólitíska misnotkun á almannafé, sem ekki mætti endurtaka sig. Næst í þessu máli sagði Kristján vera, að Síldarverksmiðjum ríkis- ins yrði seld ónýt síldarverk- smiðja, sem til væri á staðnum. Síðan sagði Kristján í ræðu sinni: „Verksmiðja þessi var seld á uppboði fyrir mörgum árum og eignaðist þá Ríkisábyrgðarsjóður verksmiðjuna, en seldi hana 1973 fyrirtæki á staðnum fyrir 18 milljónir króna, en aldrei mun það þó hafa greitt nema 3 milljónir króna. Nú mun áætlað af stjórn- völdum að selja Síldarverksmiðj- um ríkisins verksmiðjuna fyrir 300 milljónir króna gegn vilja stjórnar og framkvæmdastj. verksmiðj- anna, sem telja verksmiðju þessa aldrei verða notaða." Afengissalan: Aukning í krónutölu 37% á meðan verð- iðhækkaðium73% „ÞAÐ hefur orðið mikill sam- dráttur í áfengissölunni og ekkert Skyndihappdrættið: Dregið eft- ir tvo daga DREGIÐ verður í skyndihapp- drætti Sjálfstæðisflokksins á Uugurdaginn. Þeir sem enn eiga ógerð skil vegna heimsendra miða eru hvattir til að gera þau í dag. Skrifstofan í Sjálfstæðis- húsinu verður opin tií klukkan 22 í kvöld og síminn er 82900. lát þar á," sagði Jón Kjartansson forstjóri ÁTVR í samtali við Mbl. í gær. Salan í Reykjavík fyrstu 10 daga nóvembermánaðar var 301,5 milljónir króna en sömu daga síðasta árs nam salan 232,9 milljónum króna. Aukningin í krónutölu er 29,5% meðan áfengis- verð hefur hækkað um samtals 72,8%. Jón Kjartansson gaf Mbl. einnig upp sölutölur á landinu öllu fyrir september sl. og september '77. Nú seldist áfengi fyrir röskan milljarð en í september '77 fyrir 761,8 milljónir. Aukning á krónutölu er 37%, en 28. desember hækkaði áfengi um 20%, 13. júní sl. hækkaði það aftur um 20% og 8. september um 20% til viðbótar, samtals 72,8%. Dagaspursmál að fá svar um Víðishúsið - segir framkvæmdastjóri Karnabæjar „Þetta er orðið dagaspursmál hjá okkur en við búumst nú við því að menntamálaráðherra sýni okk- ur þann sóma að svara tilhoðinu." sagði Guðlaugur Bergmann fram- kvæmdastjóri Karnabæjar, er Mbl. spurði hann í gær hvort fyrirtækið héldi enn við tilboð sitt í húsnæði menntamálaráðuneytisins í Víðishúsinu. „Við höfðum skýrt ráðherra frá því hvað það skipti okkur miklu máli að fá svar í október," sagði Guðlaugur. „Við höfum að vísu útgöngudyr í málinu, þar sem er lóð í Iðnborgum, sem við myndum þá byggja á, en okkur er nauðsynlegt að geta tekið ákvörðun í málinu á næstunni." Fjárframlag ríkissjóðs í f járlagafrum varpi: 3,6 milljarðar króna tÚ verdtryggingar líf- eyri ríkisstarf smanna FJARFRAMLOG ríkissjóðs til líf- eyris eftirlaunaþega ríkisins eru á f járlögum fyrir 1979 áætluð um 3,6 milljarðar króna eða nánar tiltekið 3.585.039.000- krónur. Fjárhæð þessi hefur frá þvf á fjárlögum f fyrra aukizt um 71,5%, en þá var þessi upphæð rétt rúmlega 2 milljarðar króna eða 2.090.925.000.- krónur. Þessi fjárhæð, tæplega 3,6 milljarðar króna, er framlag ríkis- sjóðs til verðtryggingar greiðslum úr lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins. Ilún mun hækka svo mikið milli ára vegna þess að f fjárlögum síðasta árs var þetta framlag vantalið að einhverju leyti, en f meðferð Alþingis á fjárlagafrum- varpinu f fyrra var áðurnefnd upphæð, rúmir 2 milljarðar króna, lækkuð í 1.890 milljónir króna. Samkvæmt reikningum ársins 1977 fyrir lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins voru lífeyrisgreiðslur 1.341 milljón króna, en þar af var endurgreiðsla ríkisins, þ.e.a.s. hluti ríkisins í verðtryggingu lífeyrisins, 962 milljónir króna. Þá var því sá lífeyrir, sem sjóðurinn sjálfur bar, 379 llljónir króna. Á því ári hafði lífeyrissjóðurinn í raun mun meira greiðsluþol, þar sem fjármunir hans eru að miklu leyti geymdir í verðtryggðum skírteinum. Þetta ár var uppreiknuð verðtrygging á fjármunum sjóðsins á því ári 425 milljónir króna. Morgunblaðinu tókst ekki í gær að fá upplýsingar um áætlaðar lífeyris- greiðslur úr sjóðnum fyrir árið 1979, en fyrir árið 1977 var talan sem sagt 379 milljónir. Þess ber að gæta að þessi upphæð hlýtur að hafa hækkað nokkuð, þar sem yngstu lífeyris- þegarnir eru dýrastir sjóðnum. Sé hins vegar lífeyrisþegi orðinn 10 ára eða meira, er það nú þegar mjög óverulegur kostnaður fyrir sjóðinn að greiða slíkum manni lífeyri. Lagaákvæði sjóðsins segja að greiða skuli lífeyri eins og hann er upphaflega úrskurðaður, en ríkis- sjóður greiði síðan verðtryggingu. Nú mun vera til athugunar að verðtryggt fjármagn sjóðsins komi tíl frádráttar framlagi ríkissjóðs. Lögunum hefur þó enn ekki verið breytt. Ríkisst jórnin sit- ur á völtum stóli segir Þjóðviljinn Ráðherrar vinstri stjórnarinnar sitja á völtum stólum að sögn Þjóðviljans, en forystugrein blaðsins í gær endar svona: „Sjái hinsvegar Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn enga leið aðra en stórskerðingu á kaupmætti launafólks í ASÍ og BSRB, mun verkalýðs- hreyfingin ekki láta það óátalið. Og þá hlýtur Alþýðubandalagið að gera það upp við sig hvort það hefur ekki farið erindisleysu inn í þá ríkisstjórn sem nú situr á völtum stóli." Prestur vill stofna ferða- skrifstofu „ÞAÐ ERU ferðir til ísraels og Grikklands og Egyptalands, sem ég er með í undirbúningi," sagði séra Frank M. Halldórsson er Mbl. spurði hann í ga-r um umsókn þá um stofnun ferðaskrifstofu sem hann hefur sent samgöngumála- ráðuneytinu. „Ég er prestur í fullu starfi og á því verður engin breyting, þannig að ég mun sinna þessu áfram í sumarleyfi mínu. en ég hef tryggt mér starfskraft til rekstursins ef af verður." sagði séra Frank. Ferðamálaráð hefur mælt með því að honum vcrði veitt ferðaskrifstofuleyfi. Sr. Frank sagðist síðastliðin tólf ár hafa verið fararstjóri í sumar- leyfum sínum í ferðum til Biblíu- landa og sögufrægra staða. Hefði hann nú talið rétt að sækja um ferðaskrifstofuleyfi til að fá frjáls- ar hendur um skipulagningu ferða, en í undirbúningi eru páska- og hvítasunnuferð til ísraels og ferð til Grikklands og Egyptalands í júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.