Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 bandaríkjadala í reiðufé og ávísunum í fórum sínum. Hann fór til þess að taka að sér stjórnina í hitabeltis-paradís- inni sinni. Síðustu mánuðina, sem Jones lifði, var hann, að sögn þeirra sem komust lífs af úr búðunum, orðinn snarvitlaus geðsjúkling- ur, sem þjáðist af áköfum þunglyndisköstum og trúði því statt og stöðugt, að hann væri bæði orðinn helsjúkur og að hann væri ofsóttur af óvinum sínum. Hundruð skotvopna voru keypt í San Francisco og flutt ólöglega til Guyana til þess að hægt væri að verja Jonesbæ gegn innrásarliði. „Óeirðasegg- ir" og þeir, sem gerðu tilraun til þess að flýja frá nýlendu sértrúarflokksins í Guyana, voru ýmist settir í fótjárn, sem þeir urðu að bera allt að þrjár vikur, eða þeir voru jarðaðir í einn sólarhring í tveggja metra löngum og 50 sm háum tréköss- um. Hvar eru milljónirnar? Það er lítið orðið eftir af „Alþýðumusterinu" í Kaliforníu. Ættingjar hinna látnu sértrúar- manna stóðu í síðustu viku í hópum fyrir framan aðalstöðvar trúflokksins í San Francisco. I ausandi rigningu stóð fólkið þarna langtímum saman, skók læstar hliðgrindurnar við musterið og heimtaði að fá upplýsingar um látna ástvini sína. En þeir 25 menn, sem héldu til inni í musterinu, flestir þeirra svertingjar, reyndust vera jafn steinilostnir af undrun og ruglaðir yfir þeim tíðindum, sem borist höfðu frá Guyana eins og allir aðrir. Sagt er, að enn séu nokkur hundruð heit- trúaðir fylgismenn Jones í San Francisco, en það hefur reynst ómögulegt að hafa uppi á þeim. Sú spurning hefur vitanlega vaknað, hvað orðið hafi af öllum þeim milljónum bandaríkjadala, sem Jones hafði safnað meðal fylgismanna sinna. Stephan, sonur predikarans, hefur minnst á 10 milljónir, sem komið hafi verið í örugga geymslu í Guyana, og í frétt frá borginni Georgetown er sagt, að í búðum sértrúarflokksins í Guyana hafi fundist um þrjár milljónir dala í gulli, reiðufé og í ávúsunum. Bandaríska innanríkisráðu- neytið hefur tilkynnt, að per- sónulegar eigur hinna látnu muni verða látnar ganga til ættingja, en að því er varðar aðra fjármuni, þá sé það mál í höndum ríkisstjórnar Guyana. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri: Bálið Kyndarar verðbólgubálsins standa í því þessa dagana, að slökkva eða að minnsta kosti reyna að hefta bálið,' sem þeir tendruðu í kjarasamningunum 1977. Segja má, að fyrir þeim sé nú komið eins og manni, sem kveikir í sinuskák á þann hátt, að bera eld að hornunum fyrst og króast síðan inni án undan- ,3rennuvargar" til slökkvistarfa Tekst þeim að hefta bálið? Hver jir eru. ekki sekir? Vinveittstjórn? Siturhúnáfram? Þjóðráð komuleiða, þeim er nauðugur kostur, að berjast gegn bálinu eða verða því að bráð. Að sjálfsögðu vonast öll þjóð- in til þess, að þeim takist að hefta verðbólgubálið, enda eng- um betur kunn upptökin. Það-væri því slæmt ef núver- andi ríkisstjórn hrökklaðist frá of snemma því ennþá höfum við ekki séð nema hluta fyrsta þáttar. Ábyrgir aðilar Hverjir eru það, sem eru sekir? Eru það stjórnmálamenn, sem ekki þora að standa eða falla með skoðunum sínum? Eru það forystumenn verkalýðsfé- laganna, sem meta meira póli- tísk sjónarmið, en hag umbjóð- enda sinna? Eða er það „jjlj. þjóðin, sem um árabil hefur vitandi stefnt út í fenið og nú síðast hafið til valda þá, sem hæst yfirboð áttu (samningana í gildi)? Nei, gott fólk, við skulum ekki reyna, að skjóta okkur undan ábyrgðinni, allir vita hvert stefnir, en fáir eða engir vilja hamla á móti. En eru þá engir ábyrgir aðilar eftir, sem mark er á tekið: Finnum þá og hefjum endur- reisn efnahagslífsins. Vinveitt hverjum? „Sá er vinur er til vamms segir". Þannig hljóðar gamall og góður málsháttur. Fráfarandi ríkisstjórn reyndi, að segja þjóðinni þann einfalda sann- leika, að efnahagslífið þyldi ekki þær kauphækkanir er leiddu af þeim margræddu „sólstöðu- samningum" og öðrum kjara- samningum, sem í kjölfar þeirra fylgdu. Oskhyggja og/ eða þaulseta í valdastólum olli því, að ekki var gengið til kosninga þá þegar og þjóðin látin dæma í málinu. Verkalýðsforystan virðist sannfærð um, að nú sitji að völdum „vinveitt stjórn" hvað sem það nú merkir. Yfirlýsingar forystumanna eru nú í allt öðrum dúr, en fyrir ári síðan. Nú eru allir á því að efnahags- lífið þoli ekki þá hækkunaröldu, sem skellur yfir. Nú er rætt um vanmátt Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs til að greiða bætur, því nú reikna allir með atvinnu- leysi. Framhaldið Augljóst er, að það er hagur allra að núverandi ríkisstjórn sitji áfram að minnsta kosti um tíma. Ástæðurnar eru augljósar, en helstar þessar: Endurskoðun úrelts vísitölu- grundvallar verður ekki fram- kvæmd án vilja verkalýðsfor- ystunnar, sem aðeins hlýðir „vinveittri stjórn". Verðbólgan verður ekki hamin nema að til komi fórnir frá öllum landsmönnum. Verka- lýðsforystan mun sætta sig við aðgerðir „vinveíttrar stjórnar". Vinnulöggjöfin þarfnast end- urskoðunar. „Vinveitt stjórn" á traust þeirra er málið varðar. Margskonar óvinsælar, en nauðsynlegar aðgerðir bíða „vinveittrar stjórnar" til dæmis það að tryggja atvinnu í landinu eða „verja" atvinnu- leysi, marka stefnu í vaxta- og peningamálum, halda útgerð og fiskvinnslu gangandi, stilla landbúnaðarframleiðslu í hóf og svo mætti lengi \elja. Lokaórð I þessari grein hef ég fært fram nokkur rök fyrir því, að naúðsynlegt sé, að hér sé við völd um tíma stjórn, sem fullvíst má þó telja að sé þorra þjóðarinnar á móti skapi (sam- stjórn Komma, Krata og Fram- sóknar). Illt er að þurfa að viðurkenna, að Iýðræðið sé það veikt, að það þurfi að víkja af leið fyrir fámennri harðskeyttri sveit „verkalýðsframvarða", sem spila með fjöregg þjóðarinnar í pólitísku einka- og flokkshags- munaskyni. Nú síðari árin dettur mér oft í hug ráðsnilld sýslumanns fyrir norðan, sem gerði fyllibytturnar að löggum með góðum árangri eftir, að löggæzlumennirnir höfðu gefist upp á, að gæta þeirra. FYRIRFERÐALÍTIL EN FULLKOMIN Olympia SGE 45 rafritvélin hefur kosti stórrar skrifstofuvélar þótt hún sé bæði minni og ódýrari. Fram og f^ aftur dálkaval, 44 lyklaborð, 8 endurtekn - I ingalyklar, hálft stafabil til -^— leiðréttinga o.m.fl. Rétt vél fyrir þann sem hefur lítið pláss en mikil verkefni. A Leitið nánari upplýsinga. Oiympia Intemattonal GWU^lMyj^ KJARAIM HF skrifstofuvélaj & verkstæöi — Tryggvagötu 8, sími 24140 Fyrir helgina eíndi Almenna bókafélagið til kynningar á plötu er félagið hefur gefið út, Stjörnur í skónum. Hér er Sveinbjörn I. Baldvinsson, sem er hb*fundur efnis plötunnar, að flytja efni hennar ásamt félbgum sínum fyrir áheyrendur. Ljósm. Gusjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.