Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR 278. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Anwar Sadat ekki til Oslóar Ósló — 2. desember — Reuter SADAT Egyptalandsf orseti hef ur ákveðið að f ara ekki til óslóar til að veita friðarverðlaunum Nóbels viðtöku hinn 10. þessa mánaðar að því er sendiherra Egypta í Noregi skýrði frá í dag. Telur forsetinn ekki ástæðu til að sitja við hlið Begins, forsætisráðherra ísraels, við athöfnina fyrst friðarsamningarnir eru ekki einu sinni í sjónmáli, að sögn sendiherrans. Sadat hafnar þó ekki verðlaunun- um, en sendir f ulltrúa sinn til að veita þeim viðtöku. Ljóst er að mál þetta veldur Norðmönnum hinum mestu vand- ræðum, ekki sízt vegna þess að verðlaunaveitingin hefur verið mjög umdeild og var af mörgum talin ótímabær. Reiulf Steen, formaður Verkamannaflokksins, segir að hátíðarathöfnin, sem að þessu sinni er ráðgerð í Akers- hus-kastala en ekki í húsakynnum Stórþingsins eins og verið hefur, þjóni engum tilgangi, ef aðeins Menachem Begin verði viðstaddur, og muni raunar gefa ranga mynd af því sem honum, þ.e. Steen, hafi hingað til skilizt að væri mark- miðið með þessari verðlaunaveit- ingu. Fleiri stjórnmálaleiðtogar í Noregi taka í sama streng, og segja sumir að athöfn án Sadats verði mjög óheppilegur atburður. Víða um lönd hefur sú ákvörðun að veita Begin friðarverðlaun Nóbels verið gagnrýnd ekki sízt í Noregi. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem norska friðarverðlaunanefndin kemst í óþægilega aðstöðu vegna hátíðarathafnar, og er þess skemmst að minnast að Henry Kissinger sendi fulltrúa sinn til Óslóar til að taka við verðlaunun- um árið 1975, en við sama tækifæri var hinn verðlaunahafinn, Le Duc Tho, líka fjarstaddur og sendi engan fulltrúa. Enn hefur ekkert heyrzt um viðbrögð Begins vegna þessa máls. Anwar Sadat Flóttamenn farast Kuala Lumpur, Malasíu, 2. des. — Reuter. ÓTTAZT er að rúmlega 100 flótta- menn frá Vietnam, þeirra á meðal fjöldi barna, hafi farizt í stórsjó við strendur Malasíu eftir að þarlend yfirvöld neituðu að heimila bát þeirra landtöku. Alls voru 290 manns á bátnum, og hefur aðeins 148 þeirra verið bjargað. EBE-deila setur svip á gjaldeyris- stefnuna Ósló, 2. des. Frá fréttaritara Mbl., Jan-Erik Lauré HARÐAR deilur hafa spunnizt um það meðal stjórnmálamanna í Noregi hvort Norðmenn eigi að taka þátt í samstarfi Evrópuríkja um nýjan gjaldmiðil, eða EMS, eins og samstarf þetta er nefnt í daglegu tali. Upphaflega var það ætlun ríkisstjórnarinnar að falast eftir þátttöku í EMS án þess að um það yrðu ítarlegar um- ræður á Stórþinginu eða þing- flokknum. En vegna ásakana frá stjórnarandstöðunni hefur Verkamannaflokkurinn nú skipt um skoðun, og verður málið tekið til umræðu á þingi fljótlega. Fyrst vill stjórnin sjá hvað gerist á fundi forsætis-og utanríkisráð- herra ríkja Efnahagsbandalags- ins á mánudag og þriðjudag, en þar verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort EMS-sam- starfinu verður endanlega komið á. Noregur er nú aðili að svo- nefndri „gjaldeyrisslöngu" í Evrópu. Ef komið verður á annars konar gjaldeyrissamstarfi í EMS, sem í Noregi nefnist „súperslangan", verða Norðmenn að taka afstöðu varðandi aðild að því. ,,Svartir kassar" til Astralíu á þriðjudag Colombo — 2. desember — AP SAMKVÆMT ákvörðun loftferðayf- irvalda á Sri Lanka verða „svörtn kassarnir" úr Loftleiðaþotunni, sem fórst í Colombo, sendir til Herskipavernd Madrid, 2. des. — Reuter. RÍKISSTJÓRN Spánar hefur ákveðið að senda sjö herskip til viðbótar til að vernda spænska sjómenn, sem stunda veiðar á miðunum úti af vesturströnd Spænsku-Sahara. en þar voru sjö fiskimenn drepnir fyrr í vikunni, og er talið að morðingjarnir hafi verið skæruliðar úr Polisario-samtökunum. Polisario-samtökin berjast fyrir sjálfstæði Spænsku-Sahara, sem áður laut Spáni, en sænsk yfirvöld afhentu Marokkó og Mauritaníu árið 1976. Morðin á spænsku sjómönnun- um eru nú í rannsókn, og segja yfirvöld að allt verði gert til að tryggja öryggi sjómanna á þessum slóðum. rannsóknar f Astralíu, en ekki til Bandaríkjanna. Að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, breytir þessi ráðstöfun engu um rannsókn málsins, enda þótt það hafi verið ósk Flugleiða að þessi liður rannsóknarinnar færi fram í Bandaríkjunum. Ekki kvaðst Sigurður vita hvað ylli því að loftferðayfirvöld á Sri Lanka kysu fremur að kassarnir væru sendir til Ástralíu en Banda- ríkjanna, en gat sér til að það þætti þægilegra viðureignar þar sem um skemmri vegalengd væri að ræða. í frétt AP-fréttastofunnar er það haft eftir forráðamönnum rannsóknar- innar í Sri Lanka að ákveðið hafi verið að senda kassana til Ástralíu, þar sem þotan hafi verið skráð í Bandarikjunum. Þetta er ekki rétt. Þotan var skráð á íslandi. Leifur Magnússon, formaður nefndar þeirrar hjá Flugleiðum, sem starfar að rannsókn málsins, sagði í viðtati við Morgunblaðið í gær, að mjög erfitt hefði reynzt að fá yfirvöld á Sri Lanka til að hraða rannsókn málsins, og það hefði ekki verið fyrr en eftir að áskorun var send flugmálastjórn landsins með afriti til Jayawardene forseta, að ákvörðun hefði verið tekin um að senda kassana til rannsóknar. Færu þeir til Ástralíu á þriðjudaginn, en að svo komnu máli væri ógjörningur að spá um hvenær rannsókn lyki, en fremur mætti gera ráð fyrir því að mánuðir en vikur liðu áður en niðurstaða fengist. Af hálfu íslands yrðu tveir menn við rannsóknina í Ástralíu, þeir Skúli Jón Sigurðsson frá Flugmálastjórn og Guðlaugur Helgason frá Flugleiðum. Fjörutíu milljarðar til útgerðar Ósló, 2. des. — Reuter. NORSKA ríkisstjórnin birti á föstudag nýjar tillögur sínar um aukinn f járhagsstuðning og lán- veitingar til fiskiðnaðar lands- ins, sem hefur átt við mikla erfiðleika að stríða vegna minnkandi afla. I tillögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að uppbætur og lán nemi 640 milljónum norskra króna (tæpum 40 milljörðum ísl. kr.) en á síðustu árum hefur þessi upphæð numið 500 milljónum n. kr. Sjómannasambandið í Noregi hefur harðlega gagnrýnt þessar tillögur ríkisstjórnarinnar. Segir formaður sambandsins, að fisk- iðnaðurinn hefði þurft að minnsta kosti einn milljarð norskra króna (um 62 milljarða ísl. króna) til að tryggja áfram- haldandi kaupmátt launa sjó- Óttast stórátök ílran Teheran. íran, 2. des. - AP. TIL ÁTAKA kom í Teheran, höfuð- borg írans, f morgun við upphaf Moharram-hátfðar Shiite-trú- flokksins, sem stendur í 29 daga. Beittu hermenn stjórnarinnar skot- vopnum gegn mannfjölda. sem brotið hafði útgöngubann þar í borg, og að sögn stjórnvalda féllu sjii og 26 særðust, en aðrar heimild- ir herma að allt að 70 manns hafi látizt. Rafmagnslaust var víða í borginni og óeirðir í mörgum hverfum. Mest urðu átökin við markaðstorgið þar sem mannfjöldi safnaðist saman undir svörtum fánum múhameðstrú- armanna og hrópaði „morðingjar morðingjar" að hermönnum stjórn- arinnar. Herinn sendi skriðdreka og bryn- varðar bifreiðar á vettvang, og yfir þeim sveimuðu þyrlur, sem beitt var til að leiðbeina vígvélunum á jörðu niðri. Mikill trúarandi ríkir meðal múhameðstrúarmanna á Moharr- am-mánuðinum, en þá minnast þeir pyntingardauða Hosseins sonarson- ar Múhameðs árið 641 e. Kr., sem var stofnandi Shiite-trúarflokksins. Mikili meirihluti þjóðarinnar fylgir Shiite-trúnni, þeirra á meðal sjálfur keisarinn. Helzti andstæðingur keisarans er Ayatullah Khomani, 78 ára gamall leiðtogi Shiite, sem er í útlegð í París. Hefur hann skorað á fylgis- menn sína að berjast gegn tilraunum keisarans til að koma á vestrænum siðum í íran. Nýtur Khomani þar einnig stuðnings pólitískra andstæð- inga keisarans, sem aðallega eru úr röðum vinstrisinna og berjast gegn alræðisvöldum keisarans. Óttazt er að til enn alvarlegri átaka komi í þessum nýbyrjaða hátíðarmánuði Shiite, og haft er eftir áreiðanlegum heimildum að nýlega hafi hermenn stjórnarinnar fundið mikið vopnabúr í borginni Tabriz í Norðvestur-íran, og voru vopnin þar frá Sovétríkjunum. Einnig hafa vopnabirgðir verið gerðar upptækar í Teheran og Nashhad.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.