Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 25 2,3% aukning á sölu Mjólkursamsölunnar HEILDARSALA Mjólkursamsöl- unnar hefur aukist um 2,3% frá því í september s.l. en þá urðu nokkrar verðbreytingar á mjólkurvörum. Undanrennuverð var hækkað en verð á rjóma og smjöri var lækkað. Einnig hafa niðurgreiðslur á mjólk aukist. Frá þessum breytingum hefur mjólkursalan aukist um 3%, rjómasalan um 15%, undanrennu- salan hefur minnkað um 30%, jógúrtsalan aukist um 25%, skyr- salan hefur haldist óbreytt en sala kókómjólkur hefur aukist um 6%. Þessar tölur voru lagðar fram á fréttamannafundi sem forsvarsmenn Mjólkursamsöl- unnar héldu. Á fundinum voru einnig kynntar þær breytingar sem fram hafa komið í framleiðslu M.S. og nýjar vörutegundir sem fyrirhugað er að setja á markað á næstunni og var fréttamönnum boðið að bragða ýmsar þeirra. í september 1977 kom jarðar- berjaskyr á markaðinn og hefur skyrsalan aukist um 8% frá áramótum. Ráðgert er að bæta í framleiðsluna fleiri ávaxtategund- um og einnig er unnið að tilbún- ingi ýmissa rétta með skyr sem aðalhráefni. Mysusalan hefur tvöfaldast frá árinu 1974 og er á vegum Mjólkur- bús Flóamanna undirbúin fram- leiðsla ýmissa mysudrykkja. Töluverðar breytingar hafa orð- ið á jógúrtframleiðslunni í sumar og haust og er enn gert ráð fyrir breytingum. Nýjar tegundir koma á markaðinn í janúar og svo aftur síðar á næsta ári. Einnig er verið að kanna möguleikana á jógúrt- drykkjum. Hjá M.S. standa nú yfir tilraun^ ir með rjóma sem hefur meira fitumagn en sá sem nú er á markaðnum. Fitumeiri rjóminn er hæfari til þeytingar en jafnframt dýrari en rúmmál hans verður meira við þeytingu. Rjóminn sem nú er fáanlegur er 15% feitur (kaffirjómi) og 33% feitur en sá sem tilraunirnar eru gerðar með inniheldur 35—36% fitu. M.S. opnaði í haust verslun í biðskýli S.V.R. á Hlemmi og verða þar seldar vörur frá Emmess-ís. Nú er unnið að breytingum á mjólkurbúð M.S. að Laugavegi 162. Þar munu verða á boðstólum þær vörur sem Mjólkursamsalan fram- leiðir og er ætlunin að veita þar helgárþjonustu. Ráðgert er að verslunin opni eftir áramótin. Hjá Emess-ís eru gerðar tilraunir með ýmsar nýjungar í framleiðslunni þar á meðal með framleiðslu mysuklaka. Munu þessar nýjungar líklega koma á markaðinn í vor. Rekstri brauðgerðar M.S. var breytt eftir að mjólkurbúðum Samsölunriar var lokað. Meiri áhersla var lögð á fjölbreytni brauða og er öllu brauðinu vél- pakkað. -> Hjá Mjólkursamsölunni vinna nú 250 manns. Á sölusvæði hennar eru starfrækt 4 mjólkurbú, í Reykjavík, á Selfossi, í Borgarnesi og Búðardal. Samsalan framleiðir 40 tegundir af mjólkurvörum, 30—40 tegundir af ís og 50 tegundir brauða. Framkvæmdastjóri Mjólkur- samsölunnar er Guðlaugur Björg- vinsson en forstjóri hennar er Ágúst Þorvaldsson. Jóla- pósturinn JÓLAPÓSTURINN. - Póststofan í Reykjavík hefur nú sent út leiðbeiningar sínar til almennings vegna sendingar á jólapósti innan- lands og til útlanda. — Þar segir að tekið verði á móti jólapósti til dreifingar hér innanlands til kl. 22 mánudaginn 18. desember. — Flugpósti — jólapósti til Norður- landa þurfi að skila fyrir 12. desember, en til annarra landa fyrir 15. desember. Sjópóstur til Norðurlanda og Vestur- Evrópulanda þarf að vera kominn í póst eigi síðar en 13. desember. Þeir sem ætla að senda böggul til Bretlands eða Bandaríkjanna ættu að póstleggja þá eigi síðar en 6. desember. Hefur enginn áhuga á hjóla- búnaðinum? Akuryeri 2. des. HJÓLABÚNADUR sá af flugvél, sem kom í vörpu togarans Slétt- baks útaf Suð-Vesturlandi á dög- unum, hefur legið á bersvæði á togarabryggjunni síðan togarinn kom til Akureyrar á miðvikudag- inn og liggur þar enn. Enginn virðist hafa áhuga á þessum hlut, a.m.k. hefur þess ekki orðið vart, að flugmálayfirvöld hafi svo mikið sem sprurst fyrir um hann. Flugumferðarstjóri í flugtrun- inum á Akureyri taldi sennilegt í samtali við Mbl., að hluturinn væri af herflugvél og þá líklega frá heimsstyrjöldinni síðari en tók fram, að hér væri um algera ágizkun að ræða og reist á líkum, sem ráða mætti af frétt og mynd í Mbl. - Sv.P. Ólaf ur Jóhannesson — líklega ábyrgðarlausasti stjórnmála- foringi, sem setið hefur á valdastóli á íslandi a.m.k. frá lýðveldisstofnun. ólafur Ragnar Grímsson — Vilmundur Gylfason — ung- hinn „borgaralegi" stjórn- kratar verða að átta sig á því, málafræðingur, sem nú leiðir að nú er annað hvort að baráttu Alþýðubandalagsins standa við stóru orðin eða fyrir sósíalísku íslandi. þegja. Alþýðubandalagsins með Guðmund J. Guðmundsson í farar- broddi verða auðvitað notaðir til þess að verja þau svik, alveg eins í og þeir eru notaðir nú til þess að i verja „kaupránið". Það þarf ekki að bíða lengur en fram að jólum til > þess að sjá fyrstu svikin. ASÍ * hefur lýst því yfir, að samþykkt . löggjafar um þessar félagslegu » umbætur fyrir áramót sé forsenda <" fyrir stuðningi við „kaupránið". 1 Löggjöfin um þessar „félagslegu umbætur" verður að sjálfsögðu - ekki samþykkt fyrir jól og ASÍ 1 mun að sjálfsögðu halda uppi i vörnum fyrir það, að ekki hafi ? unnizt tími til að ganga frá þessum loforðum áður en þing- menn fóru í jólaleyfi. Þannig er i unnið skref fyrir skref, ein lygi hér r og önnur þar í von um, að ekki s verði eftir þeim tekið. ð Eitt helzta tæki Alþýðubanda- n lagsins í þessum leik er Ólafur - . Jóhannesson, forsætisráðherra. ð Þegar litið er yfir farinn veg frá n því, að Ólafur Jóhannesson mynd- n aði hina fyrri vinstri stjórn sína sumarið 1971 og hvatti menn þá til ii þess að hespa stjórnarmyndunina i, af, hvað sem málefnum liði, er ð ekki hægt að komast hjá þeirri í- niðurstöðu, að núverandi forsætis- ráðherra sé að þessu og ýmsu öðru n leyti ábyrgðarlausasti stjórnmála- r foringi, sem setið hefur- í valda- stóli á íslandi a.m.k. frá lýðveldis- stofnun. Allt framferði hans er með þeim hætti. Undir forsæti Ólafs Jóhannes- sonar hófst sú óðaverðbólgualda á tímum fyrri vinstri stjórnar hans, sem við höfum enn ekki ráðið við. Enginn einn maður ber meiri ábyrgð á þeirri þróun en Ólafur Jóhannesson. Það má því segja, að það sé mátulegt á hann að veita nú forsæti annarri vinstri stjórn, sem er að glíma við þann draug, sem sú fyrri vakti upp vegna ábyrgðar- leysis og stjórnleysis. Hins vegar hefði mátt ætla, að núverandi forsætisráðherra hefði eitthvað lært af því að verða maðurinn í Islandssögunni, sem hleypti óða- verðbólgunni af stað. En svo virðist ekki vera. Síðari hluta nóvembermánaðar átti Ólafur Jóhannesson kost á því að beita sér fyrir aðgerðum nú hinn 1. desember, sem líklegar voru til að ná einhverjum árangri. Alþýðu- flokkurinn lagði fram tillögur í ríkisstjórninni, sem stefndu að þessu marki. Fjármálaráðherra Framsóknarflokksins tók undir þessar tillögur og talaði fyrir þeim á fundum í ríkisstjórninni. Þing- flokkur Framsóknarflokksins samþykkti þær. En innan Fram- sóknarflokksins ríkir einhvers konar alræði eins manns. Þess vegna gilti einu, þótt þingflokkur Framsóknar hefði samþykkt eitthvað fyrri hluta viku og fjármálaráðherra Framsóknar hefði talað þindarlaust fyrir því á ríkisstjórnarfundum — Ólafur Jóhannesson sigldi að sjálfsögðu upp að hliðinni á kommúnistum og stökk um borð hjá þeim. Ólafur Jóhannesson veit mæta vel, að lögin, sem hann mælti fyrir í þinginu í síðustu viku munu ekkert duga. En honum virðist vera nákvæmlega sama. Svo er að sjá, sem hann hafi enga pólitíska sannfæringu, sem hann vilji standa við, heldur hugsi hann um það eitt að sitja meðan sætt er. Ef nauðsynlegt er að taka undir með tillögum kommúnista til þess að sitja þá er það gert, hvað sem efni málsins líður. Þetta er sú stjórn- list, sem leiddi óðaverðbólguna yfir okkur íslendinga og þetta er sú stjórnlist, sem á eftir að verða okkur enn þyngri í skauti áður en yfir lýkur, svo að ekki sé nú talað um hlutskipti Framsóknarflokks- ins, sem slíks. Það má mikið vera, ef hann lifir þetta ævintýri af. En af þessum sömu ástæðum gagnast Ólafur Jóhannesson Alþýðubanda- laginu vel. Alþýðuflokkurinn notast ekki síður vel í vegferð Alþýðubanda- lagsins á leiðinni til sósíalismans með ísland í fanginu. Alþýðu- flokkurinn vill stefna í allt aðra átt en hefur ekki þrek og kjark til þess að fylgja þeirri sannfæringu eftir. Það er kominn tími til þess fyrir hina ungu þingmenn Alþýðu- flokksins að átta sig á því, að aðstaða þeirra hefur gerbreytzt á þremur mánuðum. Sl. haust var enn hlustað á þá. Sl. haust þótti það fréttnæmt sem þeir sögðu. Nú þremur mánuðum síðar duga orðin ein ekki lengur. Nú verða gerðir að fylgja orðum. En á þeim punkti guggna þeir allir upp til hópa. Þess vegna er ekki lengur tekið mark á þeim. Vilji þeir hlusta á góð ráð eiga þeir ekki nema tvo kosti: annað hvort að halda sér saman og láta kommúnista nota sig til þeirra verka, sem þeir vinna nú skipulega og markvisst að — eða þá að standa við stóru orðin. En mikið skelfing er fólk orðið leitt á þessu „orðakonfekti" þingmanna Alþýðuflokksins. Stada Sjálfstædis- fLokksins Sú mynd, sem hér hefur verið dregin upp af stjórnmálaástand- inu er afar skýr. Alþýðubandalag- ið stjórnar landinu í dag. Það vinnur markvisst að því að undir- búa jarðveginn fyrir sósíalíska stjórnarhætti. Það misnotar verkalýðshreyfinguna að vild sinni í þeim tilgangi. Það notast við Ólaf Jóhannesson og Alþýðuflokkinn eins og hækjur. Það hefur engan áhuga á því að ná tökum á óðaverðbólgunni, heldur þvert á móti að koma hér á enn meira öngþveiti í efnahagsmálum. Að þess dómi er það líklegasta leiðin til þess að koma hér á því þjóðskipulagi, sem það berst fyrir. Með „kaupráns'Mögum þeim, sem samþykkt voru á fimmtudag hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið þá viðspyrnu, sem hann hefur ekki haft frá kosningum í vor. Nú þurfa Sjálfstæðismenn að taka til hönd- um og skipuleggja lið sitt til nýrrar sóknar. Þjóðin stendur nú frammi fyrir alvarlegustu tilraun, sem gerð hefur verið til þess að leiða hana yfir í herbúðir hinna sósíalísku ríkja. Vinnubrögðin sem beitt eru eru að mörgu leyti samræmdari og markvissari en áður. Tilraunin er því hættulegri en áður. Eyjólfur Konráð Jónsson, alþm. lýsti tilraun Alþýðubandalagsins til þess að þoka Islandi áleiðis inn í sósíalíska stjórnarhætti með hinum „tímabundnu" efnahags- aðgerðum mjög skýrt í ræðu er hann flutti í útvarpsumræðum sl. miðvikudagskvöld. Hann sagði m.a.: „Hins vegar er ljóst, að náið samstarf hefur verið á milli forystu Framsóknarflokksins og áhrifamestu aflanna í komm- únistaflokknum, því að stefnan er mörkuð eftir kennslubókum í sósíalisma, kommúnisma. Og stef- ið er þetta, rauði þráðurinn er þessi: fjármunina burt frá fólkinu, burt frá einstaklingunum, lægri laun, meiri ríkisafskipti, meiri svokallaðar félagslegar umbætur og yfirstjórn sjálfskjörinnar for- ystu lítillar klíku í launþegasam- tökum í nánu samstarfi við vinstri sinnaða ríkisstjórn. Og stjórn Verkamannasambandsins lýsir því yfir, að hún vilji veita ríkisstjórn- inni starfsfrið til að svipta fólkið fjárráðum og færa fé þess til opinberra og hálfopinberra stofn- ana, sem að sjálfsögðu eiga að vera á valdi svokallaðra vinstri afla. Og valdinu ber að þjappa saman, taka það frá fólkinu og færa til foringjanna. Sósíalismi skal það vera, líklega seindrepandi sósíal- ismi. En kannski er það þetta, sem forsætisráðherra átti við, þegar hann ræddi um lækinn sinn og sagði, að verið gæti að við verðum á næstunni að láta okkur nægja hin smáu skrefin. En skrefin eru bara ekki eins smá og hann vill vera láta. Við erum á hraðri leið til sósíalisma, leið til ánauðar og versnandi lífskjara."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.