Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978
Erik Sönderholm:
Morgunblaðið hefur beðið dr. Erik Sönderholm, forstjóra
Norræna hússins og fyrrum sendikennara, að skrifa um bók
Halldórs Laxness, Sjömeistarasöguna, og aðrar skáldsögur
hans í ritgerðarformi. Dr. Erik Sönderholm hefur skrifað bók
um Halldór Laxness sem væntanleg er á markað í Danmörku
innan skamms. Grein hansfer hér á eftir:
Sjálfsævisaga, sagnfræðilegt
rit, frásögn og skáldsaga eru
sem kunnugt er allt orð, sem
notuð eru um sannsöguleg
bókmenntaverk í óbundnu
máli. Sé ætlunin sú að setja raungildi
textans sem prófstein kann að virðast
auðvelt að greina hér á milli, en
forsendan hlýtur þá að vera sú skoðun, að
skýr mörk séu milli hlutlægis og
óhlutlægis. Ekki þarf náin kynni af
bókmenntum til að komast að því að
mörkin milli einmitt þessara orða eru
miklu óljósari en virtist við fyrstu sýn. Er
til dæmis frásögnin af Ólafi konungi
helga í Heimskringlu ævisaga eða
sagnfræðileg greinargerð? Og þar sem
staðreyndin er sú, að ekki er tiltækt ýkja
mikið annað sagnfræðilegt efni, sem
hægt væri að taka til samanburðar, hvað
ætti þá að vera á móti því að lesa
frásögnina sem skáldskap? Ef við tökum
aftur á móti síðari tíma skáldsögu eins og
Vefarann mikla frá Kasmír þá gætu
flestir lesendur sjálfsagt fallizt á að hana
bæri að skilgreina sem skáldsögu, enda
þótt ekki geti leikið vafi á að sannsöguleg
æviatriði séu verulegur þáttur í því verki,
hvort sem litið er á atburðarásina eða
persónueinkenni, þótt á hinn bóginn sé
ljóst að farið er óhlutlægt með efnið en
ekki hlutlægt.
Æ ofan í æ hefur Laxness fengið
ofanígjöf frá íslenzkum lesendum sínum
fyrir að sækja sér efnivið í raunveruleik-
ann og fyrir að færa sér í nyt lifandi
fyrirmyndir. Þetta er álitið til hins mesta
vanza og haft til marks um skort á
skáldlegri hugkvæmni. Því þykir sjálf-
sagt að skamma höfundinn, en um leið er
svo eins víst að þessum sömu gagnrýn-
endum þyki jafnvel enn lakara að
frásögnin skuli ekki vera í samræmi við
raunveruleikann, með öðrum orðum að
sögupersónurnar séu ekki ljósmyndir af
umræddum fyrirmyndum. Eigi höfundur-
inn því sannarlega skilið að fá til
tevatnsins fyrir ósannsöglina.
Hér að ofan hefur ekki verið minnzt á
skilgreiningu, sem þó er aðeins afbrigði
af hinum, sjálfsævisöguna, það er að
segja sögu þar sem aðalsögupersónan og
höfundurinn eru ein og sama manneskj-
an. Þótt slík sagnagerð sé afbrigði af
ævisögunni, sem er tiltölulega hlutlægur
frásagnarháttur, þá þarf að sönnu
töluverða einfeldni til að halda því fram
að sjálfsævisögur séu fremur áhugaverð-
ar vegna sagnfræðilegs gildis síns en þess
ljóss, sem þær varpa á hið sálræna svið.
Það hefur alltaf verið viðtekin skoðun að
jafnvel hinn nákvæmasti og áreiðanleg-
asti sjálfsævisöguritari kemst ekki hjá
því að hans eigin skaphöfn liti frásögn-
ina, bæði hvað viðkemur sjálfum honum
og því fólki, sem hann hefur kynnzt í
Íífinu og uppvekur síðan í riti sínu. Ef
sjálfsævisöguritarinn er í þokkabót skáld
að atvinnu er algjörlega útilokað að
frásögnin beri enn frekar vott um listræn
tilþrif, með öðrum orðum, að hann lagi
raunveruleikann að lögmálum listaverks-
ins. Þess vegna nefndi Goethe endur-
minningar sínar „Dichtung und
Wahrheit", þar sem orðið „skáldskapur"
er meira að segja látið standa á undan
„sannleikur". Danski rithöfundurinn og
Nóbelsverðlaunahafinn Henrik
Pontoppidan nefndi endurminningar
sínar „A leiðinni til sjálfs mín“, en þær
minna að sumu leyti á hinar þrjár
endurminningabækur Laxness hvað
snertir meðferð á raunveruleikanum.
Titillinn gefur til kynna að í sinni eigin
fortíð leitar hann samsvörunar þess tíma,
sem er þegar hann skrifar, og reynir að
lýsa því. Hinar rómuðu endurminningar
Leonoru Christinu úr prísundinni,
„Jammersminde", eru listaverk, og gefa
til dæmis þá hugmynd að þær séu í heild
sinni ritaðar á meðan hún sat árin
tuttugu og tvö í Bláturni. Sú hugmynd er
ekki í samræmi við raunveruleikann, en
listræn sjónarmið gerðu þá kröfu til
hennar að bókin yrði í formi heimilda,
sem skráðar væru meðan á sjálfri
fangavistinni stæði, — sem sé, væru ekta.
Svona má lengi telja, en þá kemur
smásálin með sitt fræga „Hierin irrt sich
Goethe", og heldur að með smásmyglis-
legum ábendingum sé hægt að setjast á
öxlina á Goethe og segja: „Sko, ég er
miklu stærri, því að ég veit betur!"
Auðvitað verður að umbera misskilning-
inn og að sjálfsögðu eru leiðréttingarnar
þakkarverðar út af fyrir sig.
Að skrifa endurminningar í skáldsögu-
formi, eða ef til vill öllu heldur sem
meðvitaða blöndu af hugarburði og
raunveruleika, er í grundvallaratriðum
engin ný uppfinning. Það kemur, eins og
áður sagði, fram í titli Goethes, að hann
skrifar út frá slíkum forsendum, og sama
gildir til dæmis um sjálfsævisögu H.C.
Andersens. Um síðustu aldamót komu
fram á Norðurlöndum sjálfsævisögur sem
voru ennþá skáldlegri; fyrst og fremst frá
hendi Strindbergs í verkum eins og
„Varnarræða vitfirrings", „Inferno" og
„Legender", og í skáldsögu Laxness,
„Úngur eg var“, kemur ótvírætt fram að
þessi verk hafa öðrum fremur örvað hann
í leit að aðferð, sem hentaði honum við
ritun sjálfsævisögu. Áður en við látum
þessum inngangshugleiðingum lokið,
væri ástæða til að gera sér grein fyrir þvi
að þessi tiltekna afstaða til sjálfsævi-
sagnaritunar orsakar, að með réttu er
hægt að skoða hinar þrjár endurminn-
ingabækur Laxness sem þróunar- eða
þroskasögur. Um leið má benda á Goethe,
sem reið á vaðið með slíka sagnagerð í
„Wilhelm Meister". Á Norðurlöndum eru
þekkt dæmi um hana, svo sem „Niels
Lyhne" (1880) eftir J.P. Jacobsen og
„Lykke-Per“ (1904) eftir Henrik
Pontoppidan; „Jean-Christophe“
(1904—12) er þekkt alþjóðlegt dæmi, sem
hefur haft áhrif á Islandi, einnig hjá
Laxness.
II.
Það er fróðlegt að veita því athygli af
hversu mikilli varfærni Laxness hefur
nálgazt sjálfsævisöguna. Reyndar byrjaði
hann á endinum, með „Skáldatíma"
(1963) og „íslendingaspjalli" (1967), sem
báðar greindu frá rithöfundarferli hans
frá því að hann dvaldist í klaustrinu og
þar til síðari heimsstyrjöldin hófst. Þegar
þessar tvær bækur eru skoðaðar í ljósi
þess tíma, sem síðan er liðinn, kemur
fram skyldleikinn við nýju bækurnar
þrjár, þar sem sagt er frá því sem gerðist
fyrir klausturvistina. Blönduna af hug-
smíðum og ritgerð, sem setur svip á
endurminningabækurnar þrjár, getur
einnig að líta í bókunum tveimur frá
sjöunda 'áratugnum, en samsetningin er
öðru vísi. Þáttur ritgerðarformsins er
stærri; en Skáldatíma verður líka að lesa
cum grano salis, til að virða raunveru-
leikann, en sumir kaflarnir eu eiginlega
smásögur („Fjölskyldulíf í Barcelona").
Áratugur átti eftir að líða áður en
Laxness sneri sér á ný að endur-
minningunum. Þó verður að líta svo á að
sögurnar „Innansveitarkroníka" og
„Guðsgjafarþula" hafi verið merkir
*
Ljósm. Markus I>*ppo
Halldór Laxness og Erik
Sönderholm að Gljúíra-
steini.
áfangar í áttina að minningasögunum,
einnig hvað stílgerðina snertir.
í fyllingu tímans fór Laxness nokkuð
óvænta leið þegar hann hljóp yfir hið
mikilvæga tímabil 1914 til 1919, enda þótt
hann hæfi verk sitt í réttri tímaröð með
„í túninu heima" (1975), þar sem
atburðarásinni lýkur 1914. í staðinn tók
hann sér fyrir hendur að lýsa hinni
skömmu en merkilegu Kaupmannahaf
ardvöl 1919 í „Úngur eg var“ (1976).
Þessar sögur fjalla báðar um vandamál
listamanna og þroska rit.höfundarins á
þessu skeiði, en í þessu samhengi skapaði
það tilfinnanlegt tómarúm að Reykja-
víkurárunum skyldi vera sleppt, þar sem
þau varpa ekki sízt ljósi á viðfangsefnið. í
fyrstu bókinni skiljum við þar við
„listamanninn" 12 ára að aldri, þar sem
hann er að brenna verkum sínum til að
byrja á nýjan leik einmitt árið 1914.
þegar veröld 19. aldarinnar hrundi saman
í bókstaflegum skilningi. Þá gjörbreyttist
staða listarinnar og listamannanna, en
það er erfitt að setja þennan dreng í
samband við unga manninn, sem leggur
af stað út í heiminn 1919 til að drekka í