Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 42 Pálmi Gunnarsson er meöal þeirra tónlistar- manna, sem fram koma á Jólakonsertnum í Háskólabíói klukkan 22.00 í kvöld. Jólakonsert 78 í Háskófabíói Það verður leikiö og sungið af mikilli innlífun í Háskólabíói í kvöld, en Þá halda Hljómplötuút- gáfan h.f., Æskulýðsráö Reykjavíkur og geðdeild Barnaspítala Hringsins hljómleika Þar og hefjast Þeir klukkan 22.00. Þar koma fram Brunaliðiö, Pálmi Gunnarsson, Björgvin Halldórsson, Halli & Laddi, Ragnhildur Gísla- dóttir, Magnús Þór Sigmundsson, kór Öldu- túnsskóla, félagar úr Karlakór Reykjavíkur, Ruth Reginalds og átta manna söngsveit margra okkar beztu söngvara. Hefur hljóm- leikunum verið gefið nafnið Jólakonsert ’78, en Þeir eru haldnir til styrktar geðveikum börnum. Gefa allir listamennirnir vinnu sína, Þannig að allur ágóði rennur óskertur til stofnsjóös meðferðarheimilis fyrir geðveik börn. í tilefni Þessara hljómleika hefur Brunaliðið verið „aukið ogendurbætt". Skipa Það nú Pálmi Gunnarsson, bassaleikari og söngvari, Sigurður Karlsson, trommuleikari, Ragnhildur Gísladótt- ir, söngvari og píanóleikari, Björgvin Gíslason, gítarleikari, Þórhallur Sigurðsson (sem Þekktari er undir nafninu Laddi), söngvari, og Magnús Kjartansson, píanóleikari og söngvari. Þá leika Þeim til aöstoðar Friöri, Karlsson, gítarleikari, Lárus Grímsson, píanóleikari, blásarasveit undir stjórn Magnúsar Kjartans- sonar og ef til vill fleiri. Söngvararnir átta sem skipa söngsveitina eru: Ellen Kristjánsdóttir, Bergpóra Árnadóttir, Magnús Þór Sigmundsson, Finnbogi Kjartans- son, Birgir Hrafnsson og Þær Eva Ásrún Albertsdóttir, Erna Hildur Gunnarsdóttir og Erna Þórarinsdóttir, sem áður voru í hljómsveit- inni Hver á Akureyri. Sem fyrr getur hefjast hljómleikarnir klukkan 22.00 og er miöaverö 3.500 krónur. Vonandi veröur fullt hús á Þessum hljómleikum Því Þeir eru haldnir fyrir veröugt málefni, auk Þess, sem allir ættu að geta fundið eitthvað sér til hæfis á hljómleikunum. SA. Plötudómur: Gunnar Þóróarson (Ýmir hf) 2-LP Ef við teljum bara þar plötur, þar sem Gunnar Þórðarson hefur verið ábyrgur flytjandi alls efnis. á hann að baki 17 breiðskífur alls með tilkomu þessara platna. Mar^ur tónlistarmaðurinn hef- ur verið uppurinn eftir minna. En Gunnar Þórðarson virðist vera að hef ja nýtt tímahil í tónlistarsköpun með þessum plöt- um. Mörsum þykir eflaust full- mikið að gefa út tvöfalt alhúm, en þegar hlustað hefur verið á plöturnar skilst það strax hvers vegna annað var ekki hægt. Það hefði ekki eitt einasta lag mátt missa sig úr mynstrinu og er þá mikið sagt um sautján lög. Það má telja Gunnari til hróss hversu heilsteypt efnið er. hvað þá ef miðað er við það. að platan var tekin upp á sjö mánuðum. Hann hefur greinilega séð fyrir hvernig platan átti að vera í endann. Þrátt fyrir það að ekkert lag hefði mátt missa sig hafa þau öll mjög sterk sérkenni. Gunnar minnir þó á ýmsa í brotum úr lögum ef svo má að orði komast. Sérstaklega á það við „amcri'sku plötuna*' þar sem hregður fyrir bcrgmáii af lista- mönnum eins og George Harri- son. Bee Gees, Paul Simon. Paul McCartney, Bcach Boys og söng Björgvins Halldórssonar (í lag- inu Gypsy Rose). „Ameríska platan" er að mínu mati í beinu framhaldi af síðustu plötu Hljóm- anna. „Hljómar '74“, sem var sérlega góð plata. Lögin á „amer- ísku plötunni" eru öll sterkt melódísk og hnitmiðuð. Textarnir eru ágætir og Toby Ilerman, hver scm hún er, virðist vera liðleg í textasmíðum. „íslenzka platan" er nokkuð ólík þeirri „amerísku". Fyrri hliðin er sungin en seinni ekki. Á þeirri fyrri eru textar eftir Hrafn Gunnlaugsson og Þorstein Egg- ertsson. Textar Hrafns eru það sem kallast má „flipp" og líklega meint sem slíkt. Lögin eru nokkuð ólík því sem Gunnar hefur gert áður, sérstak- lega tvö þeirra, og gefur það í skyn að það megi búast við einhverri breytingu á tónlist Gunnars á næstunni. Raddbeit- ingar Gunnars á plötunni gefa líka til kynna mikla framþróun. Önnur hliðin á „fslenzku plöt- unni “ cr tileinkuð spilverkum Gunnars, „Bergþeyr við strönd- ina" og „Djúpavík". Þessi tvö verk sýna líka fram í framþróun hjá Gunnari, á öðru sviði þó. En ofar öllu öðru, Gunnar ber hér á borð sitt besta efni. ánægjan af að vinna efnið skin út úr hverju lagi í formi raddarinnar og svo í útsetningu. Við skulun nú renna í gcgnum lögin 17 og gefa þeim punkta. Hliðl Fyrsta lagið er „Ilold On“, Ifflegt lag með miklum horna- hlæstri, latneskum bumbuslætti. kvenrödd til aðstoðar Gunnari, sem er í essinu sínu. og pianóið er á fullu líka. Þetta lag var það fyrsta sem Slaghrandur heyrði og líka það fyrsta sem greip. „Don't Go To Strangers" byrjar þung- lamalega en verður íljótt dreym- andi með Gunna>- syngjandi a-la Bee Gees f upphafinu, og síðan nokkuð í stíl Beach Boys. Mjög aðlaðandi lag sem endar á hljóð- um saxófón. „Rainin' In N.Y.“ var eitt af þeim sem gripu strax. Líflegt „Fíladelfíusánd", hornablástur og góður söngur og textinn og lagið fara mjög vel saman. „She Had A Reality" byrjar rólega og seiðandi og verður í viðlaginu týpískt „Eurovision" lag, nema með bragðbæti. Gæti jafnvel unnið í slíkri keppni ef það færi eftir gæðum. Illið I endar á kröftugum rokkara sem Slagbrandur hélt í fyrstu að Björgvin Halldórsson syngi og fékk síðan að sjá Gunnar sjálfan syngja það í Háskólabíói og komst að því að hann hefur ekki verið allur þar sem hann hefur verið séður. Gunnar rokkar hér eins og Paul McCartney gerir stundum. Spilið er aðallega bassi/ trommur/ gítar auk horna. Hlið II „Like Love..." byrjar líkt og vögguvísa með strengjum, enda blíðasta lagið á plötunni. „Iley Brother" er tileinkað Rúnari Júliussyni, fyrrum sam- starfsmanni Gunnars í Illjómum. Trúbroti og Lónlí BJú Bojs. Tcxtinn er eftir Gunnar og er sá eini eftir hann sjálfan á plötunni. Það verður að segjast. að textinn segir það sem segja þarf, og lagið er ljúft með smáhraðhlaupi í viðlaginu. Bakraddir hressilegar, en Gunnar syngur allar hakradd- ir sjálfur nema í þrem lögum á „fslenzku plötunni „Wake Up" er nokkuð skemmtilegt. létt lag þar sem Gunnar leikur sér með raddirnar. minnir nokkuð á Beach Boys og aðra góða hljómsveit sem enginn man eftir. Stackbridge. „Ahlrep's Adleuh" er léttur rokkari sem f jallar um undarleg- an draum. eitt af fáum lögum þar sem heyrist í gítar Gunnars þó ekki sé það mikið. „Sail Away" er síðasta lagið á 2. hlið. Lagið byrjar á seiðandi hljómborðsleik og gítar. sem fær að heyrast, viðlagið nokkuð skemmtilegt og lagið óvenjulegt. Hlið III „Konan með köttinn" var samið af Gunnari f samvinnu við Egil Eðvarðsson. en tcxtinn er Ilrafns Gunnlaugssonar. Lagið byrjar á klassískan fslenzkan máta með rödd. Tónlist- in er döpur með undirlcik píanós, strengja. fagotts og kassagítars m.a. nokkuð ístíl „Vísnaplatn- anna". „Drottningin rokkar" er afar sérstætt lag. byrjar sterkt með söng Gunnars og pfanói og cykst í styrk. útsetningin er sérstaklega sterk. Lfklega eitt sterkasta lagið á plötunni. Textinn er undarleg- ur og ekki merkilegur. En samt mjög gott lag, mjög góð útsetning og góður flutningur. Þess má geta að Gunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson og Magnús Kjartansson fluttu lag þetta niðursneitt f sjónvarpinu um síðustu jól. „Blóðrautt sólarlag" er ekki síður sérstakt, eggjandi kraftur- inn er vel til fallinn sem kvik- myndatónlist, enda titillagið úr samnefndu sjónvarpsleikriti Hrafns Gunnlaugssonar. „Lít ég börn að leika sér" er ný útgáfa á lagi sem fyrst heyrðist á fyrstu Trúbrotsplötunni. Einn af betri textum Þorsteins Eggerts- sonar. Lagið heldur sér mikið til óbreytt en flutningur mun betri. Gítarsólói hcfur líka verið bætt inn. „í dag" hér á „Mandala"> „Today". Gunnar flytur lagið betur og með meiri tilfinningu. Annars minnir það á að á „Mandala" voru nokkrar jafnvel betri melódfur. Hliö IV Fyrst þegar ég heyrði Gunnar flytja „Bergþey við ströndina" var gítarinn aðalhljóðfærið en ekki fagott. Fagott gerir gerir lagið sérlega myndrænt og minn- ir á „öndina" í Pétri og úlfinum. Útsetning Gunnars á þessari litlu fallegu melódfu er eftirtekt- arverð. Inn á milli koma þungir kaflar með glefsum frá Electric Light Orchestra. „Djúpavík", lítil og ljúf melódfa fyrir píanó og strcngja- sveit. Það er Ilalldór Haraldsson sem gefur tilfinningar sínar í pfanóinu. HIA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.