Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADID. SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 Ein á hesti Lífsreisa Jónu Sigríðar Jónsdóttur Jóna Sigríður, sem hér segir sögu sína, er kjarnakona og engri annarri konu lík. Hún ienti snemma í hrakningum og átti oft erfiða vist, en bugaðist aldrei þótt á móti blési, bauð erfiðleikunum birginn og barðist ótrauð sinni hörðu baráttu. Það var ekki fyrr en góðhestarnir hennar, Gullfaxi og Ljómi, komu til sögu, að lífið fór örlítið að brosa við Jónu Sigríði. Á þessum hestum ferðaðist hún um landið þvert og endilangt, um byggðir og öræfi, og lenti í margvíslegum ævintýrum og mannraunum. Frægust er hún fyrir útilegur sínar á Stórasandi, Kili og Kaldadal, og sú var mannraunin mest er hún átti átta daga útivist, matar- laus og svefnlaus, í hríð og foraðs- veðri norðan undir Langjökli, — ok þegar hún bjargaðist hélt hún blaða- mannafund í Álftakróki. Það er öllum hollt að kynnast lífsreisu Jðnu Sigríðar, frægustu hestakonu landsins. Bjarni Sveinsson frá Viðfirði—Minning I fyrsta sinn í sögu Hafnarfjardar Alhlíða bankaþjónusta innlend sem eriend Útvegsbanki íslanrds hefur opnað útibú að Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði. Útibúið veitir viðskiptavinum sínum alla innlenda bankaþjónustu, auk þess sem það kaupir og selur erlendan gjaldeyri, tekur við inn- og útflutningsskjölum til afgreiðslu og annast opnun bankaábyrgða. Útibúið er opið 5 daga vikunnar kl. 9.15 til kl. 12.30 og kl. 13 til kl. 16 og að auki kl. 17 - 18 á föstudögum. GS£ Sími 54400 ÚTVEGSBANKINN »* ÖLL BANKAMÓNUSTA Fæddur 5. ágúst 1894 Dáinn 24. fobrúar 1978. Fósturfaðir minn og afi, Bjarni Sveinsson frá Viöfiröi viö Norö- fjörð, lést á sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað þann 24. febrúar s.l. Þar hafði hann dvalið í tvö ár, farinn að heilsu. Bjarni var fæddur í Viðfirði 5. ágúst 1894, sonur hjónanna Sveins Bjarnasonar, bónda og smiðs þar, og Guðrúnar ívarsdóttur frá Vaði í Skriðudal. Alsystkini Bjarna voru 8 en 5 þeirra dóu á unga aldri úr barnaveiki eða lungnabólgu en þrjú þeirra komust upp. Þegar Bjarni var aðeins þriggja ára missti hann móður sína en það sama ár fór hann í fóstur til föðursystur minnar, Guðlaugar Bjarnadóttur, og manns hennar, Guðmundar Sighvatssonar, er bjuggu í Tunghaga á Völlum. Þegar Bjarni er 8 ára flyst hann með fósturforeldrum sínum að Efri-Miðbæ í Norðfirði. Næstu 6 árin dvelur Bjarni hjá þeim í Efri-Miðbæ en flyst þá til föður síns í Viðfjörð. I Viðfirði vann Bjarni alla algenga vinnu til lands og sjávar og lærði síðan trésmíði af fóður sínum. Árið 1916 kvæntist Bjarni eftir- lifandi konu sinni, Guðrúnu Frið- björnsdóttur frá Þingmúla í Skrið- dal. í Viðfirði byggðu þau Bjarni og Guðrún sér hús og stofnuðu sitt heimili og þar eignuðust þau þrjár dætur en þær eru: Guðlaug Ólöf, ekkja Jóns ís- fjörð, búsett í Neskaupstað, Guð- rún Aðalbjörg, ekkja Sigurðar Guðmundssonar, búsett í Reykja- vík, og Jónína Stefanía, ekkja Gunnars Sigurössonar, búsett í Reykjavík. Arið 1920 flytja þau Bjarni og Guðrún til Norðfjarðar með dæt- urnar þrjár. Með sér fluttu þau einnig hús það er þau áður höfðu byggt í Viðfirði og reistu á Norðfirði og kólluðu Tungu og þar hafa þau búið síðan. Á Norðfirði eignuðust þau Bjarni og Guðrún 5 börn: Anna Sigríður, gift Sigtryggi Albertssyni, og eru þau búsett í Mývatnssveit, Ingibjörg, gift Þórði Gíslasyni, eru þau búsett í Hafn- arfirði, Friðbjörg Bergþóra, gift Aðalgeir Sigurgeirssyni, eru þau búsett á Húsavík. Árið 1962 urðu þau Bjarni og Guðrún fyrir því mikla áfalli að missa einkason sinn, Svein, frá eiginkonu, Maríu Hjálmarsdóttur, og 4 ungum bórnum. Yngst barnanna var Unnur Ólafía, gift Ásgeir Lárus- syni, búsett í Neskaupstað. Auk barnanna 8, ólu þau upp dóttur- soninn Sigurð. Sambúð þeirra Bjarna og Guð- rúnar var eins og best verður á kosið þó þau væru allólík að skapgerð og eðlisfari, þar sem Bjarni var mjög hæglátur og fámáll, og voru þau mjög samhent við að ala upp sinn stóra barnahóp og búa hann sem best undir lífið. Á fyrstu árum sínum á Norð- firðí reri Bjarni á trillubátum og vann síðan við bátasmíði og var eftirsóttur smiður vegna dugnaðar og leikni. Árið 1945 var sett á stof n Dráttarbraut í Neskaupstað og vann Bjarni við byggingu hennar og starfaði þar næstu 11 árin eða þar til hann missti heilsuna. Jafnframt því sem -Bjarni vann í Dráttarbrautinni vann hann nokk- uð við húsasmíði og minnist ég þess m.a. að hann vann við smíðar við Húsmæðraskólann á Hall- ormsstað. Á bak við húsið í Tungu byggði Bjarni smíðahús en þar vann hann marga stundina eftir að hann hafði lokið vinnu sinni í Dráttarbrautinni, m.a. smíðaði hann þar trillur fyrir menn í Neskaupstað, auk þess sem hann vann þar við ýmsar viðgerðir. Eftir að Bjarni missti heilsuna og hætti vinnu var hann marga stundina í smíðahúsinu við smíðar óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: D Laugavegur 1—33, VESTURBÆR: D Miöbær D Lambastaöahverfi D Ægisíöa UTHVERFI Vesturberg frá 1—74. ^keiöarvogur. UPPL. I SIMA 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.