Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 45
4- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 45 Frá stofnfundi Heilbrigði'jmálaráðs Reykjaneshéraðs. Ljósm.: Heimir stígs* Heilbriðgðismálaráð Reykjaneshéraðs STOFNFUNDUR Heilbrigðis- málaráðs Reykjaneshéraðs var haldinn 23. nóv. s.l. Formaður, Kjartan ólafsson héraðslæknir í Reykjanesheraði, stjórnaði fundi. Jósef ólafsson læknir í Hafnar- firði var kjörinn varaformaður og Vilhjálmur Heiðdal ritari. Aðrir fulltrúar í ráðinu voru mættir: Eiríkur Pálsson, Sigurður Þórðarson og Rafn Sigurðsson frá Hafnarfirði, Jón M. Guðmundsson frá Mosfellshreppi, Ólafur Jónsson frá Kópavogi, Kristján Sigurðsson frá Keflavík og Sólrún Einarsdótt- ir, Stefán Friðbjarnarson og Jón Gunnlaugsson frá Seltjarnarnesi. Heilbrigðismál héraðsins voru rædd og skipulag starfseminnar. Voru gerðar nokkrar ályktanir í þeim efnum. Ákveðið var m.a. að halda kynningarfundi í hverju sveitar- félagi, og verður næsti kynningar- fundur haldinn í Hafnarfirði. Fundur um hlut- verk kirkjunnar í nútímaþjóðfélagi FÉLAG sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogs- hverfi heldur almennan fund í safnaðarheimili Bústaðakirkju n.k. miðvikudagskvöld kl. 20.30. Fundarefnið er hlutverk kirkjunn- ar í nútímaþjóðfélagi, og eru framsögumenn séra Ólafur Skúla- son dómprófastur og Pétur Sigurðsson, varaþingmaður. Fundurinn er öllum opinn og verður boðið upp á kaffiveitingar. Séra Ólafur Skúlason Pétur Sigurðsson Aðventukvöld í Stokkseyrarkirkju í Stokkseyrarkirkju verður haldið aðventukvöld næstkomandi þriðjudag kl. 21. Verður það flutt samfelld dagskrá sr. Guðmundur Óla Ólafssonar sóknarprests í Skálholti, í máli og myndum um ísrael. Þá verður einnig flutt hebresk tónlist. Auður Eir Vilhjálmsdóttir flytur í lokin hugvekju. Sjúkraf lug f rá Króksfjarðarnesi Jazzvakningt Mezzo Forte á tónleikum HUÓMSVEITIN MEZZO FORTE kemur fram á tónlistarkvöldi hjá Jazzvakningu á Hótel Sögu á þriðjudaginn, þann 5. desember. Mun hljómsveitin þar leika nýtt, frumsamið efni, en Mezzo Forte skipa eftirtaldir hljóðfæraleikarari Friðrik Karlsson, gítar, Eyþór Gunnarsson, píanó, Jóhann Asmundsson, bassi, Gunnlaugur Briem, trommur og Andrés Helga- son, flauta og trompet. Allir eru þessir menn þekktir hljóðfæraleikarar. Þá kemur Gurinar Reynir Sveinsson, tónskáld og víbra- fónleikari, fram ásamt félögum sínum, og munu þeir leika nokkur lög af fingrum fram. Gunnar hefur ekki leikið opinberlega árum saman, en kemur nú fram í tilefni útkomu plötu með verki hans, Samstæður, en það samdi hann sérstaklega fyrir Listahátíðina í Reykjavík árið 1970. Tónlistarkvöldinu á þriðjudaginn lýkur svo með „jam-session", sem ráðgert er að standi fram yfir miðnætti. Litiotil beggja -> hlióa ÞAÐ slys varð að bænum Ingunn- arstöðum í Dalasýslu að maður er vann við smíðar á svonefndri flatgryfju á fimmtudag féll niður af þaki hennar og slasaðist nokkuð í baki. Var maðurinn sóttur í sjúkraflugvél í Króks- fjarðarnes og annar læknirinn frá Búðardal sem þar var staddur bjó um hann í vélinni. Sjúkraflugvélin, sem var frá Örnum á ísafirði, lenti á 500 m langri flugbraut við Króksfjarðar- nes og lýstu bílar upp brautina laust fyrir kl. 22 á fimmtudags- kvöld. Flutti vélin manninn til Reykjavíkur. Var hann fluttur á Landspítalann og hafði hann brákast nokkuð í baki. MOÐIR MIN - HÚSFREYJAN Fyrra bindi þessarar bókar seldist mest allra bóka okkar í fyrra. Nú er komið út nýtt safn, um nýjar mæður, fimmtán þættir um mæður úr hinum ólíkustu stéttum þjóðfélagsins, skráðir af börnum þeirra. Þetta nýja bindi af Móðir mín — Húsfreyj- an er ekki síður fróðlegt og skemmtilegt en hið fyrra. Hver þáttur bók- arinnar er tær og fagur óður um umhyggju og ljúfa móðurást. Víð bjóðum sérsiaklega hagstætt verðá takmörkuðum btrgðum TEIEFUNKEN sjónvarpstækja. Stærðir 20", 22", 26". Verð frá kr.: 410.000.- Nýjung í greiðslukjörum þ.e.a.s. styttri lánstími, fækkun á verði. Ath. Takmarkaðar birgðir. Leitið nánari uppiýsinga BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.