Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 Ein þeirra bóka, sem kemur út nú fyrir jólin, er endurminningar Tryggva Einarssonar % Miðdal. Tryggvi er löngu þjóökunnur maöur og kemur saga hans víöa við. Þó er meginsögusviðiö Mosfellssveit, atburðir þar, menn og málefni. Guðrún Guðlaugsdóttir skráir söguna, en Örn og Örlygur gefa bókina út. Hér fer á eftir einn kafli bókarinnar og nefnist hann Skemmtanir: „Nú skulum við drepa hel- vítið hann Skuggasvein" Hér í Mosfellssveit var lestrarfélagshús, álíka stórt og gott eins manns herbergi. Það var lestrarfélagið sem byggði það. Strax þegar ungmenna- félagið var stofnað, greip um sig mikil íþróttaandi, og í þessu litla húsi voru haldnar glímu- sýnlngar, og stóðu áhorfendur allt í kringum glímumennina, svo lítið var gólfplássið. Þarna glímdu þessir indælu og fallegu glímumenn, og þótti þetta sér- staklega góö skemmtun. Nokkru seinna var byggt samkomuhús hreppsins, Brúarland. Fyrst var byggður kjallarinn. Þar var samt nokkuð gott húspláss, stór salur og innanstokksmunirnir voru langborð úr 6 tommu tréborðum og búkkar undir og svo bekkir við. Ungmennafélag- ið fór á þessum tíma að fást við leiklist af miklum áhuga. I salnum var engin sena, en samt voru færð þar upp mörg leikrit, sum meira að segja löng, eins og Maður ojí kona. Ég dróst inn í þessa leiklistar- starfsemi, þó að ég væri lítill leikari. Langtímum saman var ég varla með sjálfum mér, svo mjög fékk það á mig, að ég var alltaf látinn leika einhver ástar^ hlutverk, en mig langaði til að leika fífl. En ungmennafélagið átti innan sinna vébanda miklu betra fífl en mig. Það var Gísli Hansson frá Fitjakoti. Hann lék Gvend smala, þannig að unun var á að horfa. Við fórum alltaf út að Brúar- landi til að æfa. Við tókum borðin, bjuggum til senu úr þeim og höfðum búkkana undir. Álafoss gaf teppi til að draga fyrir sviðið. Ekki var okkur í kot vísað hvað leiðbeiningar snerti. Indriði heitinn Waage var vinur minn og gerði það fyrir mig að æfa okkur í upphafi, og að þeim leiðbeiningum bjuggum við æ síðan. Seinna meir taldi hann ekki eftir sér að æfa okkur, og hafði hann þó mikið að gera. Hann var alveg einstakur maður. Við gengum á æfingarn- ar. Það er um 8 km leið frá Miðdal. Það þætti sennilega nokkuð mikið fyrir haft núna að ganga hálfan annan tíma hvora Systkinin í Miðdal. Sitjandu Sigríður Hjördís (t.y.) og Inga Valfríður. - Standandi- Sveinn Reynir, Ilaukur. Tryggvi. Sigurjón Júlíus og Guðmundur. Á myndina vantar Líbu. leið til að komast á leikæfingu. En svona var þetta í þá daga. Við áttum marga góða leikara. Grímur Norðdahl á Úlfarsfelfi var mjög góður leikari, einnig Lára systir hans. Þau voru systkinabörn við mig. Áður nefndi ég Gísla frá Fitja- koti. Hann dó langt fyrir aldur fram af voðaskoti. Það var mikill missir fyrir leikstarfsemi okkar. Á þessum árum, fyrir hálfri öld, var leiklistaráhugi mjög almennur, víða var leikið og sýningarnar mjög vel sóttar. Meðal þeirra leikrita, sem við hér í Mosfellssveit settum upp, voru Maður og kona, Rottan og fleiri leikrit, sem þá voru leikin í Reykjavík, en leikritin fengum við flest hjá Indriða Waage. I Rottunni átti ég að vera ást- fanginn í henni Láru frænku minni og trúlofast henni. í einu atriðanna áttum við að vera í dálitlu keliríi, það mátti nú ekki vera mikið í þá daga, og var ég með rottu í hendinni, og átti ég, ef mamma eða pappi kærust- unnar kæmu óvænt að okkur, að fleyja henni út á gólfið. Ég hafði af þessu tilefni stoppað upp rottu og hafði blý í fótunum, svo að hún kæmi alltaf rétt niður, hvernig sem ég fleygði henni. Svo erum við nú þarna í keliríi, og foreldrar kærustunnar koma að okkur, og ég fleygi rottunni langt fram á sviðið, sem ekki var stórt. En svo mikil varð skelfing leikhúsgesta við rott- una, að bekkirnir næstir sviðinu hrundu. Rotta þessi varð seinna allfræg. Ungmennafélagið átti einu sinni að safna heimilis- munum til að senda á sýningu í Danmörku. Þangað fór rottan og vakti svo mikla athygli, að henni var aldrei skilað aftur, og er þar líklega enn þann dag í dag. Við hjá ungmennafélaginu vorum svo vel sett að geta, með Hðsinni Indriða Waage, í'engið alla búninga að láni hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur. En þó að aðstaðan væri erfið og sviðið lítið, þá lékum við fyrir þakkláta gesti. Svo mikill var áhuginn á starfsemi okkar, að allir, sem vettlingi gátu valdið, sáu sýningarnar. Mig minnir að aðgangseyrir væri fyrst 3 kr., en var svo seinna kominn upp í 5 kr. Eg var oftast nær samferða Úlfarsfellssystkinunum á æfingar. Á þessum ferðum var mikið skrafað og oft gaman. Stundum tókum við á okkur aukakrók til að geta talað saman sem lengst. í einum slíkum útúrkrók, sem við tókum, komum við auga á lömb, sem bóndann á Geithálsi, Helga máttu koma húsbændur og uppkomin börn þeirra. Slík böll voru svo haldin árlega og stuðluðu mjög að kynnum fólks í sveitinni. Þetta varð til þess, að mjör tók að fjölga barnsfæðing- um, og eftir nokkur ár var svo komið, að þær voru orðnar fleiri en þær voru áður en uppdráttar- sýkin tók að gera vart við sig. Seinna var að undirlagi nokk- urra manna krafist kjól- klæðnaðar á þessum skemmtun- um. Þá tók mjög að draga úr aðsókn á þær, þar sem þeir voru ekki margir í sveitinni, sem áttu kjólföt. Það má eiginlega segja, að kjólfötin gengju af hjóna- böllunum dauðum. Skemmtanir kvenfélagsins og ungmennafélagsins voru um hríð haldnar í Brúarlands- kjallaranum. En seinni árin hefur öll slík starfsemi flust yfir í Hlégarð, en þar er mjög rúmgóður og skemmtilegur salur. Hér í Mosfellssveit voru veitingastaðir hingað og þangað, og voru í sumum þeirra haldin böll. T.d. rak Alþýðuflokkurinn veitingahús í Rauðhólum. Þarna áttu Alþýðuflokksmenn að geta notið rólegra skemmtana. En það varð á annan veg. Bæði skemmtu sér þarna ýmsir aðrir en alþýðuflokksmenn, og svo voru þær skemmtanir oft langt frá því að vera rólegar. I Baldurshaga voru seldar veitingar. Þar voru sjaldan læti innandyra, menn slógust frekar úti á víðavangi. Fólkið, sem þar réði húsum, hafði þau áhrif á menn, Það voru hjón, sem ráku þá Baldurshaga, þau Þorfinnur og Steinunn, sem áður höfðu haft greiðasölu á Selfossi. Eftir að ég eignaðist bíl, fór ég að verða tíður gestur á dansleikjum víða um sveitir. Danskur kunningi minn, Nilsen að nafni, hafði orðað það við mig, eftir að ég fékk bílinn, hvort ég vildi ekki lofa sér að Kafli úr endurminningum Tryggva Einarssonar í Miðdal, „í veiðihug" Wí^i^^MM^ÉM^m^íMMmmMm^^^^^M Fyrsti híli Tryggva. Chevroiet 1927. sem kemur við sögu íþessari Irásbgn. Jónsson, hafði vantað og mikið var búið að leita að. Ég þekkti það á hagamerki, að þetta voru lömbin hans. En lömbin voru bara þrjú, en áttu að vera fjögur. Svo ég segi við samferða- fólkið: „Þetta er helvítis lömbin hans Helga á Geit." Þá segir Grímur: „Hímdu norður í miðri sveit." Þá bætir Lára við: „Eitt þeirra er týnt svo enginn veit," og þá segi ég: „Ætli það sé hjá Guði á beit?" Þarna var komin vísa. Hér í Mosfellssveit hafði lengi verið þetta frá tíu til tólf börn, sem fermdust á hverju ári, en um og eftir 1930 fór þetta að breytast og eins og einhver uppdráttarsýki að komast í fjölgunina á mannfólkinu hérna í sveitinni. Þetta fundu kven- félagskonurnar sárt til og vildu ráða á þessu bót. Því kom fram sú uppástunga í félagi þeirra að halda hjónaball, og car sú uppástunga samþykkt með miklum meiriMuta.- l Þangað fljóta með á dansleik. Svo er það einu sinni, að ég frétti af dansleik í Selfjallsskála, sem var veitingastaður í Lækjar- botnum, en þar voru haldin böll um árabil. Þar var oft sukk- samt. Mér dettur Nilsen í hug og ákveð að fara með hann í Selfjallsskála og tek með mér að auki Steingrím Hinriksson, frænda minn, 17 ára gamlan, sem þá dvaldist í Miðdal. Við fórum nú á þennan dansleik. Þar var verið að dansa af miklu fjöri, en einhver órói lá samt í loftinu, menn voru að stympast á, en ekkert þó alvarlega. Við vorum nú þarna inni nokkra stund, en leist ekki á gleðskap- inn og ákváðum að fara. Eg hafði lagt bílnum nokkuð frá húsinu. Þegar við komum að honum sátu í honum fjórir menn. Ég varð hissa, en datt í hug, að þetta mundu vera einhverjir kunningjar mínir að bíða eftir mér. • En- þegar • ég ¦ sé ' framan- í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.