Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 1
80 SIÐUR 284. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Nóbelsverðlaunin verða afhent í dag Stokkhólmi. Ósló. 9. des. AP - Reuter ÁSE Linoas formaður norsku Nóbelsnefndarinnar veittist í dag harðlega að þeim aðilum sem mótmælt hafa þeirri ákvörðun nefndarinnar að veita þeim Anwar Sadat forseta Egyptalands og Menachem Begin forsætisráðherra ísraels friðarverðlaun Nóbels, en afhending verðlaunanna fer fram við hátíðlega athöfn í Ósló á morgun, sunnudag. Lionás sagði að ástæðurnar fyrir mótmælunum væru af pólitískum toga spunnar, en ekki af áhuga viðkomandi á friði. „Viðkomandi hafa þá staðreynd að vettugi að verðlaunin að þessu sinni eru veitt fyrir samkomulagið frá Camp David, en það er grundvöllur að framtíðar friðarsáttmála Egypta og ísraels- manna." Talsverður mannfjöldi hafði safn- ast saman á flugvellinum þegar Begin kom til Óslóar á föstudag og gerði lögregla þá ýmis spjöld mót- mælenda upptæk. Karl Gústaf Svíakonungur af- hendir á morgun, sunnudag í Stokk- hólmi sex Bandaríkjamönnum, Svisslendingi, Breta og Sovétmanni Nóbelsverðiaun fyrir eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bók- menntir. Upphæð verðlaunanna nemur um 260 milljónum íslenzkra króna. Carter í framboði árið 1980 Tennessee. Bandaríkjunum, 9. desember. AP. THOMAS P.O. Neill, einn tals- mánna demókrata í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings, sagði við fréttamenn í dag að ekki kæmi annað til greina en að Jitniny Carter og Walter Mond- ale yrðu frambjóðendur flokks- ins við forsetakosningarnar 1980. í því sambandi sagði þing- maðurinn: „Þú breytir aldrei sigurliði, slíkt væri fáviska." Um hugsanlegan frambjóðenda repúblikana sagði Neill að hann teldi líklegast að Ronald Reagan yrði þeirra maður. Heilagur Nikulás, jólasveinn Hollcndinga, fékk kalt bað þegar hann gerði sig líklegan til að stíga á bak hesti sínum í bænum Leeuwarden í Hollandi á dögunum. Hesturinn var eitthvað ódæll og hratt jólasveininum beinlínis í ána. viðstöddum til mikillar ánægju. Það fylgir fréttum að þeim rauðklædda hafi ekki orðið meint af volkinu. Iran: Viðurlög við glæpum verða hert verulega Útför Meir á þriðjudag Jerúsalcm. Tel Aviv. 9. des. AP — Reuter YIGAEL Yadin varaforsætisráð- herra ísraels skýrði frá því í dag að ísraelska ríkið mundi sjá um útfó'r Goldu Meir fyrrverandi forsætis- ráðherra og að útförin færi að lfkindum fram næstkomandi þriðju- dag, svo að fulltrúar erlendra ríkja næðu í tæka tíð til Israels, en samkvæmt lögum Gyðinga skaJ útför gerð eins fljótt eftir andlát og auðið er. Mikil sorg ríkir nú í ísrael vegna andláts Meir og samúðarkveðjur berast hvaðanæva að úr heiminum. Fáum kom þó á óvart fráfall forsætisráðherrans fyrrverandi, því hún hefur lengi átt við vanheilsu að stríða og dvalið langdvölum á sjúkrahúsi á árinu. Meðal þeirra sem minntust Goldu Meir í dag voru þeir Menchem Begin forsætisráðherra ísraels, sem nú er í Ósló til að taka á móti friðar- verðlaunum Nóbels, Jimmy Carter, forseti Bandaríkjanna og Anwar Sadat forseti Egyptalands. Teheran, 9. desember. AP. FJÓRIR menn létust í átökum andstæðinga keis- arans og hermanna í írönsku borginni Isfahan og fjölmargir slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í stórhýsi þar sem átökin áttu sér stað, segir í fréttum frá Teheran. í frétt lögreglunnar segir að andstæðingar keisarans hafi kveikt í stórhýsinu sem var í eigu bandarísks fyrirtækis. Ennfremur hafi verið kveikt í þremur bönkum á svipuðum slóðum þar sem um þúsund manns fór um og herjaði á lógreglu- og hermenrí. I frétt frá bandaríska sendiráðinu í Teheran segir að byggingin sem er í eigu Grummann-flugvélaverksmiðjanna sé gjörsamlega ónýt og muni fyrirtækið leggja niður alla starf- semi í landinu. Gholam-Reza Azhari forsætis- ráðherra herforingjastjórnarinnar sagði á fundi með fréttamónnum í dag að þótt banni við mótmælum hafi verið aflétt þýði það ekki að her og lögregla hafi gefist upp, heldur þvert á móti verði allt eftirlit hert til muna og viðurlög við glæpum hert verulega. Efnahagsvandræði Bandarikjanna: Almenningur í lið með stjórnvöldum Washington. 9. desember — AP ALFRED Kahn aðalefnahagsráð- gjafi Carters Bandaríkjaforscta sagði í dag, að svo gæti farið að stjórnvöld færu fram á það við almenning að hann hætti öllum viðskiptum við verzlanir og fyrir- tæki. sem ekki færu eftir þcim aðferðum sem stjórnin hefði ákveðið í baráttunni gegn vcrð- bólgu í landinu, sem er nú um 10% Kahn sagði ennfremur að stjórnvóld hygðust taka upp við- ræður við verkalýðsfélög um að þau beittu sínum áhrifum gegn þeim aðilum sem ynnu ekki „í þágu þjóðarinnar", eins og hann orðaði það. Þá sagði Kahn að í athugun væri hvort ekki ætti að stöðva greiðslur á skatttekjum sem ríkið innheimt- ir til einstakra fylkja og ríkja í landinu sem ekki fara að fyrir- mælum stjórnarinnar í baráttunni gegn verðbólgunni. — Ef viðkom- andi ríki féllust hins vegar á að hlýta fyrirmælum stjórnarinnar, myndi það í framtíðinni tryggja mun betra ástand í viðkomandi ríkjum og fylkjum sem standa mjög höllum fæti um þessar mundir, sagði Kahn að síðustu. Deiltum kvonfang Karls Bretaprins London. 9. desember. Reuter. ÞAl) UMMÆLI þingmannsins Enoch Powclls í brezka þing- inu í gær. að brezka konung- daminu yrði riðið að fullu cf Karl Bretaprins giftist kaþólskri stúlku. hafa komið af stað íniklum dcilum innan þings sem utan í Bretlandi. Flest þau blöð sem látið hafa málið til sín taka eru á einu máli um að ummæli Powells hafi verið ótímabær, óþörf og vart til eftirbreytni. Bæði þing- menn og blóð létu svo um mælt að afstaða Powells byggðist á gömlum kreddum og rykföllnum lagabókstaf frá 1689* og 1701, sem beinlínis bannar ríkiserf- ingja að giftast kaþólskum. Fjölmiðlar á Bretlandseyjum sögðu í dag að yfirgnæfandi meiri hluta brezkra borgara væri' sama þó að Karl prins giftist stúlku af kaþólskum ættum í trássi við lögin. „Al- menningur vill aðeins að Karl giftist stúlku sem verður honum góð eiginkona," sögðu blöðin. Vegna ummæla Powells sendi brezka hirðin út þær fregnir að prinsinn væri ekki á biðils- buxunum enn sem komið væri, en sumum þótti ummæli Pow- ells benda til þess aö svo væri. Povvell er þingmaður kjör- dæmis á N-írlandi þar sem flestir íbúar eru mótmælendur. Sögðu sum blöðin að Poweii hefði verið aö fjalla um kjör- dæmismál, því að kjósendur hans eru sagðir hafa mjög ákveðnar skoðanir um hverrar trúar væntanleg eiginkona rík- iserfingja Breta skuli vera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.