Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 Ólafur Davíðsson íslenzkar þjóðsögur Þorsteinn M. Jónsson bjó til prentunar BJARNI VILHjALMSSON U mm áJfW/oM Reykjavik bókaútcAfan þ/ódsaí.a Útgafuverk ÞJÓÐSÖGU Þetta er fimmta heildarsafn íslenzkra þjóösagna, sem útgáfan sendir frá sér. Nú koma út tvö bindi af fjórum, sem samtais munu veröa ca. 2000 blaösíöur. Síöari hluti safnsins er væntanlegur á næsta ári. Alls eru þá komin út hjá Þjóösögu 20 bindi í þessum 5 þókaflokkum. Fyrir hálfu ööru ári var hafinn undirbúningur aö Þjóösagnasafni Sigfúsar Sigfússonar. Áætlaö er aö þaö veröi 8 bindi. Það mun veröa milli 3 og 4000 blaösíöur í broti Þjóösagnaútgáfanna. íslendingar hafa nú talsvert á aöra öld lagt mikla stund á söfnun og útgáfu þjóösagna sinna og annarra munnmæla, og þjóöin hefur löngum tekið slíkum sögum fegins hendi. Fáar eöa jafnvel engar greinar bókmennta viröast eiga jafnalmennum vinsældum aö fagna og þær, enda eru þær sóttar í hugarheim aiþýöu manna og standa því djúpum rótum í sameiginlegum menningararfi þjóöarinnar. í látleysi sínu og einfaldleik eiga þjóösögur greiöan aögang aö ungum sem gömlum, leikum jafnt sem læröum. Allir viröast geta fundiö þar eitthvaö viö sinn smekk og sitt hæfi. Margir ágætir menn allt frá dögum Jóns Arnasonar og Magnúsar Grímssonar hafa unnið að því aö koma íslenzkum þjóösögum á framfæri við landsmenn. h/'á öllum bóksölum landsins efpeiróskaþess Stjórnarmyndun erfid í Færeyjum Torshavn, Færeyjum, 7. des. Frá fréttaritara Mbl. FORMAÐUR Sambandsflokksins í Færeyjum, Pauli Elleísn, skýrði frá því í dag aó flokkur hans hefði nú reynt að koma á samstarfi um landsstjórn við Jafnaðarmannaflokkinn og Fólkaflokkinn. en án árangurs. Telur Ellefsn því tilraunum sínum til stjórnarmyndunar lokið í bili. „Nú verður að koma til kasta næst stærsta flokksins, jafnaðarmanna, að reyna að ná samstarfi við aðra flokka,“ sejíir hann. Jafnaðarmannaflokkurinn var áður stærsti flokkur Færeyja undir forustu Atla Dam lögmanns. En í nýafstöðnum kosningum hlaut Sambandsflokkurinn fleiri atkvæði, þótt flokkarnir hafi jafnmarga þingmenn, eða átta hvor. Alitið er að tap jafnaðar- manna í síðustu kosningum megi aðallega rekja til óánægju kjós- enda með samvinnu flokksins við Þjóðfeldisflokkinn, sem er aðskiln- aðarflokkur. En vegna tapsins hafa jafnaðarmenn verið tregir til að hugsa til nýrrar stjórnarsam- vinnu til þessa. Vegna stjórnarkreppunnar hef- ur Atli Dam lögmaður skýrt frá því, að hann muni hefja umræður innan stjórnar Jafnaðamanna- flokksins um hugsanlega stjórnar- forustu flokksins. Bandaríkin hækka í áliti í Sviþjóð Stokkhólmi, 7. des. — AP. SKOÐANIR Svía hafa breytzt frá því á dögum Vietnam-styrjaldar- innar og álíta þeir nú, að heimsfriðinum stafi meiri hætta 1978 OKKAR 1978 i Ofnnæta III 1 jtTsyn - Finnlz. )acobs*>n k \V]!ii-.un H&;r«wn sri tu.-um * Harrrtsr DYRMÆTA LIF Úrval af frábærum sendibréfum sem Jörgen-Frantz Jacobsen rit- aði vini sínum, skáldinu William Heinesen. Hjálmar Ólafsson menntaskólakennari þýddi. ÞORGILS GJALLANDI: SÖGUR, ÚRVAL Úrval af smásögum Þorgils Gjall- anda, ennfremur sagan Upp við fossa. Þórður Helgason cand. mag. annaðist útgáfuna. ÍSLENSK PLÖNTUNÖFN EFTIR STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM Stórfróðlegt rit um heiti íslenskra plantna frá landnámsöld til okkar daga. ISLCNSK PLÖNTUNÖfN StcituiOr Steíndttrsson frá Hlodum SÓFOKLES ÞEBULEIKIRNIR OIDlPÚS KONUNOUR OIDlPÚS I KÓLONOS ANTlGONA ÞEBULEIKIRNIR ODÍPÚS KONUNGUR - ODÍPUS í KÓLONOS - ANTÍGÓNA Einhver frægustu verk SÓFÓ- KLESAR í frábærri lausamálsþýð- ingu dr. Jóns Gíslasonar. f ALÞINGISMANNATAL 1845-1975 TEKIÐ HAFA SAMAN LÁRUS H. BLÖNDAL, ÓLAFUR HJARTAR OG HALLDÓR KRISTJÁNSSON Stórglæsilegt og fróðlegt upp- sláttarrit sem ekki má vanta í neitt heimilisbókasafn. SAGA REYKJAVÍKUR- SKÓLA II EFTIR HEIMI ÞORLEIFSSON MENNTASKÓLAKENNARA Ekki einungis fræðandi heldur líka skemmtileg. Annað bindið tekur jafnvel fram hinu fyrra, sem kom út 1975. SAGA REYKJAVÍKUR SKÓLA ALFRÆÐI MENNINGAR- SJÓÐS NÝTT BINDI í ALFRÆÐI MENNINGARSJÓÐS LÆKNISFRÆÐI EFTIR GUÐSTEIN ÞENGILSSON LÆKNI BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 - Reykjavík - Simi: 13652 frá Sovétríkjunum en frá Banda- ríkjunum. að því er fram kemur í skoðanakönnun. sem unnið hefur verið að að undanförnu. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í Stokkhólmi á mið- vikudag á vegum opinberrar nefndar, er hefur með varnarmál að gera, og í þeim kemur einnig fram, að Svíar telja bandarísk stjórnvöld hafa meiri áhuga á að viðhalda friði en þau sovézku. Skoðanakönnunin náði til sér- staklega valins úrtaks um 1.000 Svía á aldrinum 18—70 ára, og hafa niðurstöðurnar verið bornar saman við kannanir, sem gerðar voru árin 1973 og 1976. Aðspurðir voru beðnir að merkja við eina af fjórum lýsing- um, sem þeir álitu eiga við stórveldin tvö. 9% álitu nú (20% árið 1973) að Bandaríkin rækju stefnu „sem stöðugt ógnaði heims- friðinum". En 15% (voru 9% árið 1973) töldu Bandaríkin reyna að viðhalda friði og að þau kæmu ekki á styrjöld. Varðandi Sovétríkin töldu 29% (15% árið 1973) að Rússar ógnuðu stöðugt heimsfriðinum. Aðeins 4% (á móti 10% árið 1973) töldu sovézk yfirvöld reyna að viðhalda friði. Fríkirkjan í Hafnarfirði - Aðventúkvöld AÐVENTUKVÖLD Fríkirkjunn- ar í Hafnarfirði er í kvöld, sunnudaginn 10. des. kl. 8.30 í kirkjunni. Aðalræðumaður verður Olafur Þ. Kristjánsson, fyrrv. skólastjóri. Skólakór Garðabæjar syngur undir stjórn Guðfinnu Dóru Olafs- dóttur. Félagar úr Lúðrasveit Hafnar- fjarðar leika. Frú Elínborg Magnúsdóttir les upp. Kirkjukórinn leiðir almennan söng undir stjórn Jóns Mýrdal, organleikara kirkjunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Leiðum hugann frá amstri og erli daganna að tilgangi jólanna. Kirkjan vill hjálpa þér til þess. Magnús Guðjónsson safnaðarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.